Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14, JUNI 1974
skin sólarinnar verði ekki jafn
bjart og það áður var.
Mig langar til að minnast hinn-
ar hreinu hamingju, er hún hlaut
í sambúðinni við fágætan eigin-
mann, drengskaparmann, sem
reyndist þá bezt, er þess þurfti
mest með. I huga minn koma árin,
sem hún naut hinnar yndislegu
gleði móðurástarinnar með börn-
unum sínum, er voru ljós augna
hennar. Einnig hugsa ég um hinn
mikla kærleika, er foreldrar
hennar, systir og aðrir nánir ætt-
ingjar veittu henni i svo ríkum
mæli og hún þeim.
Vissulega er Hildur Vilhjálms-
dóttir mjög treguð, ekki bara af
þeim, sem mest hafa misst og um
sárast eiga að binda við burtför
hennar, heldur einnig af stórum
hópi ættingja og vina þeirra
hjóna beggja. Sjálf var hún i ætt
við vor og sólskin. Kærleikurinn
og fegurðin voru uppistaðan og
ivafið í lífi hennar. Ung, dáð og
elskuð verður hin bjarta mynd
hennar í hjörtum okkar alla tíð.
Blessuð veri minningin um
Hildi Vilhjálmsdóttur.
Hjartanlegar samúðarkveðjur
sendi ég Sigurði eiginmanni
hennar, börnunum þeirra, Guð-
rúnu móður hennar og Jódísi
einkasystur hennar svo og öðrum
nákomnum ættingjum hennar.
Kristrún Guðmundsdóttir
Afmælis- og
minningar-
greinar
\nm;i.l skal vakin á því.
að afmadis- og minningar-
greinar vcrða að berast
blaðinu l'vrr en áður var.
bannig verður grein. sein
birtast á í miðvikudagshlaði.
að berast í síðasta lagi l'yrir
hádegi á mánudag. og hlið-
stadt meðgreinar aðra daga.
— (ireinarnar verða að vera
vclritaðar nteð góðu línu-
hili
Aðalfundur NBC
DAGANA 1. og 2. júlf n.k.
verður haldinn á Akure.vri
aðalfundur norræna bænda-
sambandsins (Nordens Bonde-
organisationers Centralrad,
skammstafað NBC). Erlendir
þátttakendur á þessum aðal-
fundi verða 176 talsins, auk
þess um 50 Íslendingar.
Á fundinum verður flutt
erindi um Eyjafjiirð og
athafnalff þar, sérstaklega þó
um landbúnað Evfirðinga og
Norðlendinga yfirleitt.
Þá verður flutt yfirlit um
fjárhagsþróun landbúnaðarins
á Norðurlöndum, síðan sfðasti
aðalfundur var haldinn. Það
erindi flytur Guðmundur Sig-
þórsson, búnaðarhagfræðingur.
Nils Kjærgaard framkvæmda-
stjöri frá Danmiirku flytur yfir-
litserindi um þróun verzlunar
og tollamála. Forseti NBC þetta
árið hefur verið Sveinn
Tr.vggvason framkvæmdastjóri.
— Gunnar
Thoroddsen
Framhald af bls. 19
hinum vestrænu lýðræðis-
ríkjum sá einn kostur eftir
skilinn að bindast samtökum
til varnar frelsi sínu. Og
árangurinn kom strax í Ijós.
Við stofnun Nato stöðvaðist
framrás og yfirgangur
kommúnista í Evrópu. Þeir
halda að vísu með miskunn-
arlausri harðstjórn þeim
þjóðum, sem þeir höfðu náð
undir sig. En þeir hafa ekki
treyst sér til þess að innlima
fleiri þjóðir. Svo er Atlants-
hafsbandalaginu fyrir að
þakka.
Vígbúnaður Rússa
á Norðurhöfum
En þótt Nato hafi þannig
hindrað frekari framsókn
kommúnista í Evrópu, halda
Rússar áfram að vígbúast af
kappi, til þess að hafa
hramminn viðbúinn, ef færi
gefst. í Norðurhöfum er víg-
búnaður þeirra geigvænleg-
ur. Það er ekki að ástæðu-
lausu, að ugg hefur sett að
frændum okkar Norðmönn-
um, sem hafa nánar spurnir
af hinum magnþrungna her-
skipa-, flugvéla- og kafbáta-
flota nálægt ströndum sín-
um.
Öryggi íslands krefst þess
að við höldum áfram þátt-
töku I Atlantshafsbandalag-
inu. Það veitir okkur trygg-
ingu fyrir því, að meðlimir
þess komi okkur til liðs, ef
sjálfstæði íslands er ógnað.
En þátttakan ein I bandalag-
inu er ekki nóg. Eins og
málum er háttað I næsta
nágrenni okkar og hér var
lýst, er einnig nauðsynlegt
fyrir öryggi landsins, að hér
séu varnir í landinu I því
skyni að fylgjast með ferð-
um flugvéla, herskipa og
kafbáta, og veita hið fyrsta
viðnám, ef til átaka kæmi.
Slíkar varnir verðá íslend-
ingar að hafa og vilja hafa.
íslendingar eru landvarnar-
menn.
Lokað
Verkstæði vort verður lokað vegna sumarleifa
frá 8. júlí til 6. ágúst.
Vökull h.f.
Ármú/a 36 sími 84366
Mótaniðurrif
Getum bætt við okkur verkefnum við að rífa
niður steypumót. Upplýsingar í síma 36655
eftir kl. 7 á kvöldin.