Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14, JUNI 1974 Vestmannaeyjar: 3 teknir fyr- ir hassneyzlu FYRIR skömmu handtók lögregl- an I Vestmannaeyjum þrjá aðila vegna gruns um fflcniefnaneyzlu. Bæjarfógetaembættið f Vest- mannaeyjum hefur verið með málið til rannsóknar, og er þeirri rannsókn nlí lokið og málið upp- lýst. Þótti sannað, að umræddir aðilar hefðu haft hass undir höndum og neytt þess. en þeir munu ekki hafa dreift efninu. Fulltrúi hjá bæjarfógetaemb- ættinu tjáði Mbl. í gær, að tveir Islendingar og einn Bandarlkja- maður væru viðriðnir þetta mál. Bandaríkjamaðurinn hefur dvalið I Vestmannaeyjum sfðan stuttu eftir gos. Allir þrír sitja nú I gæzluvarðhaldi í Eyjum, og verða þeir sendir til Reykjavfkur með fyrstu ferð, þar sem fíkni- efnadómstóll mun taka mál þeirra til framhaldsmeðferðar. Um 10 þúsund manns á Keflavíkurhátíðina UM tfu þúsund manns komu á Keflavfkursýninguna, sem lauk sl. sunnudag. Sýningin stóð f 9 daga og var stanzlaus straumur fólks á hana allan tfmann. Sagði Lúðvfk Jónsson formaður undir- búningsnefndar Keflavíkurhátfð- arinnar '74 Morgunblaðinu, að móttökur almennings hefðu verið einstaklega góðar og sérstaklega hefðu aldraðir haft ánægju af að sjá sýninguna og margir komið oftar en einu sinni. Óskir komu fram um framlengingu sýningar- innar, en ekki reyndist unnt að verða við þeim. Jóhann Einvarðsson bæjar- Síjóri í Keflavfk sagði í samtali við Mbl., að áhugi væri á því í Keflavík að halda sýningar með föstu árabili og væri rætt um 3—5 Framboðsfundir í Norðurlands- kjördæmi vestra FRAMBOÐSFUNDIR í Norður- landskjördæmi vestra vegna alþingiskosninganna 30. júni n.k. verða sem hér segir: Siglufjörður þriðjudaginn 18. júní, Sauðár- krókur miðvikudaginn 19. júní, Blönduós, fimmtudaginn 20. júní, Hvammstangi föstudaginn 21. júní, Skagaströnd laugardaginn 22. júnf, Varmahlíð mánudaginn 24. júnf og Hofsós þriðjudaginn 25. júní. Er þetta hægt? SL. þriðjudagsmorgun kom flugvél Flugmáls- stjórnar til ísafjarðar til þess að sækja tvo efstu menn á F-listanum, þá Karvel Pálmason og Jón Baldvin Hannibalsson og var ferð þessi farin skv. fyrirmælum Magn- úsar Torfa Ólafssonar, samgöngumálaráðherra, sem er yfirmaður Flug- málastjórnar, væntan- lega vegna þátttöku þessara frambjóðenda í sjónvarpskynningu, sem tekin var upp í sjónvarp- inu á þriðjudag. Þess má geta, að um hádegi á þriðjudag fór áætlunar- vél frá ísfirði til Reykja- víkur. Er þetta hægt? ára bil. Ekkert hefur þó enn verið ákveðið í þessu efni að sögn Jóhanns. Frá Atlanta á listahátíð HJÓNIN Mauritz og Ida Horo- wich eru komin til tslands að þessu sinni til að njóta lista- hátfðar. Horowich er ræðismaður tslands f Atlanta f Bandarfkjun- um. — Að vfsu koma þessir lista- menn til Atlanta, en svo sannar- lega ekki allir á sama ári, og við getum ekki heyrt svo stóra snill- inga alla f sömu vikunni, sagði hann við fréttamann blaðsins. — Við komum fyrir opnunar- hátfðina, sagði hann og vildum sjá og heyra sem flest, Barenboim, Ashkenazy, Lundúnasinfóníuna, Zukerman og Cleo Lane og Dank- worth f kvöld. Alveg stórkostlegt! Við skiljum ekki fslenzku, en við höfum skoðað sýningarnar. Verkin á sýningu Nínu Tryggvadóttur eru mjög falleg, lfka sýningin á íslenzkum lista- verkum í 1100 ár í nýja mynd- listarhúsinu á Kjarvalsstöðum. Og