Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 33
MORCJUNBLAÐIÐ, FÖSTUDACiUR 14..JUN1 1974 33 s <uggamync it IH r^kn FRAMHALDSSAGA EFTIR |V^II MARIULANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 31 — Ég er með ágætar fréttir. Hvað? Geturðu ekki gizkað á það? Hvort ég viti, hver er morðing- inn? Nei, þvf miður. En aftur á móti veit ég, að Einar er á heim- leið.. Já, ég talaði við hann. Hann hefur flutt sfna fyrirlestra, sagði hann og sagðist láta ráðstefnuna lönd og leið eins og málum væri nú háttað. Hann lendir á Brommaflugvelli rúmlega fjögur. Nei, hann segir að þú skulir ekki koma að sækja hann, honum fyndist tilvalið að þú hefðir til- búinn kvöldverð handa honum þegar heim kemur... Hvað sagðirðu... A ég að koma og borða með ykkur? Jú, þakka þér fyrir, en ég hélt að þið vilduð.. .Nú, jæja, ef þér er full alvara, þá þigg ég boðið með mestu ánægju. Rúmlega fimm, sem sagt. Bless á meðan. Ég hallaði mér upp að veggn- um, máttlaus í hnjáliðunum af gleði. Einar var á heimleið! Og mér varð ljóst, að þá skipti eigin- lega annað ekki neinu máli. Inni í reykstofunni safnaði ég saman munum mínum. Það var svo ótal margt, sem ég þurfti að gera. Taka til, fara í búðir, leggja á borð, búa til mat og fara f mínar beztu flíkur. Mér fannst eilífðar- tfmi, síðan ég hafði hitt manninn minn. Þegar klukkan var að nálgast fimm var allt tilbúið. Ibúðin var hlýleg og allt nýpússað og fágað, og ég hafði keypt fullan vasa af angandi rósum. Kartöflurnar voru að verða soðnar og kjötið kraumaði á pönnunni. Ég leit sem snöggvast í spegilinn og var til- tölulega ánægð með það, sem ég sá. Amstrið við matargerðina og tiltektina og hitinn frá eldavél- inni hafði orðið til að undirstrika hvað ég var sólbrún og guli kjóll- inn minn klæddi mig ágætlega. Og svo var barið kröftuglega að dyrum og Einar kom arkandi inn — Einar, maðurinn minn, hár, karlmannlegur og brúneygður og ég flaug í fang hans og greip andann á lofti, þegar hann kyssti mig. Og hefði Christer Wijk ekki borið að garði rétt á hæla hans, er ég efins í að við hefðum fengið nokkurn kvöldverð þann dag... En nú bar ég inn matinn, kveikti á kertum og við settumst kringum borðið. Einar hafði með- ferðis flösku af Álaborgara og ekki varð það til að draga úr stemningunni. Þegar að kaffinu og líkjörnum kom og báðir höfðu fengið sér f pfpur þá gat Einar ekki á sér setið lengur og hann horfði rannsakandi á mig og Christer til skiptis. — Byrjið svo! sagði hann for- vitinn. — Hvað á allt þetta tal að þýða um að veslings Eva Claeson hafi verið myrt hér í fbúðinni okkar? Segið mér nú allt af létta og munið að sleppa engu, því að annars er ég efins í að ég fáist til að trúa ykkur. Við sögðum honum því upp alla söguna; ýmist Christer eða ég og stundum töluðum við hvort upp í annað. Einar kom með margar spruningar og hann gaf okkur einnig nokkrar upplýsingar. Hann staðfesti að hann hefði í fyrstu haft í huga — og haft á orði að fara á sunnudeginum, en sfðan hafði hann breytt áætlun sinni og ákveðið að fara strax á föstudags- kvöld. Þar sem við höfðum aldrei haft nema tvo lykla að íbúðinni og ég var f Egyptalandi með minn | lykil varð hann að láta Evu fá Z sinn. Hún hafði fylgt honum á I járnbrautarstöðina og veifað glað- | lega til hans í kveðjuskyni og hún ■ hafði verið mjög þakklát fyrir að I fá afnot af fbúðinni og hún hafði I sagt honum, að hún ætlaði 1 sannarlega að nota tfmann vel til J lestrar. -r- Ég spurði, hvernig á 1 því stæði, að hún gæti ekki verið I við lestur á bókasafninu, fyrst iðnaðarmennirnir væru að starfa á stúdentaheimilinu, og hún sagði að hún væri svo vanabundin, að enda þótt henni þætti gott að lesa á safninu á kvöldin þá vildi hún ekki vera þar á