Morgunblaðið - 17.05.1974, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17, MAÍ 1974
Söngskemmtun í
Gunnarshólma
— Loftárásir
Framhald af bls. 1
meðan á henni stóð til að láta í
ljós vanþóknun slna á getuleysi
Moshe Dayan varnarmálaráð-
herra, sem mjög hefur sætt ámaeli
síðasta sólarhringinn.
Loftárásirnar á Líbanon
Enda þótt engin opinber yfir-
lýsing hafi verið gefin út um það
af hálfu ísraelskra stjórnvalda
blandast fáum hugur um, að loft-
árásirnar á stöðvar i Líbanon
— og bendir flest til, að þær hafi
verið gerðar á flóttamannabúðir
eins og Líbanir halda fram — séu
ekki gerðar í hefndarskyni. í
kvöld var vitað til, að sögn AP-
fréttastofunnar, að 150 manns
hefðu látið lífið í loftárásunum og
hundruð manna særzt. Árásirnar
voru gerðar á fjölmennar flótta-
mannabúðir við Sidon og einnig á
aðra stáði í landinu. Segir í frétt-
um. að enn sé ekki vitað til fulls,
hversu mikið manntjón hafi orð-
ið.
ísraelar staðhæfðu, að árásin
hefði verið gerð á hernaðarlega
staði og skæruliðabúðir, en sann-
að þykir, að langflest fórnardýr-
anna hafi verið óbreyttir borgar-
ar, þar á meðal margar konur og
börn.
„Segið Kissinger að koma núna
og sjá, hvað Israelar hafa gert
með bandarísku vélunum sínum,"
sagði einn skæruliðaforingi við
fréttamann, hvar hann var við
flóttamannabúðir við Sidon.
Árásin var gerð í afturelding og
ráðizt fyrst á flóttamannabúðir
skammt frá landamærunum, síð-
an á þrjár til viðbótar og loks á
búðir, sem í voru um 40 þúsund
manns, skammt frá flugvellinum
við Beirut. Sjúkrahús varð fyrir
sprengjum og gereyðilagðist, og
f jöldi fólks lézt eða slasaðist. Árás
in mun hafa staðið í um það bil 45
mínútur að sögn AP-fréttamanna
í Líbanon.
Árásin skipulögð í
Damaskus
Foringi samtaka þeirra, sem
segjast bera ábyrgð á árásinni,
sagði í dag, að auk þess að ætlun-
in væri að koma í veg fyrir, að
viðleitni Kissingers bæri nokkurn
árangur, yrði baráttunni haldið
áfram miskunnarlaust. Hann
sagði, að árásin hefði verið skipu-
Iögð í Damaskus fyrir þremur
mánuðum, en sýrlenzka stjórnin
hefði ekki vitað um fyrirætlanir
samtakanna og ekkert. samband
hefði verið haft við hana fyrr en í
gær. Ásakaði hann ísraelsku
stjórnina fyrir að hafa blekkt
sendiherra Frakklands og
Rúmeníu, sem tóku þátt I viðræð-
um við hryðjuverkamenn um,
hvort börnunum yrði sleppt, og
látið þá halda, að ætlunin væri að
ganga að þeim kröfum skærulið-
anna að sleppa rúmlega tuttugu
arabískum hryðjuverkamönnum
úr haldi.
Viðbrögö við morðunum
Eins og fyrr segir hefur árásin
verið fordæmd viða, en I blaðinu
A1 Ahram í Kairó segir, að Israel-
ar geti sjálfum sér um kennt,
ábyrgðin sé hjá þeim, þar eð þeir
hafi rekið Palestinumenn úr sínu
rétta ættlandi, sáð hatri í hjörtu
þeirra og neitað að viðurkenna
rétt þeirra. Sagði blaðið, að þetta
væri þörf áminning til Israela og
heimsins alls um, að Palestinu-
menn væru við lýði og myndu láta
til sín taka.
Við annan tón kveður í orðsend-
ingum frá Omura aðstoðarutan-
ríkisráðherra Japans, sem kallaði
aðgerðirnar „ómennskar". I
Mexico kom hópur fólks af Gyð-
ingaættum saman við sendiráð
Líbanons og stóð þegjandi úti fyr-
ir húsinu til að láta í ljós andúð
sína. I Moskvu voru 26 sovézkir
Gyðingar handteknir, þegar þeir
mótmæltu fjöldamorðunum í
Maalot skammt frá sendiráðs-
byggingu Líbana þar i borg.
Hundruð lögreglumanna lokuðu
göturn að húsinu og voru þeir,
sem mótmæltu, síðan teknir og
fiuttir á braut, en höfðu þá látið í
ljós gremju sína og hryggð að
sögn vestrænna fréttamanna, sem
fylgdust með.
