Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. JUNI 1974 Jafntefli hjá Fram og IA Fram og Akranes gerðu jafn- tefli í 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu I gærkvöldi. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálf- leik, fyrst skoraði Jón Pétursson fyrir Fram, en Teitur Þórðarson jafnaði fyrir ÍA. Buzhardt fluttur í sjúkrahús Washington, 13. júní. AP. J. FRED Buzhardt, starfsmaður Hvfta hússins og einn nánasti ráðunautur Nixons forseta f Watergate-málinu, var fluttur f sjúkrahús f dag þar sem grunur leikur á að hann hafi fengið hjartaáfall. Tveir aðrir lögfræðingar Hvfta hússins, Jack Chester og James Staudt, tóku við störfum Buzhardts f dag f málaferlunum vegna innbrotsins f W'atergate- bygginguna. Buzhardt var skipaður ráðu- nautur forsetans 4. janúar 1974 og hafði þá verið sérlegur ráðu- nautur hans f Watergate-málinu sfðan 10. maf 1973. Hann var áður ráðunautur f landvarnaráðuneyt- inu. Buzhardt er fimmtugur. Sjóferðin endaði í fangaklefa I FYRRINÓTT var lögreglan f Reykjavfk kvödd að skuttogaran- um Hrönn, sem lá f höfn. ölvaður maður hafði leyst landfestar öðru megin, og vippað sér sfðan um borð. Ekki hafði hann á reiðum höndum skýringar á þvf hvert ferðinni var heitið, en sjóferðin varð ekki lengri en f fangaklefa lögreglunnar f þetta sinn. Manila, 13. júní. AP. 71 BEIÐ bana, þar á meðal ein sex manna fjölskylda, er felli- bylurinn Dianh gekk yfir Filipps- eyjar. Fjórtán er saknað. Eigna- tjón er áætlað um 100 milljónir fslenzkra króna og stafar af rign- ingum, flóðum og jarðskjálftum, sem fylgdu fellibylnum. Alþjóðaorkumálaráðslefnan (World Energv (,’onference) mun halda nfundu ráðstefnu sfna 23.—27. september n.k. í Detroit f Bandaríkjunum. Landsnefnd ís- lands í samtökunum veitir aliar nánari upplýsingar og mun sjá um alla milligöngu og fvrir- greiðslu viðvfkjandi ráðstefn- unni. — Húsin Framhald af bls. 14 hann þá, að öll húsin væru að hrynja. — „Já, það er engin furða þótt börnin hafi orðið hrædd,“ segir Þorgeir, „kýrnar, sem stóðu á básnum, féllu um koll og sama var um þær, sem stóðu á beit úti á túni. Þagr lágu bókstaflega afvelta á eftir. Hér á Kleifum mun eng- inn sofa í íbúðarhúsum f nótt, heldur munum við sofa í viðbygg- ingu við fjósið og litlum bústað, sem hér er.“ „Uppsprettulind, sem hefur ver- ið hér í túninu frá ómunatíð, hef- ur alveg horfið, og hverinn á Helgavatni hefur nú alveg þorrnað. Sjálfur var ég staddur í eldhúsinu þegar stóri kippurinn kom, og allt, sem í eld- hússkápunum var, hrundi ofan á mig,“ sagði Þorgeir að lokum. Þ.Ó. SUMARBÚÐIR KIRKJUNNAR Börnin frá Skálholti komai að Umferðamiðstöðinni kl. 2 í dag. Leiðrétting MISHERMT var f Mbl. í gær, að uppselt væri á likatónleika Sin- fóntuhljómsveitarinnar á Lista- hátfð. í fyrradag var búið að selja 2000 miða, íþróttahöllin tekur 2800 manns. — Handteknir Framhald af bls. 1 þyrilvængjur yfir þeim. Óttast lögreglan, að hryðjuverkamenn- irnir séu enn ekki allir fundnir, og ennfremur hefur hún grun um, að japanskur skæruliða- flokkur sé kominn til landsins, svo