Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JUNl 1974 ÞingmáL.Þingmál...ÞingmáL..ÞingTnál...Þingmál Friðjón Þórðarson: Framlag til íbúðarhúsa í sveitum verði hækkað PÁLMI Jónsson, Friðjón Þórðar- son og Gunnar Gfslason fluttu á sfðasta þingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um stofn- lánadeild landbúnaðarins. Frum- varpið gerði ráð fyrir, að hækkað yrði rfkisframlag til byggingar fbúðarhúsa f sveitum úr 120 þús. kr. f 200 þús. kr. og með sama hætti yrði framlag til endurbygg- ingar fbúðarhúsa hækkað allt að föstu marki og ennfremur, að framlög til byggingar og endur- byggingar gróðurhúsa yrðu hækk- uð úr 120 kr. á fermetra f 200 kr. á fermetra. Friðjón Þórðarson sagði f um- ræðunum um þetta frumvarp m.a.: „Það er dálítið táknrænt, að í sama mund og talað er fyrir þessu frumvarpi er dreift á borð hæstvirtra alþingismanna stjórn- arfrumvarpi til laga um breyting- ar á lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins, og virðist því slegið föstu þar í þriðju málsgrein í eitt skipti fyrir öll, að umræddur styrkur skuli aldrei komast yfir 120 þús. kr. Það er rétt að vekja alveg sérstaka athygli á þvi, að hingað til, eða allt frá árinu 1957, hefur verið fylgt nokkurn veginn sambærilegri þróunarstefnu í þessum málum. En í þvf frum- varpi, sem hæstvirt ríkisstjórn leggur fram í dag, er vikið þvert úr þeirri leið. Það er algjörlega breytt stefna, sem segir, að héðan í frá skuli þetta hámark sett, sem ég áðan nefndi. Að vísu er það svo, þegar maður lítur lauslega yfir þetta frumvarp hæstvirtrar ríkisstjórnar, að þá er eins og það sé flutt til samræmis við annað, sem búið sé að gera og ákveða, en þegar það er skoðað nánar, er þar um eintómar tilvitnanir að ræða í frumvarp, sem aðeins er á um- ræðustigi og ekki orðið að lögum. Þetta er alveg í samræmi við meginstefnu hæstvirtrar ríkis- stjórnar i þessum málum, sem hún markaði þegar hún ákvað að láta endurskoða lög um jarðir, landnám ríkisins, Stofnlánadeild landbúnaðarins o. fl. Þá var það sett og haft að höfuðmarkmiði að tæta landnám ríkisins I sundur og dreifa verkefnum þess í allar átt- ir, án þess að láta svo mikið sem rannsaka eða reyna að komast til botns í því, hvort slík skipulags- breyting leiddi til nokkurs sparn- aðar eða aukinna þrifa í þjóðfé- laginu. Ég tel þetta dálitið tákn- ræn vinnubrögð á 1100 ára af- mæli tslandsbyggðar." Sverrir Hermannsson: Farkennsla í meðferð fiski- leitar- og siglingatækja A sfðasta þingi flutti Sverrir Hermannsson ásamt Halldóri Blöndal og Lárusi Jónssyni til- lögu til þingsályktunar, þar sem skoraó var á rfkisstjórnina að fela tæknideild Fiskifélags tslands i samráði við skólastjórn Stýri- mannaskólans, að koma á fót far- kennslu f meðferó og viðgerðum á fiskileitar- og siglingatækjum. I greinargerð með tillögu sinni leggja flutningsmenn áherzlu á, að sjómenn séu sem bezt þjálfað- ir f meðferð tækja af þessu tagi og að góð viðgerðarþjónusta sé til staðar i sem flestum höfnum á iandinu, þar sem fáanlegir séu varahlutir f tæki af þessu tagi. í greinargerð með tillögu sinni segja flutningsmenn ennfremur: „Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á Bretlandi, að útbúin var bifreið með hvers konar fiskileit- ar- og siglingatækjum. Henni er sfðan ekið milli þarlendra útgerð- arstaða og mönnum kennd með- ferð tækjanna og einfaldar við- gerðir á nokkurra daga nám- skeiði. Hefur aðferð þessi þótt gefast hið bezta. Með tillögu þessari er lagt til að svipaður háttur verði á hafður hér á landi. Trú flutningsmanna er sú, að hin ýmsu umboðsfyrirtæki myndu fús, og raunar keppast um að lána tæki til kennslunnar og jafnvel menn. Jafnframt þessu þarf að gefa út leiðbeiningarrit." UMHORF Umsjón: Jón Magnússon og Sigurður Sigurjónsson Húsnæðismál ungs fólks Stefna ungra sjálfstæðismanna HVERT er fyrsta vanda- málið, sem ungt fólk rekur sig á, þegar það stofnar til hjúskapar? HVAR FÁUM VIÐ ÍBÚÐ? Hvaða leiðir eru færar til lausnar á þessum vanda. 