Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 17
MORtiUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAOUR 14. JUNÍ 1974 17 Hundrað og f jörutíu bændur forðuðu sér úr slagviðrinu hér syðra síðastliðinn miðvikudag og flugu til Óslóar með Boeing-flugvél Sunnu. Þeir ætla að ferðast í ellefu daga um Noreg og Svíþjóð. Ól.K.M. tók myndina rétt eftir lendingu ytra; I Ósló var þá nítján stiga hiti og glampandi sólskin. Gróðursetja þjóð- Skóg- 1 'A'* 1 £ ræktin hátíðarlundi og gefa 75 áræ út minnispeninga __________ ! ár eru liðin 75 ár frá upphafi skógræktar á Islandi en árið 1899 var gróðursett fyrst til skógar f hallíð austan Almannagjár á Þingvöllum. Þessa afmælis hyggj- ast skógræktarmenn minnast sér- staklega samtfmfs þvf, sem skóg- ræktarfélögin hafa ákveðið að taka þátt f að minnast ellefu alda byggðar f landinu með gróður- setningu plantna f sérstaka þjóð- hátfðarlundi. Þá hefur Skóg- ræktarfélag Islands látið slá minnispeninga úr bronsi og silfri f tilefni 75 ára afmælisins. Verð- ur bronspeningurinn gefinn út f 2000 eintökum en silfurpeningur- inn f 500 eintökum. Það voru fáeinir áhugamenn, Danir og Islendingar, sem stóðu að hinni fyrstu gróðursetningu fyrir 75 árum, og á sl. ári ákvað stjórn Skógræktarfélags Islands að beita sér fyrir þvf, að þessa atburðar yrði minnzt samtfmis á 1100 ára afmæli tslandsbyggðar. Stjórnin lagði til, að þetta yrði fyrst og fremst gert með því, að félögin beittu sér fyrir sem al- mennastri þátttöku I gróðursetn- ingu trjáplantna á völdum stöðum í héruðum landsins. I hverju héraði yrði þannig plantað f sér- stakan þjóðhátfðarlund. Tillögum þessum var vel tekið af héraðs- skógræktarfélögunum og eitt félag, Skógræktarfélag Arnes- inga, hafði þá þegar ákveðið að minnast þessara afmæla með sér- stöku átaki f plöntun og verja til þess hálfri milljón króna. Þessar framkvæmdir eru nú í fullum gangi og er einstaklingum, stofn- unum og hvers konar félögum gefinn kostur á að gróðursetja eða kosta gróðursetningu f af- markaða reiti, sem síðar verða merktir þeim. Þá hefur komið fram, að skógræktarfélögin sjálf munu gróðursetja verulega meira á þessu ári en endranær, en áformað hefur verið að gróður- setja um 600 þúsund skógarplönt- ur. Ákveðið hefur verið að gefa út kynningarbækling á fyrirætlun- um skógræktarfélaganna í sam- bandi við afmælisárið. I sambandi við þjóðhátíðarlundina má geta þess, að Skógræktarfélag Reykja- víkur hefur ákveðið sinn bióð- hátfðarlund í Löngubrekkum í Heiðmörk og ákveðið hefur verið, Framhald á bls. 20. Hús Jóns Sig- urðssonar 1 Höfn opið dag- lega í sumar IltJS Jóns Sigurðssonar verður opið f sumar fyrir fslenzka ferðamenn og aðra þá, sem skoða vilja húsið, daglega frá kl. 14—18. Lokað verður á mánudögum og á föstudögum verður opið frá kl. 16—22. Gefst gestum tækifæri til að Ingunn og Marfa framan við hús Jóns Sigurðssonar við öst- ervoldgade 12 í Kaupmanna- höfn. lesa íslenzk dagblöð, sem liggja munu frammi, og fá sér kaffi- veitingar. Tvær ungar stúlkur munu sjá um þessa starfsemi, Ingunn Jónasdóttir og Marfa L. Einarsdóttir. Steinþór Marínó sýnir í Eden STEINÞOR Marínó Gunnars- son listmálari opnar f kvöld málverkasýningu í garðyrkju- stöðinni Eden f Hveragerði. Hér er um að ræða að mestu leyti sömu verk og Steinþór sýndi í Hamragörðum í Reykja- vík fyrir stuttu við góða aðsókn, en þó hefur nokkrum myndum verið bætt við og aðrar teknar út. Þarna verða t.d. nokkrar myndir af eldgosinu í Eyjum, sem Steinþór hefur ekki