Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 18

Morgunblaðið - 28.02.1974, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRUAR 1974 Próf- kjör manna ingum, sem vilja byggja yfir sig. I síðara dæminu virðist ráða mestu óttinn um að spilla teikniborðsútliti ákveðinna borgarhluta og ganga þannig á skjön við vilja skipuleggjara, sem halda vilja sínu reglu- striki, hvað sem tautar og raul- ar. í þessu sambandi má benda á, að flestum er nú umhugað um að varðveita „gamla bæinn“ eins ósnortinn og verða má. Ég er sannfærður um, að ef fyrr- um hefðu ráðið þau skipulags- sjónarmið, að sama formið skuli yfir alla húsbyggjendur í sama hverfi ganga, svo hverfið taki sig vel út á loftmynd, þá myndi ekki nokkur maður hreyfa andmælum þótt „gamli bærinn“ yrði jafnaður við uirðu. Auðvitað er meðalvegur- inn f þessum efnum vandratað- ur og nýir tímar kalla á meiri reglu á hlutunum en áður. En reglustrikan má aldrei verða svo voldug, að úrskurðum hennar verði ekki áfrýjað. Sjaíi'stæðisflokkurinn liefur haldið farsællega um valda- taumana í Reykjavík. Mestu hefur ráðið, að meirihluti borgarstjórnar ér samhentur og vinnur einhuga að settu marki. Andstæðingar okkar standa öðruvísi að verki. Óvissan situr þar í öndvegi. Henni á vinstri hönd eru óheilindin og sundr- ungin á hægri hönd. í kringum þennan fögnuð skokkar frjáls- lyndið, sem getur ekki gert upp við sig, hvort betra sé að leggja lag sitt við óheilindin eða sundrungina. í slíku samsæti er sama, hvaða fundarefni-er á boðaðri dagskrá. Umræðurnar enda ætið í karpi um hrossa- kaup og kjör hvers og eins við borðið. Það er sannarlega þarft verk að berjast gegn þvi, að slíkt lið nái tangarhaldi á höfuðborg- inni og verður að vona, að sem flestir sameinist í þeirri bar- áttu svo enn sannist hlið holla lögmál, að hinir sameinuðu skulu standa, en þeir sundruðu falla. DavfðOddsson stud.jur. Elín Pálmadóttir: Góð borg með mikla möguleika HELZTU áhugamál mín í borg- inni? Svar á einni vélritaðri síðu! Það er ekki létt fyrir manneskju, sem sl. ár hefur verið að vasast í borgarmálum — smábæta á sig áhugaefnum, eins og varaborgarfulltrúi hlýt- ur að gera. Borgarstjórnar- flokkur sjálfstæðismanna, sem í eru borgarfulltrúar og vara- menn, kemur saman að jafnaði einu sinni i viku undir forustu borgarstjóra og ræðir öll mál, sem eru á döfinni og í undir- búningi og tekur afstöðu til þeirra. Og sá, sem byrjar að kynna sér mál, veit hvar skór- inn kreppir og leitar að úr- lausnum, fær áhuga á því. Þó hafa menn að sjálfsögðu mismikinn áhuga á málaflokk- um og skipa sér í nefndir í samræmi við það. T.d. hefur það fallið í minn hlut að hafa forustu í náttúruverndarmál- um sem formaður náttúru- verndar borgarinnar, sem er mjög vaxandi málaflokkur nú á dögum. Við höfum verið að leysa ýmis mál, svo sem að taka frá fólkvanga til útivistar fyrir borgarbúa í Rauðhólum, Blá- fjöllum og nú þvert yfir Reykjanesskaga, þar sem ná verður samstöðu fjölda sveitar- félaga um málin, fylgjast með skipulagi Öskjuhlíðar og Elliða- árdals og láta gera líffræðilega úttekt á fjörunni neðan Korp- úlfsstaða vegna friðunar, svo eitthvað sé nefnt. Ég hefi verið varamaður i félagsmálaráði og riú síðast í fræðsluráði, sem