1. Bygging íbúða á vegum RÍKISINS? 2. Sala eða leiga RÍKIS- íbúða til ungs fólks? 3. Áframhald þeirrar stefnu, að stuðla fyrst og fremst að byggingu eigin íbúða? TVÆR STEFNUR Nú eru uppi tvær meginstefnur í húsnæðismálum. önnur hvetur fyrst og fremst ti! byggingar íbúða á „félagslegum grundvelli“ þ.e. leiguíbúða, verkamannabú- staða og svonefndra „fram- kvæmdanefndaríbúða". Hin stefnan hvetur til þess, að ein- staklingum verði gert kleift að byggja sjálfir sínar eigin íbúðir, eða kaupa þær fullgerðar af bygg- ingarfyrirtækjum. Sú stefna að byggja íbúðir á „félagslegum grundvelli" leiðir til þess, að hér á landi skapast sama ástand og ijú ríkir í Dan- mörku og Svíþjóð. Einungis þeir, sem eru bezt stæðir fjárhagslega, geta þar átt sínar eigin íbúðir. Almenningur er leiguliði RlKIS- INS eða STOFNANA á þess vegum. Ungt fólk verður þá að leita í náðarfaðm úthlutunar- nefnda og biðja auðmjúklega um íbúð. Slíkri beiðni er síðan svarað eftir tvö ár, og þá etv. með neitun. Hin stefnan, að gera einstakl- ingum kleift að byggja eigin íbúðir leiðir til þess, að ungt fólk verður efnalega sjálfstætt og sjálfu sér nógt um húsnæði. Það yrði óháð öllum íbúðaúthlutunar- nefndum, mannkærleik þeirra eða pólitísku þukli. Fjöldi ungs fólks þarf að treysta á mannkærleik úthlutunarnefnda fbúða... Þessari stefnu var fylgt hér á landi til ársins 1971. Hún leiddi m.a. til þess, að á því ári gat ungt fólk, sem var að hefja búskap, keypt á írjálsum markaði tveggja herbergja íbúð fyrir 950.000,- kr. það gat fengið lán úr Bygginga- stofnun ríkisins sem nam 545.000,- kr., eða 57,7% kostn- aðarverðs. I dag kostar sams konar fbúð 2,5 milljónir króna. Lán sem ungt fólk getur fengið til slíkrar fbúðar úr Byggingarsjóði ríkisins nemur 800.000,- kr. eða 32% kostnaðarverðs íbúðarinnar. ? .. .sumir fá neitun eða er bent á ieiðina löngu milli Heródesar og Pflatusar AFLEIÐINGAR STEFNU VINSTRI STJÓRNAR Stefnan sem fylgt hefur verið frá 1971 hefur haft það að megin- markmiði að byggja íbúðir á „félagslegum grundvelli". Er þar aðallega um að ræða leiguíbúðir. t dag, þremur árum sfðar, er engu auðveldara fyrir ungt fólk að fá leiguibúð. Það er ekki búið að byggja neina. 1 dag er síður en svo auðveldara fyrir ungt fólk að fá fbúð, sem byggð er á „félags- legum grundvelli" en fyrir 3 árum. I dag er margfalt erfiðara fyrir ungt fólk að kaupa íbúð á frjálsum markaði. I dag er einnig margfalt erfiðara fyrir ungt fólk að byggja sér ibúð, þar sem vísi- tala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 102% á sama tíma og lán úr Byggingarsjóði ríkisins hafa aðeins hækkað um 14%. HVERNIG ER UNNT AÐ LEYSA HtJSNÆÐIS- VANDA UNGS FÓLKS? Það verður ekki gert með öðrum hætti en að stuðla betur að því, að það geti byggt sjálft eða keypt íbúðir á frjálsum markaði. Stefnan byggist á framtaki, kjarki og áræði ungs fólks. Hún leiðir til þess, að ungt fólk getur sjálft unnið við byggingu eigin íbúða og þannig sparað aðkeypta vinnu og haldið byggingakostnaði í algeru lágmarki. Slík stefna leiðir til þess, að þjóðfélaginu nýtist vinnuafl til verðmætasköpunar, sem annars væri ónotað og stuðl- ar jafnframt að þvf, að ungt fólk geti sjálft ráðið stærð og gerð framtíðarheimila sinna. Ungir sjálfstæðismenn leggja áherzlu á, að þessari stefnu verði fylgt. Til þess er nauðsynlegt að gerð verði áætlun um eflingu al- .. .en öðrum er hyglað með póli tfsku þukli á bak við tjöldin. mennra fbúðarlána, þannig að þau verði ekki undir 60% af bygg- ingarkostnaði fbúðar. Lánakerfi það, sem nú er notað verður að endurskoða frá grunni. Koma verður í veg fyrir, að pólitfsk sjónarmið hafi áhrif á afgreiðslu lána. Veiting almennra ibúðar- lána er ekki miskunnarverk stjórnvalda heldur sjálfsögð fyrir- greiðsla við þá, sem vilja vera óháðir og efnalega sjálfstæðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.