Morgunblaðið - 17.05.1974, Side 14

Morgunblaðið - 17.05.1974, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAI 1974 14 Síra Björn Magnússon prófessor sjötugur A sjötugsafmæii síra Björns Magnússonar prófessors got ég okki stillt nitg unt að stinga niöur penna til þess að óska honum til hamingju með daginn og þakka l'yrir ógleymanleg ár í guöfræði- deildinni. Það voru góðir dagar þegar unað var við rann- söknir og stúdíur undir leiðsiign hans. Eg sé hann fyrir mér. þar sem hann kemur foldgnár inn í fimmtu kennslustofu, heilsar, smellir hókum á borðið, sest, læt- ur eldsnöggt á sig gleraugun og les nteð rödd og álierslum, sem eru að sama skapi einkalegar, sem erfítt er að leika þær eftir: ,,FOr diese Geschichte ist zu allen Zeit- en grundlegend. dass sich das Volk Israel nicht nur von einer lebendigen, personhaften Macht gefuhrt wiess, sondern dass ess seine ganze Existenz als Volk dieser Macht, Gott, verdankt. Es weiss sich aus allan Völkern durch einen ursachlosen Willen Gottes erwahlt. Das Ziel dieser Erwahlung ist das Heil fur die ganze Menschheit; „in dir sollen gesegnet werden alle Geschlecht- er auf Erden". Svo segir í ágætu riti W. Foersters um samtíðar- sögu Nýja testamentisins, og það er einmitt einkennandi fyrirpróf. Björn, þessa ótrauðu kempu, aó hann skyldi ekki vila það fyrir sér að umgangast hin góðu vísindi á þýsku jafnt sem ensku og dönsku (hann hlaut framhaldsmenntun sína á Þýskalandi, háborg guð- fræðinnar), enda lét nafni hans Sigfússon, háskólabókavörður, svo um mælt í viðtali, að guð- fræðistúdentar væru nær hinir einu, sem bæðu um þýskar bækur í safninu. En próf. Björn er lfka mikiil grískumaður; það leyndi sér ekki í prýðilegri yfirferð Jóhannesar- guðspjalls, þar sem hann studdist meðfram við eigin skýringar, þaulunnið og vandað verk. En þessi mikli eljumaður hefur líka komið víðar við en kennsluna ein'1 Þannig hefur hann um ára- bil átt sæti í nefnd þeirri, er vinnur að nýrri þýðingu Nýja testamentisins í íslensku. Hann hefur gefið út Orðalykil Nýja testamentisins f samantekt sinni, hið ágætasta verk og bráðnauð- synlegt öllum þeim, sem rýna ritningarnar. Og síðast þegar ég vissi var hann langt kominn með orðalykil Gamla testamentisins, sem ekki verður sfður mikið bús- ílag íslenskum guðfræðingum. Auk þessa hefurpróf. Björn sam- ið mikla ættfræðidoðranta og sam anskrifað Prestatal og prófasta. 1 öllum þessum verkum kemur fram mikil samviskusemi og ná- kvæmni, elja og alúð. Hið sama setti svip á kennslu hans. Þegar hann nú lætur af störfum prófess- ors við guðfræðideild Háskóla Is- lands fyrir aldurs sakir, leyfi ég mér að færa honum hjartans þakkir fyrir þá veislu f farangri mínum, sem samverustundirnar við hann eru og verða, um leið og ég sendi honum og fjölskyldu hans bestu kveðjur og ósk um blessun Guðs um mörg ókomin ár. Bolungarvík, 12. maí 1974, Gunnar Björnsson. Prófessor Björn Magnússon er að heiman f dag. Afmæliskveðja úr guðfræðidei Idinni Prófessor Björn Magnússon, sem er sjötugur í dag, er hylltur af nemendum sínum og samkenn- urum, og hann er f heiðri hafður fyrir frábært starf að leiðbein- ingu ungra manna og ljúf- mennsku og bróðurhug í sam- starfi við samkennarana að mál- efnum deildarinnar. Björn Magnússon hefur komið við sögu guðfræðideildarinnar allt frá árinu 1937 og er því f tvöföldum skilningi elztur að embættisaldri. Hann er i hópi mestu afkastamanna og elju- manna í guðfræðingastétt. Mörg nytsamleg rit hefur hann saman sett, og hann hefur ætfð fjallað um kennslu og ritstörf af miklum fræðilegum áhuga. Maðurinn Björn Magnússon er svo heill og óskiptur, að drengskapur hans og atorka kemur jafnt fram i fræða- störfum hans sem í hagnýtri vinnu, og er hann smiður góður og hagur á margt. Engan mann hefi ég reynt að meira heillyndi og heiðarleika í starfi en hann. Á tuttugu ára samstarf okkar við guðfræðideildina