Morgunblaðið - 17.05.1974, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MAl 1974
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsmgastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf Arvakur. Reykjavík
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson
Þorbjorn Guðmundsson
Bjorn Jóhannsson
Arni Garðar Kristinsson
Aðalstræti 6. simi 10 100
Aðalstræti 6, simi 22 4 80
Askriftargjald 600,00 kr á mánuði innanlands
I lausasolu 35.00 kr eintakið
ir áhugamannahópa um
hjálp við sjúka og aldraða.
Þar yrði einnig vakt allan
sólarhringinn og sérfræði-
aðstoð á ýmsum sviðum.
í fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fyrir yfir-
standandi ár er áætlað fjár-
magn til byrjunarfram-
kvæmda á þessu hausti og
sagði Birgir ísl. Gunnars-
son, borgarstjóri, í viðtali
við Mbl. í gær, að áhugi
væri á að hefja þessar
Heilsugæzlustöð í Breiðholti
Heimilislæknaþjónusta
í Reykjavík hefurlengi
verið talsvert vandamál
eins og allir vita, sem þurft
hafa á aðstoð heimilis-
lækna að halda. Forráða-
mönnum Reykjavíkurborg-
ar hefur verið þetta ljóst
og núverandi borgarstjóri,
Birgir ísleifur Gunnars-
son, hefur haft sérstakan
áhuga á að finna leiðir til
þess að stórbæta heimilis-
læknaþjónustu í höfuð-
borginni og beitti sér sér-
staklega fyrir því meðan
hann var formaður heil-
brigðismálaráðs Reykja-
víkurborgar.
í því skyni að bæta lækn-
isþjónustu í borginni
stefna forráðamenn borg-
arinnar að því að koma upp
heilsugæzlustöðvum í hin-
um ýmsu hverfum borgar-
innar og hefur hugmyndin
verið sú að byrja í hinu
nýja Breiðholtshverfi með
því að reisa þar 2000 fer-
metra heilsugæzlustöð.
Fyrir einu og hálfu ári var
Ólafur Mixa læknir ráðinn
af borginni og Sjúkrasam-
laginu til þess að gera drög
að hönnun og starfsfyrir-
komulagi slíkrar stöðvar í
Breiðholtshverfi og er því
verkefni nú lokið og teikn-
uð hefur verið heilsugæzlu-
stöð, sem gert er ráð fyrir
að byggja í tveimur áföng-
um. í fyrri áfanganum er
áætlað að hafa aðstöðu fyr-
ir fimm heimilislækna í
fullu starfi með tilheyrandi
hjúkrunarliði, röntgen-
stofu og aðstöðu fyrir fé-
lagsráðgjöf. I sfðari áfang-
anum er svo gert ráð fyrir
aðstöðu til barnaskoðunar,
tannlæknaþjónustu, æf-
ingaaðstöðu og aðstöðu fyr-
framkvæmdir í haust. Hins
vegar bregður svo við,
að heilbrigðisráðuneyti
Magnúsar Kjartanssonar
hefur neitað öllum samn-
ingum og öljum skilyrðum
um þátttöku rfkisins í þess-
ari framkvæmd, en á síð-
asta Alþingi voru sam-
þykkt lög, sem gera ráð
fyrir, að ríkið greiði 85%
byggingarkostnaðar en
sveitarfélögin 15%. Um
þetta sagði borgarstjóri í
samtali við Morgunblaðið í
gær, að alltaf hafi verið
gert ráð fyrir ,,að rikið
vildi gera samning um sinn
hluta fjármögnunar þess-
arar framkvæmdar og
reyndar lágu fyrir yfirlýs-
ingar frá heilbrigðisráðu-
neytinu þess efnis, að ríkið
vildi gera svipaðan samn-
ing og gerður hefur ver-
ið um viðbyggingu geð-
deildar Borgarspítalans í
Arnarholti á Kjalarnesi, en
þar greiðir ríkið sinn hluta
á mun lengri tíma en lög
gera ráð fyrir og borgar-
stjórn fjármagnar fram-
kvæmdir á meðan. Með
þessu bréfi (þ.e. bréfi heil-
brigðismálaráðuneytis til
borgarlæknis) þar sem
neitað er öllum samning-
um og öllum vilyrðum um
þátttöku ríkisins er rfkið
að setja fót fyrir þetta mál
og stefna framkvæmdum
við þetta mikla hagsmuna-
mál borgarbúa í óvissu,“
sagði borgarstjóri.
