Morgunblaðið - 22.05.1974, Síða 24

Morgunblaðið - 22.05.1974, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974 Jón Lýösson, verk- stjóri — Minningarorð F. 12. mafl890 D. 14. maí 1974 VERTU trúr allt til dauða og ég mun gefa þér lífsins kórónu. Það var vor í lofti 15. október 1921, þegar hugir þeirra Jóns Lýðssonar og Guðrúnar Gísla- dóttur frá Kiðjabergi mættust og brúðkaup var haldið í húsi Páls Árnasonar, lögregluþjóns, við t Maðurinn minn ÞÓRARINN GUNNLAUGSSON, Vatnsstíg 9, andaðist i Borgarspítalanum 20 maí Skólavörðustíg, þótt á köldum haustdegi væri. Brúðhjónin voru full af áhuga og bjartsýni fyrir lífinu og æskutími þeirra var i fegursta blóma. Vonirnar voru margar og bjartar, svo sem til heyrir æskuskeiði og lífið var dásamlegt. Þau hétu hvort öðru trúnaði meðan lífið entist og við það hafa þau staðið. En veraldarauðurinn var smár, en hvað gerir það til, þegar lifið og manndómsárin eru að byrja. Mætur maður sagði eitt sinn við fátækan, ungan bónda, sem átti í hugarstriði út af fátæktinni: „Það gerir ekkert til, þótt ungu hjónin byrji smátt og eigi lítið til. bara ef þeim kemur saman.“ Já, bara ef þeim kemur saman, og það gerði þeim Jóni og Guðrúnu i sann- leika. Og líf þeirra og sambúð var öðrum til fyrirmyndar og eftir- breytni öll þau 52 ár, sem þau áttu samleið. Þau hjónin eignuðust 5 börn. Þau eru: Soffía, gift Sigurði Kristjánssyni, húsasmiða- meistara. Kristinn, bílstjóri, kvæntur Bryndisi Emilsdóttur. Sigríður, gift Öskari Jónssyni, húsasmíðameistara. Bragi, raf- virkjameistari, kvæntur Ingigerði Gottskálksdóttur. Árni, kaup- maður, kvæntur Margit f. Henriksen frá Danmörku. Eina dóttur, Jóhönnu, hafði Jón eignast áður. Hún var gift Erlendi Kristinssyni, sem nú er látinn. Barnabörn Þeirra Jóns og Guðrúnar eru nú 26 talsins. Jón Lýðsson var fæddur að Hjallanesi á Landi, var einn af 12 systkinum. Foreldrar hans voru Lýður Árnason og Sigriður Sig- urðardóttir. Af börnum þeirra eru nú aðeins 4 á lifi. Jón byrjaði starf við sjó- mennsku hér i Reykjavík og var t Þökkum innilega samúð og vin- semd við andlát og jarðarför föð- ur okkar, tengdaföður, fósturföð- ur, afa og langafa, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR, Hvitingaveg 10, Vestmannaeyjum. Sveinn Magnússon, Sigriður Steinsdóttir, Bergþóra Magnúsdóttir, Ólafur Önundsson, Guðríður Magnúsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Hjörtur Einarsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFÍU ANDRÉSDÓTTUR, Laugabóli. Hreinn Ólafsson, Herdís Gunnlaugsdóttir, Andrés Ólafsson, Valgerður Valgeirsdóttir, Erlingur Ólafsson, Helga Kristjánsdóttir og barnabörn. t Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður og afa, LÚTHERS JÓNSSONAR, frá Bergsholti. Kristin Th. Pétursdóttir, Jón Lúthersson, Ragnheiður Jónsdóttir, Óli B. Lúthersson, Svana Svanþórsdóttir, Pétur B. Lúthersson, Brigitte Lúthersson, Fjóla Lúthersdóttir, Gísli Jóhannesson, Svafa Lúthersdóttir, Ásthildur Lúthersdóttir, Petrea Lúthersdóttir. árum saman togarasjómaður I fremstu röð. Hann vissi, að það gaf nokkuð meira í aðra hönd en landvinnan, og við sjómennsku starfaði hann fram á árið 1925. Þá réðst hann til starfs við hafnar- vinnu hér og starfaði óslitið við hana í 39 ár, lengst af sem flokks- stjóri. Jóni Lýðssyni samdi vel við alla þá, sem hann umgekkst, vinnu- veitendur sem aðra, og átti hann margar ljúfar endurminningar frá hinum langa starfsdegi sínum, sem hann minntist oft með skiln- ingi og þakklæti til allra manna. Eins og áður er að vikið, var sambúð þeirra hjóna, Jóns og Guðrúnar, fögur og öðrum til fyrirmyndar. Þau ólu upp börn sín i guðsótta og góðum siðum og voru mjög samhent í öllu, sem þeim gat orðið til heilla og bless- unar. Jón Lýðsson var vel meðal- maður á hæð og vel á sig kominn og fríður sinum. Hann var trú- maður og studdi kirkju og kristni eftir megni. Nú hefur hann lagt frá landi og við horfum á eftir honum með söknuði. 