Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNI 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands Í lausasolu 35,00 kr. eintakið hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. í ráðherrafundi Atlants j\ hafsbandalagsríkj- anna, sem staðið hefur í Ottawa síðustu daga, náðist samkomulag um nýjan At- lantshafssáttmála, yfirlýs- ingu um samskipti Atlants- hafsríkjanna, sem undirrit- aður verður í Bríissel af leiðtogum Atlantshafs- bandalagsþjóðanna í næstu viku. Hér er um mjög mikilsveröan atburð að ræða í samstarfi aðildar- ríkja Atlantshafsbanda- lagsins, ekki sízt vegna þess, að undanfarna mánuði hefur gætt nokk- urra erfiðleika í því sam- starfi og þá sérstaklega að því er varðar samráð milli Bandaríkjanna og Efna- h agsband alagsrík j ann a innan NATO. Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, hefur lýst því yfir, að íslenzka ríkis- stjórnin hafi engan fyrir- vara um efni þessarar nýju yfirlýsingar og eru það í sjálfu sér ánægjuleg tíð- indi, sérstaklega þar sem vinstri stjórnin hefur hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á samstarfi Atlants- hafsbandalagsríkjanna. En það var eftir öðru, að sam- staða gæti ekki tekizt inn- an vinstri stjórnarinnar um að standa heils hugar að hinum nýja Atlantshafs- sáttmála. Þegar er fréttir höfðu borizt um yfirlýs- ingu utanríkisráðherra, til- kynntu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins, að Éinar Ágústsson hefði ekkert umboð til að gefa slíka yfir- lýsingu. Um þetta mál hefði ekkert verið fjallað innan íslenzku ríkis- stjórnarinnar, og þar af leiðandi hefði hún enga af- stöðu tekið til þess. Enn eitt rifrildi af þessu tagi milli ráðherra kemur landsmönnum raunar ekki á óvart, en það er sönnun þess enn á ný, að vinstri flokkarnir eru óhæfir til þess að stjórna. Hins vegar er full ástæða til að harma það, að utan- ríkisráðherra hefur lýst því yfir, að íslenzkur ráð- herra muni ekki skrifa undir yfirlýsingu Atlants- hafsbandalagsríkjanna. Hér er um að ræða svo mikilsverðan atburð í sögu Atlantshafsbandalagsins, og það er íslendingum svo mikilvægt, að gott samstarf sé innan bandalagsins, að okkur ber að sýna hug okkar til Atlantshafssam- starfsins með því, að ís- lenzkur ráðherra skrifi undir þessa nýju yfirlýs- ingu. Þess vegna er þess að vænta, að utanríkisráð- herra taki þetta mál til endurskoðunar, jafnvel þótt kosningar fari í hönd, egar vinstri stjórnin tók við völdum, var því mjög hampað af talsmönn- um hennar, að nú væri komin ríkisstjórn, sem væri sérstaklega vin- veitt verkalýðsstéttunum, „stjórn hinna vinnandi stétta“. Að loknum þriggja ára valdaferli vinstri stjórnar sýnist hins vegar augljóst, að vinstri stjórn er verkalýðssamtökunum erfiðari heldur en svo- nefndar hægri stjórnir. Vitað er um 12 dæmi þess, að vinstri stjórnin hafi ýmist skert eða reynt að skerða kjarasamninga verkalýðsfélaganna og þar að auki svikið gefið fyrir- heit um samráð við verka- lýðssamtökin um ráð- stafanir í efnahagsmálum. Veturinn 1973 skýrði Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, frá því, að vinstri stjórnin hefði þá þegar gert átta tilraunir til þess að breyta þeim kjarasamningum, sem þá voru í gildi eða skerða þá. Á síðustu enda er það eitt sæmandi íslendingum að stuðningur okkar við hinn nýja Atlantshafssáttmála verði með fullri reisn. mánuðum hefur vinstri stjórnin fjórum sinnum vegið að kjarasamningum verkalýðsfélaganna. I fyrsta lagi með því að taka áfengi og tóbak út úr vísi- tölunni. í öðru lagi með því að taka bílinn út úr vísitöl- unni. 1 þriðja lagi með