Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, KÖSTUDAGUR 14..JUNÍ 1974 19 Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks sjálfstæðismanna: íslendingar eru landvarnarmenn Undirskriftamálið á liðn- um vetri færði sönnur fyrir því, að meiri hluti þjóðarinn- ar vill varið land. Auk þeirra fimmtíu og fimm þúsunda, er rituðu nöfn sín, er kunnugt um fjölda manna í ýmsum byggðarlögum, sem fengu ekki færi á að undir- skrifa skjölin. Forgöngu- menn fyrir söfnun undir- skriftanna eiga lof skilið fyrir hugmynd sína og forgöngu, ekki slzt vegna þess að stjórnarflokkarnir höfðu i hyggju að gera landið varn- arlaust að þjóðinni for- spurðri. En það er öllum kunnugt að í síðustu þing- kosningum var alls ekki kos- ið um varnarmálið. Hlutleysið frá 1918 trú, að smáþjóðum væri hyggilegast að lýsa yfir hlut- leysi i átökum stríðsaðilja, hlutleysið væri hin bezta vörn og trygging fyrir full- veldi og sjálfstæði. Og þegar Danir féllust loksins á að viðurkenna fullveldi íslands, þótti öllum, sem um málið fjölluðu rétt, að ísland skyldi hlutlaust vera um aldur og ævi. Einræðisöfl magnast En því miður varð mönnum ekki að trú sinni. Noreg. Þessi lönd fengu frelsi sitt að nýju, þegar nasistar voru að velli lagðir. En Eystrasaltsþjóðirnar, sem kommúnistar gleyptu, hafa ekki síðan séð sól frelsisins. Þegar styrjöldinni lauk, var það deginum Ijósara, að trúin á hlutleysið hafði beðið alvarlegan hnekki. í raun- inni höfðu bæði nasistar og kommúnistar greitt hlutleys- inu banahögg. Smáríkin gátu ekki lengur litið á hlut- leysið sem nokkra vörn eða tryggingu, svo kyrfilega höfðu þeir sálufélagar Stalin og Hitler og félagsbræður sambúð þjóða. En yfirgangs- stefna kommþnista bæði í Rússlandi og Kína hafa gert þær vonir að engu, að Sam- einuðu þjóðirnar séu þess megnugar eða verði það i fyrirsjáanlegri framtíð að tryggja þjóðir gegn ásælni og ofbeldi. Rússneskir kommúnistar stóðu ekki við loforð sín um það að gefa þjóðum Austur- Evrópu frelsi og leyfa þeim sjálfum að ákveða stjórnarfar sitt. Þvert á móti var og er þeim öllum haldið í járngreipum hins vopnaða kommúnisma og hver frelsisviðleitni kæfð í blóði. Flokksbræður þeirra í Kína réðust með vopnavaldi Landvarnarmenn Eitt hið nauðsynlegasta í stjórnmálum er að fylgjast með þróun og breytingum og að vera jafnan við því búinn að endurskoða við- horf, ef aðstæður gerbreyt- ast og eldra ástand er úrelt orðið. Eitt gleggsta dæmi úr íslenzkri stjórnmálasögu er endurskoðun landsmanna á yfirlýsingunni um ævarandi hlutleysi, sem gerð var með dansk-íslenzku sambands- lögunum frá 1918. í heimsstyrjöldinni fyrri, 1914-1918, hafði mörgum hlutlausum þjóðum auðnazt að halda sér utan við hildar- leikinn. Það var því almenn Áður en mörg ár voru liðin, tóku einræðisöfl og árásar- seggir að magnast til áhrifa í Evrópu. Kommúnistar í Rússlandi, fasistar á Ítalíu og nasistar í Þýzkalandi gerðust með ári hverju ágengari og uppivöðslusam- ari. Fasistar og nasistar höfðu lengi með sér náið samband, og þegar kommúnistar slógust í hóp- inn, sáu menn fram á, að illviðri var í aðsigi. Vináttu- samningur Stalíns og Hitlers í ágúst 1939 hleypti síðari heimsstyrjöldinni af stað. Hlutleysið fótum troðið Afleiðirigarnar létu ekki lengi á sér standa. Hinir rússnesku kommúnistar réðust á hið hlutlausa Finn- land og hrifsuðu af því finnsk héruð. Þeir réðust á hlutlausu Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Lithaugaland, og innlimuðu þau í heimsveldi sitt. Nasistarnir þýzku ruddust með hervaldi inn í hlutlausu löndin Holland, Belgíu, Luxemburg, Danmörku og þeirra gengið frá þeim mál- um. Það varð því að leita annarra leiða til að tryggja öryggi og fullveldi smárra þjóða. Sameinuðu þjóðirnar Það var von margra manna, að hið nýja þjóða- bandalag, Sameinuðu þjóð- irnar, myndi verða öllum þjóðum vörn gegn ofbeldi. Svo hefur þó ekki orðið, þrátt fyrir það, að Samein- uðu þjóðirnar hafi margt stórvel gert til þess að bæta á hið sjálfstæða þjóðríki Tibet og lögðu landið undir sig. Varnarbandalag vestrænna þjóða Þegar allt þetta lá Ijóst fyrir: — að hlutleysið reynd- ist engin vörn, að Samein- uðu þjóðirnar höfðu ekki mátt og aðstöðu til að vernda öryggi smárra