Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14.JUNI 1974 'ltg hf. Árvakur, Reykjavík Franikvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasolu 35.00 kr. eintakið. öllum er ljóst, að þetta hrun gjaldeyrisvarasjóðs- ins er mjög hættuleg vís- bending um það, sem koma skal, ef ekki verður spyrnt við fótum. I efnahagskerfi allra rlkja er myndarlegur gjaldeyrisvarasjóður tal- inn undirstaða öryggis í viðskiptum við aðrar þjóðir og svo er einnig hér. Þegar vinstri stjórn Hermanns Jónassonar lét af völdum í desember 1958 ríkti algjört neyðarástand í gjaldeyris- GJALDEYRISVARASJÓÐ- URINN AÐ TÆMAST Maður kunnugur vinnu- brögðum vinstri flokk- anna sagði í upphafi valda- ferils núverandi ríkis- stjórnar, að hún mundi sitja þangað til hún hefði tæmt gjaldeyrisvarasjóð- inn, þá mundi hún fara frá. Þetta ætla að reynast orð að sönnu. í lok maímán- aðar var svo komið, að gjaldeyrisvarasjóðurinn var kominn niður fyrir 2900 millj. kr., sem sam- svarar innan við 4 vikna innflutningi. Þetta þýðir, að um algjört hrun gjald- eyrisvarasjóðsins er að ræða, það sem af er þessu ári. Um síðustu áramót nam gjaldeyrisvarasjóður- inn um 6800 millj. kr., og hefur því minnkað um tæp- lega 4000 millj. á fyrstu 5 mánuðum ársins. Þegar vinstri stjórnin tók við völdum fyrir tæp- um þremur árum tók hún við mjög gildum gjald- eyrisvarasjóði. Hann var þá svo mikill, að nægði til þess að standa undir þriggja og hálfs mánaðar innflutningi. Nú er svo komið, að við lok tæplega þriggja ára valdaferils þessarar ríkisstjórnar, að gjaldeyrisvarasjóðurinn um síðustu mánaðamót nægði ekki fyrir 4 vikna innflutningi. málum þjóðarinnar. Jafn- vel smæstu upphæðir I gjaldeyri var ekki hægt að fá keyptar vegna þess að þær voru einfaldlega ekki til. Hrun gjaldeyrisvara- sjóðsins nú minnir óneitan- lega á þann viðskilnað fyrri vinstri stjórnar og er eitthvert alvarlegasta sjúk- dómseinkenni I efnahags- llfi okkar, sem enn hefur komið fram. Að vísu má gera ráð fyrir, að gjaldeyrisvara- sjóðurinn rétti eitthvað við I júnímánuði vegna stöðv- unar innflutnings I kjölfar 25% geymslugjaldsins. En þar er aðeins um bráða- birgðaráðstafanir að ræða, sem ekki duga til fram- búðar. Ef svo heldur fram sem horfir og ekki verður tekið sterklega I taumana, kann svo að fara, áður en þetta sumar er liðið, að lands- menn eigi ekki jafn greið- an aðgang að gjaldeyri, t.d. til orlofsferða til annarra landa, eins og þeir hafa haft mörg undanfarin ár. Sú hætta, sem hér er á Sjóðakerfið Margt bendir til þess, að sjóðakerfi lands- manna, það er hinir ýmsu fjárfestingarsjóðir, sé gersamlega gjaldþrota. Undanfarna daga hefur það verið rakið I Morgun- blaðinu, að Byggingarsjóð ríkisins skortir um 1300 millj. kr. til þess eins að standa undir svipuðum lán- veitingum og á síðasta ári. Ef húsnæðislánin væru hækkuð I það hlutfall af byggingarkostnaði sem þau voru við lok viðreisn- ar, væri fjárþörfin marg- föld. Þá hefur það komið fram, að Vegasjóð skortir 1900 millj. kr. til þess að standa undir samþykktum vegaframkvæmdum á þessu ári. Og I gær skýrði Morgunblaðið frá þvl, að Framkvæmdasjóð íslands, sem lánar fé til annarra fjárfestingarsjóða, skorti a.m.k. 1000 millj. kr., þótt ferðum I efnahagslífi þjóð- arinnar er enn ein sönnun þess, að I þingkosningun- um 30. júní verður að skipta um ríkisstjórn I landinu og fá stjórnar- taumana I hendur traust- um mönnum, sem hafa dug og þor til þess að takast á við þau hrikalegu vanda- mál, sem við blasa i efna- hags- og atvinnulífi lands- manna. gjaldþrota