Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.06.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, KÖSTUDAGUR 14. JUNI 1974 Hildur Vilhjálmsdótt ir — Minningarorð F. 26. ágúst 1936. D. 6. maí 1974. „Sorgin gleymir engum,“ segir Tómas Guðmundsson í Þjóðvísu og örugglega hefur enginn kvart- að undan afskiptaieysi hennar. Hins vegar geta komið þeir tímar, að manni finnst hún leggja sumt fólk í einelti og hugsa éjg, að þeir, sem eiga um sárast að binda við fráfall Hildar Viihjálmsdóttur, þekki þá tilfinningu. Nú eru tæp’ tvö ár sfðan Vilhjálmur faðir hennar dó. Þá fannst okkur erfið- ur biti í háis, að hann skyldi vera allur, samband hans og Gunnu var eins og skapað fyrir eilifðina Fráfall Hildar í lffinu miðju, frá manni og þremur börnum, yngsta aðeins eins og hálfs árs, er óbæri- legt. Tvisvar með stuttu millibili slær sorgin sömu fjölskylduna af öllu afli. Það er ekkert hægt að segja, t Útför föður okkar JÓNS BJARNA ÓLAFSSONAR frá Hvammeyri, Tálknafirði, sem andaðist að Hrafnistu 6. þ.m dalskirkju laugardaginn 1 5 júní kl 14. fer fram frá Stóra*Laugar- Bömin. t Maðurinn minn, ÞÓRIR KJARTANSSON, Bræðraborgarstíg 15, andaðist i Landspitalanum 1 2 þ m. Steinunn Sveinsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir, KRISTMUNDUR BJÖRNSSON. Vesturbrún 14, lést í Borgarspítalanum þann 1 1. júní. Hallfriður Ólafsdóttir, Karl Kristmundsson. t Systir okkar og frænka, GUÐRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR, BONNESEN frá Vindási, andaðist á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 5. júní s.l. Jarðsett verður að Skarði i Landsveit laugardaginn 1 5. júní kl 2. Fyrir hönd systra og systkinabarna, Karen Kristófersdóttir, Kristin Elíasdóttir. t Móðir okkar. ELÍSABET JÚLÍUSDÓTTIR, Hlíðarvegi 149, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 1 5. þ.m. kl. 10.30 f.h. Margrét Hinriksdóttir, Valur Hinriksson, Gylfi Hinriksson, Bragi Hinriksson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ERLUJÓHANNSDÓTTUR Friðgeir Olgeirsson, Oddný Gunnarsdóttir. Jóhann Sigurjón Friðgeirsson, Pála Björg Pálsdóttir, Jóhann Tryggvi Jóhannsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginmahns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓSKARSARNGRÍMSSONAR Einnig sendum við hugheilar þakkir til lækna og starfsfólks deild 4 d, Landspítalanum. Guðrún B. Sigurgeirsdóttir, Laufey Óskarsdóttir, Óskar Guðmundsson, Hafsteinn Óskarsson, Aase Óskarsson, Arnbjörn Óskarsson, Sólveig Haraldsdóttir, Sigurgeir Óskarsson og barnabörn. við, sem þetta snertir, finnum að tilfinningar okkar eiga sér ekki samsvörun í neinum orðum. Það er ekki hægt að horfast í augu við dauðann frekar en sólina, samt getur okkur fundist sá dauði, sem biður okkar allra hiægilegur í samanburði við þann sársauka, sem ástvinamissir veldur. Sá, sem elskar, er glataður, í þeirri merk- ingu, að sorgin á alltaf höggstað á honum, það er alltaf hægt að særa okkur í gegnum ástvini okkar. Það er gömul hugmynd hjá mann- kyninu, að lausnin sé að leggja aldrei ástfóstur við neitt og brynj- ast þannig gegn dauðanum, sem jafngildir í rauninni að brynjast gegn lífinu, því hvers virði er líf þess, sem þykir ekki vænt um neitt? Við kjósum frekar að taka áhættunni af því að elska. Við Hrafnhildur kvöddum Hildi og Sigga í ágúst síðastliðnum, skömmu áður en við fórum út. Hildur var eins og skólastelpa með fléttur og ólgaði af lífi. Mán- uði síðar fréttum við í bréfi, að hún væri alvarlega veik, við vor- um þá á ferðalagi og reyndum af alefli að hugsa ekki til enda þá möguleika, sem blöstu ógnandi við. Á tfmabili skildist okkur, að hún væri á batavegi, síðan aftur þessi martröð og nú í morgun kemur bréf um að hún sé dáin. Ótrúlegt fyrir okkur, sem sáum hana síðast rétt áður en hún veiktist, að svona mikið líf skuli