Morgunblaðið - 17.05.1974, Side 4

Morgunblaðið - 17.05.1974, Side 4
4 ® 22 0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 V--------------' Fa JJ /Í//.I I.IH.t \ 'AFUR LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL Tt 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel 14444*25555 K BiLALEIGA car rental CAR RENTAL V24460 Í HVERJUM BÍL PIOIVJŒGR ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI ARÐUR í STAÐ 0 SAMVINNUBANKINN YÐSLU FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G.S station. Fimm manna Citroen G.S 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um). Bílaleiga GAB BENTAL Sendum U* 41660-42902 VARIZT VINSTRI SLYSIN *D MORGUNBLAÐIÐ,FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 1974 STAKSTEINAR Hver atar hvern auri? í Tímanuni í gær er því hald- ið fram, að Murgunbladið ati borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins auri af fyllsta kappi og „beinir blaðið nú vopnum sínum helzt gegn þeim mönn- um, sem skipa annað og þriðja sætið á lista Framsóknarflokks ins og lepur dag eftir dag upp allan þann róg, sem það getur fundið um þá. Slíkum óhróðri er óþarft að svara . .. “ Hér iief- ur eitthvað skolazt til hjá leið- arahöfundi Tímans. Morgun- blaðið hefur ekki atað borgar- fulltrúa Framsóknarf lokksins auri nema síður væri. En lík- lega er tilefni þessara ummæla Tímans það, að Morgunblaðið hefur birt fréttatilkynningu, sem hópur framsóknarmanna í Reykjavík hefur sent frá sér. í þessari fréttatilkynningu eru þeir, sem skipa annað og þriðja sæti framboðslista Framsókn- arflokksins, bornir hinum alvarlegustu sökum. Þeir eru sagðir .Jiefja til verks pðlitfskt siðleysi og margvíslega fjár- málaspillingu, brjóta félagslög og lýðræðislegar starfsvenjur". Og ennfremur er því haldið fram af Samtökum vinstri framsóknarmanna, að fram- boðslisti Framsóknarflokksins i Reykjavfk sé borinn fram með ólöglegum hætti. Og vissu- lega eru það engir utangarðs- menn í Framsóknarflokknum, sem bera fram þessar sakir. Forystumaður Samtaka vinstri framsóknarmanna f Reykjavfk eru Baldur Kristjánsson, sem er sonur Kristjáns Benedikts- sonar, borgarful Itrúa, er skipar efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins f Reykja- vfk. Telji Tíminn, að með þess- ari fréttatilkynningu sé verið að ata borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins auri ætti hann fremur að beina spjótum sín- um að samflokksmönnum og hinum nýju félagssamtökum framsóknarmanna f Reykjavík, Samtökum vinstri framsóknar- manna. Hlutur Mbl. f þessu máli er ekki annar en sá að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu dagblaðs að leyfa öllum sjónarmiðum að koma fram og vart verður Morgunblaðið um það sakað, þótt framsóknar- menn f Reykjavfk eigi við heimilisböl að búa. „Verkalýðs”- flokkurinn! Það er alkunna, að Alþýðu- bandalagið hefur jafnan talið sig vera fremsta forsvara verkalýðshreyfingarinnar á hinum pólitíska vettvangi og raunar hafa forystumenn þess hvað eftir annað sagt, að Al- þýðubandalagið væri hinn póli- tíski armur verkalýðshreyfing- arinnar. í samræmi við þessa afstöðu hefur Alþýðubandalag- ið f gegnum árin lagzt eindreg- ið gegn öllum aðgerðum, sem kommúnista hafa talið skerða hag verkalýðsins og á það ekki sízt við um hvers konar breyt- ingar á vfsitölunni. Sem dæmi má nefna, að ríkisstjórn Jó- hanns Hafstein frestaði í nokkra mánuði greiðslu tveggja eða þriggja vísutölu- stiga haustið 1970 og ætluðu þá þingmenn Alþýðubandalagsins og málgagn þess, Þjóðvilj- inn, að ærast og töluðu um vísi- tölurán. Þegar þetta er haft í huga, er óneitanlega fróðlegt að kynnast þeim tillögum, sem ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa gert f ríkisstjórninni um