því að taka nokkur vísitölustig hreinlega af launþegum. Og i fjórða lagi með því að söluskattshækkun kom ekki fram í visitölunni. Loks neitaði vinstri stjórn- in í vor að hafa samráð við verkalýðssamtökin um fyrirhugaðar efnahagsráð- stafanir eins og hún hafði heitið og leiddi það til af- sagnar Björns Jónssonar úr ríkisstjórninni. Þessi dæmi sýna, að því fer fjarri, að vinstri stjórn- in hafi verið stjórn hinna vinnandi stétta. Það er öllu nærtækara að segja eins og Björn Jónsson, að ríkis- stjórn Ólafs Jóhannes- sonar hafi rekið „ómeng- aða verkalýðs fjandsam- lega stefnu". NÝR ATLANTSHAFS- SÁTTMÁLI „Verkalýðs fjand- samleg stefna” Guðmundur H. Garðarsson: Kaupmáttur og raunyeruleiki MIKIL „illmenni" erum við Sjálfstæðismenn, ef trúa skal lýsingum kommúnistanna á Þjóðviljanum. Meðal sýnishorna úr orðasafni Þjv. má taka: „Sjálfstæðismenn „vilja“ hæfilegt atvinnuleysi; brjóta niður verkalýðshreyfinguna; láta verðbólguna gera elli- og örorkubætur verðlausar; gera iðnaðarmenn landflótta; afhenda útlendingum atvinnutækin... Sjálfstæðismenn „vilja ekki“ upp- byggingu atvinnuveganna, enga skuttogara, engar fbúðarbyggingar, engan smáiðnað o.s.frv“. Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn og Sjálf- stæðisfólk er af hinu vonda, en kommúnistarnir f Alþýðubandalag- inu eru af hinu góða. Þeir hafa haft „forustuna" f öllum góðum rnálum. Hver kannast ekki við „for- ustu“ Magnúsar Kjartanssonar í launabaráttu verkalýðshreyf- ingarinnar eða hina „mikil- virku“ þátttöku hans og Ragnars Arnalds í atvinnulíf- inu. Reynslan er ólygnust. Það er einhver munur þar á eða á störfum einhverra atvinnurek- enda, sem þurfa að annast dag- legan rekstur fyrirtækja og verða að láta endana ná saman, manna, sem bera ábyrgð á ákvöxtun fjármagnsins, nýt- ingu hráefna, véla og tækja, stöðugri og jafnri afkomu starfsmanna o.s.frv., svo að ekki sé nú talað um sjálfan verkalýðinn, sem vill ekki lúta forustu kommúnista, nema þá helzt í félögum iðnaðarmanna, eins og Trésmíðafélagi Reykja- víkur, þar sem einkum er að leita þeirra, sem „miður“ mega sin í lífsbaráttunni. Þá sögu þekkir láglaunafólk. Nei, stofukommúnistarnir hjá Þjóðviljanum, mennta- mennirnir í Alþýðubandalag- inu og skriffinskukommúnist- ar á borð við Magnús Kjartans- son og Ragnar Arnalds, setjast í dómarasætið, vega- meta erf- iða baráttu annarra, og úr- skurða síðan, að dugmesti kjarni og meirihluti þjóðarinn- ar, sem myndar raðir Sjálf- stæðisflokksins og kýs hann, séu ónytjungar, sem vilji öðr- um illt og helzt selja frum- burðarréttinn, landið og at- vinnutækin. Það er mál til komið, að þess- ir herrar, forustumenn Alþýðu- bandalagsins, séu settir á rétt- an stað og þjóðin geri sér ljóst, að þeir, undantekningar finn- ast að vísu, hafa aldrei tekið virkan þátt í þeirri hörðu kjara- baráttu sem verkalýðshreyfing- in hefur þurft að heyja á undanförnum árum, né tekið þátt í rekstri fyrirtækja at- vinnulífsins. Þessir úreltu kommúnistar vita ekki i reynd, hvað verkalýðsfélag eða at- vinnurekstur er, og enn siður gera þeir sér grein fyrir, í hverju þarfir fólksins og óskir eru fólgnar við nútima aðstæð- ur. Ef forusta Alþýðubandalags- ins heldur, að það sé eftir- sóknarvert, eða einhver guðs- blessun fyrir almennt launa- fólk, að árleg verðbólga undir vinstri stjórn sé 30—40%, ættu þeir að kynna sér, hvernig því launafólki líður, sem verður að lifa á einföldum mánaðarlaun- um, er byggjast á 40 stunda vinnuviku. Það eru forhertir blekkingar- menn, sem leyfa sér að fullyrða með feit letruðum fyrirsögnum á forsíðu Þjv. eins og gert var 