og hópur Króata, sem hyggist gera árás á knattspyrnumenn Júgóslavíu. Þá verður öryggis- gæzla efld við öll erlend sendiráð í Þýzkalandi, og nákvæm leit verður gerð á flugfarþegum og í farangri þeirra. — Kissinger Framhald af bls. 1 ton sendir um þessar mundir bréf til embættismanna stjórnarinnar til þess að minna þá á, að sam- kvæmt gildandi lögum verði þeir að skila öllum gjöfum að verð- mæti 50 dollara eða meira, sem þeir hafa fengið frá erlendum ríkisstjórnum. Blaðafulltrúi ráðuneytisins sagði, að Hubert Humphrey hefði ekki skilað átta karata demantin- um fyrr en nú vegna þess, að hann hefði misskilið ákvæði um- ræddra laga. Eiginkona Humphreys fékk einnig að gjöf 10 hlébarðaskinn frá fulltrúa Sómalíu, en þeim er ekki hægt að skila þar sem þau hafa verið seld. Þau seldust fyrir 7.500 dollara og upphæðin var strax gefin skóla vangefinna barna í Minneapolis. — Gróðursetja Framhald af bls. 17 að vegirnir um Heiðmörk verði endurbættir i þessu sambandi. Minnispeningurinn sem gefinn er út í tilefni 75 ára afmælisins verður í takmörkuðu upplagi eins og áður segir. Verð silfurpenings- ins er 5000 krónur og bronspen- ingsins 2.000 krónur. Einnig er hægt að fá silfur- og brons-sett fyrir 6.500 krónur. Peningarnir eru allir seldir með vönduðum öskjum en auk þess er hægt að fá þá I sérstökum öskjum úr birki. Hefur myntsöfnurum verið kynntur peningurinn og er það mál þeirra, að þar fari mjög eigu- legur gripur. Skógræktarpening- urinn er teiknaður af Hring Jó- hannessyni og sleginn hjá nýju fslenzku fyrirtæki Is-spor h/f, sem er dótturfyrirtæki sænska myntsláttufyrirtækisins A.B. Sporung. Sölustaðir peningsins verða hjá Skógræktarfélagi ís- lands Ránargötu 18, í Búnaðar- bankanum og útibúum hans víða um land og svo hjá formönnum héraðsskógræktarfélaganna. — Arabar drepa Framhald af bls. 1 ferðis flugmiða, sem sýndu, að sögn Raphael Eytens hershöfð- ingja, yfirmanns norður- herstjórnarinnar, að þeir „komu til þess að myrða... og ætluðu ekki að taka gísla". Hann sagði, að Arabarnir hefðu skotið konurnar f hunangsverk- smiðju, sem er um 200 metra frá matsal þar sem margir hinna 470 íbúa Shamir snæddu morgun- verð. Þorpið er um 9 km sunnan við landamæri Líbanons og að sögn Eytens hershöfðingja ætl- uðu Arabarnir að ráðast á matsal- inn. Ibúar Shamir eru alltaf við öllu búnir eins og Ibúar annarra landamærabyggða. Þeir hófu skothrfð á Arabana og þegar ör- yggissveitir komu á vettvang var skothríðinni lokið, sagði Eytens. Israelskar öryggissveitir hafa drepið 25 arabíska hryðjuverka- menn, sem hafa laumazt yfir landamæri Líbanons og Sýrlands á undanförnum vikum, og tekið fimm til fanga. Herstjórnin segir, að þeir hafi játað, að þeir séu félagar f sjálfs- morðssveitum, sem reyni að taka gisla og fremja fjöldamorð. Hert hefur verið á öryggisráð- stöfunum á landamærunum sfðan 18 Israelsmenn, þar af átta börn, voru myrtir f Qiryat Shmonah 11. apríl og 22 skólanemendur voru myrtir í þorpinu Maalot í sfðasta mánuði. — Kjaraskerðing Framhald af bls. 36 gær og þar með vakti athygli á þessari