ráðstafanir í efnahagsmálum. I rfkisstjórninnni samþvkktu ráðherrar Alþýðubandalagsins, þessi pólitfski armur verkalýðs- hreyfingarinnar, að engin vísi- töluhækkun yrði greidd á laun hinn 1. júní n.k. og skvidi sá háttur gilda til 1. desember á þessu ári. Þetta þýðir að sjálf- sögðu stórfellda kjaraskerð- ingu liins almenna launamanns f landinu, vegna þess, að hann fær þá f engu bættar þær miklu verðhækkanir, sem dunið hafa yfir frá 1. marz sJ. En ráðherr- ar Alþýðubandalagsins gerðu fleira. Þeir fluttu tillögu um að breyta með iöguni nýgerðum kjarasamningum og taka af launþegum hluta þeirrar kaup- hækkunar, sem um var samið í þessum kjarasamningum. Þeir áttu hugmyndina að því að færa alla kjarasamninga niður í 20% kjarabót með lögum. Þessu hefur sambandsstjórn Alþýðusambands fslands mót- mælt harðlega. Afstaða ráð- herra Alþýðubandalagsins hlýtur að vekja mikla athygli meðal verkafólks. Borgarstjóri svarar... Til kjördags svarar borgarstjórinn í Reykjavík fyrirspurn- um borgarbúa um mál- efni Reykjavíkur. Lesendur Mbl. eru hvattir til að hringja í síma 10100 kl. 10-11 fyrir hádegi. Skóladagheimili í Arbæ Róshildur Jónsdóttir, Rofabæ 47, R. „Hvenær er áætlað, að skóla- dagheimili komi í Arbæjarhverfi? Er til sérstök áætlun varðandi skóladagheimili fyriralla Reykja- vfk? Ef svo er, f hvaða röð koma hverfin?" Svar borgarstjóra: „Frá 1970 hafa verið sett á stofn þrjú skóladagheimili, eitt f Lang- holtshverfi, annað í Smáfbúða- og Bústaðahverfi og hið þriðja við Kaplaskjólsveg. Samkvæmt sér- stakri áætlun, sem unnið hefur verið eftir um stofnun fimm slíkra heimila, kemur hið fjórða væntanlega á þessu ári í Breið- holti III og það fimmta er áætlað aðverði í gamla austurbænum. Þessi áætlun um stofnun fimm skóladagheimila var á sínum tíma skoðuð sem tilraun. Að fenginni reynslu verður eflaust gerð ný áætlun á næsta ári. sem tekur þá til annarra borgarhverfa." Hreinsun bílastæða Einar Kristinsson, Súðarvogi 20 spyr: „Erekki hægt að fá hreinsunar- deild borgarinnar til að gera gangskör að því að hreinsa til á bílastæðum þar sem standa all- mörg bílflök núna. Við höfum tal- að við lögreglu,umferðardeild og hreinsunardeildina en enginn að- hefst neitt. Hvenær verður haf- izt handa við gangstéttarlagníngu i Súðarvogi?“ Svar borgarstjóra: „Hreinsunardeild borgarinnar hreinsar reglulega til á iðnaðar- svæðinu við Súðarvog, enda er ástand þar mjög slæmt og starfs- mönnum hreinsunardeildar full- kunnugt um það. Seinustu að- gerðir hreinsunardeildar á þessu svæði voru 12. marz, en þá voru teknír af svæðin'u 8 bflgarmar, og 20. marz voru teknir 10, auk braks úr vinnuvélum. Seinustu götu- spottar í þessu hverfi verða mal- bikaðirá þessu ári. Gangstéttarlagningu lýkur á næsta ári.“ Sundlaug í Breiðholti Halldór Pálsson, Njörvabakka 16, R. „Er fyrirhugað, að hjólreiða- menn fái sérstaka hjólreiðastfga í borginni? Ennfremur, — er von á bankaútibúi hér á næstunni? Hvenær fá Breiðholtsbúar sundlaug og hversu stór verður hún?“ Svar borgarstjóra: „Þar sem Njörvabakki er ekki til í Reykjavík er eflaust um mis- ritun að ræða og á að vera Núpa- bakki. Samkvæmt áætlun um um- hverfi og útivist, sem borgar- stjórn samþykkti 2. þ.m., er gert ráð fyrir sérstökum hjólreiðastíg- um víða um borgina. Á uppdrátt- um er fylgja áætluninni og liggja frammi hjá Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar, má sjá, hvar stígarnir eru fyrirhugaðir. Bankaútibú fyrir Breiðholt I er fyrirhugað í Mjóddinni. Við fjölbrautaskólann í Breið- holti III er ráðgert að lokið verði við 12!4x25 m útisundlaug á árinu 1976.“ Höfðaskóli Bjarni Guðmundsson, Greni- mel 26, R. „Hvað líður byggingu Höfða- skóla? Verður hægt að hefja þar kennslu að hluta í haust? Væri ekki hægt að draga úr fram- kvæmdum við t.d. íþróttamann- virki, þannig að hægt sé að ljúka byggingu þessa skóla?