Morgunblaðið - 22.05.1974, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974 35
— Jurtasmjörlíki
Framhald af bls. 3
um, blikna á samanburði við þessa
breytingu nú.
Ekki fer hjá þvi að þessar
auknu niðurgreiðslur á dilkakjöti
muni hafa þau áhrif, að neyzla á
því stóreykst, en einnig má búast
við þvi, að neyzla á öðrum kjötvör-
um detti að miklu leyti niður. Þá
má og búast víð því, að niður-
greiðslurnar á smjöri hafi mjög
alvarleg áhrif á framleiðslu
smjörlikis i landinu, þar sem
smjör er nú orðið svo miklu
ódýrara en jurtasmjörliki.
— Eðlisávísun
Framhald af bls. 2
ibúðarhúsanna Holtsmúla I og II
og taldi Sigurður það hafa bjarg-
að hinu íbúðarhúsinu, að blanka-
logn var þarna um nóttina. Hefði
eldurinn hins vegar komizt í
Holtsmúla II hefðu fjós og hlaða
farið þar um leið.
Sigurður og fjölskylda hans
tóku við Holtsmúla I núna í vor,
og hefur fjölskyldan þvi orðið
þarna fyrir verulegu tjóni. Húsið
var að vísu vátryggt en innbúið
ekki. Sagði Sigurður, að það væru
raunar mistök, að húsið var ekki
að fullu vátryggt, því að hann
hefði haldið, að allar vátrygging-
ar væru i lagi, er hann tók við
býlinu. Sigurður sagði, að sveit-
ungar sinir hefðu þegar hlaupið
undir bagga með þeim og
fjölskylda hans nú fengið inni í
samkomuhúsinu að Brúarlandi.
„Það væsir ekki um okkur þar,“
sagði hann, „en við þurfum að
visu að fara íöluvert langa leið til
gegninga."
Sigurður virtist ekki ætla að
leggja árar í bát vegna þessa
áfalls. „Það er ekki um annað að
gera en byggja aftur," sagði hann.
„Ég hafði að vísu ætlað að byggja
fjós á undan en nú verður íbúðar-
húsið að hafa forgang."
— Almenningur
Framhald af bls. 2
að selja það í dag á kr. 183 i
smásölu. Smjör kostaði hins vegar
fyrir helgi kr. 429.60 í heildsölu
en kostar nú f smásölu 200 krón-
ur, þannig að þar verður kaup-
maðurinn að taka á sig 229.60 kr.
af hverju kflói smjörs. Hins vegar
er ekki óalgengt, að verzlanir séu
með 100—200 kg. af smöri í birgð-
um, og er þvi ljóst, að tjónið er
geysilegt í þessari einu vöru-
tegund.
Magnús sagði, að kaupmenn
hefðu ekkert á móti því í sjálfu
sér þótt vöruverð væri lækkað á
helztu nauðsynjavörum né heldur
að gripið væri til raunhæfra að-
gerða i efnahagsmálum. Hins
vegar teldu kaupmenn það víta-
vert hvernig að þessum ráð-
stöfunum var staðið — þar eð þeir
yrðu að taka á sig verulegt tjón af
völdum þeirra, ekki aðeins nú
þegar heldur einnig er fram i
sækti vegna minnkandi eftir-
spurnar. Benti hann á i því sam-
bandi, að almenningur virtist
gera sér vel ljóst að þessar niður-
greiðslur væru í raun skammtíma
kosningavíxill og þvi væri nú
rokið til og reynt að birgja sig upp
meðan hið lága vöruverð héldist.
Einnig sagði hann, að heyrzt hefði
ávæningur að því, að reynt yrði að
bæta kaupmönnum á einhvern
hátt upp núverandi tjón við
næstu verðákvörðun sexmanna-
nefndar, en það hefði eðlilega í
för með sér enn stórkostlegri
verðhækkun, sem aftur leiddi af
sér minnkandi eftirspurn.
— Þverbrot
Framhald af bls. 36
samninganna og ákvæði þeirra
um tryggingu launa.
2. Þetta hefur lengi verið
matsatriði. Hins vegar sé ég
ekki tilgang þess að setja þetta
í bráðabirgðalög, og tel að það
eigi þar ekki heima, þvi vísital-
an er fest við 1. marz.
