Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1974 29 ROSE- ANNA 8 — Ja, hvað geturðu látið þér detta í hug. Hlaupið úr einu húsi í annað. Það er ekkert vit í þessum vinnubrögðum hérna og allir spyrja sitt á hvað og leggja mis- munandi mat á hlutina. Martin sagði ekkert. Kolberg andvarpaði. — Við ættum að hafa spurn- ingalista, sagði hann. — Það myndi spara mikinn tíma. — Já. Martin gáði í vasa sina. — Þvi miður reyki ég ekki, sagði Kolberg stríðnislega. — Lögreglustjórinn verður með blaðamannafund eftir hálftima. Hann vill að við komum þangað. — Nú, það ætti að geta orðið ljómandi fjörugt. Hann benti á blaðið og sagði: — Hvernig væri að við spyrðum blaðamennina spjörunum úr, svona til tilbreytingar. Fjóra daga í röð hafa þeir skrifað að búizt sé við handtöku á hverri stundu. Og þeir lýsa stúlkunni ýmist eins og hún hefði verið Anita Ekberg eða Sophia Loren. Hann settist upp i rúminu og fór í skóna. Martin gekk út að glugganum. — Lögreglustjórinn vill tala við þig. Hann er inni enn. Lögreglustjórinn og fulltrúinn sátu enn við borðið. — Beck, sagði lögreglustjórinn. — Eftir því sem ég fæ bezt séð er nærveru yðar ekki lengur þörf hér. Við höfum hreinlega ekkert handayður aðgera. — Nei, það skil ég mæta vel. — Sem sagt, ég vil ekki eyða meira af tíma yðar, og ekki sizt þar sem ég veit, að yðar er þörf annars staðar. — Þetta er einnig mín skoðun, sagði fulltrúinn. — La'ka min, sagði Martin Beck. Svo kvöddust þeir með handa- bandi. Inni hjá Ahlberg rikti þögnin ein og Martin rauf hana ekki að heldur. Nokkru síðar kom Melander inn. Hann kinkaði kolli, alvöru- gefinn á svip til hinna. Gekk að borðinu, setti örk í ritvél Ahlergs og pikkaði nokkrar línur. Hann skrifaði síðan nafn sitt undir og lagði bréfið inn í eina möppuna í hillunni. — Var þetta eitthvað? sagði Ahlberg. — Nei, svaraði Melander. — Við förum heim á morgun, sagði Martin. — Það er skínandi, sagði Kol- berg og geispaði. Martin gekk í átt til dyra, leit um öxl og leit á manninn í skrif- borðsstólnum. — Verður þú samferða heim á hótel, sagði hann. Ahlber horfði upp í loftið. Svo reis hann upp og klæddi sig í jakkann. Þeir skildu við Melander í for- sal gistihússins. — Eg er búinn að borða. Góða nótt. Melander var hófsemdarmaður. Auk þess var hann sparsamur á dagpeningana og lifði aðallega að pylsum og ávaxtasafa. Hinir þrir gengu inn i veitinga- salinn og settust. í asnaskap hef ég sett rakspírann þinn í pennan minn. VELVAKAÍMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0 30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. 0 Snærisspotti í tebollu og brot úr tönn í sælgæti I n g i b jö rg Þór ð ardót t i r, Hringbraut 89, kom að máli við Velvakanda, og hafði hún með- ferðis tebollu, sem hún hafði keypt í mjólkurbúðinni að Bræðraborgarstig 47. Tebollan hefur sjálfsagt verið hin girnileg- asta á að líta, en innihaldið var ekki jafn geðslegt og útlitið. I bollunni var firnm sentimetra langur snærisspotti. Velvakandi ætlar ekki að leiða getur að þvi, af hverju slíkt óhapp stafi, en eflaust eru til skýringar á þessu. Þá hringdi Asthildur Sveins- dóttir, Sólvallagötu 9, daginn áður en Ingibjörg kom með teboll- una, Hafði Ásthildur verið að gæða sér á sælgæti, sem skyndi- lega hætti að vera gómsætt og mjúkt undir tönn. Þegar nánari var aðgætt, var aðskotahlutur í þessu sælgætisstykki. Það var hluti af tönn úr manni — nánar tiltekið var þetta jaxl og hann skemmdur. Fleiri voru viðstaddir þennan fund en Asthildur, en þar, sem jaxlbrotið glataðist, er ekki hægt að greina nánar frá málavöxtum hér. Nú er full ástæða til að ætla. að hreinlætiseftirlit á þeim stöðum, þar sem ne.vzluvörur eru fram- leiddar, sé með þeirn hætti, að atvik eins og þau, sem hér hefur verið greint frá, eigi ekki að geta átt sér stað. En það gera þau samt — og það er vísbending um það, að einhversstaðar sé pottur brot- inn. Nú hafa þau fyrirtæki, sem hér eiga í hlut, fengið sína að- vörun, og er vonandi, að þau láti sér að kenningu verða. £ Iþróttir fyrir fatlaða I kvöld verður sýnd í sjón- varpinu rnynd um íþróttaiðkun fatlaðra. I Iþróttablaðinu, 7. tbl. 1972, birtist ræða, sem Oddur Ólafs- son, læknir og alþingismaður. Þeir pöntuðu sér mat og drykk. Kolberg fékk sér tvöfaldan gin og drakk það í þremur sopum. Hinir fengu sér bjór. Martin tók nýjustu lýsinguna fram og las hana yfir. — Viltu gera mér greiða? spurði Martin. — Með ánægju, sagði Kolberg. — Ég ætla að biðja þig að skrifa nýja Iýsingu handa mér persónu- lega. Ekki lýsingu á látinni manneskju, heldur lifandi stúlku. Og öll smáatriði með. Hvernig hún hlýtur að hafa litið út í lif- andalífi. Það bráðliggur ekki á. Kolberg var þögull litla stund. — Ég skil hvað fyrir þér vakir, sagði hann. — Reyndar sagði Ahlberg blaðamönnunum ósatt í dag. Hún var með fæðingarblett að innanverðu á vinstra læri. Það var eins og grís í laginu. — Það höfum við ekki séð, sagði Ahlberg. — Eg sá það, sagði Kolberg. Áður en hann fór bætti hann við: — En þú skalt ekki kippa þér upp við það. Eitthvað hlýtur að fara framhjá manni. Reyndar er þetta þitt morð héðan í frá. Gleymdu, að þú hafir hitt mig. Það var bara ímyndun. Góða nótt. — Góða nótt, sagði Ahlberg. Þeir borðuðu þegjandi. Löngu síðar sagði Ahlberg án þess þó að lita upp. — Ætlarðu að gefast upp og leggja málið á hilluna? — Nei, sagði Martin. — Ekki ég heldur, sagði Ahl- berg. — Kemur ekki til nokkurra mála. Hálftíma síðar kvöddust þeir. Þegar Martin Beck kom upp í herbergi sitt hafði umslagi verið stungið í hurðina. Hann þekkti á umslaginu skrift Kolbergs og þar sem þeir höfðu þekkzt lengi, undraðist hann ekki skjót og hröð vinnubrögð hans. Hann klæddi sig úr, þvoði sér upp úr köldu vatni og fór í nátt- fötin. Síðan setti hann skóna fyrir framan dyrnar, kveikti á les- lampanum og smeygði sér upp í rúmið. Kolberg skrifaði: „Um stúlkuna, sem þú hefur stöðugt í huga má segja eftirfar- andi. 1) Hún var 167 sm á hæð, hafði ekki önnur merki á líkamanum en fæðingarblett á innanverðu vinstra læri. Að sögn sérfræðinga talin 27 — 28 ára gömul og var 56 kíló á þyngd. 2) Líkamsbygging hennar var sem hér segir: grannar axlir, mjótt mitti, breiðar mjaðmir. Mál hennar hafa verið 82—58—94. Þreklega fætur og sterklega. Eng- in líkþorn, en sigg á iljum, eins og hélt á íþróttaþingi um íþróttir fyrir fatlaða, og vill Velvakandi taka sér það bessaleyfi að birta glefsur úr henni til að vekja at- hygli manna á þessu þarfa og tímabæra máli: „Eitt megineinkr^ni fötlunar er hreyfihömlun. Hvt n orsök fötlunar er, siys, sjúkdóu.ar eða meðfædd fötlun, þá er það ekki sizt truflunin á hreyfanleikanum sem veldur örðugleikum hins fatl- aða. Missir útlima, truflun á taugakerfi eða skilningarvitum veldur hins vegár ekki eingöngu hreyfingarörðugleikum. heldur mjóg oft almennri hrörnun, er gjarnan leiðir til minnimáttar- kenndar, streitu og lífsleiða, er getur leitt til einangrunar og upp- gjafar. Þarna geta íþróttaiðkanir komið að haldi, bæði fyrirbyggj- andi og læknandi. Fyrirbyggjandi á þann hátt. að viðhalda þeirri orku, sent eftir er og það. sein ekki er siður mikilvægt, að skapa hæfileg viðfangsefni, einbeita sér að því jákvæða. Vinna gegn einangrun og uppgjöf. Læknandi á þann hátt að stæla og efla þá líkamshluta, sem lamazt hafa og láta heilbrigðu hlutana taka að FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞYDDI hún hafi gengið mikið berfætt. Hún notaði skó númer 37. 3) Hún var útitekin og hafði bersýnilega tekið sólböð í bikini og með sólgleraugu og á fótum haft sandala. 4) Kynfæri virðast eðlileg. Brjóstalítil. 