öðrum tfmum sólarhrings. Einar kvaðst ekki þekkja hana mikið, en hann hefði haft það á tilfinningunni, að hún væri bæði hreinlát og snyrtileg og því hafði hann ekkert hikað við að lána henni fbúðina. Auk þess sem hún lofaði að sjá um blómin fyrir hann. Hann kvaðst vera sannfærður um, að ég hefði hitt hana oft og mörgum sinnum á safninu og ég hugsaði með mér að blessuð stúlkan hlyti að hafa verið alveg sérstaklega yfirlætis- laus og hlédræg, þar sem þeir fundir voru mér algerlega úr minni horfnir. En ekkert nýtt kom fram og því lengur sem við töluðum saman, því betur gerðum við okkur ljóst að þekking okkar á Evu og hinum sorglegu örlögum, sem hún hafði hlotið, var mjög gloppótt. Ég hitaði meira kaffi. Christer fékk sér fimmta bollann og Einar sló hugsandi úr pípu sinni. — Hvernig er með peningamál hennar? spurði hann — hefurðu kannað þau? — Ellert átti að ræða við full- trúa bankans í dag, en ég hef ekki fengið skýrslu hans. Hann átti einnig að fara upp f stúdenta Já, þarna er honum rétt lýst. Nú finnur hann upp eldinn þegar komið er sumar og við búin að skjálfa á allaifvetur. LJÓS & ORKA BLÝLAGÐIR GLERLAMPAR FRÁ DANMÖRKU FJÖLBREYTT .ÚRVAL GOLFLAMPA LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL Sendum í póstkröfu. LJÓS & ORKA velx/akandi Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Andaríma hin skamma og kærleiksheimilið Stgr. Davíðsson skrifar: „Frá fyrstu dögum útvarpsþátt- arins „Um daginn og véginn" hefi ég jafnan hlustað þegar þvi var við komið, oftast mér til ánægju, nema hvað út af þvi hefur brugð- ið nokkrum sinnum tvö s.l. ár þá hefur þátturinn verið skefjalaust notaður sem einskonar áróðurs- tæki rauðu deildarinnar á landi hér, enda virðist sem kommúnist- ar hafi nú um stund húsbónda- vald á því heimili (útvarpinu). Njarðvíkingurinn veitir þeim valdið. Ekki meira um það að sinni. % Þáttur Andra Isakssonar Menntaðir menn úr öllum stétt- um þjóðfélagsins hafa oft lýst fram á veginn í þessum nefnda þætti, en prófessorar hafa sjaldan komið i pontuna ennþá, enda fámenn stétt þar til nú síðustu ár, að þeim hefur fjölgað svo ískyggi- lega ört, að liggur við offjölgun. Til hverra ráða skal gripið gegn því verður ekki rætt hér. Fyrrum fengu aðeins hálærð- ustu menn nafnbótina prófessor, en nú er öldin önnur. Mánudaginn 18. marz kom einn nýbakaði prófessorinn, Andri ísaksson, i „pontuna". Andri hóf mál sitt á kjörorðum frönsku byltingarinnar: „Frelsi, jafnrétti og bræðralag". Fögur orð og enn í fullu gildi. Ég kveið þess aðeins, að prófessorinn færi að rekja sögu fallaxarinnar og lýsa hlut- verki því, sem hún gegndi sfðar í þágu bræðralagsins, en þessi kvíði var óþarfur. Prófessorinn minntist ekki á fallexi eða annað ljótt, a.m.k. ekki fyrr en undir lok langrar ræðu. Með hrífandi orðskrúði lofsöng prófessorinn nútíma velsæld, og komst að þeirri niðurstöðu, að við íslendingar værum velsældar- þjóðfélag, — hefðum orðið það a.m.k. á þremur síðustu árum, og hefðum jafnvel fyrr lagt grund- völl að framförum á mörgum svið- um þjóðlifsins, andlegum sem efniskenndum. Sem dæmi nefndi prófessorinn, að í stjórnarsáttmál- anum stæði, að endurgræðslu landsins skildi hraðað, samgöng- ur bættar o.s.frv. 0 Þúsund ára ríkið á næsta leiti? Prófessorinn virtist telja vfst, að þúsund ára ríkið væri á næsta leiti, eða jafnvel komið heim i hlaðvarpann. Aðeins var þá eftir að skreyta vindskeiðarnar og sópa dyrahelluna svo höfðingjum þess væri boðlegt að ganga í bæinn. Edenslundurinn er aftur kom- inn niður á jörðina, og í þetta sinn á eylandið forna lengst i norður- höfum. Og „aldingarðurinn er sýnu fullkomnari en sá forni, heimilt er öllum að eta eplin af“ skilningstrénu. Menn eru beinlín- is hvattir til