geta fjarað út á níu mánuðum. Ég reyni að gera mér í hugarlund tilfinningar ykkar: Siggi og Guð- rún, Gunna og Jódís. Sjálfum hef- ur mér aldrei brugðið eins við nokkurri frétt. Við frændsystkinin kölluðum hana Hildi stóru, til aðgreiningar frá Hildi litru og svo líka af því hún var fyrsta barnabarn afa og ömmu. Með tilliti til þess hvernig þær systurnar geta látið með þessi þrjátíu börn og barnabörn, sem þeim hafa áskotnast, getur maður ímyndar sér þann at- burð, sem Hildur. hefur verið og það atlæti, sem hún hefur fengið á meðan hún var ein um hituna. Svo mikið er víst, að það var eng- in væfla.semspratt fyrst úr túm á Öldugötunni, mér dettur helst í hug lýsing Laxdæluhöfundar á Guðrúnu Ósvífursdóttur en um hana segir, „að í þann tíma þóttu allt barnavipur (hégómi), það er Guðmunda Fædd: 12. marz 1930 Dáin: 7. júní 1974 Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir úl á hjarnið og vera svo í málí mild og skýr. og minni í senn á spekinginn og barnið og gefa þeim, sem götu rétta flýr hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hvor, sem þiggur hennar beina, að þar er kona mikla hjartahruna. (D.S.) I dag kveðjum við elskulega frænku. A sifkum stundum sækja minningarnar á hugann. Við sem vorum vön að dvelja á yndíslega heimili hennar, eigum ógleyman- legar minningar um frábæra gest- aðrar konur höfðu í skarti hjá henni“. Við ólumst upp undir sama þaki og það var mikill heið- ur að eiga svona fallega frænku með bein í nefinu. Fyrir mér er hún fyrsti táningurinn f heimin- um, þetta fólk, sem á árunum 1950 til '60 fór að ganga í galla- buxum, dansa rokk og brjóta í bága við fullorðið fólk. Hún stendur mér lifandi fyrir hug- skotssjónum þegar hún kom með rokkið í húsið og reyndi að sýna ömmu fram á, að það væri hægt að syngja „Nú vörið er' komið“ öðruvísi en „með sínu lagi“. Hún er ffrsta manneskja, sem ég tók eftir að færi til útlanda, meira að segja Frakklands og mér er minn- isstætt þegar hún kom aftur og við hópuðumst kringum þessa sól- brúnu, Ijóshærðu og lífsreyndu frænku okkar. Þegar Siggi kom til sögunnar var ljóst, að ævintýr- in voru farin að gerast fyrir al- vöru og við þóttumst eiga í honum hvert bein. Þegar þau giftu sig var ég í sveit f Flóanum og horfði langeygur í áttina til Reykjavíkur og við Sigrún systir sendum fyrsta heillaóskaskeyti á ævinni, til að geta átt þátt í þessu mikla hamingjuundri. Sá, sem hefur verið viðstaddur fæðingu, gleymir aldrei þeirri blöndnu tilfinningu hryllings og lotningar andspænis nýju lífi, sem eftir níu mánaða undirbún- ing brýtur sér leið út f veröldina. Ekkert finnst manni veikbyggð- ara en nýfætt barn,— fyrr en varir er maður farinn að dást að þeirri elju, mér liggur við að segja bjart- sýni, sem það býr yfir og kemur því til að vera sýknt og heilagt að horfa á alla skapaða hluti, hreyfa tær og fingur og ná smátt og smátt valdi á likama sínum og veröldinni umhverfis. Fyrr en varir er barnið byrjað að skríða, ganga og áður en maður nær að snúa sér við er það orðið sjálf- bjarga manneskja, sem athafnar sig með svo miklu öryggi, að manni sést yfir allt fumið, fálmið og tilhlaupin, sem liggja að baki. Samt er einn aðilí, sem veit hvað hver einstaklingur vigtar og kann uppá tíu fingur bað gleðiblandna stríð, sem liggur að baki hverri manneskju, — móðirin. ÞeSs vegna er þinn missir mikill, elsku Gunna, en ég trúi því, að sú ástúð, sem þú hefur miðlað öllum, sem umgangast þig og sem allir bera til þín, verði þér stoð og styrkur. Engum nema aðstandendum Hildar er fært að gruna þann harm, sem nístir-Sigga, Guðrúnu Hrund og synina tvo. Við, sem fylgdumst með Hildi og Sigga fyrstu búskaparárin á Öldugöt- unni og vorum daglega vitni að því hvernig tvær manneskjur með hendurnar tómar af öðru en ódrepandi vilja og dugnaði, reistu heimili, eigum