sýnt áður. Alls verða á sýningunni 50 verk, ölíumálverk og „relief“ myndir. Sýningin verður opin til 1. júlf nk. 125 krónur fyrir innlend lyf -200 kr. fyrir erlend sérlyf LYFJAKAUPENDUR munu framvegis greiða fyrstu 125 krónurnar af innlendum lyfj- um og fyrstu 200 krónurnar af erlendum sérlyfjum, en sjúkra- samlag síðan það sem á vantar í fullt verð. Þetta á við um önnur lyf en þau sem lífsnauðsynleg eru kaupanda, en þau lyf munu sjúkrasamlögin áfram greiða að fullu. örfá lyf verða undan- þegin þessum ákvæðum, en þau er að finna í nýrri reglugerð um greiðslur sjúkrasamlaga á iyfjakostnaði, sem Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur gefið út og tekur gildi 15. júnf 1974. Steinþór Marínó við eitt verka sinna. smanna Varins lands T) 99 NOKKRIR andstæðingar Varins lands hafa að undan- förnu leitazt við að varpa skugga á undirskriftasöfnunina með því að saka forvígismenn hennar um misferli. Menn þessir halda þtfí fram, að notk- un tölvu til könnunar á undir- skriftunum hafi verið vítavert athæfi, sem varða myndi við lög í öðrum löndum. Gerð hafi verið „pólitisk tölvuskrá", sem óhlutvandir menn geti misnot- að og hafi raunar þegar misnot- að við síðustu byggðakosningar. Svo langt hefur verið gengið að koma með aðdróttanir um, að erlendir aðilar hafi fengið aðgang að tölvuskránni eða af- rit af henni á fyrirferðarlitlum segulspólum. Vitnað er til þess, að mikil leynd hafi hvílt yfir gagnaúrvinnslu Varins lands og að forvígismenn undir- skriftasöfnunarinnar hafi ekki fengizt til að koma fram opin- berlega til að svara spurn- ingum um málið. Þótt þeir séu ef til vill fáir, sem lagt hafa trúnað á ofan- •greindar ásakanir, teljum við undirritaðir rétt, að eftirfar- andi komi fram. 1. Þegar undirskriftasöfnun Varins lands hófst var kunn- gert, að undirskriftirnar yrðu afhentar forsætisráðherra og forseta sameinaðs þings. Af- hendingin fór fram hinn 21. marz sl„ og eru listarnir nú í vörzlu forsætisráðherra. Eins og fram kom við afhendinguna munu forvfgismenn Varins lands varðveita afrit af listum, tölvuspólur og önnur vinnu- plögg enn um hríð, meðan nauðsynlegt verður talið að hafa þau tiltæk til að svara sanngjörnum fyrirspurnum. Ekki hefur komið til þess enn- þá, að þurft hafi að fletta upp f þessu gögnum, og hefur því enginn maður á þau litið síðan I marzmánuði. 2. Allt frá upphafi undir- skriftasöfnunarinnar var fylgt ströngum reglum um meðferð lista og annarra vinnugagna og þess gætt, að þau lægju ekki á glámbekk eða kæmust í hendur annarra en trúnaðarmanna Varins lands. Þessar vinnuregl- ur voru settar til þess að tryggja, að gögnin yrðu ekki notuð til neins annars en þess, sem varðaði undirskriftasöfn- unina sjálfa. Hvorki stjórn- málaflokkar né önnur samtök fengu nokkru sinni aðgang að gögnunum. 3. Það er misskilningur einn, að forvígismenn Varins lands hafi verið ófúsir að gera grein fyrir þeim vinnuaðferðum, sem notaðar voru við könnun undir- skriftanna. Þegar andstæðingar Varins lands tóku að breiða út sögur um, að ekkert væri að marka fjölda undirskrifta vegna stórfelldra falsana, undirskrifta unglinga o.s.frv., gerðu forvígismenn Varins lands ítarlega grein fyrir því i blaðaviðtölum, hvernig gögnin væru meðhöndluð. Má I því sambandi vísa til viðtala í Mbl. 15. febrúar og 24. febrúar. Greinargerð um sama efni var enn fremur send fjölmiðlum daginn sem afhending listanna fór fram. Tilmælum um að ræða þetta mál var aðeins hafn- að í eitt skipti. Var það þegar okkur var