Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 98. tbl 61. árg. FOSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1974 Prcntsmiðja Morgunblaðsins. Kissinger fær traust Washington, 13. júnf. AP. NTB. NÆSTUM þvf helmingur 100 þingmanna öldungadeildarinnar hefur lýst sig fylgjandi ályktunartillögu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Henry Kissinger utanrfkisráðherra og hún verður lfklega samþykkt f þessari viku. Jafnframt var skýrt frá þvf f dag, að Hubert Humphrey, fyrr- verandi varaforseti, hefði skilað Island sigr- aði Portúgal Nizza, 13. júní. AP. tSLENDINGAR sigruðu Portúgali f sjöundu umferð Olympfuskákmótsins f kvöld með 3 vinningum gegn 1. önnur úrslit f riðli tslend- inga urðu þau, að Vestur-Þjóð verjar sigruðu Hong Kong með 4 vinningum gegn engum, Svf- ar sigruðu Ira með 1M vinn- ingi gegn ‘A en tvær skákir fóru f bið og Guernsey sigraði Trinidad með 2 vinningum gegn 1 en ein skák fór f bfð. tsland er enn f fjórða sæti, en röðin eftir sjöundu umferð er þessi: Vestur-Þýzkaland 23V4v., Suður-Afrfka og Svf- þjóð 16, Island 14, Portúgal 11, Irland 10'A, Hong Kong 8, Trinidad 4 A og Guernsey 3. Hryðjuverkamenn hand- teknir í V-Þýzkalandi NOKKRUM klukkustundum áður en fyrsti leikurinn f lokakeppni heimsmeistarakeppninnar f knattspyrnu milli Brasilíu og Júgóslavfu hófst f Frankfurt, handtók þýzka lögreglan fimm Palestfnuaraba, sem eru félagar f hryðjuverkasveit, sem komin er til Þýzkalands f tilefni heims- meistarakeppninnar. Tveimur Arabanna var vfsað úr landi, en hinir þrfr fangelsaðir. Fyrir nokkrum dögum barst þýzku lögreglunni vitneskja um ferðir Arabanna, og einnig, að það myndi ætlun þeirra að gera árás á fsraelska sendiráðið f Bonn, á ísraelska flugvél og knatt- spyrnuvöll. Hóf lögreglan þegar leit að hryðjuverkamönnunum og fundust fimm þeirra i gær. Voru allir þessir menn stúdentar. Lögreglan hafði grun um, að þá myndi að finna f Heidelberg og fór þar fram víðtæk húsrannsókn f gær. Fannst þar einn mannanna, tveir fundust f Saarbecken og tveir í Hamburg. Fannst á öðrum þeirra félagsskfrteini í A1 Fatah, skæruliðasamtökunum, og fölsk vegabréf, er höfðu opnað honum leið inn f Þýzkaland. öryggisgæzla f Þýzkalandi hefur verið efld gífurlega í tilefni heimsmeistarakeppninnar, og stórum svæðum í kringum knatt- tJRSLIT Heimsmeistarakeppninnar I knattspyrnu hófust f gærkvöldi í VT»ýzka- landi með þátttöku 16 þjóða. Meðfylgjandi sfmamynd er úr fyrsta leiknum. Það er Jairzinho, einn af núverandi heimsmeisturum Brasilfu, sem sækir að marki Júgóslava. Á íþróttasfðu bls. 35 er sagt frá fyrsta leiknum. utanrfkisráðuneytinu átta karata demanti að verðmæti rúmlega 150.000 dollara, sem Joseph Mobutu, forseti Kongó, gaf hon- um 1968. Aður hafa eiginkonur Nixons forseta, William Fulbrights, for- manns öldungadeildarinnar, Spiro Agnews, fyrrverandi vara- forseta, og William Rogers, fyrr- verandi utanríkisráðherra, skilað gjöfum, sem þær hafa þegið af erlendum þjóðhöfðingjum í opin- berum heimsóknum í ýmsum löndum. Foringjar demókrata og repúblikana i öldungadeildinni, Mike Mansfield og Hugh Scott, vörðu báðir símahleranir í þágu þjóðaröryggis í dag og Scott var einn fjögurra þingmanna, sem bættust í hóp þeirra, sem styðja ályktunartillöguna til stuðnings Kissinger. Mansfield Iýsti yfir því, að hann bæri fyllsta traust til Kissingers. Hann sagði, að ásakanirnar um að hann bæri ábyrgð á hlerunum á samtölum samstarfsmanna sinna væru alvarlegri í „hugarheimi hans sjálfs" en þær væru í raun og veru. Gert er ráð fyrir þvi, að utan- rfkismálanefnd öldungadeildar- innar muni standa við þann úr- skurð sinn frá því i september í fyrra, að Kissinger sé f alla staði hæfur til að gegna embætti utan- ríkisráðherra. Alyktunartillagan, sem nú liggur fyrir, er talin munu treysta þá sterku stöðu, sem Kiss- inger hefur nú þegar á þjóðþing- inu. Utanrfkisráðuneytið í Washing- Framhald á bls. 20. Arabar drepa þr jár konur í samyrkiubúi spyrnuvellina algjörlega lokað. Vopnaðir verðir eru á öllum leikjunum, og einnig sveima Framhald á bls. 20. Tel Aviv, 13. júnf. AP. ÞRlR arabfskir skæruliðar, dul- búnir sem hippar, laumuðust yfir landamæri Lfbanons f dag og drápu þrjár konur og særðu þrjá karla f fsraelsku samyrkjubúi. Fallhlffahermaður, sem var f leyfi, drap tvo hryðjuverkamenn- ina og sá þriðji réð sér bana með sprengjum, sem hann hafði með- ferðis, að sögn fsraelskra emb- ættismanna. Þeir vörðuðu við þvf, að skæruliðar gætu aftur látið til skarar skrfða vegna heimsóknar Nixons forseta. 