3. Hvað varðar þetta atriði,
hef ég íbúðarlán sérstaklega í
huga. I vetur stóð ég að sam-
þykkt um byggingu íbúða á fé-
lagslegum grundvelli. Ég teldi
það ákaflega slæmt, ef sá hluti
íbúðarlána, sem ætlað er að
verða þeim fátækustu að liði,
yrði vísitölubundinn.'1
Guðmundur Garðarsson for-
maður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur sagði.:
„Ég tel allar aðgerðir núver-
andi ríkisstjórnar til lausnar á
erfiðleikum atvinnuveganna,
og til að slá á verðbólguna
hreint kák. Þær vekja aðeins
falskar vonir hjá almenningi.
Með öllum tiltækum ráðum leit-
ast þessir herrar við að sneiða
hjá kjarna málsins, og forðast
að segja fólkinu sannleikann
um það i hvert óefni stjórnleysi
Ólafs JóhannesSonar forsætis-
ráðherra og ofrfki kommúnista-
ráðherranna tveggja hefur leitt
íslenzku þjóðina."
— Fréttapunktar
Framhald af bls. 16
unnar, sem hvert barn ætti að
fá að upplifa. Amma gamíá eða
afi, sem miðlar litlum hnokka
af reynslu sinni, er ein hjart-
fólgnasta mynd mannlegs lífs.
Allt miðar þó að því að rjúfa
þessi tengsl. Gamla fólkinu er
plantað á elliheimili. Mæðurnar
drifnar út í atvinnulífið. Börn-
unum hrúgað eins og sauðfé á
barnaheimili. Tengsl kynslóð-
anna rofin. — Hver skal kúra
með sínum aldursflokki, innan
um sina líka.
— Vogaskólamál
Framhald af bls. 2
Timans gefur í skyn. Hins vegar
vissu fræðsluráðsmenn, þegar
þetta mál var til umræðu og von-
andi einnig fulltrúi Framsóknar-
flokksins, að fyrir Alþingi lá
grunnskólafrumvarpið sem nú er
orðið að iögum. Samkvæmt þeim
lögum starfa framvegis í landinu
grunnskólar fyrir börn og ungi-
inga til 15 ára aldurs. Núverandi
fjórði bekkur gagnfræðaskóla
fellur því niður en í staðinn taka
við fjölbrautaskólar.
Þess vegna er nauðsynlegt að
hafa þá framsýni, sem framsókn-
arfulltrúann virðist skorta, og
gera ráð fyrirslikumskólum i sem
flestum hverfum borgarinnar.
Meðal annars af þeirri ástæðu er
full þörf að kanna til hlítar þá
möguleika, sem kunna að vera
fyrir hendi um nýtingu hluta
Vogaskóla til mennaskólahalds og
væntanlegs fjölbrautasköla fyrir
Vogahverfi í framtíðinni.
Sú hugmynd hefur komið fram,
að grunnskólinn fyrir Vogahverf-
ið starfi áfram á sínum stað í
Vogaskólanum. En hver sem end-
anleg ákvörðun verður, er óhætt
að fullyrða, að skólasókn nem-
enda úr Langholts- og Vogahverfi
verður auðveldari framvegis, ef
kominn verður í hverfið mennta-
skóli eða fjölbrautaskóli auk
þeirra skóla, sem þegar eru þar
fyrir.
En það eru álíka vandamál og
þessi, sem nú eru í alvarlegri at-
hugun að því er varðar hin ýmsu
skólahverfi i borginni og eru bein
afleiðing af lögunum um grunn-
skóla.
Ef framsóknarfulltrúanum
finnst „leiðindapukur" hafa verið
um þetta mál getur það varla staf
að af öðru en því, aö hann hafi
hreinlega ekki fylgzt með þvi,
sem verið hefur að gerast i
fræðslumálum borgarinnar og
landsins i heild á undanförnum
mánuðum,'1 sagði Baldvin
Tryggvason.
Nýjar ráðstafanir
Framhald af bls. 1
verðlags, sém þessum aöilum
sýndist áður en þessi bráða-
birgðalög voru sett.