teppin í Norræna húsinu höf- um við skoðað. — Auk þess sem ég er umboðs- maður fyrir íslenzku frystihúsin heima, þá er ég ræðismaður ís- lands og ætlaði raunar að hitta að máli menn í utanríkisráðuneytinu hvort sem var og hitta gamla vini, sem ég á marga hér. En við völdum þennan tfma vegna lista- hátíðarinnar og þess, sem hún hefur að bjóða, sagði Horowich að lokum. Obreytt meiri- hlutasamstarf á ísafirði NÁÐST hefur samstaða um bæjarstjórnarmeirihluta á Isa- firði milli Sjálfstæðisflokksins annars vegar og jafnaðarmanna, frjálslyndra og óháðra hins vegar, og var gengið frá samkomulagi þessara aðila í gær áður en bæjar- stjórnarfundur hófst. Þessir aðil- ar hafa sjö menn af níu í bæjar- stjórn Isafjarðar, sem er sami meirihluti og þeir höfðu á siðasta kjörtímabili, en þá unnu sömu flokkar saman. A bæjarstjórnar- fundi á Isafirði I gærkvöldi var Jón Ben. Ásmundsson kjörinn forseti bæjarstjórnar, fyrsti vara- forseti var kosinn Jón Ólafur Þórðarson og annar varaforseti Guðmundur H. Ingólfsson. I bæjarráð voru kjörnir Jón Ben. Ásmundsson, Guðmundur H. Ingólfsson og Jón Baldvin Hanni- balsson. Ekki var gengið frá kjöri bæjarstjóra. TROÐFULLT var f Háskólabíói í gærkvöldi er André Previn, Árni Egilsson og Kvintett Johnny Dankworth léku þar jass af fingrum fram, og var hljómlistar- fólkinu frábæriega fagnað. Þessi mynd var tekin í fyrrakvöld, þegar Dankworth og kona hans Cleo Laine komu til landsins. Dankworth er saxófónleikari og einn fremsti jassmaður Bretlands um þessar mundir, auk þess sem hann er prýðilegur lagasmiður. Cleo Laine er einnig vfðfræg jasssöngkona en með þeim í kvintettinum eru að auki Tony Hymas, Roy Jones og Daryl Rumswick, allt þekktir jassleikarar. Lausafjárstaða bank- anna aldrei verri • LAUSAFJÁRSTAÐA við- skiptabankanna f landinu er nú mjög slæm og hafa flestir bank- anna orðið að fá stórar fjárhæðir að láni á yfirdráttarreikningi hjá Seðlabankanum gegn 18% refsi- vöxtum. 0 I aprfllok var þessi upphæð 1806 milljónir króna, en f fyrra aðeins 112 milljónir. % Bankastjór.ar, sem Mbl. talaði við, segja, að lausaf járstaða bank- anna hafi sjáldan eða aldrei verið verri en nú. I nýútkomnu júníhefti af Hag- tölum mánaðarins sem hagfræði deild Seðlabanka Islands gefur út, kemur fram, að útistandandi reikningsskuldir innláns- stofnana, þ.e. yfirdráttarlán þeirra hjá Seðlabankanum, voru I apríllok 1806 milljónir króna, en á sama tima í fyrra aðeins 112 milljónir. I árslok 1973 var þessi upphæð 880 milljónir. Önnur stutt lán, aðallega víxillán, sem Seðlabankinn á hjá innlánsstofn- unum, námu I árslok 1973 855 milljónum króna, en námu í aprfl- lok sl. 189 milljónum. Stuttu lánin bera 13% vexti, en yfirdráttarlán- in 18% vexti, sem miðast við hæstu skuld á hverju 10 daga tfmabili. Hafa innlánsstofnanir greitt niður styttri lán hjá Seðla- bankanum um 666 milljónir með því að yfirdraga viðskiptareikn- inga sína hjá honum sem þeirri upphæð nemur, en að auki hafa þeir yfirdregið 260 milljónir. Eins og kunnugt er, er það eitt af hlutverkum Seðlabankans að bæta úr fjárþörf viðskiptabank- anna og annarra innlánsstofnana, þegar lánsfé skortir. I formála að Hagtölum mánaðarins um aðgerð- ir í efnahagsmálum í maí segir, að Seðlabankinn hafi f byrjun maí tilkynnt bönkunum, að fyrst um sinn myndi hann ekki veita þeim