Morgunblaðið - 19.05.1974, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 19. MAl 1974
3
Yjjfc J 1 ' ve H 1 1 * fe 1 J
EFTIR EINAR SIGURÐSSON
Tíöarfarið
Tióin var góð til sjávarins sið-
ustu viku og sjóveður alla daga.
þó að nokkuð hvessti á suð-austan
i vikulokin.
Aflabrögð
Það er ótrúlega góður afli hjá
netabátum og kominn þessi tími.
Þannig. hafa bátar i Þoriákshöfn
verið að fá um og yfir 25 lestir og
raunar i Grindavík lika fyrr í vik-
unni. Þetta er tveggja nátta.
Aflinn er þó misjafn eftir ver-
stöðvum og eins og hann sé rýrari.
er vestar dregur. svo sem í Sand-
gerði og Akranesi. þar sem hann
er yfirleitt 10 lestir i róðri og
minni. 2ja nátta.
Sæmilegur aíli hefur verið i
trollið. til að mynda í Sandgerði
um 25 lestir eftir 4ra daga útívist.
Handfærabátar. sem leggja upp
í Sandgerði. hafa verið aó fá O.— 1
lest á færi yfir daginn.
Margir bátar eru nú búnir að
taka upp netin. þ.að er eins og
vant er. Þegar komin eru lok.
halda tnönnum engin bönd. enda
þótt sæmilegur afli sé.
Grindavík er sennilega afla-
hæsta verstöðin með 23.000 lestir.
þótt ekkí tnuní tniklu á henni og
Vestmannaeyjum. \'ar aflinn í
Grindavik 50"Ó tneiri i fvrra.
Xú þegar vetrarvertiðinni er
lokið. verður þeim. er þetta ritár
hugsað til vigtarmannanna með
þakklæti fyrir. hve vel þeir
greiddu úr spurningum hans utn
aflabrögðin. hvernig sem á stóö.
því að oftast er nóg að gera.
Vill hann nú i lókin taka undir
visupart. sem hann heyrði ein-
hverju sinni. en man ekki lengur
upphafið að og Þorsteini Péturs-
syni vigtarmanni á Siglufirði var
sendur á afmælisdegi hans. En
Þorsteinn var bróðir Asgeirs
Péfurssonar. þess mikla útgerðar-
tnanns á Akureyri. setn sennilega
hefur samtimis átt flest fiskiskip
á landinu eða 15. En seinnihluti
visunnar er þannig:
Heilagan Pétur í himnarann
hljóttð þið fyrir vigtarmann.
þá sjálfsagt verður synd vor létt.
því svo sem fyrruin þú vigtar rétt.
Togararnir
Dágóður afli hefur verið hjá
togurunum við Austur-Grænland.
en inest hefur það verið karfi og
hann yfirieitt smár. Það hefur
komið fyrir. áð >kip hafa verið
með helming áf hvoru. vinnslu-
fisk og verksmiðjufisk. 100 lestir
af hvoru. Það er ekkert við þvi að
segja. þótt smár karfi slæðist með.
en þegar farið er að liggja á smá-
karfa á bleiðunum til þess að fá
tonnatöluna. er of langt gengið.
Xú er á leióinni reglugerð. sem
bannar. aó meira en 5% sé af
smákarfa í aflanum. og hefði hún
þurft að vera komin fyrr. Það er
synd að drepa karfann undir
þeirri sta'ró. sem hann má vera til
þess að vera verzlunarvara. Og
það er raunar svo um. hvaða fisk.
sem er. I þessari sömu reglugerð
verða inöskvar stækkaðir. og er
það lika spor í rétta átt til þess að
drepa ekki ungviðið. á meðan það
er litils eða einskis virði.
Þrir togarar lönduðu i Reykja-
vík i vikunni:
Karlsefni 326 lestir
Ögri 395 lestir
Bjarni Benediktsson 220 lestir
„Sá er eldurinn
heitastur, er
á sjálfum
brennur.“
Menn eru nú heldur andvara-
lausir um framtiðina nema þeir.
sein stunda útflutningsfram-
leiðslu. Allir hafa ineira en nóg að
gera, peningarnir flæða. hvort
heldur i borg eða bæ. og ferða-
mannastaðir í útiöndum fara ekki
varhluta af rúinum fjárhag ís-
iendinga.
En eins og sagt var-um Xeró. að
hann lék á hörpu. á meðan Róm
brann. eins er þvi farið með vara-
gjaldeyrisforða þjóðarinnar, að
hann brennur nú hraðar á báli
verðbölgunnar en nokkru sinni
fyrr.
Það var sagt frá þvi i vikunni.
að sjóðurinn hafi fyrstu tvo mán-
uði ársins rýrnað um rúmar 2000
milljönir króna. Skyldi það hafa
verið mjnna siðan, það er ótrú-
legt. þótt hann kunni eitthvað að
hafa verið réttur við meö erlend-
um lántökum. þá er það engin
lausn nema i bili.
