Morgunblaðið - 19.05.1974, Side 7

Morgunblaðið - 19.05.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAI1974 7 Kvikmyndir Eftír Bförrt Vtgní Sígurpálsson SYRPA ÆFINGIN Hinn 16. nóvember árið 1973 réðust lögregla og her gegn and- stæðingum grisku stjórnarinnar, sem höf ðu komið sér fyrir i tækni- háskólanum í Aþenu. Þar kom til blóðugra átaka og samkvæmt til- kynningum stjórnarinnar biðu 13 manns bana. Þessi atburður hefur nú orðið til þess, að margir kunnir listamenn kvikmyndanna hafa tekið höndum saman og hafa nú gert kvikmynd um þennan harm- leik. Meðal þessara listamanna eru Lord Olivier, Maximillian Schell, Lillian Hellmann og Arthur Miller, svo að einhverjir séu nefndir og vinnur allt þetta fólk án þess að þiggja laun fyrir. Leikstjóri og framleiðandi myndarinnar er Jules Dassin, og segir hann kvikmyndina vera „verk ástar og reiði". Dassin er sem kunnugt er eiginmaður grísku leikkonunnar Melinu Mercouri, sem hefur hin siðari ár helgað sig að miklu leyti baráttu gegn grísku herforingjastjórninni, og hún er engu mildari í orðum. „Ég er ekki reið, ég hata þá," segir hún. Hún segist vonast til þess, að það verði aðallega Bandarikja- menn, sem sjái þessa mynd, y,vegna þess, að Bandaríkin bera ábyrgð á því, sem gerzt hefur í Grikklandi. Það voru bandariskir skriðdrekar, sem drápu þessa unglinga. Þess vegna er mér mikið í mun, að bandariska þjóðin sjái hvað Pentagon aðhefst i löndum eins og Grikklandi." Dassin leggur sjálfur stærstan skerfinn til fjármögnunar á mynd- inni en að auki hef ur honum borizt verulegt framlag frá ónefndum grískum flóttamanni, sem nú býr í Frakklandi. Myndin verður um 90 minútur að lengd og tekin i svart- hvitu. Dassin nefnir myndina „The Rehearsal” eða Æfinguna. Inn á milli hinna endurleiknu þátta myndarinnar verður skeytt fréttamyndum, sem hollenzkur sjónvarpsmaður tók nóttina er ráðizt var á skólann. Hinn leikni hluti er aftur á móti byggður á frásögn sjónarvotta. sem smyglað var úr landi eftir að atburðirnir gerðust. „Fólk úr neðanjarðarhreyfing- unni fór um allt og ræddi við andófsfólkið og lækna. sem gerðu að sárum stúdentanna," segir Dassin. „Stjórnvöld segja, að 13 manns hafi beðið bana, en neðan- jarðarhreyfingin gizkar á. að allt frá 185—400 manns hafi látizt f átökunum:" Til að ná fram drama- tiskum áhrifum i myndinni var leitað til fólks af grisku bergi, sem býr i Bandaríkjunum, og það feng- ið til að syngja söngva þá, sem stúdentarnir sungu meðan þeir höfðu skólann á valdi sínu. Gríska tónskáldið Þeodorakis kom alla leið frá Frakklandi til að hafa um- sjón með tónlistinni í myndinni. Atriðið með Lord Olivier var tek- ið upp i London undir stjórn Costa-Gavras, en þar les hann Ijóð um einræðisstjórnina eftir griska nóbelsverðlaunahafann George Seferis. Maximillian Schell sendi einnig sitt atriði f rá Þýzkalandi, en þar les hann upp bréf frá griskum stúdent. Arthur Miller og Lillian Hellman lesa einnig upp yfirlýs- ingar I myndinni, en einnig koma þar við sögu nokkrir bandarískir öldungadeildarþingmenn, sem eru andvígir stefnu stjórnarinnar í af- stöðunni til Grikklands. Dassin stefnir að því að geta frumsýnt myndina á þriðjudag nk. á kvikmyndahátiðinni i Cannes. Hins vegar segist hann láta sig dreyma um. að sjónvarpsstöðvar muni kaupa myndina og taka til sýninga, þvi að þannig nái hún til flestra. Hins vegar er allt óljóst hvort af þvi getur orðið, „því að myndin hefur ekkert skemmtana- gildi," segir Dassin, „og við get- um heldur ekki sagt. að hún sé beinlinis