neina fyrirgreiðslu í formi víxil- lána, þannig að fjárvöntun þeirra, ef til kæmi, yrði aðeins leyst með yfirdráttarláni, sem ber mjög háa refsivexti. Segir, að með því sé stefnt að þvf að draga úr þeirri gffurlegu útlánaaukningu, sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði, og þar með peninga- þenslu, er stuðlað hefur að óhóf- legri eftirspurn og verðbólgu- aukningu. Má því gera ráð fyrir, að greiðslustaða bankanna gagn- vart Seðlabankanum hafi enn versnað í maímánuði. Höfuðástæðan fyrir þessum mikla yfirdrætti bankanna mun vera almennur lánsfjárskortur, sem stafar af geysimikilli eftirspurn eftir lánsfé og hríðversnandi greiðslujöfnuði, en gjaldeyrissala umfram kaup á fyrstu fjórum mán- uðum þessa árs nam 3157 milljónum króna, en á sama tíma í fyrra aðeins 5 milljónum króna. Halli á greiðslujöfnuði vegna Týndi 6 þúsund kr. 13 ÁRA telpa, Birna Róbertsdótt- ir, Bjarmalandi 7, tapaði í gær brúnni buddu f Goðalandi með um 6 þúsund krónum. Finnandi vinsamlega gefi sig fram við lög- regluna og skili buddunni gegn fundarlaunum. Fer fram á sakadóms- rannsókn BLAÐINU barst I gær eftirfar- andi frá Pétri Eiríkssyni. for- stjóra Álafoss h.f.: Vegna fréttar f dagblaðinu Vísi í dag 13. júní 1974 óska ég að taka fram eftirfarandi: Sk);rsla sú, sem vitnað er til, er ekki samin af mér né nokkrum öðrum starfsmanni Álafoss h/f, enda er skýrslan röng f öllum aðalatriðum. Verður ekki annað séð en skýrslan hafi verið samin í þeim tilgangi að skaða fyrirtækið og mig persónulega. Ég hef því í dag óskað eftir sakadómsrannsókn á málinu. Alafossi, 13. júní 1974. Pétur Eirfksson, forstjórf gjaldeyrissölu bankanna umfram kaup leiðir til samdráttar pen- ingamagns í umferð og þar með til verri lausafjárstöðu viðskipta- bankanna. Við eðlilegar aðstæður i efna- hagsmálum batnar lausafjárstaða bankanna venjulega á þess- um árstfma vegna mikils úrflutnings. I fyrra batn- aði lausafjárstaða bankanna fyrstu fjóra mánuði ársins um 717 millj., en versnaði í ár um 1756 milljónir og nemur sveiflan þvf 2476 milljónum króna. Þrátt fyrir lausafjárerfið- leika sína hafa bankarnir orðið að auka útlán sín og þá fyrst og fremst til atvinnurekstursins, sem nú striðir við rekstrarörðug- leika. Af þeim sökum hafa bank- arnir orðið að taka hin dýru yfir- dráttarlán hjá Seðlabankanum. Var það samdóma álit þeirra bankastjóra, sem Mbl. leitaði til, að lausafjárstaða bankanna hefði sjáldan eða aldrei verið verri en nú. Ástæðurnar fyrir ört vaxandi greiðslujafnaðarhalla mun að leita bæði f inn- og útflutningi. Annars vegar hefur orðið verðfall á útfluttum sjávarafurðum miðað við útflutningsverðlagið i fyrra, en verðlag á innfluttum vörum farið hækkandi og viðskiptakjör- in við útlönd þvf versnað. Hins vegar hefur umframeftirspurn eftir innfluttum vörum vegna hárra tekna og spákaupmennsku haft mikil áhrif til aukningar á innflutningi. Þessi einkenni greiðslujafnaðarstöðunnar komu fram á sfðari hluta sfðasta árs og hafa komið enn frekar í Ijós það sem af er þessu ári. Fyrsti minjagrip- urinn uppseldur FYRSTI minjagripurinn er upp- seldur af þeim, sem Þjóðhátfðar- nefnd 1974 hefur látið framleiða. Er það lítill ferkantaður ösku- bakki með þjóðhátíðarmerkihu, framleiddur af Bing & Gröndal f Kaupmannahöf n.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.