Mörgum þykir líka nóg um. að
islenzka þjóðin skuli nú skulda
rúmar 20.000 milljónir króna.
Þetta eru allt orðnar svo háar
tölur. að fólk áttar sig ekki á
þeim. nema geta haft samanburð.
En þetta er fjárhæð. sem ekki er
fjarri ársútflutningi þjóðarinnar
af sjávarafurðum. eða 100.000
krónur á hvert mannsbarn jafnt
reifabarnið í vöggunni sem
gamalmennið í körinni. eða G
milljón krónur á hverja 5 manna
íjölskyldu. Með 10'ý, vöxtum —
nú er talað um 18lHj vexti og farið
að praktisera þá meira að segja.
ef um vanskil er að ræða — eru
þetta 50.000 króna meðaltals út-
gjöld á hvert heimili árlega.
Það ntá segja, að næstum alls-
staðar hafi verið kynt undir með
hækkunum. hvort heldur í kaupi.
aflahlut eða fiskverði. hvergi var
nokkurt viðnám. og voru það
opinbera og einstaklingar þar i
sama báti. Þeini átti þó öllum að
vera það ljóst. að þeir fengju ekki
undir þessu risið. Alls staðar
standa nrenn nú andspænis halla-
rekstri. hvort heldur á rikissjóði.
sveitarfélögum eða í atvinnulíf-
inu. Það er næstum eins og manni
gæti dottið í hug. að þetta væri
allt skipulagt til að ná vissu
rnarki.
Gjaldeyririnn er seldur langt
undir þvi verði. sem kostar að afla
hans. og þegar svo almenningur
hefúr handa á milli meira fé en
nokkru sinni. er ekki við öðru aó
búast en gjaldeyrisvarasjóður
þjóðarinnar gangi til þurrðar og
þar með lánstraust þjóðarinnar.
Auðvitað verður ..eitthvað
gert" eins og menn segja. en það
er bara. að það verði ekki það
seint. að hálfgert neyðarástand
verði skollið á. sem erfitt gæti
orðið aö losna úr. nema með
hannkvælum. Gæti þá miirgum
orðiö að orði: Beizkur ertu drott-
inn minn. Engan langar í sultarár
kreppunnar með atvinnuleysi og
höftum.
Það er ekki ófróðlegt að gera
sér nokkra grein fyrir þeim verð-
lækkunum. sem þegar eru orðnar.
og hvað þær kosta þjóðina út árið,
þótt þær yrðu ekki meiri. og miða
við. að kaupgjald breyttist ekki
frá því. sem það er i dag.
Fiski- og loðnumjöl lækkar um
1300 milljónir króna — fiskblokk
um 500 millj. króna — bátaflotinn
er búinn að tapa I vetur 700 millj.
króna eftir upplýsingum for-
manns LÍC — togaraflotinn tapar
ekki minnu en 600 millj. króna —
h'alli frystihúsanna er 1000 millj.
króna. blokkalækkunin er þá ekki
tekin i dæmið. þar sem hún er
talin áður. — Einhver hækkun
hefur orðið á saltfiski. og er nú
hangið í því hálmstrái. Um skreið
er ekki að ræða. hún var ekki
verkuð neitt. sem heitið getur.
Þetta eru samtals hjá sjávarút-
veginum 4.100 milijónir króna.
Öðrum er látið eftir að brjóta til
mergjar halla fjárlaga. sveitar-
sjóða og annars atvinnurekstrar.
En það er lagleg fúlga komin i
eitt. Eða meðferðin á gjaldeyris-
varasjóðnum. sem þarf að standa
undir um helmingnuin af þörfum
þjóðarinnar.
Það er hægt að selja gjaldeyr-
inn fyrir slikk. á meðan verið er
að eyða gjaldeyrisvarasjóði þjóð-
armnar og lánstrausli Islendinga.
en ekki lengur.
Allt er þetta umhugsunarefni
fyrir þjóðina, svo að ekki sé meira
sagt.
Réttur strandríkja
Þaö er ef til vill ekki ástæða til
bjartsýni i landheigismálinu. þeg-
ar litið er á siigu þess allt frá
ráðstefnunni í Genf 1958 og 1960,
þó að brezkir togaraútgerðar-
menn hafi bætzt i hóp þeirra, sem
krefjast víðáttumeiri landhelgi,
af þvi, að þeir halda, að þeir geti
verzlað með hana við Lslendinga,
Norðmenn og Færeyinga. Heldur
ekki þótt sjómenn í Massaehus-
ettsfylki í Bandaríkjunum krefj-
ist nú 200 milna. það er ekki speg-
ilmynd af vilja Bandaríkjanna.
En það et'annað, sem hefur opnað
augu manna fyrir víðáttumeiri
landhelgi, og það eru minnkandi
fiskstofnar. Það kann að verða
þyngst á metunum, að verið er á
góðri leið með að eyða mörgum
fisktegundum, ef ekkert verður
að gert. Og þessa verðum við Is-
iendingar ekki sizt varir, það sýn-
ir samdráttur i afla vertíð eftir
vertið.