heimildamynd." CANNES1974 Eins og kemurfram hérá undan er hin árlega kvikmyndahátið í Cannes hafin og var formlega sett sl. fimmtudag. „Amarcord", fimmtánda kvikmynd Federico Fellini varð fyrir valinu til að opna hátíðina en hins vegar keppir hún þar ekki að verðlaunum. Alls munu 24 myndir frá 17 þjóðlöndum taka þátt í keppninni og verða þær allar vandlega skoð- aðar af alþjóðlegri dómnefnd, með franska leikstjóranum Rene Clair i forsæti. Flestar myndirnar koma frá Bandaríkjunum eða sex talsins og meðal þeirra eru „Thieves Like Us" eftir Robert Altman, „Sugar- land Express" eftir Spielberg, „Conversation Piece" eftir Franc- is Ford Coppola. Af hálfu Frakk- lands er m.a. tilnefnd nýjasta mynd Alain Resnais — um svikar- ann Stavisky, sem greint hefur verið frá hér i þættinum. Um 400 myndir verða sýndar utan sam- keppninnar en kvikmyndahátiðin i Cannes stendur i tvær vikur. HAMFARIR OG HÖRMUNGAR Kvikmyndagerð í Hollywood hefur jafnan verið tizku undirorpin og i sumar verða engin frávik frá þeirri reglu. Kvikmyndaframleið- endur i Hollywood hafa nú upp- götvað, að hægt er að sanka að sér milljónum dollara með kvik- myndum, þar sem homo sapiens er teflt gegn atómum, skorkvik- indum, jarðskjálftum. eldsvoðum og fleiru áþekku. Hamfarir og hörmungar eru þannig nýjasta ból- an i kvikmyndagerðinni vestan hafs. „Við verðum að láta fólkið fá eitthvað, sem það getur ekkt séð I sjónvarpinu," er haft eftir Jenn- ings Lang, höfuðpaur hörmunga- myndanna hjá Universal. Hann fékk Mario Puzo, höfund Godfather, til að skrifa handrit að myndinni Jarðskjálfti, sem lýsir þvi hvernig mikill hluti Los Ange- les fer i rúst af völdum jarð- skjálfta. Á vegum Universal er einnig verið að gera myndina „Hindenburg", um eyðileggingu loftfarsins fræga, og stjórnar Ro- bert Gamli Wise þeirri mynd. Charlton Heston fer ekki aðeins með aðalhlutverkið i Jarðskjálft- anum heldur einnig i „Airport 1975", sem segir frá fólki um borð í laskaðri Jumbóþotu eftir árekstur við aðra flugvél. Fjórða myndin af þessu tagi hjá Universal er „ Jaw", en hún er byggð á sögu Peter Benchleys og greinir frá hvitum hákarli, sem gerir umtals- verðan usla i röðum baðstrandar- gesta.' Ókrýndur konungur hörmunga- mangaranna er maður að nafni Irwin Allen, en á hans vegum var á sínum tíma gerð myndin „The Poiseydon Adventure" — sem varð upphafið að öllu þessu. Þessa stundina er Allen að láta gera fjórar myndir i þessum dúr — „Beyond The Poiseydon Adven- ture", að sjálfstöðgu og The Tow- ering Inferno, sem lýsir eldsvoða i hæstu byggingu veraldar. Fram- undan eru hjá honum „The Day the World Ended", „The Golden Gate", og The Swarm" en hin síðast nefnda er byggð á nýlegri bók um skordýrainnrás. Pöddur ýmiss konar eru annars vinsælt viðfangsefni i þessari grein. Parmount sendir fljótlega frá sér „Phase IV." um maura sem hyggjast taka völdin hér á jörðu — það fer sem eldur um sinu blessað valdaránið! Og hroll- vekjumeistarinn William Castle er að undirbúa mynd um innrás risa- kakkalakka. Castle ábyrgist, að viðbrögð áhorfenda verði við hæfi, þvi að hann hefur látið útbúa þreifara, sem komið verður fyrir i sætisröðum kvikmyndahúsanna vestra svo að engu er likara en kakkalakkarnir skríði á áhorfend- um. Fisksalar athugið: til sölu þurrkuð ýsa. FISKVERZLUN GUÐBERGS 1NGÓLFSSONAR, Garði, sími 92-71 20. Vinnuskúr til sölu. Upplýsingar í síma 17888. 20—50 rúmlesta bátur óskast á leigu. Togbúnaður þyrfti helzt að fylgja. Tilboð sendist til afgr. Mbl. merkt: „Leigubátur — 1423". Markslög nr. 52. 