Hér fara á eftir bráðabirgðalög-
in í heild ásamt formála, er skýrir
nauðsyn setningar þeirra:
Svohljóðandi bráðabirgðalög
voru gefin út i dag:
„Forseti íslands gjörir
kunnugt:
Forsætisráðherra hefur tjáð
mér, að verði eigi gripið til gagn-
ráðstafana sé fyrirsjáanleg veru-
leg hækkun verðlags og kaup-
gjalds, sem stefna muni afkomu
atvinnuvega, atvinnuöryggi, við-
skiptastöðu landsins út á við og
þar með hag allra landsmanna í
hættu; jafnframt hafi komið i
ljós, að fjárfestingarlánasjóðir
geti ekki að óbreyttum útlána-
skjörum nýtt það fjármagn, sem
um hafi samizt, að þeir fengju frá
lifeyrissjóðum á þessu ári. Beri
því brýna nauðsyn til að grípa án
tafar til tímabundinna ráðstafana
til viðnáms gegn verðbólgu og til
þess að tryggja fjárhagsstöðu
fjárfestingarlánasjóða, þannig að
betra færi verði en ella til varan-
legri lausna að afstöðnum
alþingiskosningum þeim, sem í
hönd fara.
Fyrir því eru hér með sett
bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr.
stjórnarskrárinnar á þessa leið:
1. gr.
Fram til 31. ágúst má ekki
hækka verð, vöru eða þjónustu
eða endurgjald fyrir afnot af
fasteign eða lausafé frá því, sem
var 22. maí 1974, nema að fengnu
samþykki réttra yfirvalda og
skulu þau ekki leyfa neina
hækkun nema þau telji hana
óhjákvæmilega. Leyfi til
hækkunar tekur þó ekki gildi fyrr
en það hefur hlotið staðfestingu
ríkisstjórnarinnar.
A því tímabili, er greinir í 1.
mgr., má ekki hækka hundraðs-
hluta álagningar á vöru i heild-
sölu, smásölu eða öðrum viðskipt-
um frá því, sem var 22. mai 1974,
nema að fengnu samþykki réttra
yfirvalda og staðfestingu rikis-
stjórnarinnar, sbr. 1. mgr. Gildir
þetta einnig um hvers konar um-
boðslaun vegna sölu vöru eða
þjónustu og um hvers konar
álagningu, sem ákveðin er sem
hundraðshluti á selda vöru eða
þjónustu, þar með vinnu.
Ákvæði 1. og 2. mgr. taka einnig
til verðs hvers konar vöru og
þjónustu, sem riki, sveitarfélög,
stofnanir þessara aðila eða aðrir
opinberir aðilar látá i té gegn
gjaldi.
Rikisstjórnin getur ákveðið
lækkun á verði vöru eða þjónustu
telji hún til þess gilda ástæðu eða
brýna nauðsyn.
2. gr.
Verðlagsuppbót á laun skal
haldast óbreytt fram til 31. ágúst
1974, sú sem gildi tók 1. marz 1974
samkvæmt kjarasamningum.
Hagstofa íslands skal upplýsa i
opinberri greinargerð, hver kaup-
greiðsluvisitala 1. júni 1974 hefði
orðið miðað við óbreytt fyrirmæli
kjarsamninga og laga um út-
reikning hennar, svo og miðað við
það, að eigi sé tekið tillit til
þeirrar hækkunar á liðnum
„eigin bifreið" i framfærsluvísi-
tölu, er orðið hefur á tímabilinu
frá 1. nóvember 1973 til 1. mai
1974. Hafi niðurgreiðsla vöru-
verðs verið aukin fyrir 1. júní
1974 frá því, sem hún var i mai-
byrjun 1974, skal og miða út-
reikning þennan við smásöluverð
á viðkomandi vöru eða vörum, að
frádreginni verðlækkun, er slík
niðurgreiðsluaukning veldur.
3. gr.
Laun bónda og verkafólks hans
í verðlagsgrundvelli landbú.iaðar-
vöru, sbr. lög nr. 101/1966 um
framleiðsluráð landbúnaðarins,
verðskráningu o.fl., skulu haldast
til 31. ágúst 1974 eins og þau voru
ákveðin frá og með 1. marz 1974.
4. gr.
Almennt fiskverð, annað en
verð skarkola, humars og rækju,
skal haldast til 31. ágúst 1974 eins
og það var ákveðið um siðastliðin
áramót, sbr. tilkynningu Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins nr. ' 1/-
1974, enda tryggir ríkisstjórnin,
að verð á brennsluolíum til is-
lenzkra fiskiskipa, er landa afla
sínum og taka olíu hérlendis,
haldist á meðan óbreytt eins og
það var i nóvembermánuði 1973.
5. gr.
Fjárfestingarlánasjóðir þeir, er
fá til ráðstöfunar fjármagn af út-
gáfu verðtryggðra skuldabréfa, er
lifeyrissjóðir kaupa samkvæmt
samningi eða af verðtryggðu
spariskírteinafé, endurláni þetta
fé með sambærilegum skilmálum.