eru rijög áhugaverðir málaflokkar. t kólamálin eru gífurlega mikil- vægur þáttur í svo ört vaxandi borg og snerta nær hvert heimili, en liðlegri skólabrautir með tilkomu fjölbrautaskóla og auknir möguleikar til fræðslu fullorðinna eru mál, sem ég hefi mikinn áhuga á. Og i fé- lagsmálum eru ákaflega brýnir þættir, sem vinna þarf að, svo sem dagvistunarstofnanir i borg með vaxandi útivinnu kvenna og úrlausn í vistunar- málum aldraðra. Hér er ekki rúm til að nefna fleira. Reykjavík er góð borg og miklir möguleikar til að lifa þar góðu lífi. Ekki þó svo að skilja, að unnt sé að uppfylla allar veraldlegar lifsins óskir, enda hóf i skattkröfum á borgarana farsælast, og flest kostar pen- inga. En einmitt þess vegna er val forgangsverkefna kannski enn vandasamara og mikilvæg- ara, og er ögrandi viðfangsefni fyrir þann, sem falin er ákvarð- anataka. EHn Pálmadóttir blaðam aður. Gunnar I. Hafsteinsson: Uppbygging fiskiskipahafnar ÞEGAR ég er spurður um við- horf mín til borgarmálefna, kemur að vonum margt fram í hugann. Þó verður mér, starfs míns vegna, efst í huga aðstaða, sem útgerð og fiskvinnslu er búin hér í höfuðborginni. Enda þótt sjávarútvegur hafi verið hornreka hjá þjóðinni mörg hin síðari ár, þá er það álit mitt, að enn um mörg ókom- in ár eigi sjávarútvegurinn eftir að verða sú atvinnugrein, sem tryggja mun landsmönnum beztu lífskjörin. Hin síðari ár hefur útgerð minni báta héðan fráReykjavík dregizt allmikið saman. Kemur þar til, að langsótt er á fiski- miðin síðan friðuð voru feng- sæl mið hér í Faxaflóa. Hins vegar hafa á síðari árum bætzt í fiskiskipaflota Reykvíkinga mörg stærri fiskiskip og tog- arar. Ekki er því að neita að að- stöðu vöruflutninga- og fiski- skipa svo og fiskvinnslunnar á höfuðborgarsvæðinu er á marg- an hátt ábótavant; viðlegurými fiskiskipa lítíð, athafnasvæði útgerða vöruflutningaskipa takmarkað og þjónustuaðstaða við skipin bágborin. Að vísu er núverandi ástand í þessum efnum að nokkru leyti skiljanlegt, þegar tíllit er tekið til hins ört vaxandi innflutn- ings hin síðari ár ojg tilkomu stærri flutninga-og fiskiskipa. Áformað er stórátak f upp- byggingu fiskiskipahafnar í Reykjavík. Nauðsynlegt er, að uppbyggingu þessari verði hraðað sem mest, en taka verður fullt tillit til sem mestr- ar hagkvæmni i öllum þáttum uppbyggingarinnar. Skilja verður glöggt á milli athafna- svæða flutningaskipa annars vegar og fiskiskipa hins vegar. Þá verður að tryggja, að nauð- synlegustu þjónustufyrirtæki útgerðar fái athafnarými fyrir starfsemi sína. Að vel takist til um uppbyggingu þessa tel ég frumskilyrði þess, að Reykjavík geti i framtíðinni skapað útgerð og fiskvinnslu sem bezt vaxtar- skilyrði og skipað borginni í röð stærstu verstöðva landsins. Jafnhliða auknu rými fyrir fiskiskipaútgerð og fiskvinnslu- stöðvar er mjög nauðsynlegt, að eigendur flutningaskipa fái aukið athafnarými á hafnar- svæðinu og f næsta nágrenni þess. Traust uppbygging á þessu sviði verður ávallt mikil trygg- ing fyrir atvinnuöryggi Reyk- víkinga. Þá vil ég nefna einn annan þátt borgarmálefna, sem mér er ofarlega i huga. Eru það mál- efni eldri Reykvíkinga. Tel ég nauðsynlegt, að borgin beiti sér fyrir uppbyggingu eða aðstoði við