54, 55, 58, 61 og 64 Rosette heklu og prjónagarn i sérflokki. HANNYRÐABÚÐIN, Linnetsstig 6. Hafnarf., simi 51314 Hús óskast keypt Óska eftir tvi eða þribýlishúsi á Stór-Reykjavíkursyæðinu. Má þarfnast standsetningar. Upplýsingar i sima 43084. Óska eftir að kaupa nýlegan vel með farinn 4ra—5 manna bil. Staðgreiðsla. Upplýsingar á mánudag i síma 92-801 1 og 92-8306. Til leigu 3ja herbergja i ibúð í vesturbæ. Upplýsingar um fjölskyldustærð og leigutilboð sendist blaðinu merkt: .Reglusemi — 141 2". Viljum ráða 2 pilta við grasþurrkunarverk- smiðju okkar og önnur land- búnaðarstörf, vana akstri dráttar- véla og helzt bifreiða. JÓN OG PÁLL ÓLAFSSYNIR, Brautarholti, simi 661 00. Eldri maður óskar eftir ibúð i miðbænum. Ekki fyrirframgreiðsla. Reglulegar mánaðargr. Meðmæli frá fyrri ' leigusala ef óskað er. Simi 86127 —19069 næstu daga. Til sölu nýlegt, vel með farið sófasett. Settið er 3ja sæta sófi, 2ja sæta sófi, húsbóndastóll og sófaborð. Upplýsingar i síma 83924. Ný sending af ofnum bakkaböndum i tizku- litum frá Vestur-Þýzkalandi. Einnig antik leggingar á lampaskerma og dúka. HANNYRÐAVERZL. ERLA, Snorrabraut. 15 ÁRA STRÁKUR óskast í sveit. Upplýsingar á mánudagskvöld i síma 1 1 662. Ódýrar útsaums- pakkningar fyrir börn og fullorðna i sumar- leyfið. Puntuhandklæði i mörgum litum og hillur. HANNYRÐAVERZL. ERLA, Snorrabraut. GERUM VIÐ kaldavatnskrana og WC-kassa. Vatnsveita Reykjavikur, simi 27522. Ný gerð af veggmyndum frá Nordiska i Gautaborg. Fljót unnar. Uppsetning fylgir með. Kynnið ykkur nýjungarnar. HANNYRÐAVERZL. ERLA, Snorrabraut. EIN MILLJÓN ÓSKAST Góðir vextir og trygging i boði. Algjört trúnaðarmál. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt: „Öruggur hagn- aður — 1 045" Mikið úrval bilútvarpstækja og bilsegulbanda. Hátalarar og loftnet þ.á.m. loftnet sérstaklega fyrir Volkswagen. Póstsendum. F. BJÖRNSSON, radioverzlun, Bergþórugötu 2, sími 23889. MERCURY COMET '72 Fallegur bill til sölu. Samkomulág með greiðslu. Sími 16289. Námskeið i flosi og flauelispúðagerð. Upplýsingar i Hannyrðabúðinni, Linnetstig 6. Sími 51314. KEFLAVÍK — SUÐURNES Rýmingarsala á hannyrðavörum næstu viku. HANNYRÐAVERZLUNIN ODDNÝ. Konur Takið með ykkur krosssaums-r mottur i orlofið. 10 mismunandi 1 gerðir. HANNYRÐABÚÐIN, Linnetstig 6. S. 51314. LISTER BÁTAVÉL 36 hestafla til sölu. Upplýsingar i sima 92-6580. TILSÖLU Mercury Cougar xr7 árg. '73. Ek- inn um 1 5.000 milur. Upplýsingar í sima 96-621 1 2. VANDAÐ ÍSLENZK HJÓL HÝSI til sölu. Svefnpláss fyrir 3—4. Góðir skápar. Gaseldavél. Rafljós. Upplýsingar í síma 92-1 786. TILSÖLU 2 óslitin teppi og Rafha eldavél á Þórsgötu 7, Reykjavik. Verð við kl. 8 e.h. alla daga eftir laugardag. KJARVALSMÁLVERK til sölu 100x150 cm, málað 1937, Þingvallahraun. Verð ein milljón krónur. Væntanlegir kaup- endur skrifi Morgunbl. merkt: „Kjarval — 1410". TVÖ HJÓLHÝSI TIL SÖLU Sérstaklega góð hús og hagstætt verð. Upplýsingar i sima 41 737 i dag og næstu daga eftir kl. 20.30. FORD MERCURY '67 Til sölu, mjög fallegur og vel með farinn. sjálfskiptur, ekinn 55 þús. km. Uppl. i sima 1 1 51 4 kl. 20 — 22. ÍBÚÐTILSÖLU 4ra herb. rishæð í góðu timbur- húsi til sölu i Skerjafirði. Stórt eldhús og svalir. Hitaveita. Eignar- lóð. Hagstætt verð og skilmálar. Upplýsingar i síma 21 863. BIFREIÐ TILSÖLU Chevrolet Impala árg. 1965. 8 cyl-: sjálfskipt m/powerstýri og bremsum. Upplýsingar i sima 1 3585 milli kl. 3 — 6 i dag. Sjá einnig dagbókar; auglýsingar ábls. 39.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.