Forsætisráðherra Ástralíu
Whitlam, var og meðal þeirra,
sem létu í ljós harm sinn yfir
þessari „glæpsamlegu og hrylli-
légu árás“.
Bandarisk blöð fara hörðum
orðum um málið, mörg fjalla um
það í forystugreinum sínum í dag,
þar á meðal stórblaðið New York
Times.
ísraelsk blöð skrifa eins og geta
má nærri um málið og telja sök-
ina vera að nokkru leyti hersins
og að ónógar varnir séu á landa-
mærunum, hafi það sýnt sig áður
og næsta furðulegt, að slíkt skuli
geta gerzt tvívegis. „Hefði herinn
gegnt skyldu sinni eins og honum
bar, hefði ekkert barn í Maalot
látizt", segir I einu blaðanna og er
það haft eftir móður í Maalot.
Segir ennfremur, að þessi orð
hennar endurspegli hugsanir
flestra Israela þessa stundina.
Krafizt hefur verið rannsóknar
á aðdraganda málsins og Golda
Meir forsætisráðherra ítrekaði, að
einskis yrði látið ófreistað til að
komast fyrir rætur þess.
— Afrit
Framhald af bls. 17
án þess að bregðast til varna.
Slíkt muni hafa alvarlegar afleið-
ingar fyrir forsetaembættið í
framtíðinni. Kilpatrick segir í
grein sinni, að Nixon hafi litið út
fyrir að vera við góða heilsu.
„Hann virðist þreyttur, eins og
við er að búast. Hann hefur fitnað
svolítið og tapað nokkru af þeirri
ákveðni og snerpu, ‘sem ein-
kenndu mál hans áður fyrr.“
Kilpatrick segir , að forsetinn hafi
sagzt sofa vel og taugar hans séu í
góðu lagi.
— Gjábakka-
vegur
Framhald af bls. 36
hátíðarnefndar 1974 skýrði
nefndinni frá þessum málalokum
á fundi nefndarinnar 16. maí, og
samþykkti nefndin þakkir til for-
sætisráðherra og ríkisstjórnar
fyrir lyktir málsins.
Eins og kunnugt er, hafa
undanfarið orðið nokkrar umræð-
ur vegna vegargerðar þessarar, og
hefur þjóðhátíðarnefnd 1974 lýst
yfir því, að í algjört öngþveiti
myndi stefna um þjóðhátíðarhald
á Þingvöllum, ef Gjábakkavegur
yrði ekki lagður fyrir hátíðina.
Þegar á árinu 1971 hafði í
skýrslu Vegagerðar ríkisins til
samgönguráðuneytisins verið
minnzt á lagningu Gjábakka-
vegar, en endanleg ákvörðun í
málinu ekki tekin fyrr en nú.
Formaður Þingvallanefndar
hefur skýrt þjóðhátíðarnefnd frá
því, að það sé ósk Þingvalla-
nefndar, að framtíðarvegur um
þjóðgarðinn verði um Gjábakka
og Leirur, og er því ekki með
vegagerð þessari tjaldað til einn-
ar nætur."
SUNNUDAGINN 19. maí verður
söngskemmtun í félagsheimilinu
Gunnarshólma, Austur-Landeyj-
um. Þar munu koma fram þrfr
kórar og einn karlakvartett.
Kórarnir eru: Samkór Rangæ-
inga, sem stofnaður var I janúar
sl., barnakór Hvolsskóla og
stúlknakór gagnfræðaskólans á
Hvoisvelli, sem báðir hófu starf
sfðastliðið haust. Einnig eru
fyrirhugaðar söngskemmtanir að
Leiðrétting
UNDIR mynd á Slagsíðunni í gær
stóð, að Hallgrímur Pétursson
ætti 300 ára afmæli í ár. Þetta er
rangt. Árið 1974 er 300 ára ártíð
Hallgríms, þ.e. 300 ár eru liðin frá
dauða hans. Við biðjumst mikillar
velvirðingar á þessum mistökum.
Talið í Aust-
urbæjarskóla
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
um að sjónvarpað verði frá taln-
ingu atkvæða í borgarstjórnar-
kosningunum skal það tekið fram,
að talning atkvæða og aðsetur yf-
irkjörstjórnar verður í Austur-
bæjarskólanum eins og verið hef-
ur.
— Athafnalíf
Framhald af hls. 1
Er búizt við miklum átökum og
sviptingum í Danmörku og haft
fyrir satt, að sú mikla óánægju-
alda, sem virðist ganga yfir
landið, geti þrátt fyrir allt orðið
stjórn Poul Hartlings afdrifarík.
