Morgunblaðið - 19.05.1974, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAl 1974
Leiðsögn í að spila gamia Nða. Ingunn horfir á.
— Heimsókn
til borgarstjóra
Framhald af hls. 1
málefni og ég hef aldrei orðið var
við, að þær bæru keim af persónu-
legum skætingi, hvað þá svívirð-
ingum. Deilt er af fullri kurteisi á
báða bóga á málefnalegum grund-
velli. Sú skoðun gerir æði oft vart
við sig hjá almenningi, að stjórn-
"THálamenn geri ekki annað en rff-
ast. Það er mesti misskilningur.
Komi upp ágreiningsmál er reynt
að taka þau fyrir og einangra þau.
Það tekst ekki alltaf og deiluefnið
kemur síðan upp á opinberum
vettvangi, þ.e. f borgarstjórn og
þaðan flyzt það í blöð og oft er
gert meira úr en efni stóðu til.
Mér er reyndar ekki grunlaust
um, að blaðaleysið hafi haft sín
áhrif á fundi borgarstjórnar að
undanförnu, bætir hann við og
brosir. — Það hefur hvarflað að
manni, að sumt af þessu sé sett á
svið, alténd hafa fundirnir upp á
síðkastið verið mun styttri en þeg-
ar borgarfulltrúarnir geta gert
sér vonir um, að orð þeirra séu
flutt kjósendum gegnum blöðin.
— Koma oft áheyrendur og
fylgjast með borgarstjórnarfund-
um?
— Ekki oft. En ef á dagskrá eru
einhver afmörkuð mál, sem
snerta tiltekna hagsmunahópa, þá
fyllast pallarnir stöku sinnum.
Kannski stafar þetta i og með af
því, að borgarstjórnarfundir eru
aðeins einu sinni í hálfum mánuði
og ekki auglýstir eins og skyldi.
Því að þarna er auðvitað margt og
mikið rætt, sem samborgurunum
ætti að vera ávinningur í að fylgj-
ast með. Ég man aðeins þrisvar
eftir því á þessu kjörtímabili, að
áheyrandapallar hafi fyllzt. Þegar
hundamálið var á dagskrá; þegar
rædd var tillaga um dagvistunar-
mál og er úthlutun Stóragerðis-
lóðanna fór fram.
— Frambjóðandi og borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins, Adda
Bára Sigfúsdóttir sagði i viðtali í
Þjóðviljanum á dögunum, að þú
værir „geðþekkur rnaður". Lít-
urðu á það sem gullhamra, eða
hvernig tekurðu þau orð?
— Eigum við ekki bara að segja
það. Svona að vissu leyti, segir
borgarstjóri og brosir við. — Ég
veit að vísu ekki nákvæmlega,
hvað í orðum hennar felst. En ég
held ég geti sagt með nokkrum
rétti, að ég hef alltaf reynt að
hafa gott og jákvætt samstarf ekk-
ert síður við minnihlutann en
meirihluta í borgarstjórn og hef
freistað þess að sýna fulla sann-
girni. Oft eru skoðanir okkar
skiptar, eins og ég sagði, borgar-
mál vilja oft verða pólitísk og
flokkarnir nálgast málin á ólík-
um grundvelli. Við getum tek-
ið sem dæmi opinberan rekstur
og afstöðu okkar til hans. Við
sjálfstæðismenn viljum, að borgin
hafi sem minnst afskipti af slíku,
en efla einstaklingsframtakið.
Vinstri flokkarnir hafa á þessu
aðra skoðun. Þetta er eitt dæmi
um grundvallarágreining, sem
birtist í mörgu. En ég ítreka, að
deilur í borgarstjórn eru menn-
ingarlegar og kali milli borgar-
fulltrú-a — hversu ólíkar sem
þjóðmála- og borgarmálaskoðanir
þeirra eru — held ég ekki að sé
fyrir hendi.
