Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.01.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1974 7 Hinn glæsilegi hátfðarsalur Menntaskólans f Hamrahlíð var 1 þéttsetinn gestum. FRAMTAK HAMRAHLÍÐAR- SKÓLANS Tónlistarfélag Menntaskól- ans í Hamrahlíð á heiður skilið fyrir framtak sitt í tónlistarlíf- inu, en síðasta framtak þeirra voru tónleikar 12. jan. s.l. þar sem John Williams lék einleik á gitar. Voru þetta 4. reglulegu tónleikar T.F.M.H. á þessu skólaári. Mikið tónlistarlíf virð- ist vera í Menntaskólanum við Hamrahlíð f samanburði við marga aðra skóla og frægastur i því efni er skólinn af hinum skemmtilega skólakór, sem Þor- gerður Ingólfsdóttir stjórnar. Mikligarður, hátíðarsalur Menntaskólans í Hamrahlíð. varþéttsetinn á tóleikumJohn Williams, sem er heimskunn- ur fyrir gftarleik sinn og talinn af mörgum að minnsta kosti jafrioki kennara sins, Segovia, sem hóf gítarleikinn til vegs og virðingar og er talinn fremsti gítarleikari r heimi. Liðlega 600 manns sóttu tón- leikana í hinum glæsilega sal Menntaskólans og hlýddu á fág- aða og örugga túlkun gítarsnill- ingsins. Verkin voru eftir meistara gitarverkanna auk annarra tónsnillinga. Á efnis- skránni voru m.a. verk eftir Villa Lobos, M. Praetorius, Kim Borg lisjbsprang Sylvius Weiss, J.S. Bach, Fern- ando Sor, Turina, Albeniz, sem kunnur er fyrir einstaklega fögur gitarverk, og Granados. 8. TÓNLEIKAR SINFÓNÍUNNAR Fimmtudaginn 24. janúar n.k. verða 8. tónleikar sinfóni- unnar i Háskólabíói. Hinir kunnu söngvarar Kim Borg og Taru Valjakka syngja með hljómsveitinni undir stjórn Karsten Andersen og verkin eru Don Juan eftir R. Strauss og Sjostakovitsj-sinfönían nr. 14. FULLT A SÝNINGUM DANSFLOKKSINS Fyrsta sýning íslenzka dans- flokksins f æfingarsalnum í Þjóðleikhúsinu gekk listavel og komust færri að en vildu. Framvegis verða sýningar á hverju mánudagskvöldi kl. 21, en fimmtudaginn 24. jan. verð- ur einnig sýning um kvöldið. Er vonandi, að fólk sýni þess- um efnilega dansflokk eftirtekt með þvi að sækja sýningar hans og styðja uppbyggingu íslenzks dansflokks, sem siðar gæti bor- ið hróður íslands út fyrir ís- lenzku landhelgina. HELGI TÓMASSON MEÐ 9 DANSARA Þann 5. marz n.k. kemur Helgi Tómasson ballettdansari heim til íslands ásamt 9 dönsur- um öðrum frá Bandaríkjunum. Mun dansflokkurinn dansa í Þjóðleikhúsinu næstu daga á eftir, en í hópnum eru 7 konur og 3 karlar. JMmam KÖTTUR ANDRÉSAR Á FJALIRNAR Nýtt barnaleikrit eftir Andrés Indriðason verður frumflutt í Þjóðleikhúsinu á morgun kl. 3. Heitir það Köttur úti í mýri og verður það sýnt framvegis á laugardögum og sunnudögum kl. 3. Nærri 30 leikarar leika í Kettinum og auk þess er lítil hljómsveit til aðstoðar. Leikstjóri er Gisli AI- freðsson, Magnús Ingimarsson sér um tónlistina og leikmynd gerði Jón Benediktsson lista- maður. LIÐIN TÍÐ Á KJALLARASVIÐINU Þá verður Liðin tið eftir brezka leikritaskáldið Harold Pinter frumflutt á Kjallarasvið- inu i Þjóðleikhúsinu n.k. þriðjudag, 22. jan. Stefán Bald- ursson er leikstjóri, Ivan Török gerði leikmynd, en leikarar eru Kristbjörg Kjeld, Þóra Frið- riksdóttir og Erlingur Gíslason. STUÐ AÐ FÆRAST í DANSLEIKINN Dansleikur Odds Björnssonar er nú æfður af fullum krafti, en hann verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um miðjan febrúar. