Morgunblaðið - 22.05.1974, Síða 20

Morgunblaðið - 22.05.1974, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974 Fjör og baráttugleði á kosningaskemmtunum unga fólksins í Regkjavík skemmtunum barvott um mikinn sóknarhug, og fór vart á milli mála, að nú er verulega tekið að hitna í kolunum í kosningabarátt- unni, og unga fólkið a.m.k. ætlar ekki að láta sitt eftir liggja til að tryggja áframhaldandi samhenta og trausta stjórn Sjálfstæðis- flokksins á málefnum borgarinn- ar. Bessí, Davíð og Markús fluttu ávörp og hvatningarorð á skemmtununum og fjölluðu m.a. um viðhorf sin til borgarmála og stöðuna í íslenzkum stjórnmálum. Einnig komu fram skemmti- kraftarnir Ómar Ragnarsson, Jör- undur Þorsteinsson, rokkparið Sæmi og Didda og Henný og örn, sem sýndu satnkvæmisdansa. Þá var sýning á vortlzkunni, sem blómstrar í verzlunum borgarinn- ar um þessar mundir, en þá er ótalið það skemmtiatriðið sem hvað mestan fögnuð vakti með viðstöddum, en það var söngtríóið Þrjú á toppi, sem stjórnaði fjölda- söng. Þrjú á toppi skipuðu þau, sem til samkomunnar boðuðu, Bessí, Davíð og Markús. Hleypti þetta atriði miklu fjöri i samkomuna, og var reyndar eitt það bezt heppnaða á dagskránni. I Sigtúni var undirleikari triós- ins enginn annar en Birgir Is- leifur Gunnarsson borgarstjóri. Stóð hann sig með stakri prýði og vakti mikinn fögnuð samkomu- gestanna. Halldór Kristinsson stjórnaði báðum skemmtununum af mikl- um skörungsskap svo sem vænta mátti. Blaðamenn Mbl. voru nær- staddir, og tóku við þetta tæki- færi stutt viðtöl við nokkra gesti. S.I. fimmtudagskvöld gengust ungir frambjóð- endur á lista Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórn- arkosninganna, þau Bessi Jóhannsdóttir, Davíð Odds- son og Markús Örn Antons- son fyrir skemmtikvöldi að Hótel Sögu, og síðan í Sig- túni hinu nýja s.l. sunnu- dagskvöld. Húsfyllir var í bæði skiptin, og taldist mönnum til að milli sjö og átta hundruð manns hefðu verið á Hótel Sögu og um níu hundruð í Sigtúni. Slíkar skemmtanir hafa áður verið haldnar fyrir kosning- ar, en þessar skemmtanir unga fólksins eru tvímælalaust þær fjölmennustu hingað til. Andrúmsloftið á báðum þessum Arni Hreiðar og Guðný. Stendur sig bezt VIÐ hittum Guðna Þór Guð- mundsson, sem vinnur hjá John- son og Kaaber. Hann er að kjósa í fyrsta skipti, og við spurðum hann hvort hann væri búinn að ákveða sig. — Nei, ég er ekki alveg ákveð- inn ennþá. — Hvernig leggjast kosningarn- ar í þig og viltu spá einhverjú um úrslitin? — Ég held að Sjálfstæðis- flokkurinn bæti við sig fylgi. Þá gerðum við áhlaup á Árna Hreiðar Þorsteinsson, starfs- félaga Guðna. — Hefur þú kosið áður, Árni? — Já, einu sinni í alþingiskosn- ingum. — Og hvernig finnst þér útlitið núna? — Mér finnst Sjálfstæðis- flokkurinn standa sig bezt af þessu öllu og ég held, að hann hljóti að auka við fylgi sitt núna. Guðný Sigurðardóttir tók í sama streng. Hún er húsmóðir og kýs nú í fyrsta skipti, og sagðist hún vera löngu búin að ákveða hvað hún ætlaði að kjósa. Olaffa og Kðsa. „Kýs réttan flokk” Ólafía Kristjánsdóttir vinnur hjá Almennum tryggingum og er nú að kjósa í fyrsta skipti. — Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa, Ölafía? — Já eiginlega er ég nú búin að því, en ég býst við, að ungt fólk sé nú miklu óákveðnara en oftast áður. — Hvernig lízt þér á stjórn- málaástandið um þessar mundir? — Ég held, að það sem hefur gerzt nýlega á þjóðmálasviðinu hljóti a'ð hafa talsverð áhrif á úrslit kosninganna á sunnudag- inn kemur, — og það verður sýnishorn af því, sem á eftir að gerast. Ölafía var í fylgd með vinkonu sinni, Rósu Stefánsdóttur, sem starfar hjá Bílaleigunni Fali: — Ég held, að ég sé hér á rétt- um stað, sagðí Rósa þegar við spurðum hana hvers vegna hún sækti þessa kosningaskemmtun ungra frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins. — Ertu þá búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? — Ég kýs réttan flokk, sagði Rósa, en frekari yfirlýsingar vildi hún ekki gefa. Hallmundur, Friðrik, Esther, Eyjólfur og Guðný. „Atkvæðið bezt geymt hjá Sjálfstæðisflokknum” Guðný Karlsdóttir, sem vinnur hjá Krómhúsgögnum, ogEyjóIfur Ólafsson sfmvirki, en þau eru reyndar kærustupar, skemmtu sér af lífi og sál. Við spurðum Eyjólf hvort hann væri búinn að ákveða atkvæði sínu samastað í borgarstjórnar- kosningunum, og kvað hann það vera bezt geymt hjá Sjálfstæðis- flokknum, — annars væri hann varla á þessa skemmtun kominn. Hljóðið í honum var gott hvað snertir úrslit kosninganna, og sagðist hann ekki halda, að ástæða væri til annars en mikillar bjartsýni. Þá tókum við tali Hallmund Guðmundsson sjómann, sem var í slagtogi með Guðnýju og Eyjólfi, auk Friðriks Gíssurarsonar og Estherar Sveinsdóttur. — Ég er ákveðinn í »ð kjósa þremenningana hérna, sagði Hall- mundur, en ég er ekki eins ákveð- inn hvað ég geri í alþingiskosn- ingunum. Eitt vinsælasta skemmtiatriöið var rokksýning Að skemmta sér og þeirra Diddu og Sæma. öðrum. Stemningin f hápunkti — Markús, Davfð og Bessf stjórna f jöldasöng hátfðargesta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.