“ Svar borgarstjóra: „Samkvæmt áætlun á Öskju- hlíðarskóli, eins og hann er nú nefndur, að taka til starfa haustið 1975 og þá að leysa núverandi Höfðaskóla af hólmi. Röðun framkvæmda er ákveðin af borgarstjórn og eflaust má allt- af um það deila, hvaða fram- kvæmdir eru öðrum nauðsyn- legri." Sumarvinna unglinga Fjóla Kristjánsdóttir, Sogavegi 54, R.: „Ætlar Reykjavíkurborg að sjá unglingum, sem ekki verða 16 ára fyrr en í haust ,fyrir sumarvinnu? Hefur borgin ekki nóg að starfa fyrir þennan aldursflokk við þær' miklu framkvæmdir, sem fyrir- hugaðar eru i sambandi við gróð- ursetningu og fleira þess háttar á næstunni?" Svar borgarstjóra: „Rétt er, að vandkvæðum hefur verið bundið að útvega þessum aldursflokk sumaratvinnu. Hefur þó á vegum Ráðningarstofunnar verið leitazt við að aðstoða þessa unglinga eftir því sem aðstæður á hinum almenna vinnumarkaði hafa leyft hverju sinni. Á sl. 2 árum hefur Reykjavikurborg einnig stofnað sérstaka vinnu- flokka, 2 fyrir stúlkur og 1 fyrir drengi, á þessu aldursskeiði, og þannig útvegað 60—75 ungling- um sumarvinnu, enda eru verk- efni næg, en ásamt með Vinnu- skólanum og vinnuflokkum garð- yrkjustjóra hafa þessir unglingar helzt unnið að hreinsunarmálum og gróðursetningu. Má eflaust reikna með, að svipaður háttur verði á hafður í sumar.“ Mold inn á lóð Sigfríð Breiðfjörð, Réttarholts- vegi 89, spyr: „í fyrra lofaði gatnamálastjóri, að gengið yrði frá ræmu, sem til- heyrir borginni og er utan við lóð hússins á horni Réttarholtsvegar og Bústaðavegar. Jafnframt var því lofað, að mold yrði ekið inn á lóðina. Síðan gerðist það, að geng- ið var frá spildu borgarinnar utan lóðarinnar, og nú er svo komið, að ekki er hægt að flytja gróðurmold inn á lóðina. Hvernig eigum við, íbúar hússins,að snúa okkur f því að koma mold inn á lóðina til okkar?" Svar borgarstjóra: „Lóðirnar nr. 81—97 við Réttar- holtsveg eru raðhúsalóðir. Skv. mæliblaði eru fyrir framan hvert ráðhús afmarkaðir reitir 4,5m x 8,0m, sem eru sérlóðir fyrir hvert raðhús. Spildan frá þessum af- mörkuðu reitum og fram að götu- línu Bústaðavegar er sameiginleg lóð raðhúsalengjunnar. Spilda þessi var í megnustu óhirðu og ekki séð fram á, að húseigendur gengju frá þessu sameiginlega svæði. Gatnadeildin gekk frá þessu svæði í fyrra í sambandi við gatnaframkvæmdirnar. Flestir húseigendanna gengu frá sinum sérlóðum um leið. Viðkomandi fyrirspyrjandi virðist ekki hafa getað lokið sínum lóðafrágangi á þessum tfma og því ekki um ann- að að ræða en að hann fari með þá mold, sem hann þarfnast, yfir hina sameiginlegu spildu og lag- færi eftir sig, ef þeir flutningar valda spjöllum. " Merkt göngubraut Jóhanna Bjarnadóttir, nú heima að Ægissíóu 119, spyr: „Ég átti heima f Skipasundi og um umferðarmál þar fjallar þessi spurning. Við húsið númer 89 við Langholtsveg er mjög aðkallandi að sett verði upp tafalaust merkt göngubraut yfir þessa miklu um- ferðargötu. Oft hef ég orðið vitni að því, að á sfðustu stundu hefur ekki orðið þarna stórslys á gang- andi vegfarendum. Ökumenn aka auk þess mjög tillitslaust þarna og verður fólk oft að bíða langa- lengi eftir að komast yfir götuna vegna verzlunarerinda sinna. — Er hægt að verða við þessari ósk, spyr ég borgarstjóra vorn, um leið og ég vona, að svar hans verði jákvætt og ekki við það eitt látið standa.“ Svar borgarstjóra: „Zebragangbraut hefir verið merkt á Langholtsveg norðan Álf- heima við lóðina nr. 89, en merk- ingin er nú slitin af eins og víða annars staðar. Gatnamerkingar eru nú að hefjastog verður gangbraut þessi merkt einhvern næstu daga.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.