Morgunblaðið - 19.05.1974, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAl 1974
if Leitast ber við að halda jafnvægi i byggð landsins, stendur einhvers staðar
skrifað. Eða sagði einhver mætur maður þetta? Var það kerlingin? Eða var það
skáldið? Jæja, jæja Slagsíðan man það ekki. Hvað sem því lfður þá vill Slagsíðan
viðurkenna fúslega, að hún hefur ekki haldið þessu jafnvægi nógu vel í skrifum
sínum um stefnur og strauma i popphljómlistarmálum landsins. Hún hefur
einblínt of mikið á það, sem er að gerast í þessum efnum á höfuðborgarsvæðinu og
í næsta nágrenni. Samkvæmt dagblöðunum mætti oft halda, að popptónlist, — eða
alla vega góð popptónlist, — væri eingöngu leikin í Reykjavík og Keflavík. Þetta
er alvarlegur misskilningur. tJt um allt land, í hverju sjávarplássi, samgöngumið-
stöð eða skóla eru til popphljómsveitir. Sumar eru að vísu rétt skrallhæf
brennivínsbönd, sem óþarfi er að fari víðar en í samkomuhús staðarins. En einnig
eru til hljómsveitir, sem eru að rembast við að gera góða og vandaða hluti, án þess
að nokkur viti um þær utan byggðarlagsins og án þess að þessi viðleitni komist
nokkurn tíma á legg. Slfkar hljómsveitir kafna áreiðanlega oft í tómri einangrun.
ir Hér er á ferðinni mál, sem Slagsíðan hefur áhuga á að gera einhver nánari skil
áður en langt um líður. Nú ríður á, að Slagsfðufólk um land allt bregði undir sig
betra fætinum ójiphjálpi Slagsfðunni að rétta af sér þessa slagsfðu f popp
jafnvægismálunum. Skrifi nú hver sem betur getur, — ábendingar, pistlar,
greinar, viðtöl myndir o.s.frv. um það góða, sem er að gerast í þessum málum úti á
landi.
Nú fyrir skemmstu, eða um miðjan aprfl-mánuð gerðu Selfyssingar sér daga-
mun og héldu sína Árvöku. Einn af dagskrárliðum þessarar vöku var popphátfð,
sem haldin var f Selfossbíói. í sambandi við það, sem að ofan segir, bað Slagsíðan
Ómar Þ. Halldórsson rithöfund með meiru á Selfossi, um að gefa lesendum
síðunnar einhverja hugmynd um stöðuna í þessum efnum fyrir austan fjall með
þvf að senda okkur frásögn af popphátfðinni.
sveitarinnar á hátíðinni sjálfri,
kann að þykja þetta oflof, en það
er óhætt að fullyrða, að leikur
hennar þar var ekki svipur hjá
sjón miðað við raunverulega getu.
Það er staðreynd, að loks þegar
hljómlistarmenn eru búnir að
vinna sig upp með áralöngu striti
við að spila eftirapanir af erlendu
sykurjukki, eru þeir oftast orðnir
því svo samdauna, að um listsköp-
un verður aldrei að ræða. Hljóm-
sveitin Mánar flokkast að nokkru
leyti undir þessa lýsingu. I áratug
hafa þeir staðið frammi fyrir
danshúsagestum og spilað sig
eftirhermur, enda mátti glöggt
greina það á leik þeirra á hljóm-
leikunum. Ef ekki hefði komið til
• Það kom greinilega í ljós á
þessari popphátíð Selfyssinga,
hversu erfitt það er úti á iandi að
draga að hlustendur komna af
barnsaldri. Salurinn var troðfull-
ur, en þegar betur var að gáð
mátti^ sjá, að börn á poppkorns-
aldri voru þar í miklum meíri-
hluta. Aðeins fáeinar hræður
komnar á þann aldur að kunna
skil á popphljómlist, hímdu aftast
í salnum. Það hefði orðið
flytjendunum til mikillar upp-
lyftingar að hafa þessar fáu hræð-
ur örlítið nær sviðinu i þeirri von,
að mesti barnaskemmtunarblær-
inn hyrfi af hátíðinni. Fum og
fljótfærni einkenndu þessa
hljómleika og hefði ekki sakað, að~
einhver röggsamur, en rólegur
stjórnandi hefði fyrirfundizt á
samkomunni.
Staða austanfjallspoppara kom
einnig vel i ljós á þessari hátið.
Þrjár hljómsveitir tróðu þar upp;
Mánar, sem auðsýnilega áttu hug
og hjörtu barnanna, skólahljóm-
sveitin Raflost, sem kórónaði
byrjendabrag sinn með ofboðsleg-
um hávaða, og hljómsveitih
Orkidea, sem var eina hljóm-
sveitin með frumsamið efni ein-
göngu. Það, sem bezt virtist falla í
eyru áheyrenda, voru öldurhúsa-
slagarar Mána, útþvældir í ótal
dægurlagaþáttum útvarpsins.
Hins vegar mátti varla á milli sjá
hvor hinna hljómsveitanna átti
betur upp á pallborðið hjá
áheyrendum.
Með þessum orðum verða ekki
færðar neinar sönnur á lélegan
hljómlistarsmekk unglinga
austanfjalls sökum barndóms
áheyrenda, en ólíklegt verður að
teljast, að viðtökur þeirra hefðu
orðið á annan veg, þótt meðal-
aldur samkomugesta hefði færzt
örlitið yfir fermingaraldur.