1 öllu gætti hann hófsemdar og sanngirni, í öllu vildi hann vel og I öllu ástundaði hann einlægni og trú- mennsku. Með innilegri samúð til konu hans, barna og annarra skyldra og vandalausra vina hans kveð ég hann með sálmaversinu fagra, sem honum sjálfum þótti vænt um og hafði oft yfir: Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur min veri vörn i nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. J.Gunnl. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, heldur á ljósastik- una og þá lýsir það öllum, sem eru í húsinu — Matteus 5—15. Hinn 14. maí s.l. lést Jón Lýðs- son, verkstjóri, á sjúkrahúsi eftir langvarandi veikindi og legu ým- ist á sjúkrahúsum eða á heimili sínu Grettisgötu 73. Jón var fæddur að Hjallanesi í Landsveit þann 12. maí 1890 og var því réttra 84 ára er hann lést. Jón var sonur merkishjónanna Lýðs Árnasonar og Sigrfðar Sigurðardóttur, sem bjuggu að Hjallanesi. Jón var þriðja elsta barn þeirra hjóna, en þau komu upp stórum og myndarlegum barnahópi, alls 12 börnum, 10 son- um og2 dætrum. Ætt Jóns rek ég ekki, en get þess, að rætur hennar eru sterkar svo og ættareinkenni, en Jón mun hafa borið nafn hins þekkta eld- klerks Jóns Steingrimssonar. Jón gekk að eiga eftirlifandi konu sína Guðrúnu Gísladóttur þann 15. október 1921, mikla ágætis konu, sem verið hefur hans stoð og stytta í yfir 50 ár. Áður en Jón gekk að eiga Guðrúnu eignaðist hann eina dóttur, en þeim Guðrúnu varð fimm barna auðið, öll eru börnin gift og er barnabarnahópurinn orðinn stór og samheldni þeirra allra og nærgætni við Jón og Guðrúnu á tímum veikinda er iofsverð. Foreldrar Jóns, Lýður og Sigríður, voru ekki auðug talin á landsvísu, en þau áttu þann auð, sem mölur og ryð fá ekki grand- að og barnalán þeirra var mikið, þótt nú séu stór skörð komin I þennan stóra og myndarlega hóp, þvi eftir lifa nú tvær systur og tveir bræður. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför HANSTHORVALD HENRY HANSEN, framreiðslumanns, Stóragerði 38. Jóhanna Hansen, Povl Hansen, Brynhildur G. Hansen og sonarbörn. Ég man hvað stoltur ég var af þessum föðursystkinum mínum, á ungum aldri, og það stolt hefur ekki minnkað þótt aldurinn færð- ist yfir mig og oft verður mér hugsað til þeirra og annarra, sem hófu lífsstarf sitt á svipuðum tíma og þau. Engin kynslóð mun hafa lifað svo breytilega tima og það er hún, sem lagði hornstein og byggði grunnmúra þeirrar velmegunar, sem við búum við í dag, hún hefur staðið af sér tvær heimsstyrjaldir, breytt hreysum I hallir, kotum I stórbýli, þolað kreppur og góðæri en haldið þó jafnvægi sinu og sálarró. Þessir vormenn Islands báru fram til sigurs frelsi og framtak og hafa arfleitt okkur að þvi, hvernig sem til tekst með varð- veislu þessa arfs. Þegar Jón og systkini hans i Hjallanesi uxu úr grasi leituðu þau sér vinnu utan heimilis og gerðu þau það með ýmsum hætti, en hvaða störf, sem þau völdu sér, gerðust þau dugandi og vel metin, vegna dugnaðar og trúmennsku. Jón heitinn stundaði lengi vel sjómennsku á togurum i Kanada og víðar, en lengst vann hann sem verkstjóri við grjótnám Reykja- víkurhafnar. Ég held, að Jóni hafi fallið vel glíman við grásteinsklöppina, klöppin var sterk og traust, eins og kann sjálfur og hann naut þess að geta sprengt hana og klofið i haganleg