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Taru Valjakka Meðfylgjandi mynd er af nokkrum dönsurum Islenzka dansflokksins HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Ódýrar reyktar og saltaðar rúllupylsur Otbeinað hangikjöt 595.— kr kg Hamborgarlæri með spekki 495 — kr kg Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Ódýrar fyrsta flokks niðursoðnir á- vextir. Tekex 6 pk. á 198 - kr. Ódýr jarðarberjasulta Súrsaðar gúrkur. Verð frá 55 - kr glasið. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 12. HITABORÐ fyrir matstofu 6—8 hólfa óskast keypt Hringiðisima 16371 frá kl. 2 — 5 mánudag til föstudags. 4RA HERB. ÍBÚÐ (2 lit.l herb.) til leigu frá 1 febr. i Miðbænum. Fyrirframgreiðsla Til- boð sendist blaðinu merkt: „íbúð — 3092" fyrir 25 jan TIL LEIGU skemmtileg 3ja herb. íbúð á góð- um stað i Hafnarfirði. Tilboð með nauðsynlegum uppl. sendist afgr. Mbl. fyrir 23. þ.m., merkt: 1. febrúar — 3135 ÍBÚÐ TIL LEIGU 2 stofur og eldhús. Hálfs árs fyrir- framgreiðsla Reglusemi og góð umgengni skilyrði Ibúðin er í nánd við Landspitalann Upplýs- ingar í síma 53169 milli kl 7 og 9 e.h. VOLVO EVRÓPA 1970 til sölu. Velmeðfarinn. Ekinn 43.500 km. Upplýsingar i sima 37422. SAMVISKUSÖM OG DUGLEGSTÚLKA óskast til að gæta 2ja barna, herb og fæði fylgir. Uppl. i síma 41480. ÞRÍR TRÉSMIÐIR óska eftir innivinnu. Símar 71594 og 71907. MÓTATIMBUR ÓSKAST má vera órifið. Upplýsingar í síma 93-1 730 eftir kl. 7 á kvöldin HANDAVINNUNÁMSKEIÐ Taumálun, myndvefnaður, flos (bæði fína og grófa nálin), embrodery o.fl., byrjar í næstu viku, 22. janúar. Upplýsingar í síma 41 955. TILSÖLU Merzedes Benz 1418 árg 1 966 i góðu lagi á góðum dekkjum Uppl. í síma 95-1 336 SAUMIÐ Renesansce stól handa eiginmann- inum. TERYLENEFLAUEL úrvals Vestur-þýzk vara Setjum upp allar teg af púðum Ha nnyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. Hannyrðaverzlunin Erla Sporrabraut, HEKLUGARN og heklubækur í miklu úrvali Hannyrðaverzlunin Erla, Snprrabraut. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Nautabuff 795.— kr kílóið Hakk 295.— kr. kilóið Úrvals saltkjöt og rófur. Saltað hrossakjöt Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2. HAFNARFJÖRDUR Mjög vönduð 3ja herb. 92, fm. ibúð á 1. hæð í nýlegu 5, ibúða húsi F Hafnarfirði til sölu. Á jarðhæð er innbyggður bílskúr, góðar geymslur. Allt i góðu standi. Fasteignamiðstöðin, Hafnarstræti 11. símar 20424 — 14120. Tllboð ðskast í nokkrar fólksbifreiðar, Pick-Up bifreið og Pick-Up bifreiðar með 4ra hjóla drifi, er verða sýndar að Grensás- vegi 9, þriðjudaginn 22. janúar kl. 12 — 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala VarnaliSseigna. Tllkynnlng um grelðslu útsvara á Selfossl 1974 Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga frá 24 des. 1 973 ber útsvarsgjaldendum að greiða upp í útsvar yfirstandandi árs 60% þess útsvars, sem þeim bar að greiða árið 1 973, með 5 jöfnum greiðslum, sem falla i gjalddaga 1. febrúar, 1 . marz, 1 . apríl, 1. maí og 1 . júní. Er skorað á alla útsvarsgjaldendur að inna fyrirfram- greiðslur sínar af hendi á réttum gjalddögum samkvæmt framansögðu. Atvinnurekendur, hvar sem er á landinu, ber að senda skrifstofu Selfossshrepps nöfn þeirra útsvarsgjaldenda á Selfossi, sem þeir hafa í þjónustu sinni, að viðlagðri eigin ábyrgðá útsvarsgreiðslu. Selfossi 15. janúar 1974. Sveitastjóri Selfosshrepps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.