Morgunblaðið - 21.06.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 21.06.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1974 5 Enginn munur á áheyrendum eftir þjóðerni - segir Renata Tebaldi SÖNGKONAN fræga, Renata Te- baldi. gefur sér góðan tfma á ts- landi, ætlar að dvelja f 5 daga. Það er langur tfmi fyrir svo eftir- sótta söngkonu, sem á fyrir hönd- um skipulagða hljömleika, óperu- hlutverk og söng f sjónvarpi um allan heim næstu tvö til þrjú ár- in, eins og hún sagði, er frétta- maður Mbl. hitti hana að máii á Hótel Sögu. Hún sýnist fjarska rólynd og ber ekki með sér það Ifflega fas, sem við eignum Itölum svo oft. Hún sagðist gjarnan vilja sjá sig svoiftið um f þeim löndum, sem hún heimsækti, ef tækifæri gæfist. Og nú gæfist einmitt tfmi á laugardag, daginn eftir hljóm- leikana f Laugardalshöll. Þá ætl- ar hún að taka sér bfl og aka til Gullfoss og koma kannski við f gróðurhúsum, ef þau eru opin á laugardögum. En hingað til hefur hún horft út um gluggann á Hótel Sögu, segir hún, og þreytist aldrei á að dást að þessu tæra lofti. Við gerum þá athugasemd, að auðvitað sé of áhættusamt að fara að ferðast út á land fyrir hljóm- leikana, í þessu svala loftslagi — hún gæti kvefast. Nei, segir hún. — Ég er ekkert svo hrædd við það. Auðvitað þurfa allir söngvar- ar að hugsa um hálsinn á sér, en ekki allt of mikið þó! Og hún heldur áfram að spyrja um ís- land. Þá á ýmislegt sameiginlegt með Italfu, t.d. eldf jöllin, og fiski- bæina. Sjálf er hún fædd í einum slfkum fiskibæ. — En það skrýtna er, að ég vil ekki fisk. Mér þykir hann vondur. Þessvegna á ég í mestu vandræðum í Japan, þar sem svo mikið er um fisk, bætir hún við og hlær. Renata Tebaldi hefur tvisvar ferðast til Japans og Kóreu og ætlar í þriðju hljómleikaferðina þangað í janúar 1975. A þvf ári ætlar hún í langt söngferðalag um allan heim, jafnvel alla leið til Ástralíu. Og f haust ferðast hún um alla Evrópu til að syngja á hljómleikum. Hún hefur sungið vfðast hvar annars staðar en f Rússlandi. Nú vonast hún til að fara þangað eftir Japansferðina 1975. Annars syngur hún mikið í óperum, einkum hjá Metropolitan í New York, dvelur þar sum árin allt að 8 mánuði. — Annars þykir mér skemmti- legra að syngja á hljómleikum, segir hún. Þá næ ég betra sam- bandi við áheyrendur. Þeir eru komnir til að hlusta á mig eina, og ég þarf ekki að taka tillit til annarra söngvara, eins og í óper- unum. Þá næ ég miklu fyrr beinu sambandi í söngnum við áheyr- endur. Jú, alveg sama hvaða áheyrendur, svarar hún innskots- spurningu blaðamannsins. Ég finn engan mun á áheyrendum eftir þjóðerni. Ekki hljómsveitum heldur. Við erum öll að flytja sömu tónlistina og allir gera sitt bezta. — Nei, ég var ekkert hrædd við að koma hingað í lítið land og syngja með ókunnri hljómsveit. Ég er búin að heyra í Sinfóníu- hljómsveitinni ykkar, og hún hef- ur ágætan hljóm. Ég syng líka oft f svipuðum fþróttahúsum og Laugardalshöll f Ameríku, svo það veldur engum vandræðum. En húsið er lítið, tekur aðeins 3000 manns. Ashkenazy þekkti ég aðeins sem pfanóleikara og dáðist að honum. En ég þekkti hann ekki sem hljómsveitarstjóra. En honum þykir vænt um Mozart og Puccini, eins og mér og því valdi ég að syngja eftir þá. Ég vona að hann leiki fyrir mig aukalög. Eg hefi hitt fjölskylduna hans. Það er yndæl fjölskylda. Renata Tebaldi kvaðst búa f Milano f heimalandi sfnu, þó hún dvelji oft í New York, þar sem hún á aðra fbúð. — Það er mitt annað heimili, sagði hún. Þegar talið berst að Italiu og hún heyrir að stytzta leiðin þangað sé sú, sem Jules Vernes sagði frá, niður um Snæfellsjökul, gegnum miðju jarðar og upp á ítalfu, þá hlæja þær báðar dátt, hún og vinkona hennar, ungfrú Vigano, sem alltaf ferðast með henni og er henni til Kodak ■ Kodak ■ Kodak ■ Kodak ■ Kodak • O II Litmqm á(& \ ODAK dir dögum O o HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 Renata Tebaldi f hótelherbergi sfnu á Sögu. Ljósm. Öl. K. Mag. aðstoðar. Þær kannast við þá sögu frá þvf þær voru börn. Og þá kváðust ætla að fylgjast með því, hvort ekki sæist til jökulsins úr hótelgluggunum eða af svölunum á Hótel Sögu, meðan þær eru hér. Þessi mikla söngkona, sem mað- ur hefur heyrt og lesið um sem einhverja frægustu söngkonu heims á sfðari árum, er f raun eins látlaus og elskuleg í viðmóti og hugsast getur. Kannski eru allir raunverulega miklir listamenn það. — E. Pá. •*# 4* 4> 4> 4> 4> MENU c A la A FAG® *$> 4> 4> m 4* +4' 4 ■■■ 4- 4 *s kr.69.500 *i 4 AU 9500 4> 4> ii! p *ér AU 7500 á fi in 2x60 sinuswött kr.53.200 2x43 sinuswött *& 4 4- 4 4 kr.43.700 4* AU 6500 2x32 sinuswött 'i 4> 4» 4> AU 505 4> >> & 4 4 4> 4* 4> 4* 4> íi kr.29.90P 2x25 sinuswött kr. 19.900 AU 101 Saru^iíL Þeir eru girnilegir Sansui magnararnir. Þó skiptir 2x15 SÍnUSWÖtt meira máli, það sem ekki sést þ.e.a.s. það sem inni í þeim er. En vandvirkni og frágengni við gerð Sansui magnara á sér ekki hliðstæðu i sögunni. Þetta eru stór orð, en orð sem við getum staðið við, hvar sem er og hvenær sem er. Ef þið viljið fá það besta sem til er í magnaragerð, hvort sem það er fyrir kr. 1 9.900,-, eða kr. 69.500,-, þá er Sansui svarið. AÝ9 rÝ» Kodak Kodak Kodak Kodak Kodak

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.