Stjórnmálaforingjar, sem
fylgdu frumvarpinu, þar á meðal
Mogens Glistrup, sögðu, að blóma-
skeið myndi renna upp i efna-
hagslífi Danmerkur, þegar komið
væri yfir erfiðasta hjallann og
jafnvægi hefði náðst. Talsmaður
Venstre sagði, að frumvarpið og
þær ráðstafanir, sem þar væri
kveðið á um, bæru vott um
ábyrgðartilfinningu. Baunsgaard
fyrrv. forsætisráðherra og leið-
togi Radikale Venstre kvaðst ekki
viss um, að þessar ráðstafanir
dygðu algerlega til að koma á
jafnvægi, en kvaðst bjartsýnn.
Talsmaður Ihaldsflokksins, Palle
Simonsen, sagði augljóst, að ekki
væru öll vandamál leyst með þess-
um ráðstöfunum.
Aftur á móti sagði talsmaður
jafnaðarmanna, Knud Heinesen,
að þessar ráðstafanir myndu
koma harkalega niður á almenn-
ingi, sérstaklega láglaunafólki og
Sigurd ömann talsmaður SF
sagði, að flokkarnir, sem hefðu
samþykkt ráðstafanirnar, hefðu
rekið hníf í bak danskrar alþýðu.
Poul Hartling forsætisráðherra
sagði skömmu áður en gengið var
til atkvæðagreiðslu, að hann gæti
ekki séð, að það, sem í frumvarp-
inu fælist, væri ósanngjarnt og
bætti við: „Ég get ekki sagt, að ég
örvænti yfir því að þurfa að borga
meira fyrir bíl, öl, sígarettur og
vín, fyrst við vitum, að atvinnu-
leysi verður, ef ekkert er að gert.“
Borg, Grfmsnesi, 23. maf kl. 9 og
Vfk f Mýrdal, 3. júnf kl. 5.
Söngstjórar eru Sigrfður Sig-
urðardóttir og Friðrik Guðni Þór-
leifsson. Myndin er af Samkór
Rangæinga.
— Portúgal
Framhald af bls. 17
Sameinuðu þjóðanna, verja sjálf-
stæði fréttamiðla og koma í veg
fyrir einokun á því sviði. Stjórnin
lofar að koma á ákveðnum lág-
markslaunum, en það er í fyrsta
sinn í Portúgal, sem stjórn gerir
slíkt. Stjórnin boðar umfangs-
mikla félagsmálaáætlun, sem m.a.
felur í sér, að kvenfólk á vinnu-
markaðnum, fjölskyldufólk og
börn fá nýjar bætur og trygging-
ar. Þá er lofað nýjum kosninga-
lögum, og næstu kosningar eiga
að fara fram eftir 12 mánuði. I
efnahagsmálum stefnir stjórnin
að frjálsu framtaki og aukningu á
erlendum fjárfestingum i
Portúgal, „en gæta um leið hags
og sjálfstæðis landsins".
— Tillögur
Framhald af bls. 36
in áhrif og aukna ábyrgð forseta
borgarstjórnar.
— Við erum ekki á móti því að
auka ábyrgð forseta, en teljum, að
starfsskipting milli forseta
borgarstjórnar og borgarstjóra
verði bezt ráðin milli þeirra
tveggja. Minnihlutaflokkarnir
vildu einnig fjölga borgarfull-
trúum, en við höfum alltaf talið
vænlegast að hafa fámenna
borgarstjórn, þannig að hver
borgarfulltrúi um sig sé virkur í
starfi.
— Minnihlutaflokkarnir vilja,
að borgarstjórinn sé ópólitískur
embættismaður. Hver er afstaða
Sjálfstæðisflokksins til þess?
— Við höfum alltaf lagt á það
megináherzlu, að borgarstjórinn
beri jafnframt sinni embættis-
ábyrgð pólitíska ábyrgð gagnvart
borgarstjórn og borgurunum. Við
teljum, að á þann hátt sé hag
borgaranna bezt borgið og höfum
ævinlega fyrir hverjar kosningar
sagt borgarbúum, hvert sé okkar
borgarstjóraefni.
r
— Astralía
Framhald af bls. 1
eru aðrar þingkosningar þar í
álfu á sautján mánuðum. Var til
þeirra efnt, þegar öldungadeild
þingsins, en þar hefur stjórnar-
andstaðan meiri hluta, hótaði að
fella efnahagsfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar.
Rauf þá Whitlam þing og
boðaði til nýrra kosninga.
I Ástralíu eru 7.8 milljónir á
kjörskrá og þar í hópi verða nú
ungmenni 18 ára og eldri, sem
kjósa í fyrsta sinn. Kosninga-
baráttan hefur farið heldur frið-
samlega fram miðað við það, sem
verið hefur í ýmsum öðrum kosn-
ingum þar f landi. Mest áherzla
hefur verið lögð á innanríkismál,
sérstaklega efnahagsmál.
