Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUK 14. JUNl 1974 35 Verðskuld- uðum sigur Við viljutn gjarnan gera það sem við getum til að sýna fólki, að við getum spilað góða knatt- spyrnu er við nú tökum þátt f úrslitum HM, eftir 12 ára hlé. Þetta voru orð júgóslavneska landsliðsþjálfarans Miljan Milac eftir leik Júgóslavfu og Brasilfu f fyrrakvöld. — Þegar á heildina er litið tókst okkur að gera það f gærkvöldi og við verðum að hafa það f huga að Brasilfumenn eru þrefaldir heimsmeistarar og það er ekki undarlegt að júgóslavnesku leikmennirnir hafi borið of mikla virðingu fyrir meistur- unum f leiknum. Eigi að sfður verðskulduðum við að sigra, sagði júgóslavneski þjálfarinn. V-þýzki landsliðseinvaldur- inn Helmut Schön sagði eftir leikinn að það væru ekki aðeins lakari lið, sem ættu lélega daga. Eftir leik Júgóslava og Brasilfumanna væri ekki hægt að segja annað en að meira segja heimsmeistarar gætu dottið niður á plan meðal- mennskunnar. — Ég er ekki ánægður, var það eina sem knattspyrnu- kóngurinn Pele sagði eftir leik- inn. Það var greinilegt að hon- um hafði ekki lfkað hvernig Brasflfumennirnir léku. Uwe Seeler, fyrrum helzti marka- skorari V-Þjóðverja, sagði eftir leikinn að tækist Brasilfu- mönnum ekki að auka hraðann f leik sfnum f næstu leikjum, kæmist liðið ekki langt f keppn- inni. Leikur Brasilfu og Júgóslavfu var rólega leikinn, enda völlurinn mjög háll eftir miklar rigningar. Enginn meistarabrag- ur á Brasilíumönnum Jafntefli í fyrsta leik HM FYRSTI leikurinn í úrslitum Heimsmeistarakeppninnar f knattspyrnu f V-Þýzkalandi, við- nreicn Brasilfu og Júgóslavfu 2ií/.. beim, sem með fylgdust, talsverðum vonbrigðum. Leikn- um lauk án þess að mark væri skorað, en Júgóslavarnir voru þó mun nær þvf að koma knettinum f net andstæðingsins en núverandi heimsmeistarar, Brasilfumenn. Þessi úrslit renna stoðum undir þá skoðun margra, að Brasilfu- mönnum takist ekki að þessu sinni að tryggja sér heims- meistaratitil f fjórða skiptí. Forseti Sambandslýðsveldisins Þýzkalands, Gustav Heinemann, setti Heimsmeistarakeppnina með stuttri ræðu. Hermann Nauberger, formaður v-þýzku skipulagsnefndarinnar, og Stan- ley Rous, fyrrverandi formaður FIFA, ávörpuðu einnig þátttak- endur. Setningarathöfnin stóð í tvo tíma, þjóðsöngvar þjóðanna í úrslitunum voru leiknir og hvít- klædd skólabörn gerðu merki Heimsmeistarakeppninnar. Setningarathöfnin náði há- marki er brasilíski knattspyrnu kóngurinn Pele og hinn vinsæli v-þýzki leikmaður Uwe Seeler skiptust á bikurum. Pele rétti Uwe bikar þann, sem nu er í fyrsta skipti keppt um og fékk f staðinn Jules Rimet styttuna, sem Brasilíumenn hafa unnið til eign- ar með því að sigra þrívegis í Heimsmeistarakeppninni 1 knatt- spyrnu. Að þessu loknu hófst fyrsti leikurinn Júgóslavfa gegn heimsmeisturunum, Brasilíu- mönnum. Taugaóstyrkir leikmenn á blautum velli. Eftir rigningar í allan gærdag var völlurinn, sem leikið var á í Frankfurt, mjög blautur og háll og kom það greinilega verr niður á Brasilíumönnunum. Þá voru leikmenn beggja liða greinilega taugaóstyrkir. Brasilíumenn voru fyrri til að finna sig og það