Morgunblaðið - 06.02.1974, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.02.1974, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1974 Önnur umferð á Reykjavíkur- skákmótinu var tefld f fyrra- kvöld. Lítið var um óvænt úrslit, en baráttan hörð á öllum borðum. Ef marka má af taflmennskunni fram til þessa virðist svo sem þetta muni verða eitt allra skemmtilegasta mót, sem hér hef- ur verið háð. Enn hefur ekki ver- ið samið eitt einasta stórmeistara- jafntefli og hafa þó stórmeistar- arnir teflt saman nokkrar skákir nú þegar. Er þetta mikil breyting frá sfðasta móti, þar sem erlendu meistarnir þorðu yfirleitt ekki að leika nema 10—15 leiki gegn hvor öðrum, en byggðu allar von- ir sínar á sigrum yfir löndum. Sú skák, sem tvímælalaust vakti mesta athygli í 2. umferð var á milli þeirra Friðriks Ölafssonar og búlgarska stórmeistarans Tringovs. Friðrik beitti Sámichaf- brigðinu gegn kóngindverskri vörn andstæðingsins og hafði all- an timann betri stöðu. Tringov varðist vel og þegar skákin fór í bið, hafði Friðrik tekizt að koma frípeði upp á 7. línu, en staðan er hálflokuð og erfitt að benda á beina vinningsleið, a.m.k. f fljótu bragði. Sigurmöguleikarnir eru þóFriðriks megin. Guðmundur Sigurjónsson hafði hvítt gegn júgóslavneska stór- meistaranum Velimirovic, sem beitti Sikileyjarvöm. Guðmundur virtist fá betri stöðu út úr byrjun- inni, en Velimirovic tefldi af öryggi og á tímabili virtist hann vera að ná undirtökunum. Þegar skákin fór í bið, hafði staðan hins vegar einfaldast allmikið og verð- ur að teljast nokkuð jafnteflisleg. Rúmenski meistarinn V. Ciocaltea tefldi nú sína fyrstu skák i mótinu gegn Norð- manninum Ögaard. Norðmað- urinn beitti Aljekínsvörn og hafði allan tímann lakari stöðu, þótt ekki væri munurinn mikill í timahrakinu tókst Rúmenanum að auka yfirburði sína og í bið- stöðunni hefur hann tvö peð yfir og hlýtur að vinna. Davíð Bronstein mætti gömlum kunningja, þar sem var Frey- steinn Þorbergsson. Freysteinn beitti Skandinavískri vörn, sem þeir hafa báðir mikið dálæti á. Út úr byrjuninni fékk Bronstein betri stöðu og sá Freysteinn sig knúinn til að láta af hendi skipta- mun. Báðir lentu í tímahraki og virtist frípeð Freysteins þá ætla að verða stórmeistaranum skeinu- hætt. En alltaf vantaði herzlu- muninn og þegar Freysteinn fór yfir timamörkin var staða hans vonlaus. Skák þeirra Júlfusar Friðjóns- sonar og Ingvars Ásmundssonar var frá upphafi mjög fjörug. Ingvar fórnaði snemma skaptamun fyrir tvö peð, en Júlíus virtist fá góða sóknarmöguleika á kóngsvæng. Á timabili leit út fyrir að Ingvar væri að verða mát, en hann slapp og þegar Júlíus féll á tíma hafði hann manni minna. Magnús Sólmundarson tefldi Aljekínsvörn gegn Benóný, sem ekki notfærði sér rannsóknir sér- fræðinganna frekar en fyrri dag- inn. Fékk Benóný þó ágætt tafl út úr byrjuninni, en siðan gaf hann Magnúsi kost á að komast út í hagstætt endatafl. Þegar skákin fór í bið hafði Magnús biskupa- parið og fimm peð gegn hrók og fjórum peðum Benónýs. Ætti staða Magnúsar að duga til vinn- ings. Fýrrverandi heimsmeistari Vassily Smyslov tefldi við Jón Kristinsson. Við skulum lita á skákina, hún hefur handbrágð stórmeistarans þótt hún sé stutt. Tll lelgu er hús fyrir svínabú að stærð 1080 fm. Auðvelt er að nota hluta húsanna fyrir hænsna- eða kjúklingarækt. Liggur mjög vel við markaði og sláturhúsin. 50 km frá Reykjavík. íbúðarhús fylgir. Áhugafólk sendi tilboð til Mbl. merkt: „Sveit — 1237" fyrir 1 5. febr. Evrópuráðsstyrklr Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar erlendis á árinu 1975 fyrir fólk, sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð í félagsmálaráðuneyt- inu. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Ungverjinn Forintos hefur nú tekið forystuna (VI R.vfkurskákmótinu. Hvftt: V.Smyslov. Svart: Jón Kristinsson. Kóngsindversk vörn. I. c4 — g6, 2. Rc3 — Bg7, 3. d4 — c5, 4. d5 — d6, 5. e4 — Rf6, 6. Bd3 — e5 (?), (Hér var trúlega betra að hróka og sjá til hvert hvíti kóngsriddar- inn færi. Svartur gat þá valið á milli leikjanna eð og e6 á eftir). 7. Rge2! (Þar sem svartur hefur þegar leikið e5 stendur riddarinn bezt á e2). 7. — 0-0, 8. 0-0 — Re8, 9. Dc2 — b6, (Einnig kom til greina að leika 9. — Ra6, ásamt Rc7 og reyna síðan að skapa mótspil með þvi að leika b5). 10. a3 — f5, 11. f4! (Nú kemur i ljós að uppbygging svarts er ekki eins og bezt varð á kosið. Hann á í erfiðleikum með að koma mönnum sínum út og neyðist jafnframt til að opna lín- urnar á kóngsvæng). II. — fxe4, 12. Rxe4 — Rf6, 13. Rg5 — De7, 14. fxe5 — dxe5, 15. Bd2 — h6. (Slæm veiking, en hvað átti svart- ur aðtaka tilbragðs?). 16. Re4 — Bf5, 17. R2g3 — Rxe4, 18. Bxe4 — Bxe4. 19. Dxe4 (Nú er allt i voða í ríki svarts, hvítxTr hótar bæði Dxg6 og d6). 19. —^Dd6, 20. Hxf8+ — Bxf8, 21. Dg4! (Rýmir e4 reitinn fyrir riddar- ann. Svartur neyðist nú til að gefa peð). 21. — h5, 22. Rxh5 — Rd7, 23. Hfl (Ekkí 23. Dxd7 — Dxd7, 24. Rf6+ — Kf7, 25. Rxd7 — Bg7 og riddar- inn er á villigötum. 23. — Be7, 24. Rg3 og svartur gafst upp. Ungverjinn Forintos er iðinn við kolann. Hér sjáum við hvernig hann afgreiddi Kristján Guð- mundsson. Hvftt: G. Forintos. Svart: Kristján Guðmundsson. Benonibyrjun. 1. d4 — Rf6, 3. c4 — g6, 4. Rc3 — Bg7,5.Be2 — 0-0, 6. f4 (Fjögurra peða árásin þykir ekki beinlfnis traust áframhald en skemmtileg er hún). 6. — c5, 7. d5 — e6, 8. Rf3 — exd5,9. cxd5. (Nú kemur upp Benónibyrjun. Með 9. exd5 gat hvitur haldið sig við hefðbundnar leiðir kóngsind- verskrar varnar). 9. — He8 ( Hér komu ýmsir leikir til greina, 9. — Ra6, 9. — Bg4 og loks 9. —b5, sem býður e.t.v. uppá skemmtilegustu möguleikana). 10. — e5!? (Þessi peðsfórn býður uppá skemmtilega möguleika þótt hún geti tæplega talizt hárrétt. Þeir, sem vilja fara varlega i sak- irnar leika hér 10. Rd2). 10. — dxe5, 11. fxe5 — Rg4, 12. Bg5 — Da5, (Nákvæmara var 12. —Db6). 13. 0—0 — Rxe5, 14. Rxe5 — Bxe5, 15. Bc4 — Db4, 16 Db3 (Hér kom einnig sterklega til greina að leika 16. Df3). 16. — Bf5, 17. d6 — Dxb3, 18. axb3 — Bd4 + , 19. Khl — Bxc3, (Svartur er kominn í illþyrmis- Iega klemmu og vegna hótunar- innar Rd5 afræður hann að láta biskupinn góða af hendi. Til greina kom þó að leika hér 19. — Be6 og svara síðan Rd5 með Ra6). 20. bxc3 — Be6, 21. Bb5 — Rd7, (Nú lendir svartur í vandræðum, til greina kom að leika 21. — Hc8). 22. Hael — a6, 23. Bxd7 — Bxd7, 24. He7 — Hxe7, 25. dxe7 — f6, (Svarta staðan er mjög erfið, en hér var sjálfsagt að reyna 25. — He8, þótt hvftur hafi töglin og hagldirnar á borðinu e'ftir 26. Bf6). 26. Hxf6 — h6, (26. — Kg7 gekk ekki vegna 27. Hf8. Kristján var nú kominn í mikið tímahrak). 27. Hxg6+ — Kf7, 28. Hf6+ — Kg7, (Ekki 28. — Kxe7 vegna H xa 6+). 29. Hd6 — hxg5, 30. Hxd7 — He8, 31. Hxb7 — Kf7, 32. Kgl (Einfald- ast, svartur neyðist fyrr eða siðar til að fara út í peðaendataflið). 32. — Hxe7, 33. Hxe7 — Kxe7, 34 Kf2 — c4, 35. b4 — Ke6, 36. Ke3 — Kf5, 37. h3 — Ke5, 38. g3 — Kf5, 39. Kd4 og svartur gaf. 3. umferð verður tefld i kvöld og þá tefla saman m.a.: Tringov og Forintos, Jón Kristinsson og Friðrik, Magnús og Smyslov, Ingvar og Bronstein, Velimirovic og Július. Jón Þ. Þór. útgerðarmenn - Flskverkendur Bátur tll lefgu Til leigu er góður 52 lesta bátur. Allar uppl í síma 1 9700 á skrifstofutíma. TilboÓ óskast í flekabyggð timburhús á Keflavíkurflugvelli. Upplýsingar í síma 24989 frá kl. 10—12 árdegis. Tilboðin verða opnuð I skrifstofu vorri þriðjudaginn 12. febrúar kl. 11 árdegis. Sala varnarliðseigna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.