— Borgarstjóri
Framhald af bls. 3
þremur fundum í iok síðasta árs.
Liggur ekki fyrir, að þér eða full-
trúi yðar, sem var mættur á þess-
um fundum hafi komið fram með
athugasemdir eða ðbendingar
varðandi málið. Hefði það þó
vissulega verið æskilegri vinnu-
brögð og vænlegri til árangurs, ef
þér teljið nú þá meinbugi á mál-
inu, sem þér viljið vera að láta.“
VINNUBRÖGÐ SKIPU-
LAGSSTJÓRA HARÐ-
LEGA GAGNRÝND.
Síðan segir borgarstjóri í bréfi
sínu: „Þá verður ekki hjá því
komizt að átelja harðlega þau
vinnubrögð skipulagsstjórnar
rfkisins að taka mál þetta til með-
ferðar á þann hátt, sem þar virð-
ist hafa verið gert. Hefði það ver-
ið sjálfsögð meðferð að þeir
starfsmenn borgarinnar, sem að
þessu máli hafa unnið, hefðu
komið á fundi nefndarinnar til
útskýringa, svo að forðast hefði
mátt þann misskilning, sem fram
kemur í bréfi yðar. Borgarbúar
munu eflaust almennt fagna
þeirri ákvörðun borgarstjórnar,
að á næstu árum verður unnið
skipulega að því að fegra og bæta
umhverfi íbúanna og skapa þeim
bætta aðstöðu til útivistar innan
borgarmarkanna. Hefði ég frem-
ur viljað gera mér vonir um, að
skipulagsstjóri rfkisins og þeir
aðrir embættismenn, sem sitja f
skipuiagsstjórn, fögnuðu þessari
stefnumörkun fremur en leitazt
væri við að finna áætluninni og
uppdráttunum, er henni fylgdu,
eitthvað til foráttu.“
EKKI ÓSKAÐ STAÐFEST-
INGAR.
Loks segir í bréfi borgarstjóra:
„Þess skal að lokum getið, að það
er misskilningur f bréfi yðar, að
óskað verði staðfestingar skipu-
lagsstjórnar á aðalskipulagi
grænna svæða. Skal þá enn ftrek-
að, að borgaryfirvöld líta á skipu-
lagið sem leiðsöguuppdrátt, sem
haft verður mið af við gerð dreifi-
skipulagsuppdrátta og við ein-
stakar framkvæmdir."
— Geysivíðtæk
Framhald af bls. 36
á flugturninn, en virtist ekki
heyra, þegar flugturninn svaraði.
Þó var ekki að merkja á flug-
manninum, að hann ætti í vand-
ræðum. Veður var mjög slæmt við
Vestmannaeyjar, 50 hnúta vind-
ur, rigningarúði og mjög lélegt
skyggni. Veður var skárra upp til
landsins, en skyggni þar einnig
lélegt.
Flugmaðurinn gaf flugturnin-
um í Reykjavík ekki staðar-
ákvörðun, en það var samt álit
flugstjórnarmanna, að flugvélin
væri farin að nálgast Reykjavík,
þegar sfðast heyrðist til hennar
klukkan 14.07. Eftir það heyrðist
ekkert til hennar. Vélin hefur
orðið að halda sig neðar skýjum,
því að vélar af þessari gerð eru
yfirleitt ekki búnar tækjum til
blindflugs.
Þegar hálftími var liðinn fram
yfir þann tíma, er vélin átti að
vera lent, voru þegar gerðar ráð-
stafanir til leitar. Flugvélar, sem
voru á ferð á umræddu svæði,
voru beðnar að kalla flugvélina
upp og svipast um eftir henni.
Þyrla Slysavarnafélagsins fór til
leitar, og þyrla varnarliðsins, sem
ætíð er tilbúin fór einnig af stað.
Þær gátu aðeins leitað í einn og
hálfan tíma og aðeins í fjallshlfð-
um vegna lélegs skyggnis. Þyrla
Slysavarnafélagsins leitaði í hlíð-
um Hengilsins, Skálafells, Blá-
fjalla, Lönguhlfðar og víðar í ná-
grenni Reykjavíkur. Þyrla
varnarliðsins leitaði meðfram
ströndinni, þar sem hugsanlegt
var, að vélin hefði flogið yfir. Þá
fóru fjölmennir leitarflokkar frá
Slysavarnafélaginu, Flug-
björgunarsveitinni og Hjálpar-
sveit skáta fljótlega af stað.
I gærkvöldi voru 330 manns við
leit á 11 skipulögðum svæðum.
Voru þetta sveitir mjög vfða að.
Flugvélin var með bensín til 12
tíma flugs, og hefði það nægt
fram til klukkan 22.15 í gær-
kvöldi.