björg, sem féllu vel í hleðslu hafnarmannvirkjanna, en þessi glíma endaði þó þannig, að hann féll fyrir þeim sjúkdómi, sem leiddi hann til dauða, en dauðastríðið varð langt og erfitt, þvi lífsorka Jóns var með ein- dæmum og mörgum atrennum dauðans hrinti hann frá sér, áður en yfir lauk. I þessum veikindum Jóns var kona hans honum hin styrka stoð, enda þótt hún væri ekki heil heilsu sjálf, en Guðrún er gædd einstökum dugnaði og hún annað- ist eiginmann og heimili af þeirri alúð og glaðlyndi, sem einkennt hafa hana alla tíð. En þau hjón voru ekki ein og yfirgefin, því börn þeirra, tengda- börn og barnabörn slógu verndar- hring um þau, aðstoðuðu og glöddu á þessum erfiðu timum. Ég minnist þeirra tíma þegar ég ungur maður fluttist til Reykja- víkur og varð heimagangur á heimili Jóns um margra ára skeið, naut þar umhyggju og .alúðar, eins og ég væri eitt barna þeirra hjóna. Hjá þeim var ávallt opið hús fyrir þá, sem að garði bar og þeir voru margir, einkum aðkomufólk úr sveitunum austan Hellisheiðar. Oft var þröngt þótt húsakynni væru góð, en gestrisni og hjarta- rúm skorti aldrei. Jón var einhver sá traustasti maður, sem ég hefi kynnst, ekki orðmargur né afskiptasamur, en hjálpsamur, ráðhollur og vina- fastur. Hann var sterkur maður and- lega og líkamlega, svo hann minnti á bjargið, sem ekki bifast þótt holskeflur gangi yfir. Störf sín öll rækti hann á hljóðlátan hátt en af dugnaði og elju meðan heilsan entist. Þér Guðrún vil ég flytja sam- úðarkveðjur vegna missis eigin- manns, sem svo lengi hefir verið förunautur þinn í gleði og sorg daganna, megi minningin ylja þér og gleðstu yfir því, að hann er nú lausvið allar þjáningar. Megi góður guð styrkja þig ásamt börnum þínum og fjöl- skyldum þeirra. Bergsteinn Sigurðsson frá Hjallanesi. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns og bróður, GÍSLA SIGJÓNSSONAR, er lézt að Hrafnistu 20 apríl Fyrir mína hönd og systkina, Guðrún Guðmundsdóttir. Ólafía Sigurjónsdóttir. t Hjartkær eigmmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi DAGBJARTUR BJARNASON, Barónsstfg 59, andaðist 20 mai Aðalheiður Tryggvadóttir, Bjarni Dagbjartsson, Hjálmtýr Dagbjartsson, Hjördfs Bogadóttir, Jón S. Dagbjartsson og barnabörn. t Hugheilar þakkir til allra þeirra, er vottuðu mér, börnunum og fjölskyldum okkar samúð slna og vinarhug, við andlát og útför. EDVARDS ÁSMUNDSSONAR, flugvirkja Fyrir hönd vandamanna Erna Jóhannsdóttir og börn, Kristín Edvardsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem auðsýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og jarðarför ÓLAFÍU HÁKONARDÓTTUR Guðmundur Marteinsson, Guðrún Marteinsson, Katrín Guðmundsdóttir, Guðni Oddsson, Guðmundur Guðnason. t Þökkum innílega auðsýnda samúð og kveðjur við andlát og útför MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR frá Múla Sesselja Sveinsdóttir Bjarki Magnússon. t Öllum þeim, fjær og nær, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ástkærs sonar okkar og bróður SIGURÐAR KÁRA SAMÚELSSONAR viljum við þakka, og biðjum guð að blessa ykkur. Fjóla Sigurðardóttir. Samúel Ólafsson Linda Samúelsdóttir Ólöf Samúelsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, FRIÐRIKS SIGURÐSSONAR, Hrisateig 33. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Borgarspítalans fyrir góða umönnun Guðrún M. Árnadóttir, Kristján Friðriksson, Stefanía Sveinsdóttir, Guðni K. Friðriksson, Hrafnhildur Guðjónsdðttir, Friða Friðriksdóttir, Jóhann G. Möller, Ólöf S. Friðriksdóttir, . Sigurður Tryggvason, Örn Friðriksson, Ólöf Helgadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.