hefur aldrei fallið blettur eða hrukka. Dauf- legt hefur þar samt aldrei verið. Þótt próf. Björn hafi kennt sið- fræði um árabil, er Nýja testa- mentisfræði og helgisiðafræði hans fremsta fræðasvið, auk áhuga hans á ættvfsi og atorku hans f útgáfustarfi á því sviði. En smiðurinn og hagleiksmaðurinn dundar sér við margt; auk smíð- anna og bókbandsins hefur hann samið og út gefið m.a. verkmikinn orða- lykil að Nýja testamentinu og er með í smiðum sams konar upp- sláttarrit yfir Gamla testamentið. Kunnugum er ljóst hvílíka þolin- mæði og iðni þarf til þess að liggja yfir samantekt slfkra rita árum saman, og notendur eru þakklátir fyrir ómissandi „verk- færi" við könnun ritninganna. Þá má ekki gleyma starfi Björns Magnússonar að þýðingu Nýja testamentisins, en ógjörningur er hér upp að telja allt það, sem þessi mikli eljumaður hefur um sýslað á löngum starfsferli, allt frá prests- og prófastsárum „til vorra daga“. Vegna rúmleysis blaðanna nú um stundir set ég hér punkt og þakka mínum „gamla" kennara og sjötuga starfsbróður hugþekkar samveru- stundir og vona, að hlýjar árnað- aróskir berist honum og konu hans þar sem þau dvelja í sínu gamla héraði. Þórir Kr. Þórðarson. Islandsvinur og meistari málmstungunnar fimmtugur Ufceuíupövv Ö-I Málmristumeistarinn mæri í Múnchen, pröfessor Hróðúlfur Hvíthöggur, eins og grafíkerinn og íslandsvinurinn Rudolf Weiss- auer m>ndi heita á kjarnamáli Fjailkonunnar er fimmtugur í dag sem á grönum má sjá. Þessi silfurgrái og geithafur- skeggjaði Germani hefir komið átta sinnum til íslands og tekið Ferming Oddaprestakall, Rang. Ferming f Oddakirkju, sunnud. 12. maí 1974 (kl. 2e.h.) Nöfn fermingarbarna: Heimir Heimisson, Þrúðuvangi 22, Hellu, Rang. Oddur Þorsteinsson, Heiðarbrekku, Rangárvallahr., Rang. Pálmi Sigurður Steinþórsson, Laufskálum 7, Hellu, Rang. Þórhallur Jón Svavarsson, Þrúðvangi 24, Hellu, Rang. Dýrfinna Kristjánsdóttir, Heiðvangi 3, Hellu, Rang. Fríður Norðkvist Gunnarsdóttir, Dynskálum 7, Hellu, Rang. Katrín Jónína Gunnarsdóttir, Ægissíðu 3, Djúpárhr., Rang. Ferming í Utskálakirkju sunnud. 19. maf, kl. 2. Stúlkur: Auður Vilhelmsdóttir, Garðbraut 86 Asa Guðmundsdóttir, Gerðavegi 4 Elsa Pálsdóttir, Garðbraut 72 Ingibjörg Þorgerður Eyjólfsd., Skólabraut 7 Sigrún Jóhanna Jónsdóttir, Grímshóli Unnur Guðmundsdóttír, Sólvallagötu 7, Reykjavík UnnurGuðrún Knútsdóttir, Melbraut 23 Þórn ý J óh an nsd ót ti r, Sunnubraut 9 Drengir: Bergþór Baldvinsson, Melbraut 9 Bragi Einarsson, Blómsturvöllum Davíð Margeir Þorsteinsson, Faxabraut 34D, Keflavík Gísli Rúnar Eiríksson, Garðbraul 70 Gísli Lúðvík Kjartansson, Bjarmalandi Guðjón Guðmundsson, Garðbraut 43 Óskar Júlíusson, Smáraflöt Sigurður Helgi Magnússon, Bræðraborg ástfóstri við land og þjóð. Með sýningum, sölu og örlátum giöf- um á verkum sínum hefir hapn kennt okkur að meta góða grafík. Engan Þjóðverja veit ég vinsælli hér um slóðir en Rudolf, nema ef vera kynnu Grímsbræður, höf- undar Grimmsævintýra, og Mar- teinn gamli Lúther að ógleymd- um stóru B-unum frægu, þeim Beethoven og Bach. Hann er það bezta og vandaðasta, sem frá Þýzkalandi hefir borizt eftír stríð, að Mercedes Benzinum meðtöld um svo að kveðnir séu upp dóm- ar að jöfnu um efni og anda. Vin- ur vor, Rudolthefir allavega eitt framyfir marga samlanda sfna og Benzinn, að hann er gæddur djúpri samkennd og samvizku. Móðir Rudolfs var þekkt kona um gjörvallt Þýzkaland um sína daga. Hún stofnsetti verzlunarskóla f Múnchen og naut mikils álits. Einn af mörgum litríkum forfeðr- um Rudolfs Weissauers bar júða- prestsnafnið Rabinowish, en „rabbíar" nefnast sáluhirðar hinnarguðsútvöldu þjóðar. Sá var eflaust ættaður úr Gólanhæðum eða undan grátmúrnum í Jerúsal- em. Rabínówish þessi var líflækn ir við rússnesku keisarahirðina löngu á undan þeim alræmda Ras- pútfn. Fara engar sögur hvorki voða- né vodkahistoríur af þeim