12. júní s.l., þar sem segir: „Kaupmáttur verkamanna- launa aldrei hærri en nú. 20—50% hærri en á við- reisnarárunum." Ekki er nákvæmninni fyrir að fara. Kaupmáttaraukningin er ekki annað hvort 20% eða 50%, eða eitthvað ákveðið þar á milli. Nei, aukningin er ekki minni en 20%, en gæti verið 50%. Hvað skyldi vellygni Bjarni segja við þessu? Ástæða er til að líta nánar á það, hvern- ig þessi „stórkostlega“ niður- staða kommúnistanna við Þjv. er fengin. Jú. Þeir taka þessar „staðreyndir" úr Hagtíðindum. Gallinn fyrir launafólk er bara, að aðeins sá hluti vísistölukerf- isins, sem hentar vinstri stjórn- inni bezt á pappírunum, er not- aður. Mikilvægum atriðum er sleppt. Þjv. menn taka visitölu vöru og þjónustu, en sleppa hús- næðisþættinum. Þeir vita sem er, að tölfræðilega hefðu þeir getað fengið enn betri útkomu með því að taka framfærsluvisi- töluna i heild, en þá hefðu þeir gjörsamlega sprengt sig. Niður staðan hefði orðið svo lygileg, að ekki hefði verið þorandi að prenta hana. Hvers vegna? Ástæðan er afar einföld og er hverjum manni Ijós, sem skoð- ar samsetning framfærsluvisi- tölunnar og vigt einstakra út- gjaldaliða. I útgjaldaskipting- unni, nettóútgjöld á grunntíma, hafa útgjaldaliðirnir vörur og þjónusta hækkað úr kr. 8.346 í jan. 1968 i 26.675 miðað við mai 1974, eða um 220%. Á sama tima hækkaði húsnæðisliðurinn úr kr. 1608 í kr. 3040 eða um 89%. Hvað finnst ungu fólki og öðrum, sem staðið hafa i hús- byggingum s.l. 3 ár um vigtina á þessum þætti framfærsluvisi- tölunnar? Eða leigjendum, sem þurfa nú að greiða 20—25.000 kr. húsaleigu á mánuði fyrir meðalstóra ibúð? Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 143% tima- bilið 1969 til 1. marz 1974. Vitað er, að þessi vísitala mælir ekki sem skyldi, og enn eru hækkan- ir síðustu mánaða ekki komnar inn i vísitöluna. Þriggja herbergja íbúðir eru í dag taldar kosta 3—3,5 millj. kr. Með þeim lánamöguleikum, sem almenningur hefur í dag úr húsnæðismálakerfinu, þegar peningar eru þar til, og lffeyris sjóðum, má gera ráð fyrir, að lágmarksskuldir á slíkri íbúð séu 2—2,5 millj. kr. Mánaðar- legar greiðslur vaxta og afborg- ana af slikri ibúð eru hið minnsta 25—30.000 kr. við ríkj- andi lánakjör. Skyldi ekki kaupmáttarspila- borg vinstri-stjórnarmanna vera farin að riða, þegar þessi útgjaldaliður fjöldans er tekinn með að fullu og raunveruleik- inn viðurkenndur? Skyldi ekki „velmegunar- sjúkdómurinn", sem Magnús Kjartansson talaði um s.l. vetur vera fólginn í þvi, sem Þjv. hefur stundum viljað kalla þrælkun launafólks í þeirri við- leitni að láta endana ná saman. Og því, að yfir 60% giftra kvenna vinnur úti, auk megin- þorra ógiftra. Staðreynd er, að vegna mik- illar óstjórnar og taumlausrar verðbólgu, sem hvergi á sinn lika, hefur meginþorri fólks þurft að vinna óstjórnlega mik- ið og mjög margir tvöfalda vinnu. Heildartekjur heimil- anna hafa þar af leiðandi orðið miklar. Vinnutimastyttingin svonefnda er að ýmsu leyti blekking. Það er þessi raunveruleiki, sem hefur gert öllum almenn- ingi kleift að standast óðaverð- bólguna, enn sem komið er. Vinstri-stjórnin hugðist reyna að krafsa sig út úr þessu ástandi tímabundið meðan kommúnistarnir í ríkisstjórn- inni ætluðu að gera landið varnalaust. Síðan átti að kasta erfiðleikunum yfir á aðra. Það er ekki vinstri-stjórninni að þakka, að heimilin eru ekki enn sem komið er illa leikin vegna ábyrgðarlausrar og þjóð- hættulegrar stefnu kornm- únista í efnahagsmálum. öðru máli gegnir um fjölda fyrir- tækja sem eru að komast I Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.