uppbyggingu heimila fyrir eldri borgarbúa. Að vísu hefur sitthvað verið gert í þessum málum á undanförnum árum, en stórra átaka er þörf, sem ég vona, að stjórn borgarinnr beri gæfu til að koma i framkvæmd. Gunnar I. Hafsteinsson útgerðarmaður. Ingibjörg Ingimarsdóttir: Aukum fegurð borgarinnar ÖLL höfum við þörf fyrir að vera virkir þátttakendur í mótun og uppbyggingu umhverfis þess og lífskjara, er við búum við. Það er ekki eðli- legt að gagnrýna aðeins, en reyna ekki að hafa áhrif á gang mála samkvæmt skoðunum sínum. Með þátttöku- í félagsstarfi öðlast einstaklingurinn meiri þroska og skilning á mönnum og málefnum. Átök við hin ymsu verkefni í mannlegu sam- félagi hljóta að heilla flesta því þetta er jafn eðlilegt og það, að þú og ég erum tiL Verkefni eru misjafnlega mikilvæg að mati fólks á hverjum tíma og að undan- förnu hafa umhverfismál og félagsleg aðstoð verið efst á blaði. Þetta er mjög eðlilegt ef það er haft i huga, að kerfið er til fyrir okkur en ekki við fyrir það. Mér finnst, að nú séu augu fólks að opnast betur fyrir snyrtingu og fegrun borgar- innar. Bætt skilyrði og betri frágangur af borgarinnar hálfu skapar betri umgengni og virð- ingu fólks fyrir umhverfinu. Við, sem búum í Reykjavik, eigum því láni að fagna að geta hitað upp hús okkar með hvera- vatni og losnum með því við mengun, sem íbúar borga í ná- grannalöndunum eiga við að glíma af þeim sökum. Við eigum einnig kost á töluverðu landrými, sem gefur okkur tækifæri til að skapa okkur hlý- legt og aðlaðandi umhverfi ef rétt er haldið á málum. Ýmis félagsleg vandamál hafa skotið upp kollinum hin síðari ár, vegna breyttra lífsvið- horfa og atvinnuhátta. Má þar til dæmis nefna dagvistunar- mál barna. Stofnkostnaðurinn var til skamms tíma talinn kr. sex—sjö hundruð þúsund pr. barn, en hefur sjálfsagt hækkað eins og annað. Á ein- hvern hátt verður að reyna að lækka hann. Borgaryfirvöld ættu að gera könnun á því, hvort möguleiki væri á því að selja þjónustu þessa á kostn- aðarverði að undanskildu því, ef um einstætt foreldri, eða slæmar ástæður er að ræða. Mörg önnur mál eru aðkall- andi. Má þar nefna leikvalla- mál, aukna aðstoð við aldraða, fjölbreyttari fræðslumögu- leika, heilbrigðisþjónustu og leiðbeiningarþjónustu ýmiss konar, en skiljanlega er ekki hægt að gera neinum mála- flokki viðhlitandi skil í svo stuttu máli sem þessu. Fái ég brautargengi i próf- kjörinu mun ég leitast við að reynast traustsins verð og leggja mitt af mörkum til að vinna að framgangi þeirra mála er telja verður brýn og aðkall- andi hverju sinni. Hugjsón allra borgarbúa hlýtur að vera sú, að auka fegurð borgarinnar og vellíðan íbúanna. Með þetta í huga vil ég hvetja alla stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins til að taka þátt i prófkjörinu og kjósa þá, er þeir treysta bezt til verka. Ingibjörg Ingimarsdóttir, bankagjaldkeri. Karl Þórðarson: Atvinnuöryggi verkafólks AUÐVITAÐ er mér sem verka- manni efst í huga atvinnu- öryggi verkafólks og bætt kjör þeirra lægst launuðu, en að sjálfsögðu vil ég leggja öllum góðum málefnum lið, bæði sem varða borgina sjálfa, íbúa henn- ar og framtíð. Eg vil vekja at- hygli á því, að meira þarf að gera fyrir aldraða fólkið. Þegar