Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JUNl 1974 „Húsin þola ekki fleiri stóra kippi” „ÉG hef aldrei kynnzt öðru eins,“ sagði Magnús Kristjánsson bðndi í Norðtungu I Borgarfirði, þegar blm. Morgunblaðsins ræddi við hann eftir stóra jarðskjálftakipp- inn I fyrradag. „Annars var ég að koma úr smalamennsku og sá því ekki vel hvernig gekk heima. En mér br'á óneitanlega i brún, fyrst kom mikill hvinur og sfðan gekk jörðin bókstaflega í bylgjum, og þeir, sem voru að leggja af stað I bílum frá réttinni, héldu flestir, i að sprungið hefði á dekkjum. Og mér sýndist t.d. bíll, sem stóð fyr- ir framan mig, bókstaflega lyftast á veginum. Svona löguðu gleymir maður ekki.“ Smájarðskjálftahrinur voru í Þverárhlíð og Hvítársíðu I allt fyrrakvöld og allan gærdag. Ragn- ar Stefánsson jarðskjálftafræð- ingur sagði okkur I gærmorgun, að enginn kippurinn hefði þó mælzt yfir 3.7 stig á Ritcher- kvarða. En eftir þeim gögnum, sem Ragnar var þá búinn að vinna úr, bendir allt til þess, að jarð- skjálftarnir hafi átt upptök sín norðar í Sfðufjalli en þeir, sem komu í maf s.l. og í byrjun júní. Hvað veldur þessari breytingu veit Ragnar ekki, en hann býst fastlega við, að minni jarðskjálft- ar eigi eftir að finnast nærstu tvær vikurnar á þessum slóðum. VEGGIR SPRUNGU OG HRUN UR LOFTI Þegar við komum upp í Borgar- fjörð f fyrrakvöld, var þar hið versta veður, rok og ausandi rign- ing. Fyrst ákváðum við að koma við á Háafelli, sem er ofarlega í Hvítársíðu, og þar hittum við fyr- ir bóndann Þorvald Hjálmarsson, og spurðum hvort eitthvert tjón hafði orðið hjá honum. „Það er ekki hægt að segja, að tjón hafi orðið mikið, en munir „Húsin þola ekki miklu meira," segja hjónin á Helgavatni, Guð- finna Jónsdóttir og Diðrik Vil- hjámsson. hrundu úr hillum hér inni, og stórar sprungur komu f veggi. En ef fleiri jafn sterkir kippir koma, er ég hræddur um, að illa fari,“ sagði hann. „Hvar varstu staddur, þegar stærri kippurinn kom?“ „Við vorum úti í fjósi að mjólka kýrnar, og vægast sagt urðu þær æfar af hræðslu, þannig að við átt- um fullt í gangi með að halda þeim á básnum. Skemmdir urðu nokkrar hér f fjósinu, meðal ann- ars hrundi úr loftinu í mjólkur- húsinu og víða sprakk út úr veggj- um. Sömu sögu er að segja af fjárhúsunum, þau sprungu víða og steypubrot féllu úr þeim.“ „Ertu hræddur um, að fleiri kippir komi?“ „Já, ekki get ég neitað því, sér- staklega eftir að vísindamenn sögðu um daginn, að jarðskjálfta- hrinan væri svo til búin, en svo loksinsþegarmaður erfarinn að trúa þvf, þá kom þessi líka kipp- urinn, og því er maður hættur að trúa þessum vísindamönnum, þeir virðast ekki vita miklu meira en við.“ Næsti bær, sem við komum á, var Fróðárstaðir og sagði Danfel Brandsson bóndi, að ekkert tjón hefði orðið þar nema hvað stofu- klukkan hefði stöðvazt f stærri skjálftanum. Þá hefði hundurinn á bænum orðið yfir sig hræddur og væri hann naumast búinn að jafna sig enn. Sagði Daníel, að dýralæknirinn Sverrir Markússon hefði verið á ferð á bíl sínum þegar seinni kippurinn kom. Hélt hann i fyrstu, að sprungið hefði á bílnum, en þegar hann steig út sá hann að öll hjól voru heil og þá fyrst fór hann að átta sig á hvað hafði gerzt. FJÁRHUSIN GENGU í BYLGJUM Ur Hvítársíðunni fórum við yfir í Þverárhlíð, en þar virðist kipp- urinn hafa verið sterkastur. Hús- ráðendur í Norðtungu, þau Magnús Kristjánsson og Andrea Davíðsdóttir, tóku á móti okkur með kostum og kynjum, þó að ekki væri allt eins og það ætti að vera í Norðtungu. Fólki hafði fækkað verulega á bænum, en flest börn og konur voru fluttar niður í Munaðarnes, þar sem fólk- ið svaf f nótt, og sömu sögu er að segja af fólkinu á Sigmundarstöð- um, það fór einnig niður í Mun- aðarnes. Skemmdir virðast hafa orðið töluverðar í Norðtungu og eiga vafalaust eftir að koma betur í ljós. „Fjósið virðist hafa farið verst hjá okkur,“ segir Magnús og bæt- ir við, „fjósið er frá 1972 og er allt mjög vandað, sennilega hefur Bræðurnir Þorgeir og Eggert Ólafssynir þurftu að flýja hús sín ásamt fjölskyldum sfnum. Stórt stykki hrundi úr loftinu f mjólkurhúsinu á Ifáafelli og veggir sprungu vfða. Á myndinni sést hvernig hrunið hefur úr loftinu, en pilturinn á myndinni heitir Gunnar Magússon. jarðvegurinn undir því eitthvað gengið til. Útveggur á þvf hefur skekkzt mikið, þannig að hann hefur gliðnað frá innveggjum. Þá fór mjólkurtankur, sem vó tvö tonn, af stað eftir gólfinu. Einnig hefur steypa brotnað út úr vegg, sem er í kringum íbúðarhúsið." „En eitthvað hefur gengið á í sjálfu fbúðarhúsinu?" Hér sést hvernig gafl fbúðarhússins i Hermundarstöðum hefur fallið úr húsinu. Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. „Verst er. að nú getur maður ekki boðið neinum f staupinu," segir Magnús f Norðtungu og virðir fyrir sér brotið glas. Andrea kona hans stendur við hlið hans. Flestar bækurnar f hillunum fóru út á gólf. „Já, ekki er hægt að segja ann- að, á skrifstofunni minni fór allt úr skorðum. Bækur flugu fram á gólf og hillur duttu niður, þá skekktist hurðin á herberginu þannig, að ekki er hægt að opna hana. Gríðarmikill skápur, sem stendur f stofunni og menn hafa átt í mestu erfiðleikum með að hreyfa, fór af stað. Og sjálft stofu- gólfið hefur sigið í þessum hrin- um í vor um á að gizka 1 sm. Þá fór leirtau út um allt og sumt af því brotnaðí. Skemmdir hef ég ekki séð víðar, en þær eiga vafa- laust eftir að koma í ljós.“ „Þið hafið eðlilega orðið hrædd við þessi læti?“ „Það má kannski segja, að allir hafi orðið eitthvað smeykir, en þó sérstaklega börnin, sem hér eru jafnan mörg á sumrin. Ung stúlka, sem hérna er og aldrei hefur fundið jarðskjálfta, fékk taugaáfall, þannig að sækja varð lækni handa henni. Við þorðum ekki annað en að senda 7 manns héðan, yngsta fólkið, niður í Mun- aðarnes, en þar mun það sofa f nótt.“ Andrea kona Magnúsar, sem var að lagfæra það, sem aflaga fór, þegar við komum, sagði, að kippurinn hefði vægast sagt verið hryllilegur. Og ekki væri tiltektin skemmtileg því að sulta, sem hún átti í krukkum, hefði kastazt út á gólf. Sigurbjörn R. Magnússon heitir ungur piltur, sem lengi hefur ver- ið í Norðtungu. Sagðist hann hafa verið staddur niðri á árbakka þeg- ar ósköpin dundu yfir. Sér hefði óneitanlega orðið bilt við og hefði það tekið nokkurn tíma að jafna sig. Hann hefði séð fjárhúsin bók- staflega ganga í bylgjum og „sum húsin virtust vera f lausu lofti“. KÝRNAR ALLAR I FLÓR- INN Á Helgavatni hittum við hjónin Diðrik Vilhjálmsson og Guðfinnu Jónsdóttur, og það er Guðfinna, sem var fyrst til að svara: „Ég verð að játa, að mér brá alveg gffurlega og það sama er að segja um okkur öll. Krakkarnir urðu yfir sig hrædd, en verst held ég, að hundurinn okkar hafi það, hann virðist vera í rusli. Flöskur, sem stóðu hér á hillum, þutu út á gólf og brotnuðu og víða komu sprungur í húsinu." „Ég var úti í fjósi að mjólka kýrnar," sagði Diðrik, „en alls erum við með 100 gripi f fjósi. Þegar kippurinn kom varð algjör darraðar dans f fjósinu og segja má, að hver einasta kú hafi farið út f flórinn. Nokkrar kalkflöskur stóðu á hillum úti f fjósi, og brotn- uðu þær allar, þannig að ekki varð beint fagurt um að lítast. Þverá hefur aldrei verið jafn gruggug og nú, allan þann tíma, sem ég hef búið hér. Það hefur eflaust hrunið mikið i hana úr fjallinu og einnig hefur losnað um jarðveg í ánni. Og ég er sann- færður um það, að ef fleiri svona kippir koma, þá hrynja hús hér, , þau þola þetta álag ekki lengur." SA GILIÐ LOKAST Á Kvfum 1 og 2 búa bræðurnir Þorgeir og Eggert Ölafssynir ásamt fjölskyldum sínum og for- eldrum. Þegar okkur bar að garði voru þeir enn á fótum, en sumt heimilisfólk var gengið til náða. Sögðu þeir, að lætin á Kvíum hefðu verið óskapleg og fólkið hefði séð skriður falla úr fjöllum og annar bræðranna sá hvar gil fyrir innan bæinn lokaðist skyndilega, en opnaðist síðan aft- ur eins og það var áður. Þannig gekk jörðin í bylgjum. Ungur pilt- ur, sem er í sveit á Kleifum, var að koma út úr fjósinu, þegar jarð- skjálftinn hófst. Sá hann þá allt í einu hvar gaflinn á húsinu á Hermundarstöðum féll út, og hélt Framhald á bls. 20. Komið við á jarðskjálftasvæðinu í Borgarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.