Fyrsta atriði hljómleikanna var
söngur og gitarleikur Svein-
bjarnar Oddssonar og Steindórs
Leifssonar. Góður efniviður, sem
ýmissa orsaka vegna kom þó
einna lakast út af öllum atriðun-
um. Samæfing þeirra var lítil sem
engin og kaflaskiptingar svo
handahófskenndar að engu mátti
muna, að hvert Iagið af öðru
stöðvaðíst í miðjum klíðum vegna
mistaka. Ekki bætti úr skák, að
drukkinn listamaður frá Stokks-
eyri settist gegnt þeim á sviðinu
og truflaði þá langa stund án þess
Sveinbjörn og Steindór: Lftil samæfing og truflanir drukkins lista-
manns frá Stokkseyri...
Orkidea: Of eftirtektarverðir til
að týnast... (Ljósm.: Ómar)
Rúnar Lúðvfksson: Bezt heppnaða atriðið...
að nokkur sæi ástæðu til að koma
honum burtu. Tvennt mátti þó
greina þrátt fyrir mistökin! Af-
bragðsgóðan söng Sveinbjarnar
og góð lög þeirra félaga.
Næst á dagskrá var hljóm-
sveitin Raflost, sem yfirkeyrðí
svo magnarana, að vont var stund-
um að heyra, hvaða lag var verið
að spila. Innan um mátti þó sjá
nokkra ljósa punkta.
Þjóðlagasöngvarinn RúnarLúð-
víksson kom næstur og ein-
kenndist framkoma hans af
öryggi, sem nægði til að gera
framlag hans 'ið bezt heppnaða
atriði kvöldsins. Söngur hans var
með ágætum og frumsamin lög
hans skemmtilega langt frá öllu
því rokki, sem fram kom á hljóm-
leikunum.
Þegar hér var komið var orðið
augljóst, að atriðin gengu of hratt
fyrir sig og mundi trauðla hægt
að teygja samkomuna til klukkan
ellefu. Þá var tekið til bragðs að
smella ínn í prógrammið dansi
hálfkynþroska stúlkna strax eftir
leik hljómsveitarinnar Orkideu.
Fyrirleikurdansinskom frá biluð-
um plötuspilara, að því er virtist
hálfgerðum forngrip, og setti
þetta leiðinlegan svip á hátíðina.
Sorlegustu mistök kvöldsins
urðu þó hjá hljómsveitinni
Orkideu. Þeir létu eftirrekuskap
kynnisins hafa áhrif á sig og hófu
leik án þess að stilla magnarana
svo úr urðu uppsprengdar bassa-
drunur þannig að gítarleikurinn
hreinlega týndist. Frumsamin lög
þeirra voru allt of eftirtektarverð
til að týnast í slikum hávaða, sér-
staklega þó lag gitarleikarans
„Bakkus". Góður söngur Svein-
bjarnar Oddssonar komst þó
sæmilega til skila og eins hraust-
legur sláttur trymbilsipS, sem var
það eina sem stóð fyllilega fyrir
sinu (þrátt fyrir mikil kjuða-
brot). Undirritaður hlýddi á leik
þeirra hálftíma áður en sam-
koman hófst og sannfærðist um,
að slík hljómsveit ætti ekkert að
gera i öldurhúsa„bisnessinn“. Til
þess er hún of góð og innan
hennar skapandi listamenn, þó að
fæð liðsmanna hindri að sjálf-
sögðu fjölbreyttari túlkunarmáta.
Þeim, sem hlýddu á leik hljóm-
Raflost: Ofboðslegur hávaði kórónaði byrjendabraginn...
sérlega skemmtileg útsetning
þeirra á laginu „Hraustir menn“,
hefði mátt ætla, að hljómsveitin
væri enn í sama fari og árið 1968.
Hitt hafa Mánar sannað með L.P.
plötu sinni, að þeir eru færir um
að gera góða hluti.
Mistökin við þessa hátíð voru
mörg, eins og áður var sagt, og
stöfuðu flest af of stuttum undir-
búningstima. Fæst þeirra voru
stórvægileg og ættu aðeins að ýta
undir þá hugmynd, sem kom fram
meðal flytjenda undir lok hátíðar-
innar, að halda fljótlega aðra
slika því til sönnunar, að betur
væri hægt að gera. Lýsing var
afleit og gerði ekki annað en
blinda skemmtikraftana.
Kynningar Björns Gíslasonar
voru ágætar framan af, en
enduðu í hæpnuframtaki hans, að
fá áheyrendur til að dansa.
Nægur var barnaskemmtunar-
blærinn fyrir.
Eitt var þó, sem gerði þessa
hljómleika öllu fullkomnari en
endra nær. ískur vegna van-
stilltra tóla heyrðist ekki allt
kvöldið og telst slikt fátitt á þvi-
líkum samkomum.
• í heildina litið held ég, að allir,
sem á hlýddu, megi vera þakklátir
fyrir það framtak Sveinbjarnar
Oddssonar að undirbúa og standa
fyrir þessari hátið.
Mánar: Eftiröpun erlends sykur-
jukks...
Bapndomur
popp á ArvöKunni á Seifossi
eða svellamennsKa?