þjóða, og kommúnisminn, trúr sínu eðli, var samur við sig um ofbeldi og yfirgang, — var Framhald á bls. 27. Heimili til að leysaþjóð félagslegt vandamál Gfsli Sigurbjörnsson tekur fyrstu skóflustunguna. - Ljósm.: Björn Pálsson. Ávarp Péturs Sigurds- ! sonar, formanns Sjó- mannadagsráðs, þegar fyrsta skóflastungan var tekin að nýju DASheim- ili í Hafnarfirði: Góðir áheyrendur! Þegar það verk verður unnið, sem hér á að framkvæma, eina skóflustungu, er um næsta lítið verk að ræða, þegar horft er til lokamarksins. Þetta lokamark er nútíma dvaiarheimili fyrir 160 konur og karla og hjúkrun- arheimili fyrir 80 manns á svæðinu hér norður af. Ég sagði næsta litið verk um skóflu- stunguna, sem hér verður tek- in. Þetta segi ég auóvitað í óeiginlegri merkingu, því hér er um táknræna athöfn að ræða. Athöfn sem á að vera til undirstrikunar á þeirri stað- reynd aó hér á svæðinu mun innan skamms hafizt handa með stórvirkum vinnuvélum við byggingu hins nýja DAS- heimilis. Ég hefi áður rakið itarlega lýsingu á þessu væntanlega heimili og sé ekki ástæðu til að endurtaka það. Þó vil ég minna á, að íbúðarrými fyrir hvern einstakling verður um 26 fm, með sér eldhúsi og baði, en fyrir hjón eða tvo einstaklinga 52 fm. Er þetta nær helmingi stærra en hver einstaklingur hefur nú til umráða að Hrafn- istu. I heild veróur grunnflötur 5 þús. fm, en heimilið allt 55 þús. rúmmetrar. Öll þjónusta og heilsugæzla veróur miðuð við hió fremsta hjá nágrannaþjóðum okkar, og fengna reynslu hér á landi. Til nýlundu mun teljasl dag- vistunardeild fyrir aldraða og aðstaða til að senda mat til þeirra sem búa í nágrenni okk- ar. Þá er heimilið hannað á þann hátt að góð tækifæri gefast til að blanda geði við nágrannann og einnig til að vera útaf fyrir sig og njóta ein- veru og næðis. Gisli Halldórs- son hannar bygginguna, en ásamt honum sjálfum hefur Bjarni Marteinsson arkitekt mest unnið að teikningum. Aðr- ir aðilar sem nú vinna að bygg- ingarundirbúningi hafa verið ráðnir og hafið störf fyrir nokkru. Okkar von er sú að grunnur fyrsta áfangans verði risinn á þessu ári, ef engar sérstakar tafir verða. Siðan verði unnið af fullum krafti næsta ár og að helzt verði hann tekinn í notkun 1976 á 40 ára afmæli sjómannadagssamtakanna, eða í síðasta lagi 1977 á 40. Sjó- mannadaginn, enda verða þá 20 ár liðin frá þvi að Hrafnista var formlega tekin í notkun. Miðað við kostnaðaráætlun i janúar má reikna með kr. 12.000 pr. rúmmetra eða um 650—700 milljón kr. heildar- kostnaði. Fjár verður m.a. aflað á eftirfarandi hátt: 1. Meó tekjum frá Happdrætti DAS, þ.e. þeim hluta sem sam- tök okkar hafa til umráða. eða 60% teknanna. 2. Með lánum Húsnæðismáia- stjórnar. 3. Með tekjum Sjómannadags- ins í Reykjavík og Hafnarfirði. þ.á.m. Bæjarbió, en ágóði Laug- arásbiós fer til stvrktar rekstri Hrafnistu. 4. Áheit og gjafir, þ.á.m. herbergisgjafir sveitarfélaga, útgerðarfélaga, einstaklinga og annarra. 5. Með sölu skuldabréfa sem samtök okkar munu gefa út og veita t.d. forgangsrétt að dvöl á heimilinu. 6. Með lánum úr eigin sjóðum okkar aðildarfélaga t.d. Lífevr- issjóói sjómanna. 7. Meö lánum úr öðrum sjóðum og stofnunum. 8. Með hugsanlegum framlög- um sveitarfélaga, t.d. Hafnar- fjarðar og Garpahrepps. Ég vil taka það fram sérstak- lega að gjafir hafa frá f.vrstu tíð verið þýðingarmikill þáttur í uppbyggingu okkar dvalar- og barnaheimilis. Ég minntist á hugsanlegar tafir og átti þá ekki við þær sem eðlilega gætu orðið vegna fjár- skorts, heldur vegna lóðamáls- ins. Það vissu auóvitað allír, að einhverjir erfiðleikar mundu koma upp vegna staðsetningar þessa væntanlega heimilis i tveim sveitarfélögum og sú varð og raunin. Skipulagsstjóri rikisins sá ástæðu til að vfsa málinu til úrskurðar félags- málaráðuneytisins. Sá úrskurð- ur varð á þann veg að óheimilt væri að hafa b.vggingu þessa i tveim sveitarfélögum. Én mér er óhætt að segja að næsti dagur hafi ekki verið lið- inn þegar forystumenn þessara tveggja sveitarfélaga höfðu náð samkomulagi. sem le.vsir þenn- an vanda, en til þess þarf aó vísu aðgex-ðir löggjafans, sem ég á ekki von á að verði málinu andsnúinn. Þetta saixtkomulag Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.