5) Hún hefur verið hálsstutt. Andlitsdrættir þróttlegir. Stór- mynnt og með þykkar varir. Þéttar augabrúnir. Nefið stutt og heldur breitt. Engin merki um að hún hafi notað nein fegrunar- meðul. Þremur til fimm klukku- stundum áður en hún lézt hafði hún borðað kjöt, kartöflur, jarða- ber og drukkið mjólk. Engin merki um sjúkdóma. Hún reykti ekki. Eg hef beðið um að við verðum vaktir klukkan sex. Góða nótt.“ Martin las skýrslu Kolbergs tvisvar sinnum, svo braut hann brefið saman og lagði það frá sér. Hann slökkti á lampanum og sneri sér til veggjar, en það var tekið að birta af degi, þegar hann sofnaði loksins. 6. kafli Sólin skein í heiði, þegar þeir óku af stað frá Motala, en engin umferð var á vegum. Kolberg og MeJander sátu í framsætinu en Martin sat aftur í og skrúfaði niður rúðuna og lét goluna leika, um andlitið á sér. Honum var hálf ómótí af kaffinu, sem hann hafði drukkið á meðan hann var að klæða sig. Kolberg ók illa og óreglulega, hugsaði Martin. En aldrei þessu vant þagði hann. Melander þagði líka og starði hörkulega út um gluggann. I Linköping námu þeir staðar við kaffihús. Martin fór ekki út úr bflnum meðan hinir fengu sér snæðing. Skapið í Melander var stórum betra að loknum morgunverði og það sem eftir var leiðarinnar skiptust mennirnir í framsæt- unum öðru hverju á nokkrum orð- um. Martin sagði ekkert. Hann langaði ekki til að segja nokkurn skapaðan hlut. Þegar til Stokkhólms kom fór hann rakleitt heim. Konan hans sat út á svölunum i sólbaði. Hún kom inn, þegar hún heyrði til hans. — Hæ, sagði hún: — Hvernig hefur þú haft það? — Hábölvað. Hvar eru krakkarnir? — Þau hjóluðu niður að strönd- inni. Þú ert fölur. Þú hefur auð- vitað ekki hugsað um að borða skynsamlega. Nú skal ég búa til eitthvað snarl handa þér. — Ég er þreyttur, sagði Martin. sér verkefni þeirra, er sýkzt hafa.“ Siðan rekur Oddur hvernig þeir, sem fatlaðir eru, liafa iðkað iþróttir, og bendir á félög. sem viða hafa verið stofnuð erlendis með þáð að markmiði að vekja athygli á þessu þarfa máli. Síðan kemur hann að því, hvaða iþróttir henti fötluðum, en eins og gefur að skilja er það mjög mis- munandi, vegna þess hve fötlun er margbreytileg og fötlunarstig- in mörg. Meðal íþróttagreina, sem fatlaðir stunda nú, má nefna: Sund, reiðmennsku, badminton, borðtennis og tennis. „beisbolta". kúluspil. bogfimi. keiluspil, hlaup, stiikk, sleggjukast og kringlukast, leikfimi ýmiss konar. og skotfimi. Nú er gleðilegt til þess að vita. að íþróttahrevfingin mun á næst- unni beita sér fyrir því, aö fatl- aðir stundi iþróttir í rikari mælí. en fram að þessu hefur sá hópur. sem hér er um að ræða — og raunar er fjölmennari en margur ætlar að óathuguöu máli — ekki stundað almennar rþróttir. tAfijar jaiötur Stórar Nazaret: Razatrianaz. Electric light orchestra: On the third day. Wings: Band on the run. tloJo Gunne: Jumpin the gunne. Foghai: Energized. Jim Croce: I got a nante. Graham Nash: Nizd tales. Al Nilsön: Shon and telj. • Tim Weisberg: Dreamspeaker. James Gang: Bang. E.L.P.: Brain Salad surgery.. Genesis: Selling England by the pounds. Honzin Wolf: The back door wolf. Muddy Naters: ° Can't get no grindin. o Roy Clark: Corne live with me. F M. Live. Mjkið úrval af CD4 og QS4. rása plötum. 45. p. ° The most beautiful girl: Charlie Rich. Hello it's me: Todd Rundgren. Nutbush city limits: Tina Turner. A song I like to sing: Kris Kristofersson c Rita Colidge. My rnusic: Loggins and Messina. f Midnight rideF: Greg Allman. I got a name: Jim Croce. Tinte in a bottle Jim Croce. I’marocker: Rasberri.es. c 0 q Just youand me:. = Chicago.= ‘Just you and me: , Chicago. Why my: c Kris Kristofersson. öandy girl: Pal brothers. O Top of the world: Carpenters. Helen Nheels: Wings. Step into Christmas: Elton John. o HljórrifJeilcI Laugavegi 89.\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.