Þörfin fyrir stórbætta
heimilislæknaþjónustu í
höfuðborginni er óumdeil-
anleg og varla verður held-
ur dregið í efa, að rétt er að
hefja byggingu fyrstu
heilsugæzlustöðvarinnar í
hinu nýja Breiðholts-
hverfi, en í því hverfi full-
byggðu munu búa milli 20
til 30 þús. manns. Þess
vegna ber vissulega að
harma það, ef framkvæmd-
ir við þessa heilsugæzlu-
stöð dragast á langinn
vegná neikvæðrar afstöðu
og skilningsleysis heil-
brigðisráðherra.
Byggjum fyrir aldraða
Asíðastliðnu ári flutti
Albert Guðmundsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, tillögu í borgar-
ráöi um byggingarmál
aldraðra og í framhaldi
hennar var samþykkt f
borgarstjórn Reykjavíkur
s.l. haust að verja ákveðn-
um hundraðshluta af
álögðum útsvörum í
Reykjavík til byggingar
nýrra fbúða, dvalarheimila
og hjúkrunarheimila í
þágu aldraðra í Reykjavík.
Á borgarstjórnarfundi í
gær var til umræðu 10 ára
áætlun um byggingarmál
aldraðra, sem er árangur
af þessum tillöguflutningi
borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins. Samkvæmt þess-
ari áætlun er gert ráð fyr-
ir, að á næstu 10 árum
verði byggðar 350 fbúðir,
sérstaklega ætlaðar
öldruðu fólki. Þá er gert
ráð fyrir að byggja 500
vistrými fyrir aldraða á
sama árabili, að keypt
verði tilbúið hjúkrunar-
heimili fyrir 40 manns frá
Danmörku og reist á lóð
Borgarspítalans, að flýtt
verði framkvæmdum við
B-álmu Borgarspítalans og
lagðar fram 35 milljónir
króna á þessu ári, enda
verði því fé varið til lang-
dvalardeildar fyrir
aldraða. Fjölmargar aðrar
úrbætur í málefnum
aldraðra eru í þeirri 10 ára
áætlun, sem nú hefur séð
dagsins ljós.
Þjóðhátíð í Portúgal
eftir herbyltinguna
BYLTINGIN f Portúgal ,hef ur
bundið enda á hálfrar aldar
einræði og getur bundið enda á
styrjaldirnar í nýlendum Portú-
gala í Afriku. Foringja bylting-
arinnar, Spinola hershöfðingja,
er líkt við de Gaulle, sem sam-
einaði frönsku þjóðina og batt
enda á Alsírstríðið. Áhrif
byltingarinnar verða víðtæk
heima fyrir og þeirra getur
gætt á Spáni, þar sem óvissa
ríkir um hvað geríst þegar
Franco hverfur frá, en víðtæk-
ust verða áhrifin í Afríku-
nýlendunum.
Loforð Spinola hershöfðingja
um heimastjórn í Angola og
Mozambique og hugsanleg
heimkvaðning 150.000 portú-
galskra hermanna mundi auka
til muna þrýsting afrfskra
skæruliða á minnihlutastjórnir
hvítra manna í Rhódesfu og
Suður-Afrfku. Portúgölsku ný-
lendurnar hafa verið þessum
stjórnum mikilvæg varnarhlff,
sem mundi hverfa, og þær
mundu einangrast enn þá meir.
Arásir skæruliða gætu stórauk-
izt, einkum á Rhódesfu, en Suð-
ur-Afrfkumenn eru að vísu bet-
ur séttir, þar sem efnahagur
þeirra er sterkur og þeir ráða
yfir traustum herafla. En stór-
auknar aðgerðir skæruliða
gætu orðið upphaf víðtækra
átaka hvítra manna og svartra i
suðurhluta Afríku.
Almenningur i Portúgal er
löngu orðinnþreytturá þrettán
ára stríði í nýlendunum og er
sáróánægður meó bág lffskjör.
Fögnuði fólks í-Portúgal eftir
byltinguna er líka líkt við fagn-
aðarlætin, sem urðu, þegar sfð-
ari heimsstyrjöldinni lauk.
Portúgal er fátækasta og frum-
stæðasta land Evrópu. Rúmlega
'5.000 portúgalskir hermenn
hafa fallið í nýlendustríðunum,
sem hafa kostað 600 milljarða
króna og 40% ríkisútgjalda
hafa farið til hersins. Árlega
hafa um 100.000 ungir Portú-
galar farið úr landi f atvinnu-
leit og til þess að komast hjá
herþjónustu. Portúgölsk fyrir-
tæki hafa viljað takmarka fjár-
austurinn til stríðanna í ný-
lendunum og þannig voru flest-
ir sammála, þegar byltingin var
gerð, aó breytingar væru nauð-
synlegar.