breytingu, sem ríkis- stjórnin hefur gert á orlofsreglu- gerðinni. Ef tekið er dæmi um iðnverkamann, sem hefur 2ja mánaða uppsagnarfrest, er í 2. flokki kjarasamnings Iðju og hef- ur starfað í 9 mán"ði, kemur f ljós, að or'-f nans rýrnar um 5.3'1 «.rónur við reglugerðar- oreytinguna. I orlofslaun hefði hann fengið 33.580 krónur en ef hann fær greitt 8,33% af út- borguðu kaupi, yrði greiðslan aðeins 28.269 krónur. Fullyrðir' formaður Iðju: Runólfur Péturs- son, að hér sé um skerðingu á umsömdum orlofsrétti að ræða, en í kjarasamningi Iðju segir í 14. gr.: „Þegar starfsmaður, sem er í föstu starfi og hefur unnið sam- fleytt næsta orlofsár á undan hjá sama vinnuveitenda, fer i orlof, skal hann halda kaupi sfnu óskertu orlofsdagana, jafnháu og hann hefði unnið venjulegan vinnutfma. Gildir þetta einnig um starfsmann, sem hefur umsaminn styttri vinnutíma en segir f samn- ingunum." Runólfur Pétursson sagði í viðtali við Mbl. i gær, að með þessu væri búið að taka or- lofslenginguna og meira til af launþegum. Þessi mikli munur, sem kemur f ljós f dæmi iðnverkamannsins hér að ofan stafar m.a. af því, að kaup hefur allt sfðastliðið orlofsár verið stighækkandi vegna breyt- inga á kaupgreiðsluvísitölu og svo hefur það einnig hækkað vegna kjarasamninganna, sem undir- ritaðir voru 26. febrúar. Þessi reglugerðarbreyting, sem ríkis- stjórnin hefur gert, var hins veg- ar gerð 1. febrúar — á meðan samningaumleitanir stóðu sem hæst — en kom þó ekki I ljós fyrr en nú fyrir nokkrum dögum. Morgunblaðið spurði f gær Eðvarð Sigurðsson, formann Dagsbrúnar, um þetta mál, en obbi Dagsbrúnarverkamanna hef- ur aðeins eins mánaðar uppsagn- arfrest og teljást þvf ekki lengur fastir starfsmenn samkvæmt reglugerðinni um orlofið. Eðvarð sagði: „Þessi breyting getur breytt afar miklu. Mfn skoðun er sú, að þarna sé verið að gera hlut, sem er til óhagræðis, svo að ekki sé meira sagt, þ.e.a.s., það er hreinlega skerðing á kjörum að breyta þeirri skilgreiningu, hvað sé fastráðinn starfsmaður." Eðvarð sagðist ekki hafa athugað það, hve miklu þessi breyting næmi í krónutölu fyrir Dags- brúnarmann, en mismuninn kvað hann geta verið mismunandi mik- inn eftir því, hve miklum breyt- ingum kaupið hefði tekið. Eðvarð sagði, að enginn hefði vitað af því, er breytingin var gerð, og ekki svo að hann vissi, f samráði við nokkurn aðila frá verkalýðshreyf- ingunni. Hann sagði, að þessi breyting væri sér óskiljanleg, þvi að fyrir einu ári — f maf 1973 — var nákvæmlega þetta atriði sett í reglugerð, sem nú er breytt, þ.e. ákvæðið um eins mánaðar upp- sagnarfrest og þeir, sem hefðu þann lágmarksuppsagnarfrest, teldust fastráðnir. Það er sama ákvæðíð og er um greiðslu kaups í veikinda og slysatilvikum og sama skilgreiningin. Eðvarð sagði: „Og teljum við, að hér sé hreinlega gengið á gert samkomu- lag. Samningar ýmissa félaga segja annað og að mfnu viti getur ekki slíkt reglugerðarákvæði skert þau ákvæði.