Morgunblaðið - 14.06.1974, Side 11

Morgunblaðið - 14.06.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNI 1974 11 Der Kommissar — þessi hjú koma mikió vió sögu í næsta þætti þýzka sakamálaflokksins. HVAÐ EB AÐ HEYRA? FÖSTUDKGUR 21júnf1974 20.00 Fréttir 20.25 Vedur og auglýsingar 20.30 Lögregluforinginn Þýskur sakamálamynda- flokkur. Hver myrti frú Klett? Þýðandi Brfet Hédinsdóttir. 21.25 Átökin á Norður-frlandi Sfðari hluti. Mótmælendur f Bclfast Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. f þessum hluta myndarinnar eru vandamálin skoðuð frá sjónarhóli mótmælenda og rætt við nokkra þeirra um ástandið og leiðir til úrbóta. 21.50 fþróttir Knattspyrnumyndir og fþróttafréttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin L4UG4RD4GUR 22. júnf 1974 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Leiklist á Listahátfð Stefán Baldursson fjallar um leiksýningar f sambandi við hátfðina. Flutt verða atriði úr nokkr- um leikritum og rætt við Ieikhúsfólk og sýningargesti. 21.25 Borgir Kanadfskur fræðslumynda- flokkur, byggður á bókum eftir Lewis Mumford. 2. þáttur. Bflar eða menn Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 21.55 Togstreita f þinginu (Advice and Consent) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1962, byggð á sögu eftir Allen Drury. Aðalhlutverk Henry Fonda, Walter Pidgeon og Charles Laughton. Þýðandi Heba Júlfusdóttir. Myndin lýsir deilum milli forseta Bandarfkjanna og öldungadeildar bandarfska þingsins. Forsetinn hefur út- nefnt mann, sem hann treyst- ir, f embætti utanrfkisráð- herra, en honum hefur láðst að tryggja sér stuðning öldungadeildarinnar f þvf máli, og af því sprettur löng og erfið togstreita. 00.10 Dagskrárlok A sunnudagskvöld verður Gylfi Gíslason á ferðinni með þátt til að stytta okkur stundir. Gylfi nefnir þetta afsprengi sitt Flóru — þátt með blönduðu efni, og hyggst hann halda þættinum úti öðru hverju i sumar. Við höfðum samband við Gylfa og spurðum hvað hann hygðist bjóða hlustendum upp á að þessu sinni. „I fyrsta lagi verður þarna flutt fyndin ræða, já, ég held að mér sé óhætt að segja bráðfynd- in ræða, sem Vilborg Dagbjarts- dóttir flutti á Rithöfundaþingi á dögunum og nefndi Minni karla,“ sagði Gylfi. „Karl- peningurinn fékk þar ansi vel á baukinn og eðlilega verður ræð- an flutt með viðeigandi múnderingum." Því næst ætlar Gylfi að spila dágóðan skammt af þoppmúsík á grammifóninn auk þess sem hann fær Guðberg Bergsson til að flytja bókarkafla eftir sjálf- an sig. En rúsfnan í pylsuend- anum er kannski glænýr við- talsbútur við meistara Þórberg, sem Gylfi gerði annars prýðileg skil á áttræðisafmælinu fyrir nokkrum vikum. „Þórbergur er núna á Vífilsstöðum," sagði Gylfi, „og tekinn að eldast aftur fyrir sig, er alveg bráðhress þessa dagana. Og í þessu viðtali ætlar hann að segja okkur frá því þegar hann var bankastjóri i Suðursveitinni." Á eftirmiðdag miðvikudags eru Endurminningar Manner- heims á dagskrá og þar flytur Sveinn Asgeirsson erindi um þennan einstæða finnska þjóð- arleiðtoga og hefur lestur nýrr- ar síðdegissögu. Sveinn mun flytja valda kafla úr endur- minningunum, sem annars spanna alla ævi Mannerheims. Hins vegar er erindið um Mannerheim að því leyti nauð- synlegt, að