keisaralega kuklara og forföður listamannsins. Mun líflæknirinn hafa dáið eðlilegum dauðdaga, sem mun ennþá vera fremur fá- títt þar eystra um málsmetandi menn; hvorki misst höfuðið, feng- ið óvænta byssukúlu í bakið né verið byrlaó inn eitur eða sendur í eilffðarsumarleyfi til Síberíu. Aftur á móti má greinilega sjá allar þjáningar rússnesku þjóðar- innar og þeirrar þýzku líka, og ef nánar er að gáð má þar einnig eygja kvalagöngu Israela, f sál- rænu og viðkvæmnislegu andliti þessa leikna og lyriska listamanns eftir þunga og erfiða vodka- drykkju. Þá blæðír þessu góð- hjartaða göfugmenni bæði inn og út og getur jafnvel úthellt tárum yfir grimmd og mannvonzku heimsins. Kvikunæm lista- mannssál hans endurnærist mest og bezt í svölu og kristaltæru íslenzku úthafs- lofti. Því þykir meistara Weissauer hvergi betra að koma en sjóleiðis til íslands. Slík ferð „sævar að sölum“, þar sem „sfgur dagsins bjarta ljós“ hlýtur að verka sem andleg hundahreinsun á útlendinga, sem eru að kafna í þrengslum og kæfandi ólofti stór- borganna. Rudolf er ræktaður mannvinur og hámenntaður húm- anisti á sviðum lista og bók- mennta. Þó mun hjartalagið hafa náð hvað mestum þroska, sem mest er um vert. Hann les stór- meistara andans jöfnum höndum á frönsku, ensku og þýzku. Ljúfasta lesefnið mun þó jafnan vera heimspeki auk hávísindalegra rita um taug- ar og ölfinningar og margslungin regindýpi sálarlífsins. Hann er svo sannmenntaður og lítillátur, að hann slær aldrei um sig með þekkingu sinni til að sýnast stærri og meiri. Gáfur hans ná svo óralangt út og uppyfir allan hé- góma. ÞETTA er mynd af atriði úr leik- ritinu Járnhausnum, sem Æsku- lýðsráð Akraness sá um uppsetn- Rudolf hefir gegnt prófessors- stöðu í grafík. Sú listgrein hefir jafnan staðið með miklum blórna meðal þýðverzkra i sjálfri vöggu þrykklistarinnar, allt frá dögum stórteiknarans Albregts Dúrer og allar götur til föður prentlistar- innar, Jóhannesar gamla Guten- berg. Graflistarverk Weissauers hanga í listasöfnum vítt og breitt um heimsbyggðina og þau eru ekki ófá íslenzku heimilin, sem geta státað af skilirium þessa ást- sæla listamanns og góða íslands- vinar. Þar hefir oft frekar verið um að ræða gjafir en sölu af hendi þessa veglynda listamanns. ingu á, meðal annars til að endur- vekja leikstarf á Akranesi. Gísli Alfreðsson var fenginnlil aðleik- Hann hefir gist hundruð hótela bæði vestan hafs og austan. Kær- ast er honum Hótel Holt, því að hvergi sefur hann værar og dreymir fegurri drauma en þar. Fjölskylda hans, frú Christa og dót'tirin Claudia, eyddu síðastliðn- um jólum með honum þar í Holti og hafa sjaldan lifað jólalegri jól. Vinum hans og velunnurum hér heima, sem vildu senda horium kveðju f tilefni dagsins, skal bent á, að heimilisfang hans er: 8 Múnchen, Kapuzinerstr. 29, Germany West. Að lokum óska ég þessum mæta vini mínum og starfsbróður til hamingju og alls góðs gengis um ókomna tíð, jafnframt sem ég vildi flytja mæðgunum Christu og Claudfu kveðjur minar. Þá þakka ég Rudolfi siðast, en ekki sízt ómetanlega uppörvun í list minni með „stímúlerandi" skeggræðum. Lftið hefir hann eflaust getað lært af mér f staðinn, blessaður. Það er ekki daglegt brauð hér um slóðir, að svo kærkomnar súrefn- isgjafir frá starfsbræðrum í list- inni berist í þrúgandi fásinninu, hér nyrzt norður við yzta haf, langt, langt norður á hala heims- menningarinnar. Meðkollegíalli kveðju. Örlygur Sigurðsson. nu verið haldnar og ávallt fyrir fullu húsi. Leikfélag hefur verið stofnað með 96 stofnfélögum og heitir það Skagaleikflokkurinn. Mveðið hefur verið að sýna leik- ritið næst f félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi f kvöld kl. 9, laugardag kl. 16 og sunnudag kl. 15. stýra verkinu. Atta sýningar hafa Járnhausinn á Seltjarnarnesi Akurnesingar í leiksýningarferð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.