1 Beirtút kvaðst einn armur AI- þýðufylkingarinnar til frelsunar Palestfnu bera ábyrgð á árásinni og sagði, að hún hefði verið gerð til þess að sýna viðbrögð hreyf- ingarinnar við heimsókn Nixons forseta til Arabalanda „Svona eiga allir Arabar að taka á móti Nixon, aðalheimsveldissinna heims, sagði talsmaður hreyf- ingarinnar. Hins vegar var sagt, að árásin hefði verið gerð frá „einhverri bækistöð á fsraelsku yfirráðasvæði“ en ekki frá Ifbanskri grund. Jafnframt hélt israelskt stór- skotalið uppi þriggja tíma árásum á landamærum Libanons skammt frá Hermonfjalli í dag. Yfirvöld Þrjármilljónirmanna hylla Nixon og Sadat segja, að þrjú hús hafi eyðilagzt í skothríðinni en ekkert manntjón hafi orðið. Það litla tjón, sem varð í stór- skotaárásinni, dró úr vangavelt- um um, að hún hefði verið gerð til þess að hefna árásarinnar á fsraelska samyrkjubúið. Árás skæruliðanna var gerð þremur dögum áður en Nixon for- seti er væntanlegur til Israels. Þar með hafa 49, þar af um 30 börn, fallið fyrir hendi hryðju- verkamanna í Israel á undanförn- um tveimur mánuðum. Ein kvennanna, sem var drepin í árásinni í dag, var sjálfboðaliði frá Nýja-Sjálandi. Hinar stúlk- urnar voru ísraelskar og störfuðu á samyrkjubúinu, sem heitir Shamir. Árásarmennirnir voru vopnaðir vélbyssum, handsprengjum og múrsprengjum. Þeir höfðu með- Framhald á bls. 20. Alexandríu, 13. júni. AP. ÞRJÁR og hálf milljón manna hylltu Nixon Bandarfkjaforseta og Sadat Egyptalandsforseta er þeir fóru f opnum járnbrautar- vagni um græna óshólma Nflar til Alexandrfu f dag. Mikill mannfjöldi safnaðist saman meðfram leiðinni, sem farið var um, og Nixon kunni augsýnilega vel að meta fagnaðar- hróp fólksins. Hefði mannfjöld- inn ekki haft með sér úlfalda og asna hefði mátt halda, að forset- inn væri á kosningaferðalagi f Bandarfkjunum. 1 Alexandrfu þyrptust hundruð þúsunda manna út á göturnar og ryðja varð bflalest Nixons og Sadats leið um þröngar göturnar frá brautarstöðinni til Tas Al-Tin hallarinnar. Fólkið hrópaði „Vel- komin, velkominn** og raulaði „Nixon, Nixon, Nixon“. Víða hafði verið komið fyrir borðum með áletrunum eins og „Við treystum Nixon“, „Guð blessi Nixon“ og „Lengi lifi bætt sambúð Bandaríkjamanna og Egypta" en einnig með vígorðum til stuðnings Palestínumönnum. Á ferðalaginu frá Kafró, sem tók þrjá og hálfan tima, héldu forsetarnir Nixon og Sadat áfram viðræðum sfnum og þaðeina, sem skyggði á góðan anda, sem ríkti, var fréttin um árás arabískra skæruliða á samyrkjubú í Israel. Nixon sagði blaðamönnum, sem ferðuðust með lestinni, að fagnaðarlætin, sem heimsókn hans vekti, væri staðfesting á því hve sambúð Bandaríkjamanna og Egypta hefði batnað eftir sjö ára deilur. En mestallan timann stóðu Nixon og Sadat í opnum vagn- inum og veifuðu til mannfjöldans og Nixon fannst greinilega mikið til um fagnaðarlætin. Nixon og Sadat skoða pýramídana á morgun og síðan verður gefin út sameiginleg yfir- lýsing um viðræður þeirra áður en Nixon heldur áfram ferð sinni og fer til Saudi-Arabíu. Á laugardaginn fer Nixon til Israels, en talsmenn hans vilja ekkert segja um árás skærulið- anna i dag og hugsanleg áhrif hennar á heimsóknina. Israels- menn gera sér vonir um aukna hernaðar- og efnahagsaðstoð. Bylting í Jemen Beirút, 13. júní. AP. HERINN i Norður-Jemen tók öll völd í landinu í sínar hend- ur í dag, lýsti yfir neyðar- ástandi og lokaði öllum flug- völlum. Sjö manna herforingjaráð undir forystu Ibrahim EI Hamdel ofursta bað hins vegar þriggja mánaða gamla stjórn Hassan Makki forsætisráð- herra að sitja áfram. Bæði forseti landsins og for- seti þingsins hafa sagt af sér. Útgöngubann hefur verið fyr- irskipað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.