— Hvað hefurðu til málanna að
leggja um þann ágreining, sem
gefið hefur verið í skyn að ríkti
innan borgarstjórnarflokks Sjálf-
stæðisflokksins?
— Við bendum á og leggjum
áherzlu á, að í Reykjavikurborg
ríki samhentur og styrkur meiri-
hluti. I ríkisstjórn, í minnihluta
borgarstjórnar er glundroði. I
okkar hópi er auðvitað hver og
einn sjálfstæður einstaklingur
með ákveðnar skoðanir á þvi,
hvernig eigi að leysa hin ýmsu
vandamál. Það væri sannarlega
skritin hjörð, sem alltaf væri sam-
mála um allt. En það, sem úr sker
— og það er kjarni málsins — er,
að í meginatriðum og í þvi, sem
máli skiptir, eru borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins sammála og
þeir hafa aðstöðu til, i krafti síns
meirihluta, að framkvæma það,
sem gera þarf án þess að allt fari i
togstreitu og deilur. En eðlilegt
er, að sumir minnihlutahópar
skilji ekki þetta skoðanafrelsi.
• — Geir Hallgrimsson var vin-
sæll borgarstjóri. Hefur verið erf-
itt að taka við?
— Ég neita þvi ekki, að ég hafði
vissar áhyggjur. Og sjálfsagt var
ýmsum svo farið. Einhver vantrú
á mér og efasemdir, það er eðli-
legt. Sumir töldu, að ég væri of
ungur og erfitt myndi reynast að
fylla upp í skarðið. En það hjálp-
aði mér, að við höfðum unnið mik-
ið saman, ég og Geir Hallgrims-
son, ég hafði lengi setið i borgar-
ráði, eða frá því ég var fyrst kjör-
inn í borgarstjórn 1962 og fékk
þar með árunum ágæta yfirsýn
yfir mörg og mikilvæg mál. En
hvernig mér hefur tekizt að gegna
þessu starfi, treysti ég mér nú
ekki til að kveða upp úr með eða
dæma um.
— Stundum höfum við heyrt
þær raddir, að rismiklir stjórn-
málaleiðtogar vilji halda öllum
þráðum valdsins í sinni hendi og
gæti þess ekki að hafa aðra svo
nána samstarfsmenn sína, að þeir
geti tekið við, þegar á þarf að
halda. Nú var einnig sagt, að all-
lengi hefði það verið ljóst, að þér
hefði verið ætlað — fyrr eða siðar
— að taka við borgarstjórastarf-
inu og að þú værir beinlínis alinn
upp til þess. Það var þá líka gagn-
rýnt í bak og fyrir. Hvað viltu
segja um þetta?
— Það er margt til í þessu. En
hitt get ég sagt með sanni að það
kom aldrei til tals milli mín og
Geirs Hallgrímssonar, að ég tæki
við borgarstjórastarfinu fyrr en
þremur vikum áður en borgar-
stjórn féllst á lausnarbeiðni hans
og ég var kosinn. Min störf miðuð-
ust þvi ekki við, að ég yrði borgar-
stjóri. En mikil og góð samvinna
okkar var mér mikils virði —
hvort sem ég hefði orðið borgar-
stjóri eða ekki. Það er líka rétt
sjónarmið, að stjórn-
málaflokkarnir eigi að hlúa að
hverri nýrri kynslóð og gefa
henni tækifæri. Það er nauðsyn-
legt, að kynslóðirnar vinni saman,
svo að þéir yngri geti gripið inn i,
þegar þörf krefur. I sumum flokk-
um verður misbrestur á því og
það er áreiðanlega ekki vænlegt.
— Stígur það til höfuðs ungum
manni að verða borgarstjóri í
Reykjavík?