hann segir tiltölu- lega litið frá sjálfum sér í þess- um endurminningum heldur fjallar þar meira um finnsku þjóðina og sögu hennar. „Ævi Mannerheims er um margt svo einstök og ferill hans oft og tíðum svo nátengdur rás heims- viðburðanna," sagði Sveinn As- geirsson, þegar við slógum á þráðinn til hans. Hann fæddist i Finnlandi, sem þá var innan rússneska keisaradæmisins, en hafði þó um margt verulega sérstöðu. Mannerheim sótti herskóla í Finnlandi og settist síðan í herforingjaskóla í Pét- ursborg og fékk þar skjótan frama, þannig að hann fær stöðu í lifvarðasveit keisarans. Hann tekur siðan þátt í styrjöld Rússa og Japana en um svipað leyti tekur rússneska keisara- dæmið að herða mjög tökin i Finnlandi. Mannerheim var þó alla tíð hliðhollur keisaranum, en þegar hrikta tók í veldisstoð- um hans heima fyrir, komst Mannerheim smám saman i for- ustusveit þjóðar sinnar og varð rikisstjóri fýrst eftir að Finn- land hlaut sjálfstæði. Þetta voru erfiðir tímar fyrir finnsku þjóðina, borgarastyrjöld geis- aði, og rússneskar hersveitir dvöldu lengi á eftir innan landamæra Finnlands, þó að Lenín hefði viðurkennt sjálf- stæði þess. Fyrsta verk Mannerheims var þvi að koma upp finnskum her. Manner- heim og sovézk stjórnvöld áttu síðar eftir að elda grátt silfur saman, og í endurminningum sinum lýsir Mannerheim vetr- arstríðinu og bandalagi Finna og Þjóðverja. Hann leiddi finnska herinn í styrjöldinni, og svo mikillar virðingar naut hann, að Sovétrikin létu það viðgangast að hann yrði forseti Finnlands eftír uppgjöfina. „Mannerheim var afburða- snjall ræðumaður og ágætur rithöfundur og endurminning- arnar eru prýðilega samdar," sagði Sveinn. „Eg held, að hann fari með mjög rétt mál í frá- sögn sinni, og styðst hann þar mjög við opinber skjöl." A fimmtudagskvöld verður flutt nýtt íslenzkt leikrit eftir Þorstein Marelsson, prentara, sem hann nefnir „Auðvitað verður þér bjargað". „Jú, þetta verður að teljast frumraun mín á sviði leikritagerðar," sagði Þorsteinn þegar við spjölluðum við hann. „Það er orðið alllangt siðan ég fékk fyrst hugmyndina að þessu leikriti, jafnvel ár gæti ég trúað. Síðan hefur þetta verið að gerjast með manni í rólegheitum og það er ekki svo ýkja langt síðan ég lagði það fyrir leiklistardeild útvarps- ins." Efni leikritsins? „Já, við getum sagt i sem styztu máli, að það fjalli um ungan mann, sem lendir í erfiðleikum og þarf á hjálp náungans að halda en það gengur á ýmsu að hún fáist." Pétur Einarsson leikstýrir „Auðvitað verður þér bjargað" Ungi maðurinn — Sigmundur Örn Arngrimsson; Maðurinn — Arni Tryggvason; Prestur — Lárus Ingólfsson; Konan — Þorsteinn Marelsson, höfundur fimmtudagsleikritsins. Þórunn Magnea Magnúsdóttír; Lögregluþjónn — Karl Guð- mundsson; Sá fulli — Jón Sigurbjörnsson. Loks er að geta þess, að á laugardagskvöld hefst þáttur- inn Frá Vestur-íslendingum. sem Ævar Kvaran tekur saman og flytur. Ævar tjáði okkur. að í þessum fyrsta þætti myndi hann flytja um 25 mínútna erindi um landnám Islendinga í Vesturheimi, sem var um svo margt frábrugðið landnámi annarra þjóðarbrota og upp úr þvi spratt mjög sérstæð menn- ing, sem á sér þó á vissan hátt hliðstæðu í landnámi íslands þúsund árum áður. Islendinga- slóðir í Kanada voru