bágt með að sjá dauðann skilja þessi samhentu hjón. í hugum okkar lifir nú mynd Hildar, í mínu hugskoti heldur áfram mynd heilsteyptrar konu, sem sameinaði fullkomlega ákveðni og blíðu. Megi það hug- rekki, sem einkenndi hana, styrkja börn hennar og eigin- mann, móður, systur og okkur öll. Aix-en-Provence 14. maf 1974 Pétur Gunnarsson. Horfin er af sjónarsviðinu ung og elskuleg eiginkona og móðir á fegursta skeiði ævi sinnar. Hildur Vilhjálmsdóttir var dótt- ir hjónanna Guðrúnar Þorgeirs- dóttur og Vilhjálms Eyþórssonar, sem látinn er fyrir tæpufh tveim árum — langt um aldur fram —. Hún fæddist á Öldugötu 25A, hér f Reykjavík. Það var mikil birta yfir þeim dögum og mikil var gleði ungu foreldranna, einnig móðursystkina, og afa og ömmu, þegar þessi fallega telpa leit fyrst dágsins Ijós og mikils ástrfk- is naut hún. Afi hennar og amma, Þorgeir og Jódís, höfðu af frábærum dugnaði búið sér og börnum sín- um fallegt heimili á Öldugötu 25A. Ljúft er að minnast ömmu Hildar, Jódísar Amundadóttur, sem var tnikil gáfu- og mann- kostakona, hógvær, léttstíg og ljúf í lund gekk hún um stóra húsið og gladdist með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. En um alllangt skeið bjuggu þær systur allar, Guðrún, Sigríður og Guðmunda, dætur þeirra hjóna Jódisar og Þorgeirs, á Öldugötu 25A, og þar fæddust flest börn þeirra. Þar bjó einnig Einar son- ur þeirra Jódísar og Þorgeirs til dauðadags. I þessum stóra hópi hjarta- hlýrra ættingja ólst Hildur upp og var áður en varði orðin ung og falleg stúlka, óv'enjulega prúð og fíngerð, en prýðilega greind og dugleg svo að af bar. 2. júlí 1960 giftist Hildur Sig- urði Þórðarsyni, sem þá var við nám í Háskóla Islands. 1 samein- ingu unnu þau að því að byggja upp fallegt heimili fyrir fjölskyld- una. Þau eignuðust 3 elskuleg börn, Guðrúnu Hrund, sem nú er 13 ára, Arnar Þór, 7 ára og svein- inn unga, Andra Vilhjálm, sem aðeins er á öðru aldursári. Á heimili þeirra Hildar og Sigurðar rfkti sá andblær ástúðar og hlýju milli foreldranna og milli barn- anna og foreldranna að með öllu er það ógleymanlegt þeim er til þekktu. Nú var sigurinn unninn, Sig- urður var fyrir nokkrum árum orðinn virtur tannlæknir hér í borg. Framtíðin virtist blasa við björt og himinn hamingju þeirra var heiður og án skýja. Allir, sem til þekkja, vita, hve hér hefur gerzt mikill sorgarat- burður, þegar Hildur veikist svo hastarlega að öll sund til bata lokuðust. Þó finnst mér, að það væri ekki að hennar skapi að mörg orð yrðu um það höfð. Ást- vinum sínum hvarf hún, óbuguð, sterk og óttalaus yfir landamæri lífs og dauða. Trúin og traustið á kærleiksrík- an Guð er kannski það eina sem veitir sálinni frið á þeirri braut sorgar og saknaðar, sem ástvinir Hildar ganga nú. Við vitum líka, ,,að öll él birtir upp um síðir“ hversu dimm sem þau eru, þó að S. Kristjánsdóttir risni og hlýju, sem alltaf virðist svo eðiileg. Enga konu hef ég þekkt sem betur kurim að taka á móti gestum, láta þeim líða vel og finna að þeir væru velkomnir. Hver hlutur, er hann handlék, virtist fá aukið gildi við það eitt að hún snerti hann. Létt skap hennar, smekkvfsi og sterkur persónuleiki, allt verkaði þetta svo sterkt á okkur, er kynnt- umst henni, að seint mun yfir f.vrnast. Nú er leiðir skiljast. er okkur sem áttum samleið með henni, þakklæti efst í huga, þakkir f.vrir umh.vggju og ást. Dugnaður og þrek sem hún sýndi í sjúkdöms- legu sinni, hefur verið aðdáunar- vert. Við hjönin og sonur okkar þökkum allar ógleymanlegar sam- verust undir. Elsku amina, Hafsteinn. frænd- systkini og Pabbi, ég vildi geta sagt einhver huggunarorð, nú þegar þetta stóra skarð er höggvið í fjölskyidu okkar. En við eigum minningar, yndislegar minningar, sem aldrei verða frá okkur teknar. Adda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.