búið sé að skera fyrirhug- aðar lánveitingar hans nið- ur um 25% á þessu ári, og til viðbótar er fyrirhugað, að hann taki lán að upphæð rúmlega 500 millj. kr. hjá viðskiptabönkum innan- lands, sem nú eru yfir- dregnir hjá Seðlabankan- um um þúsundir milljóna króna og verður þvl að telj- ast óvlst, að sú fjáröflun takist. Þe.tta ástand fjárfest- ingarsjóðanna er eitt af fjölmörgum dæmum um þann óhugnanlega við- skilnað I efnahags- og fjár- málum, sem við blasir I lok valdaferils vinstri stjórnar og ljóst er, að það verður margfalt erfiðara verkefni að reisa efnahagslíf lands- ins úr þeim rústum, sem það er nú I, en reyndist eftir viðskilnað fyrri vinstri stjórnarinnar, og var hann þó ljótur. Jóhann Hafstein: „Hvað er nú, ox min! Þaö var áður fyrr, að íslenzk skáld undu vel við að yrkja um liðna tíma sögunnar: ,,Hver ríður svo geyst á gullinbrúvu hávan of hifin hesti snjálitum" ----sagði Bjarni Thorarensen. Hannes Hafstein orti um Skarphéðin í brennunni, þegar öxin hafði eigi í annað en eld að bita: ,,Hvað er nú, öx mín! Hitnar þér nokkuð? Þú skildir eigi svo þurrmynnt vera væri i annað en eld að bíta." Eigi þurfum viö sjálfstæðis- menn að kvarta undan því nú, að okkur skorti í að höggva einhvern hluta hinna átta eða tíföldu vinstri fylkinga. Síðast er þess að minnast, að um helgina sem leið gjörðu vinstri blöðin mjög leik að þvi að hampa því framan í kjósend- ur, hvert þeirra væri veigamest gegn Sjálfstæðisflokknum og þess verðugast að vera eftir tek- ið. Framsóknarflokkurinn held- ur því áfram að segja sem svo, að hann sé stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn og hafði því forystuna. „Orðstir hlaut af í 11- um sigri/Olafur kóngur digri". En Framsóknarflokkurinn myndaði vinstri stjórnina 1971 eítir það þó að hafa misst lang- mest fylgi hinna vinstri flokka og það meira segja einn tíunda hluta sinn í því kjördæmi, sem hann var sterkastur í, kjör- dæmi fyrrverandi formanns flokksins, Eysteins Jónssonar, Austfjörðum. Alþýðubandalagið heldur því stöðugt fram, að það sé sterk- asta sameingingarafl vinstri flokkanna, tákn einingar þeirra og forystuflokkur. Skrifaður var um þetta heill forsiðuleið- ari sl. laugardag, þar sem hvatt- ir voru óspart hinir vinstri dát- ar. Segir þar m.a.: „Því hefur verið haldið fram af viðreisnarflokkunum, að Al- þýðubandalagið og ráðherrar þess hafi algerlega ráðið ferð- inni í stjórnarsamstarfinu." En svo segir þar ennfremur: „Enda þótt mjög mikið hafi áunnizt fer því fjarri, að allt hafi tekizt jafnvel. Ein helzta veilan var af pólitískum toga spunnin. Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru frá upp- hafi afar ótryggir bandamenn og splundruðust gjörsamlega í lokin. Þau óheilindi hafa marg- sinnis valdið erfiðleikum og leiddu til sjálfheldu á þingi í meira en hálft ár, einmitt þegar nauðsynlegt var að taka með festu á efnahagsmálunum og koma í veg fyrir of öra verð- bólgu. Þessi reynsla sannar, hversu háskalegt það er að treysta pólitfskum ævintýra mönnum, sem hlaupa saman í flokka eða samtök rétt fyrir kosningar, en skortir stefnu- festu og stjórnmálakjark þegar á reynir. Önnur veila í stjórnarsam- starfinu er tvískinningurinn innan forystu Framsóknar. Þar er að finna öfl, sem eru hluti af rfkjandi gróðakerfi ekki síður en Sjálfstæðisflokkurinn og hafa komið í veg fyrir nauðsyn- legar breytingar á gerð þjóðfé- iagsins. Má þar nefna banka- málin og umhyggju Framsókn- arforystunnar fyrir Olfufélag- inu h.f„ Samvinnutryggingum og hermangsfyrirtækinu Reg- inn h.f. Þessi gróðaöfl