“ Eðvarð sagði, að þetta ylli mjög miklum glundroða og gerði alla framkvæmd orlofslaganna afleita og það ofan á þá ringulreið, sem girókerfið hefði valdið. Eðvarð kvað jafnframt, að ef fara ætti eftir þessum reglum, væri aug- ljóst, að gírókerfið gæti ekki ann- að því. Það annaði ekki þvf, sem á það er lagt nú, hvað þá heldur ef þetta bættist ofan á. Eðvarð Sigurðsson sagði, að nauðsynlegt væri að taka orlofs- lögin til endurskoðunar síðsum- ars eða f haust og bæta þau í ljósi þeirrar reynslu, sem nú er fengin. — Myndlist Framhald af bls. 12 lofsverða og miðað við all- ar aðstæður hefur hið unga fólk komist vel frá verki sínu. Ekki hefur það heldur sloppið við erfiðleika frumherjanna, þvf að gosbrunnur bilaði ein- hverra hluta vegna og segul- bandsspólum var stolið, Ifkast til af sómakæru fóli...! Sýningu þessari lýkur á sunnudagskvöld og vil ég sér- staklega hvetja ungt og forvitið fólk til að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara, hafa gaman af, heillast eða hneyksl- ast. Aðalatriðið er einmitt að hreyfa við tilfinningum og margvíslegum kenndum for- dómalaust. Alþýðulist Framlag listahópsins SÚM til listahátfðar er að þessu sinni samsöfnun alls konar muna, sem jafnvel auglýst var eftir í dagblöðum, tómstundavinnu fólks vfða að af landinu, sem sfðan hefur verið sett upp og nefnt hinu virðulega nafni „Alþýðulist". Skilgreiningin er vafalaust sótt í þann framslátt, að allt það, sem ekki er gert af faglistamönnum teljist til þess- arar listgreinar. Þannig hljóta öll hús, sem ekki eru teiknuð af Arkitektum að kallast alþýðu- list, en af slfkum atriðum er að sjálfsögðu fátt á sýningunni enda leyfir húsrýmið það ekki. Sjálfsagt má skilgreina allt föndur sem anga alþýðulistar á sama hátt og öll málverk hversu léleg sem þau eru sem anga málaralistar, en það er vissulega óralöng leið frá þeirri tegund alþýðulistar, sem verið er að sýna frá liðnum öldum að Kjarvalsstöðum og til þessa föndurs sem sjá má í húskynn- um SOM og í Ásmundarsal, — á ég hér við obban af hlutunum en alls ekki öll verkin. Á sama hátt er óralangt frá meitlaðri byggingarlist fortíðarinnar og til forskalaðs ósóma nútfmans, ellegar sviplausra húsakassa reistra af áhugamönnum f tóm- stundum. Sú fegurðarkennd, sem framkallar þá þörf, að skapa ásjálega nytjahluti hvers konar, í myrkri, fátækt og nið- urlægingu, vil ég álfta af öðr- um toga en allskonar fáfengi- lega dægradvöl nútímans, er fólk hefur nóg að bíta og brenna og mikið af fögrum hlutum umhverfis sig, sem það hefur ekki áhuga fyrir að njóta og upplifa. Ég nefni hér upplifun þvf að i fæstum þessara hluta greinir kjarna upplifunar, en öllu meira dægradvöl við ýmis við- fangsefni I margs konar efni- viði. Þjóðverjar hafa skilgreint þessa tegund framtakssemi með orðinu „Kitsch“, sem út- leggst samkvæmt orðabók: ómynd, handónýtt verk, lélegt listaverk og nær skilgreining þó engan veginn yfir allt hug- takið, og tómstundaföndur, sem ekki getur með nokkru móti fallið undir hugtakið list, er ekki nema eitt atriði. Atvinnu- listamenn hagnýta sér einmitt ósjaldan lélegt vinsælt föndur til fjöldaframleiðslu og þá er það einnig nefnt þessu nafni, „kitsch.