Morgunblaðið - 17.05.1974, Side 7

Morgunblaðið - 17.05.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAI 1974 7 Sólveig vekur mikla athygli erlendis Rekaviðarspýturnar voru félagar hennar listasprang ■k Eftir Arna Johnsen Sólveig útskýrir listaverk sitt, sem bankinn f Slagelse í Danmörku keypti. SÓLVEIG Eggerz Pétursdóttir list- málari hefur sýnt viða erlendis að undanförnu og hefur hún fengið mjög góða dóma fyrir list sina. bæði vatnslitamyndir og rekavið- armyndir, sem þykja mjög sér- stæðar i iistheiminum. Siðan 1972 hafa yfirleitt verið verk á sýningum erlendis eftir listakon- una. 1972 AÐ LOKINNI SÝNINGU I Kaupmannahöfn var henni boðið að sýna i nýju gallerii hjá Ágústu Nielsen i Slagelse I Danmörku. Áður hafði Ágúst Petersen sýnt á vegum Nielsen. Að lokinni sýningu Sólveigar hafði bankinn í Slagelse að láni eina af stærstu spýtunum, sem Sólveig hefur málað á, en aðrar þær stærstu af svipaðri stærð eru í Seattle i Bandarikjunum og Mel- bourne i Ástralíu. Nú hefur bankinn i Slagelse keypt þetta verk Sólveigar og þvi fór hún utan til þess að skýra kaupendunum nánar frá þvi hvernig verkið er unnið og sög- una, sem að baki liggur, en verkið heitir íslenzk álfasaga og er jafn- framt þjóðfélagsleg táknmynd. í fyrra fékk Sólveig boð um að sýna i Baden-Baden í Þýzkalandi. en sú sýning var að nokkru leyti hatdin á vegum borgarstjórnarinn- ar þar. Þýzka sjónvarpið sýndi verkum Sólveigar mikla athygli og sendi út 3ja mín. dagskrá af verk- um hennar á rás I í vestur-þýzka sjónvarpinu, en það var i annað sinn, að vestur-þýzka sjónvarpið sjónvarpaði frá sýningu Sólveigar Island (Vatnslitamynd) á vatnslita- og rekaviðarmyndum. Fyrra sinnið var frá sýningu i Hannover 1970, en þá tók sjón- varpið 20 min. mynd, sem siðan var send út um sumarið. Fyrir stuttu hélt Sólveig sýningu á verkum sínum í Félagsheimili Kópavogs fyrir beiðni kvenfélags- ins þar, en næsta sýning hennar mun verða i Galleri Gammelstrand i Kaupmannahöfn og hefst sú sýn- ing 18. okt. i haust. List Sólveigar fær orð fyrir mjög sérstæðan stil og frumlegan, en upphafið til þessa stils hennar á rekaviðarspýtunum er að rekja til æskuára hennar, þegar hún átti heima i sveit. Þar var fátt fólk og lítið um leikfélaga. Þá byrjaði hún að mála andlit á girðinarstaura, afgangsstaurana og upp frá þvi var enginn skortur á leikfélögum. Kirkjusmiðurinn á Rein. (Vatnslitamynd) BROTAMÁLMUR Kaupum allan brotamálm lang hæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27, simi 25891. GERUM VIÐ kaldavatnskrana og WC kassa. VATNSVEITA REYKJAVIKUR, simi 27522. Birkiplöntur til sölu Úrvals birkiplöntur i mörgum verð- flokkum. Opið til kl. 1 0 virka daga og til 6 á sunnudögum. JÓN MAGNÚSSON, Lynghvammi 4, Hafnarf. Sími 50572. TVEGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ óskast til leigu i Kleppsholti eða Heimahverfi. Tvennt i heimili. Uppl. i sima 85064, eftir kl. 7 á kvöldin. FRÁ HOFI Nýkomið: feiknaúrval í gobilln, ull- arjava og demantspori. Bómullar- garn o.fl. H0F, ÞINGHOLTSSTRÆTI. MOSFELLSSVEIT — KJALARNES Stúlka óskast til léttra heimilis- verka 1 —2 daga i viku. Uppl. i skrifstofusima 24050 alla virka daga. KEFLAVÍK Til sölu 3ja herb. ibúð ásamt stór- um bilskúrvið Hátún. Laus strax. FASTEIGNASALAN HAFNARGÖTU 27, Keflavik. S. 1420. INNRÉTTINGAR Getum bætt við okkur smiði á eldhúsinnréttingum og klæðaskáp- TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI Þorvaldar Björnssonar, simi 86940. BIFREIÐAVIÐGERÐIR — JÁRNSMÍÐI Getum bætt við okkur bifreiðavið- gerðum og járnsmíði. VÉLSMIÐJAN Höfði, Tangarhöfða 2, Ártúnshöfða. |Hor0utttiIaMb ?"»mBRCf 9LDRR I mRRKRfl V0RR * Utgerðarmenn — skipstjórar Til sölu er síldarnót í góðu ástandi. Hagkvæmt verð og skilmálar. Upplýsingar hjá Netaverkstæði Suðurnesja, Andrés Fersæth sími 92—2270. 17. mal 1974 Kl. 9.30 Kransepálagning av minnesmerket over falne nordmen i Fossvogskirkegárd. Kl. 1 0.30 Fest for barn og voksne í Nordens hus. Kl. 20.00 Festmiddag i Krystalsal Hotel Loftleiðir. Medlemmer með venner og bekjente er velkomne. Nordmannslaget. Knattspyrnudómarar Fundur verður haldinn föstudaginn 1 7. mai kl. 20 að Freyjugötu 27, Félagsheimili múrara. Áríðandi að aUir héraðs- og unglingadómarar mæti, svo og þeir /andsdómarar, sem ekki komust á Munaðarnesráðstefnuna. Fundarefni: Samræming knattspyrnulaganna. K.D.R. og K.D.S.Í. nt óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST Upplýsingar í síma 35408. KÓPAVOGUR vantar blaðburðarfólk í Kópavog. Sími 40748. SEYÐISFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá afgreiðsl- unni í síma 101 00. ESKIFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá afgreiðsl- unni í síma 1 01 00 ÓLAFSVÍK Vantar umboðsmann strax uppl. á afgreiðslunni í síma 1 0-1 00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.