— Ég held ekki, að maður hafi
tima til að láta titilinn stiga sér til
höfuðs i þessu starfi. Og á það ber
að líta, sem margir virðast gleyma
jafnóðum, að þrír fyrirrennarar
mínir urðu allir ungir borgar-
stjórar, Bjarni heitinn Benedikts-
son, Gunnar Thoroddsen og Geir
Hallgrímsson. Þeir voru ámóta að
aldri eða jafnvel yngri. Kannski
má segja það hefð hjá Sjálfstæðis-
flokknum að hafa ungan mann
borgarstjóra.
— Finnst þér ekki fullmikii
endurnýjum í aðalborgarfulltrúa-
flokki Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavik, að fjórir skuli hverfa á
braut?
— Ég neita því ekki, að endur-
nýjunin er óvenju mikil. En ef við
athúgum ástæður hvers fyrir sig
þá skil ég mætavel forsendur
þeirra Geirs Hallgrimssonar og
Gisla Halldórssonai; þær verða að
teljast fullkomlega eðlilegar,
enda h?fa þeir báðir lengi starfað
að borgarmálum. Kristján J.
Gunnarsson hvarf úr borgar-
stjórnarflokknum í fyrra, er hann
tók við starfi sem ekki samrýmist
borgarfulltrúastöðu. Ég hefði kos-
ið, að Sigurlaug Bjarnadóttir hefði
gefið kost á sér áfram, þar sem
hún hefur öðlazt mikla reynslu og
góður árangur verið af starfi
hennar í borgarstjórn. En af per-
sónulegum ástæðum kaus hún að
draga sig í hlé. Ég tel þessa end-
urnýjun nú vera hámark. En á
hinn bóginn finnst mér að fari
sami flokkur svona lengi með
stjórn, hljóti að vera nauðsynlegt,
að nýir menn komi til sögunnar,
nýir menn með ferskar hugmynd-
ir, þá er engin hætta á stöðnun.
Ýmsir, sem koma nú inn, hafa
reynslu á sviði borgarmála. En
auðvitað kostar það mikla vinnu
að setja sig inn í alla málaflokk-
ana, sem við er að fást, og starf
hvers borgarfulltrúa er orðið
mjög umfangsmikið.
— Af hverju eru ekki fleiri
konur á lista Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavik en raun ber vitni?
— Þrátt fyrir allt tal kvenna um
jafnrétti og aukna þátttöku í opin-
berum störfum, þá er furðu erfitt
að fá þær til að taka þátt í stjórn-
málum. Þar á ég við konur, sem
treysta sér til að vera á oddinum.
Þær eru reiðubúnar til að vinna í
ýmsum nefndum og félögum og
inna þar gott og mikið starf af
hendi. En þegar að því kemur að
ganga fram fyrir skjöldu, standa í
eldlinunni, er eins og þær hopi.
Ég lit svo á reyndar, að það sé
ösköp takmarkaður ávinningur að
setja konur á listana, rétt til upp-
fyllingar, þar sem þær hafa enga
möguleika á öruggum sætum. Ef
við lítum t.d. á lista Alþýðubanda-
lagsins, þar sem er álitlegur hóp-
ur kvenna, þá sýnist mér sem þar
séu margar, sem hafa getið sér
gott orð í störfum sínum, en fæst-
ar látið til sin taka á þjóðmála-
sviðinu og þvi út af fyrir sig tómt
mál að telja það lista til gildis að
hafa á honum margar konur, ef
þær eru aðeins til skrauts eða
uppfyllingar.
— Hvernig lízt þér á það tiltæki
9. manns á lista Sjálfstæðisflokks-
ins, frænda Þórðar Breiðfjörðs,
að efna til rabbfunda á götum
úti?
— Þetta er nýtt hér. Og
skemmtilegt. Þetta er talsvert iðk-
að í Skandinavíu. Ég var í Dan-
mörku, þegar kosningar fóru þar
fram i marz og varð var við, að
margir frambjóðendur gerðu
þetta. Mér finnst það vera til-
hlökkunarefni að fá ungan og lífs-
glaðan mann eins og Davið til
starfa í borgarstjórnarflokknum.
Fjör og kæti 1 rólunum.