“ Til þess að fyrirbyggja mis- skilning vil ég taka það fram, að ég ber mikla viðingu fyrir allri tómstundavinnu hverju nafni sem hún nefnist, sé hún heilbrigð, þvf að þar er einmitt oftlega sá neisti falinn sem sfð- ar verður kjarni listsköpunar, og þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir öllu þvi fólki, sem á verk á þessari sýningu. En ég vil andmæla þvf að hægt sé að sanka saman hvers konar dægradvöl og fella inn í hugtak- ið „Alþýðulist". Húsmóðir, sem mótar og bakar betri köku en nokkur faglærður bakari, hefur skapað alþýðullst, en léleg kaka, hvaðan sem hún kemur, heyrir undir hugtakið „Kitsch", — betur get ég ekki skilgreint þessi atriði. Ég met mikils þá viðleitni SÚM-hópsins að safna á einn stað slfkum atriðum úr Iffi fólksins, en hefði viljað að hlut- unum væri gefið rétt nafn en ekki bornir fram sem viðleitni til hugtakaruglings, og er sýn- endum minnstur greiði gerður með því. Áberandi var, að flest af þvf, sem þarna mátti sjá, sker sig að engu úr hliðstæðum, sem sjá Jhá alls staðar f veröld- inni og er ekki fslenzkt fyrir- bæri, árangurinn með engum íslenzkum sérkennum f hand- verki og getur því í fæstum tilvikum, ef nokkrum, kallast sérþjóðlegt fyrirbæri og vafa- samt að tfunda það til listar. Sýnishorn íslenzkrar tóm- stundaiðju væri réttari grein- ing slfkrar sýningar. — Vinstri samvinna Framhald af bls. 3 lyndra og vinstri manna, um að lýsa þvf yfir, að tak- mark þeirra væri myndun nýrrar vinstri stjórnar að kosningum loknum — enda þótt þing flokkur SFV hefði hætt að- ild að nú- verandi vinstri stjórn f vor — og að algjör forsenda myndunar nýrri vinstri stjórnar væri, að þessi listi fengi menn kjörna á þing. Einna ákafastir f þessum yfir- lýsingum voru hinir svo- nefndu Möðruvellingar. Nú er ljóst, að ný vinstri stjórn verð- ur ekki mynduð nema með að- ild Framsóknarflokksins og undir forsæti Ólafs Jóhannes- sonar. Möðruvellingar hafa verið ómyrkir f máli f lýsing- um sfnum á núverandi forystu framsóknarmanna. I stefnu- ávarpi þeirra segir: „A undan- förnum árum hefur jafnt og þétt eflzt að völdum f flokknum fámennur hópur manna, sem skeytir Iftt um grundvallarstefnu og sýni«t f verki vera sumum þátturn hennar beinlfnis andstæðu'. Þessir njju herrar eru f dag hin raun- verulega for- ysta flokks- ins, þeir eiga lykilmenn f æðstu stöð- um og þeir ráða málgagni flokksins, hús- eignum hans og skrifstofuliði f Reykjavfk ásamt ýmiss konar aðstöðu, sem reynist áhrifamikil við stjórnarstörf.“ Og í yfirlýsingu, sem Sam- tök vinstri framsóknarmanna sendu frá sér f vor, er enn hnykkt á þessari lýsingu á for- ystumönnum Framsóknar- flokksins. Þar segir: „A und- anförnum árum hafa eflzt til valda innan Framsóknar- flokksins f Reykjavfk ýmiss konar fjármálaöfl. Þau hafa tengt starfsemi flokksins margvfslegri, vafasamri fjár- málastarfsemi, húsnæðis- braski og lánamiðlun." Samkvæmt yfirlýsingum fulltrúa F-listans er það eitt helzta markmið hans að koma þeim mönnum til valda á ný f stjórnarráðinu, sem þannig er lýst. Verðugt markmið það!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.