Heimilt er að ákveða lánskjör
þessara sjóða þannig, að verð-
trygging nái til ákveðins hluta
hvers láns i tilteknum lánaflokk-
um, er ákvarðist af þvi, hve stór
hluti verðtryggt fé er af heildar-
ráðstöfunarfé sjóðanna.
Ríkisstjórnin tekur endanlega
ákvörðun um lánskjör fjárfesting-
arlánasjóða i samræmi við ákvæði
L málsgr. að fengnum tillögum
Seðlabanka íslands og Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins, og
kemur sú ákvörðun i stað laga-
ákvæða og reglna þeirra, sem nú
gild um þetta efni.
6. gr.
Mál út af brotum á lögum þess-
um fara að hætti opinberra mála.
7. gr.
Forsætisráðherra getur með
reglugerð sett nánari ákvæði um
framkvæmd laga þessara.
8. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
— Dæmið okkur
af verkunum
Framhald af bls. 36
að byggja menntaskóla í Reykja-
vík. Þetta verkefni hefur verið
svo gjörsamlega vanrækt á
undanförnum árum, að i fullt
óefni er komið. Hefur þó staðið til
boða lóð undir nýjan menntaskóla
i mörg ár á einum bezta stað í
borginni. Nú er eina ráð rikisins
það að koma til borgarstjórnar
Reykjavíkur og biðja borgina um
að láta af hendi einhvern af þeim
skólum borgarinnar, sem nú hafa
verið að grisjast vegna flutninga í
ný borgarhverfi. Þessi saman-
burður er sláandi. Þegar vinstri
forystan, forysta Framsóknar,
Alþýðubandalags og Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna,
hefur gjörsamlega brugðizt í
menntaskólamálum Reykvíkinga,
þá er eina úrræðið það að koma til
borgarstjórnar, undir stjórn sjálf-
stæðismanna, og biðja um ásjá.
Og svo tala þeir digurbarkalega
hér í kvöld um framkvæmdaleysi
á sviði skólamála.
Margklofnir
og sundurleitir
Vinstri flokkarnir i Reykjavik
sækja nú mjög hart að meírihluta
sjálfstæðismanna í borgarstjórn
og gera allt, sem þeir geta til að
fella hann. Þeir sækja þó ekki
gegn okkur i breiðri órofa fylk-
ingu, heldur margklofnir og sund-
urleitir, og nýir klofningshópar
birtast á degi hverjum. Þeir láta
að visu líta svo út, sem þeir geti
unnið saman eftir kosningar.
Þeim tókst þó ekki, þrátt fyrir
tilraunir, að koma sér saman um
sameiginlegt framboð né um sam-
eiginlegt borgarstjóraefni, en til
þess reyndu þeir mikið. Það
ætlum við að leysa e f t i r kosn-
ingar, segja þeir við kjósendur
nú. Þeir láta að visu sem þeir hafi
málefnalega samstöðu. Sú mál-
efnalega samstaða er fyrst og
fremst fólgin i því að birta fallega
orðaðar tillögur og stefnuskrár,
svona eins og málefnasamningur
ríkisstjórnarinnar var. Það tók
vinstri flokkana í ríkisstjórn
örfáa daga að setja hann saman,
en vandræðin og sundurlyndið
hófst fyrst, þegar til framkvæmd-
anna kom. Þannig mun það verða
í reynd, ef vinstri öflin fá sam-
eiginlega meirihluta hér í borg-
inni. Það þekkja Reykvíkingar nú
af eigin raun eftir fall rfkisstjórn-
arinnar fyrir eigin sundurlyndi.
Styrk stjórn
Það, sem skorið hefur úr um
þær miklu framfarir og fram-
kvæmdir, sem hér hafa verið i
Reykjavfk, er einkum tvennt:
Annars vegar að við stjórnvölinn
hafa setið samhentir menn, sem
hafa veitt borginni styrka stjórn.