Það er næsta ótrúlegt, að það
takist að ijúka þessum málum á
ráðstefnunni i Caracas i Venezu-
ela 20. júni og fá þar alþjóðavið-
urkenningu á 200 mílna land-
helgi. Þegar er ráðgerð fram-
haldsráðstefna í Vin 1975.
íslendingar geta beðið með sín-
ar 200 mílur til 20. júní, en þeir
geta ekki beðið mikiu lengur en
þetta ár til enda með að helga sér
200 milurnar, hvað svo sem það
kann að kosta eins og fyrri dag-
inn.
Daníel sigraði í blöndunarkeppni barþjóna
BARÞJÓXAKLÚBBUR Islands
hefur nú um ellefu ára skeið efnt
til árlegrar keppni i blöndun
drykkja, og var ellefta keppnin
haldin að Hótel Esju á miðviku-
dag. Annað hvort ár er keppt í
blöndun kokkteila, en hitt árið í
blöndun sjússa, eða ..long
drinks", og svo var að þessu sinni.
Sigurvegari varð Daníel Stefáns-
son barþjónn á Hótel Sögu, og er
það i sjöunda skiptið, sem hann
fer með sigur af hólmi í þessari
kepjíni. Daníel hefur einnig tekið
þátt i alþjóða blöndunarkeppni
við góðan orðstír, og sem dæmi
um það má nefna, að í alþjóða-
keppni i Los Angeles fékk hann
sérstök heiðursskjöi bæði fyrir
kokkteil sinn og ,,long drink“.
Keppendur í ár voru alls tólf.
Önnur verðlaun hlaut Bjarni Guð-
jónsson á Hótel Loftleiðum og
þriðju verðlaun Garðar Sigurðs-
son á Hótel Borg.
Fyrir sigurinn i keppninni á
miðvikudag öðlast Daniel rétt til
þátttöku i alþjóðakeppni bar-
þjóna á næsta ári, en hún verður
sennilega haldin á írlandi, þótt
það sé ekki endanlega ákveðið
enn sem komið er.v
Sigurdrykkinn riefnir Daniel
„Frosty Amour“, og uppskriftin
af honun er svohljóðandi:
2 cl. Smirnoff vodka
2 cl. Southern Comfort
1 cl. Bols Apricot Brandy
1 cl. Cointreau.
Skvettur af bananalíkjör,
sftrónusafa og Amorlíkjör. Fyllt
er upp með 7-up og skreytt með
kirsuberi og sítrónusneið. Drukk-
inn með röri.
SIGURVEGARARNIR þrlr í hlöndunarkeppni barþjóna með sigur-
launin. Talið frá vinstri: Garðar Sigurðsson, Bjarni Guðjðnsson og
Danlel Stefánsson.
Mesta feröaúrvaliö —
Beztu sumarleyfisstaðirnir
og ferðirnar seljast upp!
Maí 12 Costa del Sol uppselt
22. italía — Gullna ströndin uppselt
31. ítalra — Gullna ströndin uppselt
Júnl 1. Costa del Sol uppselt
1 5. 1 Q Ítalía — Gullna ströndin 6 sæti
i y. 29. ^osta aei ooi Costa Brava uppsöit 4 sæti
Júlí 2. Italía — Gullna ströndin laus sæti
3. Costa del Sol 1 0 sæti
15. Costa del Sol laus sæti
16. t n Italia — Gullna ströndin laus sæti
24. uosta aei oöi Costa del Sol I h- S3Btl laus sæti
29. Costa del Sol laus sæti
31. Costa del Sol uppselt
FERÐA SKRIFS TOFA N
r r
IITSYM
AUSTURSTRÆTI 1 7 (SILLA OG
VALDA) SÍMAR 26611 — 20100
UTSYNARFERÐ
ER SPARNAÐUR!
Hvað kostar góð sumarleyfisferð ti/
Dæmi: Ferð á eigin vegum SÓIarlanda?
Almennt flugfargjald til Malaga —
Costa del Sol kr. 47.440 -
1. fl. gisting i nýrri ibúð
með baði ogöllum búnaði
samkv. verðskrá i 14 daga kr._9.860 -
Samtals kr. 57.300.-
4- Samskonar Útsýnarferð kr. 27.300,-
Sparnaður farbeqans kr. 30.000.-
ÚTSÝNARFERÐIN ER FARIN MEÐ SÖMU
FLUGVÉLAGERÐ — BOEING 727 — 1.
FLOKKS VEITINGUM Á LEIÐINNI, SÖMU
GISTINGU OG AÐ OFAN GETUR, OG
ALLRI ÞJÓNUSTU FARARS.TJÓRA OG
STARFSFÓLKS ÚTSÝNAR.
MISMUNURINN KR. 30.000,- ER HAGN-
AÐUR FARÞEGANS.
SAMBÆRILEGUR SPARNAÐUR í ÍTALÍU-
FERÐUM!
HVAR GETIÐ ÞÉR GERT BETRI FERÐA-
KAUP?