Morgunblaðið - 14.06.1974, Page 5

Morgunblaðið - 14.06.1974, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JUNÍ 1974 5 Klemenz Jónsson formaður Norræna leikara- ráðsins A FUNDI, sem var haldinn i Norræna leikararáðinu þann 24. mal s.l., var Klemenz Jónsson kjörinn formaður ráðsins til næstu tveggja ára. Þetta er í fyrsta skiptið, sem íslenskur leikari er formaður í leikara- ráðinu. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í Álaborg, en þar fór fram norrænt leikhusþing 23—26. maf s.l. Fundir ráðsins, sem að jafnaði eru tveir á ári, eru yfirleitt haldnir til skiptis í höfuð- borgum Norðurlandanna. öll leikara-samböndin á Norðurlöndum eru aðilar að Norræna leikararáðinu. Ráðið hefur unnið markvisst að því á undanförnum árum að efla samvinnu og samstarf norrænna leikara. Ennfremur er á fundum ráðsins fjallað um kjara- og hags- munamál stéttarinnar. Næsti fundur ráðsins verður haldinn í Helsingfors. Litli leikklúbb- urinn fær styrk til Færeyjafarar I fréttablaðinu „Meddel- elser“, sem er gefið út af Norrænu menningarmálastofnun- inni, er nýlega skýrt frá styrkjum, sem úthlutað hefur verið og kemur þar meðal annars 1 ljós, að Litli leikklúbburinn á tsafirði hefur fengið styrk til Þórshafnar- ferðar í Færeyjum til að sýna þar „Pilt og stúlku". I fréttablaðinu kemur einnig fram, að sfðan þessi sjóður var stofnaður fyrir átta árum, hefur umsóknum til hans fjölgað mjög. Sem dæmi er nefnt, að árið 1968 bárust sjóðnum 180 umsóknir og hljóðuðu þær upp á 10 milljónir danskra króna, en árið 1973 bárust 352 umsóknir til sjóðsins og fjárbeiðnir þessara umsókna námu 22 milljónum danskra króna. Frá síðustu áramótum og fram til 15. marz höfðu sjóðnum borizt samtals 503 umsóknir. nuGivsmcnR ^*~»22480 TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS .. o FULLAR VERZLANIR AF NÝJUM VÖRUM ALDREI MEIRA ÚRVAL - VÖRUGÆÐI Opið til kl. 8 í kvöld og til kl. 12 á morgun NÝJAR STÓRGLÆSILEGAR PLÖTUSENDINGAR FYRIR17. JÚNÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.