Nýju valdhafarnir virðast
þess fullvissir, að ef efnt verði
til kosninga i nýlendunum
muni meirihluti samþykkja
áframhaldandi tengsl þeirra
við Portúgal þannig að nýlend-
urnar fái heimastjórn, en verði
aðilar að portúgölsku sam-
bandsrfki. Voldugir hópar í
Portúgal, sem verða að visu að
hafa hægt um sig um þessar
mundir, vilja hins vegar halda
Antonio de Spinola
hershöfðingi.
dauðahaldi í nýlendurnar, sem
þeir telja stolt þjóðarinnar.
Hvítu landnemarnir, sem eru
600.000 talsins, vilja ekki síður
varðveita alger portúgölsk yfir-
ráð í nýlendunum og sá mögu-
leiki erekki útilokaður, að þeir
lýsi einhliða yfir sjálfstæði.
Auk þess hafa skæruliðar
svarað tilboði nýju stjórnarinn-
ar um viðræður um hugsanlega
þátttöku þeirra í heimastjórn
því einu að strengja þess heit
að herða þvert á móti á bar-
áttunni. Leynivióræður fara þó
fram og skæruliðar vita, að ef
þeir hafna boði, sem getur leitt
til þess, að þeir nái völdunum
með pólitfskum ráðum, verða
þeir að horfast í augu við
margra ára baráttu til viðbótar.
Þegar hafa hundruð stuðnings-
manna skæruliða verið leystir
úr haldi. Til þess að draga úr
ótta hvítra landnema, sem eru
orðnir örvæntingafullir og fá
þá ofan af áformum um ein-
hliða sjálfstæðisyfirlýsingu
hefur Spinola sent forseta her-
ráðsins, Costa Gomes hers-
höfðingja, til nýlendnanna.
Meðan þessu fer fram bfða
mörg vandamál úrlausnar
heima fyrir og þjóðin er að
vakna eftir eins konar þjóð-
hátíð, sem hefur ríkt sfðan bylt-
ingin var gerð. Öllum hömlum
gömlu einræðisstjórnarinnar
hefur verið aflétt. Pólitfskir
fangar hafa verið látnir lausir
og pólitfskir útlagar hafa snúið
heim, þar á meóal sósíalistafor-
inginn Mario Soares og komm-
únistaforinginn Alvaro Cunhal.
Stjórn Spinola á erfitt verk fyr-
ir höndum og nú þegar bendir
margt ti 1 þess, að að henni verði
sótt af hálfu vinstri manna, sem
hafa staðið fyrir kröfugöngum
og krefjast þess, að Spinola
hraði öllum breytingum meir
en hann telur hyggilegt. Verka-
menn hafa myndað nefndir,
sem keppa að því að náyfirráð-
um yfir bönkum og fyrirtækj-
um, og verkalýðshreyfmgin
virðist búa sig undir átök á
vinnumarkaðnum. Hægri menn
hafa hægt um sig, en þeir hafa
ráðið landinu í hálfa öld og ekki
er víst, að þeir gefist upp
baráttulaust.
Spinola nýtur hins vegar mik-
illa vinsælda almennings, enda
er óvíst.að byltingin hefði gerzt
ef hann hefði ekki verið sjálf-
kjörinn foringi hennar. Sjö vik-
um áður en byltingin fór fram
gerðu ungirog frjálslyndir for-
ingjar í heraflanum misheppn-
aða uppreisn, þar sem honum
var vikið úr stöðu varaforseta
herráðsins. Sjálfur kom Spin-
ola hvergi nærri þeirri upp-
reisn, þótt það, sem kom henni
af stað, væri bók hans „Portú-
gal og framtíðin", sem fræg er
orðin og er byggð á reynslu
hans sem landstjóra í
Portúgölsku Guienu. í bókinni
hélt Spinola því fram, að
hernaðarleg lausn væri óhugs-
andi í nýlendunum og lagði til,
að þær fengju takmarkað sjálf-
stæði og stofnað yrði sambands-
ríki nýlendnanna og Portúgals,
en það er sú stefna, sem hann
reynir nú að framfylgja.
Vinsældir Spinola hófust þegar
hann gegndi landstjóraembætt-
inu og áttu rætur f því, að hann
var eina stríðshetjan, sem hef-
ur komið fram síðan nýlendu-
Framhald ð bls. 34
Almenningi f Lissabon sagt frá valdatöku hersins við aðalstöðvar
lffvarðar forsetans, þar sem Marcello Caetano fráfarandi forsætis-
ráðherra var handtekinn.