það verður að láta af störfum fyrir aldurssakir, þarf að skapa því betri aðstöðu en nú er til að nýta þá starfsorku, sem það enn þýr yfir, létta af því skattabyrðinni meðal ann- ars. Þetta fólk á það skil- ið, að því sé sómi sýndur. Enn- fremur álít ég, að margt þurfi að gera fyrir ungiingana, þegar þeir eru lausir úr skóla á vorin, og það á allt öðrum grundvelli en þeim að kjósa ráð og nefndir til að finna út með hverju á að skemmta þeim. Það eiga þeir sjálfir að sjá um, en finna á verkefni fyrir þá, svo að athafnaþrá heilbrigðra ung- linga fái eðlilega útrás. Til dæmis mætti gera út nokkur skip á sumrin mönnuð hraust- um strákum, sem ég er viss um, að hefðu óblandna ánægju af starfinu. Það var min reynsla meðan ég var til sjós og gaman fannst mér, þegar strákar voru með á togurunum, hvað þeir voru duglegir og námfúsir við öll störf. Ég trúi, að það sé eitt- hvað svipað ennþá. Það er líka margt annað, sem brýn nauðsyn er að bæta. Það er bara ekki hægt að nefna allt í stuttu máli, en mér finnst að atvinnumálin og verkleg menntun unga fólksins eigi allt- af að vera efst á baugi hjá borgarstjórn. Starfsreynslan er bezti skólinn á hvaða sviði sem er. Eg hef minnzt hér á pilta eingöngu vegna þess að ég treysti, að þær konur, sem i framboði eru komi á framfæri góðum tillögum um vinnu og alls konar viðfangsefni fyrir ungu stúlkurnar. Og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er flokk- ur allra stétta er ég þess full- viss, að í hans höndum er fram- tið höfuðstaðarins bezt borgið. Karl Þórðarson verkamaður. Margrét S. Einarsdóttir: Hvet konur til stjórnmála- þátttöku EIN af ástæðunum fyrir því að ég tek þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningar að þessu sinni er sú, að ég vil með þvi hvetja ungar konur til aukinn- ar þátttöku á sviði þjóðmála. Það hefur lengi verið eitt af baráttumálum minum að opna augu almennings fyrir nauðsyn þess að konur gefi kost á sér til starfa innan vébanda stjórn- málaflokkanna í mun rikara mæli en verið hefur og sitji þar á sama bekk og karlar. önnur meginástæðan fyrir þátttöku minni í væntanlegu prófkjöri, er áhugi minn fyrir hinum ýmsu málefnum Reykja- víkurborgar og löngun til að leggja þar eitthvað af mörkum til framfara og uppbyggingar. Sem borinn og barnfæddur Reykvikingur hef ég fylgst með þróun borgarmála um árabil af áhuga og vissulega nokkurri gagnrýni. Undanfarna áratugi hefur borgin okkar verið i mjög örum vexti, samfara því hafa fylgt ýmis félagsleg vandamál sem þola almennt enga bið, en þurfa úrlausnar við hið bráð- asta. Þessi félagslegu vandamál eru ofarlega í huga mfnum og á því sviði myndi ég einna helst kjósa að beita starfsorku minni. I örstuttu mál er er engan veginn unnt að gera hinum ýmsu málaflokkum viðhlitandi skil svo sem húsnæðismálum og umhverfisvernd, byggingu og rekstri dagvistunarstofnana og síðast en ekki sist aðkallandi uppbyggingu heimila fyrir aldraða. Húsnæðismálin hafa oftlega reynst hinum almenna borgara þung í skauti; þar þarf að auka ýmsa fyrirgreiðslu til þess að geraþann hjall viðráðanlegri. Það þarf að flýta byggingu heimila fyrir aldraða og auka þannig öryggi þeirra þegna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.