þess, — allt er leyfi- legt. Það stendur skýrum stöfum f stjórnarsáttmálanum. Ekki myndi bregðast að nýju ritningarnar rættust, hvernig sem færi með þær gömlu. Ólafskver væri óskeikult, hagsælar tiðir væru framundan. Þá myndu lömbin, refirnir, sauðirnir, minkarnir og endurnar mynda eina stór-fjöiskyldu. Þyrnarnir myndu og ieggja niður brodda sina og haugarfinn umvefja rós- ina í skrúðgarðinum innilegum vinarörmum. Q Kveður við annan tón Á þennan hátt hljóðaði gleði- boðskapurinn. Eg verð samt að játa, að sumar orðræður ræðumannsins voru of háfleygar fyrir minn nauma skilning, svo hafi ég eitthvað mis- skilið í ræðunni bið ég afsökunar. En þrátt fyrir tornæmi mitt varð ég hugfannginn af fagnaðar- boðskapnum, — kannski ekki sizt fyrir þá sök, að ég hafi fyrrum þekkt feður prófessorsins, al- kunna að djörfung og dáð, vizku og manndómi öllum. Þegar ræðumaður hafði talað a.m.k. fjóra fimmtu hluta af skömmtuðum ræðutíma, hélt ég að aðein væru eftir blessunarorð- in, en þá „rauk hann“, eins og sagt er þegar veður breytist i skyndi úr blíðalogni eða ljúfum blæ í veðurofsa, samfara hríðar- ofsa, ef vetur er yfir, eða sand- bylji að sumarlagi. Voru þessi sinnaskipti ræðumannsins líkari svörtum sandbyl. Ræðumaður brýndi nú raust- ina. Kvað hann óliðandi óhæfu að gagnrýna löglega kjörna ríkis- stjórn, er nú sæti að völdum, og gengi það glæpi næst að benda á, að skiptar skoðanir væru innan ríkisstjórnarinnar, og reyndar væri þetta stórglæpur þegar þetta væri skoðað skýru ljósi. Með ógnþrungnum orðum sak- aði ræðumaðurinn Morgunblaðið um þetta refsiverða athæfi. Sagði hann það alkunnugt, að ást og eining ríkti innan rfkisstjórnar- innar f hverju máli. Skildist manni, að stjórnin byggi á sann- kölluðu „kærleiksheimili". Þar ríkti meiri samheldni en nokkur » dæmi væru til. Sumum frjálsum mönnum finnst þetta vafasamt lof, því heilbrigt er, að sínum augum líti hver á silfrið. Ræða prófessorsins lfktist nú mjög orðbragði i hinum fornu Andarímum. Ekki skal þetta rak- ið öllu lengra hér, því Morgun- blaðsmenn eru einfærir um að svara fyrir sig. % Hvaðan kennir þef þenna? Þegar ræðumaður hafði lokið lestrinum kom mér i hug hið fcrn- kveóna: „Hvaðan kennir þef þenna?“ Var þá spámaðurinn kommúnisti? Svarið virðist ljóst. „Fagurt skal mæla en flátt hyggja" er kjörorð kommúnista. Þeir þykjast vera fyrstir manna til allra góðra verka þegar þeir leggja net sín fyrir „nytsama sak- leysingja". Þessi ræða sannaði mér, að rauðliðum má enginn treysta. Svo lengi lærir sem lifir. Eg hafði haldið, að úrkynjun gerðist aðeins á löngum tíma, en nefnd ræða sannaði, að stöku sinnum getur hún gerzt með stökkbreyt- ingu. Vonandi má þá treysta því, af með batnandi hugarfari auðnist mönnum að stökkva til baka að eðlilegum uppruna sínum. Óska að svo megi verða. Stgr. Davíðsson." O Leiðrétting Fyrir nokkru birtist hér i dálk- unum grein undir nafni Gunnare Ragnarssonar, skólastjóra i Bolungarvik. Nú hefur Gunnar hins vegar haft samband við Mbl. og óskað að því verði komið á framfæri, að grein þessi var alls ekki eftir hann. Gunnar er hér með beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Það, sem gerzt hefur, er það, að meiriháttar brenglun hefur orðið i huga einhvers, sem hefur fundið hjá sér hvöt til að skrifa í nafni Gunnars. Umrætt bréf var vélritað en undirritað með eiginhendi bréf- ritarans, og þannig trúveróugt á að líta. Mistök sem þessu eru sem betur fer sjaldgæf, en Gunnar sagðist hafa fyrirgefið grikkinn. Suðurlandsbrautl2 sími 84488 Frímerki 74 í HAGASKÓLA Opið föstudag kl. 1 7—22 Á sýning- unni er pósthús með sérstimpil sýningar- innar Landssamband ís/enzkra frím erkjasa fnara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.