Hafa ekki eytt tíma sínum í inn-
byrðis sundurlyndi eða hrossa-
kaup, en hafa gengið að því að
leysa verkefni borgarinnar með
framtfðarmarkmið fyrir augum
— og hafa haft styrk til þess í
borgarstjórn að fylgja sinum
ákvörðunum eftir. Hins vegar
hafa grundvallarhugsjónir okkar
sjálfstæðismanna verið þær, að
það er okkur ekkert undrunar-
efni, eins og það virðist vera
vinstri mönnum, miðað við blaða-
skrif þeirra, þótt margt af þvf
bezta, sem gert er f borginni, sé
gert fyrir framtak annarra en
borgaryfirvalda. Þannig á það að
vera. Borgaryfirvöld eiga ekki að
sitja yfir hvers manns hlút og
ráðskast i öllu. Þau eiga t.d. ekki
að eiga eða jafnvel reka allar
verzlanir í nýjum hverfum, eins
og prédikað er í Þjóðviljanum nú
þessa dagana. Borgin á vissulega
að hafa forystu um margt, en hún
á ekki siður að haga forystu sinni
þannig, að einstaklingarnir í
borginni fái að njóta sin — og
framkvæmdahugur þeirra og
dugnaður geti nýtzt þeim sjálfum
og borgarheildinni til góðs. Og við
undrumst ekkert, — heldur þvert
á móti fögnum því, að stjórnin á
málefnum Reykjavíkur hefur
gert borgurunum kleyft að leysa
úr læðingi þau öfl framfara og
framkvæmda, sem í þeim býr.
Mannúðleg félagsmála-
stefna
Framkvæmdir eru þó ekki ein-
hlftar. Við sjálfstæðismenn höf-
um því einnig lagt áherzlu á
mannúðlega félagsmálastefnu.
Við höfum þvf beitt okkur fyrir
grundvallarbreytingu í öllu fé-
lagsmálastarfi borgarinnar og
leggjum nú sérstaka áherzlu á tvö
atriði: Meira starf í þágu aldaðra,
m.a. með byggingu vistrýma fyrir
aldrað fólk, og dagvistunarmálin,
en þar hefur mikið verið gert á
undanförnum árum, þótt en sé
margt ógert og ekki fullnægt eft-
irspurn.
Við sjálfstæðismenn förum þess
á leit við Reykvíkinga, að þeir
tryggi áframhaldandi meirihluta
okkar f borgarstjórn. Af fram-
boðslista okkar hverfa nú reyndir
og dugmiklir borgarfulltrúar, en
nýtt fólk með nýjar og ferskar
hugmyndir kemur í staðinn. Á
þann hátt tryggjum við nú eins og
áður nauðsynlega endurnýjun í
borgarstjórn, þegar vinstri flokk-
arnir bjóða upp á sama liðið í
aðalsætum og sat i borgarstjárn
fyrir þá á sfðasta kjörtímabili.
Þessa dagana lofa vinstri flokk-
arnir öllum öllu og helzt eiga hlut-
irnir ekkert að kosta. Það gerði
vinstri stjórnin einnig f upphafi
síns valdatímabils. Við sjálf-
stæðismenn höfum að vísu djarf-
huga áætlanir í ýmsum málum.
sem við munum framkvæma, ef
við fáum áfram traust ykkar
Reykvíkinga. En umfram allt von-
umst við þó til að verða dæmdir af
verkum okkar — og þeim dómi
kvfðum við ekki.
— 10 flokksbrot Framhald af bls. 1
lausnarástand má ekki flytja inn í borgar-
stjórn Reykjavíkur.
Þetta verður að forðast
Frammi fyrir vinstri öflum, sem klofin
eru í 10 mismunandi stóra parta, stendur
Sjálfstæðisflokkurinn einn, samhentur,
traustur, sterkur. Missi Sjálfstæðisflokk-
urinn meirihluta sinn í borgarstjórn
Reykjavíkur mun nð öngþveiti og upp-
lausnarástand, 'em nú fer dagvaxandi í
röðum vinstri manna, lama alla stjórn höf-
uðborgarinnar. Þetta verður að forðast.
Reykviskir kjósendur, hvar í flokki sem
þeir standa, þegar kosið er til þings, verða
að sameinast um að tryggja samhentan
meirihluta i Reykjavík. Sjálfstæðisflokkur-
inn einn getur tryggt slíkan meirihluta.
Reykvíkingar þekkja sjálfstæðismenn af
verkum þeirra í höfuðborginni. Með at-
beina allra þeirra, sem vilja sterka stjórn í
stað upplausnar og öngþveitis, er hægt að
tryggja Sjálfstæðisflokknum 8 borgarfull-
trúa — en þá verður hver og einn að leggja
sitt af mörkum. Úrslitin eru svo tvísýn, að
þau geta oltið á örfáum atkvæðum.