í forystu Framsóknar hafa alltaf verið ótrygg vinstri stjórninni og munu beita sér fyrir hægri samvinnu, ef tækifæri gefst." Svo kemur að öryggis- og varnarmálunum i þessum for- síðuleiðara, en þar segir Þjóð- viljinn: „Sjálfstæðisflokkurinn segir, að það séu röng stefnumið, að íslendingar lifi einir og frjálsir í landi sínu og ráði einir yfir auðlindum sínum og atvinnu- lífi. Ráðið við því er aukið her- nám, ósjálfstæð stefna í utan- ríkismálum og ný innlend inn- rás erlendra stórfyrirtækja til þess að hagnýta auölindir Is- lendinga." Skyldi hér vera átt við Junior Carbide eða önnur amerfsk stórfyrirtæki, sem Magnús Kjartansson hefur lagt svo mikla áherzlu á að ná samningum við að undaförnu? A þessi styrkur að ráða úrslit- um kosninganna 30. júní n.k.? Haldið er svo áfram með gamla laginu á þá leið, að Al- þýðubandalagið sé „enn sem fyrr reiðubúið til þess að taka þátt f stjórnarsamvinnu, en þó því aðeins, að fyrirheitin um brottför hersins séu fram- kvæmd undanbragðalaust". Einar Ágústsson utanrfkis- ráðherra skrifaði einnig sl. sunnudag forsfðugrein í Tim- ann um varnarmálin. Er þar að finna sömu samsuðuna og hálf- velgjuna og ævinlega hefur verið að finna f skrifum þessa manns um utanríkismálin. Það á að vera f Atlantshafsbanda- laginu, en það á ekki að leggja til það, sem Atlantshafsbanda- lagið þarfnast, að til sé lagt, tilstyrk fyrir her þess, ef til ófriðar kemur. Það á að „láta Bandarikjunum í té aðstöðu til öryggiseftirlits fyrir Atlants- hafsbandalagið á Norðurhöfum og viðhalda hér varnaraðstöðu af öryggisástæðum, sem grípa má til ef ófriðarblika kæmi á loft, og það er sannfæring mín að þetta sé eina leiðin til að binda á hæfilegum varnartíma enda á dvöl varnarliðsins hér‘‘. Þetta eru orð og stefna Einars Ágústssonar utanríkisráðherra. Morgunblaðið birti á laugar- dag og sunnudag Dauðadóm vinstri stjórnar, en þar er að finna m.a. þessar fyrirsagnir úr sjálfri skýrslu hagrannsókna- stjóra Framkvæmdarstofnunar ríkisins, aðalefnahagssérfræð- ings ríkisstjórnarinnar: „Tólf hundruð milljóna tap á frysti- iðnaði, þúsund milljóna tap á togurum, — þrjú til fjögur hundruð milljóna halli á báta- flota, — rekstrargrundvöllur útflutningsiðnaðar að bresta, — háskaleg verðbólguþróun, — sjö til átta þúsund milljóna við- skiptahalli, — þrjú þúsund milljóna rýrnun gjaldeyrisvara- sjóðs, — sprengihækkun launa, — rekstrarhalli og fjárvöntun, — versnandi staða banka, — tafarlausar aðgerðir." Hér eru í stytztum orðum talin upp og rakin þau sannindi, sem helzt skipta máli í efnahagskerfi nú- verandi ríkisstjórnar. Það er stefnuleysi frá upphafi vega, eitt í dag og annað á morgun. Gengisfalli og gengissigi mætti bæta þarna við. Það verður ekki svo, að skáid- in geti ort glæsilega um þennan stjórnarferil, hann er einn sá hrottalegasti, sem islendingar hafa augum litið. Samstarfið hefur ætíð verið rotið og úr- ræðalaust, þegar til hefur átt að taka, og aldrei fest stað á neinu, sem máli skiptir í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Þar er ekkert, sem stjórnin hefur gert, sem hún ekki lofaði að gera ekki. Þeir, sem gera það helzt, sem þeir lofa að gera ékki, eru ekki traustsins verðugir hjá íslenzku þjóðinni, allra sízt nú á timum. Dæmin eru of augljós til þess, að á þeim verði villzt. Islenzka þjóðin hefur þegar séð að sér i bæjar- og sveitarstjórnakosn- ingum, og hún mun halda áfram í enn ríkara mæli að sjá að sér í þeim alþingiskosning- um, sem nú fara i hönd 30. júní n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.