var ekki langt liðið á leiktímann þeg- ar Rivelino tók aukaspyrnu af 30 metra færi. Knötturinn stefndi á markið, en á síðustu stundu bjargaði markvörður Júgóslav- anna í horn. Þegar leið á fyrri hálfleikinn gerðust Júgóslavarnir atkvæðameiri og sýndu Brasilíu- mönnunum hvers þeir gátu vænzt í siðari hálfleiknum. í sfðari hálfleiknum réðu Júgó- slavar lögum og lofum á vellinum og heimsmeistararnir voru hvað eftir annað bornir yfirliði. Bak- vörðurinn Vladislav Bogievic átti stórkostlegt tækifæri í s.h. er hann átti fastan skalla í þverslá brasilfska marksins, en inn vildi knötturinn ekki. Brasilfumenn björguðu á línu og að margra áliti sluppu þeir með skrekkinn þegar dæma hefði átt vitaspyrnu. Sterkir miðsvæðisleikmenn Það, sem fyrst og fremst olli yfirburðum Júgóslava i þessum leik, voru sterkir miðsvæðisleik- menn, þeir Brano Oblak og Jovan Acimovic. En þrátt fyrir snildar- lega uppbyggingu á miðjunni voru framlínuleikmennirnir ekki á skotskónum að þessu sinni og tókst ekki að nýta tækifæri sín. I fyrri hálfleiknum var fyrirliða Júgóslavanna, Oblak, sýnt gula spjaldið og sfðar f leiknum var annar júgóslavneskur leikmaður bókaður. Það var í rauninni aðeins fyrsta hálftíma leiksins sem Brasilíu- menn sýndu þá snilli, sem fært hefur þeim heimsmeistaratitil þrívegis. Jairizinho var potturinn og pannan f sóknarleik Brasilíu- manna og hann ógnaði með hraða sínum i upphafi leiksins. Er leið á leikinn kom æ betur f ljós hversu slök vörn Brasilíumanna er og að liðið er ekki lfklegt til stórafreka í keppninni að þessu sinni. Fögnuður í Brasilíu var úrslitunum tekið með fögnuði, fólk var greinilega ánægt með að liðin skyldu deila stigunum. Sungið var og dansað á götum úti í Rio de Janerio. Fólk hafði að vfsu vænzt sigurs Brasi- Ifumanna, en eftir að hafa fylgzt með leiknum í sjónvarpi, prfsuðu Brasilíumenn sig sæla með jafnteflið. Með Júgóslövum og Brasilíu- mönnum í riðli eru Zaire og Skot- land og leika þau saman á morg- un. Þá leika einnig í a-riðli V- Þýzkaland gegn Chile og A-Þýzka- land gegn Astralíu. Varúðarráðstafanir 1400 vopnaðir lögreglumenn, tvær þyrlur og einn vaktmaður á hverja 60 áhorfendur gættu þess, að allt færi friðsamlega fram á áhorfendastæðum og í kringum leikvanginn. Eru þetta mestu var- úðarráðstafanir, sem gerðar hafa verið. Ýmsir mótmælaflokkar þykja liklegir til illra aðgerða meðan HM-ke; pnin stendur yfir og Þjóðverjar eru enn minnugir atburðanna á Ölypíuleikunum í Mflnchen 1972 er fsraelskir íþróttamenn voru myrtir. t aÍí nn i BERGSTAOASTRÆTI — SlVI 14 350 * * * Ný sending af ! dömu- og herraskóm. : * * * Glæsilegt úrval af dömu- og herra leðurjökkum. •* * * Bolirí þúsundavís. * * * | Dömujakkaföt í sumarlitum. I * * * i Fínflauelsbuxurnar komnar aftur. * * * BERGSTAÐASTRÆTI — SlMI 28 3S0 * * * Barnatweed- buxurnar komnar aftur. * * * Glæsilegt úrval af barnablússum og skyrtum úr jersey og indverskri bómull. * * * *b »5» ❖ ►I-' ►I" *í< -!•< *-!•< *f« * * Buxur úr * | flauel, terelyne| * og tweed * | í báðum | *búðunum. * * * ’r' ►!« »i4 *P< *I-< *■>•< Hh *I-< *f< *fi OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.