boðið — af lítilli smekkvísi — að ræða í sjón- varpi við þingmann, sem skömmu áður hafði borið okkur alvarlegum og ærumeiðandi sökum á Alþingi. Við höfðum þá þegar lýst því yfir, að við vildum stefna þingmanninum fyrir ummælin og töldum að dómstólar ættu að fjalla um það mál. Á þeim vettvangi einum gefst tækifæri til að leggja fram nauðsynleg sönnunar- gögn, leiða fram vitni og fá hlutlausan dóm. Meint lögbrot verða ekki afgreidd á þaon hátt að bjóða þeim, sem hlut eiga að máli, til umræðna I sjónvarpi eða á mannfundum, þar sem fullyrðing stendur gegn full- yrðingu og frekari ærumeið- ingum er gefið undir fótinn. 4. Þótt samsiarfshópurinn um Varið land væri fús til að gera grein fyrir öllu, sem snerti verkefni hópsins, þ.e. undir- skriftasöfnunina sjálfa, lýsti hann því yfir hvenær sem til- efni gafst, að hann teldi það ekki I sínum verkahring að taka þátt f almennum fundum eða umræðum um varnarmálin. Verkefni hópsins vær einfald- lega það, að gefa almenningi kost á að tjá hug sinn í varnar- málunum með ótvíræðri yfir- lýsingu, án alls orðaskaks. For- vígismenn Varins lands voru þeirrar skoðunar, að almenn- ingur hefði þegar gert upp hug sinn í þessu efnum eftir stjórn- málaumræður liðinna ára og íratuga, en stjórnmálaflokk- arnir og hliðstæð samtök væru hins vegar einfær um að halda uppi frekari umræðum, ef þurfa þætti. 5. Gerð tölvuskrár eins og þeirrar, sem notuð var til að kanna undirskriftir Varins lands, var á engan hátt var- hugaverður verknaður, hvað þá refsiverður, hvorki að íslenzk- um lögum né öðrum, sem vitn- að hefur verið til. Tölvuskráin margumrædda er ekki annað en skrá, þar sem nöfnum undir- skrifenda hefur verið raðað eftir heimilisföngum. Engar upplýsingar eru í þessari skrá umfram nöfn, heimilisfang og númer þess lista, sem skrifað var á. Illmögulegt hefði þvf verið að tengja þessa skrá nokk- urri annarri skrá til frekari tölvuvinnslu eða samanburðár, jafnvel þótt vilji hefði verið fyrir hendi. Rétt er að leggja áherzlu á, að enginn eðlis- munur er á sllkri tölvuskrá og handunninni skrá; munurinn er einungis fólginn i þvl, að tölvan raðar nöfnunum með undraverðum hraða saman- borið við mannshendina. Tölvuskrá Varins lands var sem kunnugt er borin saman við Ibúaskrár til að leita uppi tvíritanir og nöfn manna undir kosningaaldri. Þrátt fyrir tölvu- skrána varð samanburðurinn gffurlegt verk. An skrárinnar hefði verkið mátt heita ófram- kvæmanlegt. Þeir, sem halda öðru fram, mæla af lítilli reynslu. Þeir hafa áreiðanlega aldrei séð aðra eins nafna- mergð, hvað þá að þeir hafi þurft að vinna úr slíku, ráða I illlæsileg nöfn, fletta upp I þjóðskrá til samanburðar, þegar um breytt heimilisfang var að rabða o.s.frv. 6. Við undirritaðir gerum, | okkur fulla grein fyrir þvl, að aðdróttanir á borð við þær, sem hér eru til umræðu, verða ekki hraktar með yfirlýsingum ein- um saman. Það verður einungis gert fyrir hlutlausum dómstóli I þeim málaferlum, sem senn munu hafin á hendur þeim mönnum, er að okkar mati hafa gerzt brotlegir við íslenzk lög með ummælum sínum. I þessu sambandi er vert að minna á, að þeir alþingismenn, sem fengu áskorun um að endurtaka um- mæli sln utan þings, hafa ekki enn orðið við þeirri beiðni. Tveir þeirra hafa sett skilyrði fyrir því, að þeir gangist við orðum sínum utan þinghelg- innar, en hinn þrióji þegir þunnu hljóði. Ragnar Ingimarsson Valdimar J. Magnússon Þorsteinn Sæmundsson Þorvaldur Búason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.