þá ekki orðnar hluti af Manitoba held- ur einskis manns land, er naut beinnar yfirstjórnar Kanada- stjórnar. V-íslendingarnir fóru að dæmi áanna, sömdu eigin stjórnarskrá, settu sér ný lög og tóku óðar að skrá frásagnir af landnáminu vestra, líkt og hér gerðist mörgum öldum fyrr. Eftir V-Islendinga liggja stór- merkar bókmenntir, sem þó eru fremur lítt kunnar hér á landi. og hyggst Ævar í þáttum sinu.m gera þessum höfundum skil. auk þess sem hann fléttar inn í þættina v-islenzkri tónlist og leitast við að veita innsýn i aðr- ar listiðkanir ættmenna okkar vestra, eftir því sem efni standa til. Þá kvað hann mjög koma til greina að eiga viðtöl við ein- hverja þeirra V-Islendinga, sem hér verða á ferðinni í kringum þjóðhátíðina. ' ■nBHHHjl GLUGG Brezkur heimskautaþátturtil að hlýja okkur á sunnudag Ekki er því að neita, að skjárinn blessaður vill verða svo- lítið útundan þegar sumar gengur i garð, því að þá er erfiðara að hemja sig inni bak við byrgða glugga en á köldum vetrar- kvöldum. Það bætir heldur ekki úr skák, að listahátið herjar töluvert á menningarsnobbið i manni og til að geta talizt maður með mönnum verður að bragða á þeim kræsingum öllum. Samt hafði ég það af i siðustu viku að rýna á fyrsta þáttinn i þýzka sakamálaflokknum og get ekki sagt, að hann hafi skilið mikið eftir sig. Þjóðverjar virðast vera afar hrifnir af hefðbundnustu gerð glæpabókmenntanna, eins og allar kvikmyndir þeirra eftir sögum Edgar Wallace sýna. Lögregluforinginn þýzki er þó meir i ætt við Poirot hennar Agötu Christie — safnar öllum hinum arunuðu saman á einn stað við lok morðgátunnar og dregur þar hinn seka fram i dagsbirtuna. Allt er þetta þó mun tilþrifaminna hjá Þjóðverjanum en meistara P. Þó má vera, að rætist úr flokknum þegar fram i sækir. Af sjónvarpsefni siðustu daga bar hæst laugardagsmyndina — Óþekkti hermaðurinn, ótrúiega góð og áhrifamikil mynd hjá Finn- unum. Hver sá, sem verið hefur i Finnlandi, finnur fljótlega hversu striðsþjáningar þeirra á þessari öld hafa markað djúp spor i þjóðar- sálina, svo mjög að þeir sjá þessi átök Daviðs og Goliats i róman- tisku Ijósi, sem ekki er óeðlilegt. Þeim mun meiri undrun vekur það þvi að sjá þessa mærðarlausu og raunsæu striðsafstöðu, er Óþekkti hermaðurinn birti manni — hina yfirþyrmandi eymd og tilgangs- leysi striðsins. Mörg atriði myndarinnar líða seint úr minni; ég nefni aðeins skógarhernaðinn i fyrri hlutanum, sem var sem berg- mál af Stephen Crane i Red Badges of Courage — frumherja hinnar raunsæju striðsögu, er fyrstur tjáði viðhorf hins óbreytta hermanns af vigvellinum. Já, og nú eru Bræðurnir komnir aftur á kreik og elzti bróðirinn hefur farið hamförum. Það er í sjálfu sér ástæðulaust að amast við þessum þætti, hann er að visu farinn að verða æði leiði- gjarn, en ýmislegt gott má líka um hann segja — bæði er hann prýði- lega leikinn og býður upp á hraða atvikaskiptingu milli flókinna fjöl- skyldusambanda. Bændurna — pólska framhaldsmyndaflokkinn — verð ég að láta bíða betri tima. Eg kom inn í annan þáttinn sl. þriðjudagskvöld og af honum verður ekki merkt við hverju má búast, nema hvað þarna virðist úa og grúa af skemmtilegum per- sónulýsingum. — B.V.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.