Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 7
MORC.UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNÍ 1974 7 forum world features fyrir heimsku mannsins eigingirni og grimmd FLÓTTAMAÐURINN er jafngamall sögunni og jafnungur fyrirsögnum blaðanna f morgun. Flótti einstaklinga (og stundum heilla sam- félaga) frá fátækt og hungri eða kúgun, mann- greiningu og ofsóknum hefur verið algengur gegn um aldirnar. Hann er ennþá, því miður, al- geng staðreynd í alþjóða- málum. Og maðurinn, sem hefur fengið það verkefni að sjá um þessar milljónir heimilislausra manna — Hans hágöfgi prins Sadruddin Aga Khan, yfirmað- ur Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna — er nógu raunsær til að vita að flótta- menn munu halda áfram að vera ömurlegur þáttur í sögu mannkynsins. Hann er, samt sem áður, von- góður um að fleiri og fleiri þjóðir verði fúsar til að veita flóttafólkinu viðtöku — jafnvel þó það kosti þær gagnrýni og óvild nágrannaþjóða. Og fleiri og fleiri þjóðir eru að koma á reglugerðum um vernd flótta- manna, sem prins Sadruddin vonar að verði einn góðan veð- urdag sameinaðar í stofnskrá um „Réttíndi flóttafólks i heim- inum“. Hans hágöfgi var í London í marz til að flytja fyrirlestur um nýjar aðferðir í alþjóðlegri meðferð flóttafólks og þjóð- ernislauss fólks. Hann viður- kenndi að það hefði tekið flótta- mannastofnunina um 20 ár — síðan hún varð fastur þáttur í starfi Sameinuðu þjóðanna — að vinna bug á fjandskap sumra þjóða. Astæðan fyrir tregðu sumra þjóða er skil- greining Sameinuðu þjóðanna á flóttamanni, sem einstaklingi utan síns heimalands vegna „rökstudds ótta um ofsóknir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis eða stjórnmálalegra skoðana“. Þetta pólitíska ágreiningsatr- iði — sem felur í sér hárffnan skilgreiningarmun í heima- landinu milli stjórnmálastarf- semi og landráðastarfsemi, milli „ótta við ofsóknir" og ótta við lögmæta handtöku fyrir glæpi gegn ríkinu — hafði í för með sér mikla erfiðleika í vinnu yfirmanns Flóttamanna- stofnunarinnar. Prins Sadrudd- in viðurkenndi að þær hefðu valdið „áhugaleysi. stuðnings- leysi og jafnvel fjandskap." Annað atriði, sem olli mikl- um erfiðleikum á fyrstu dögum stofnunarinnar, var myndun fjölmennra flóttamannabúða. Það vakti ugg heimamanna þegar flóttamennirnir reyndu að aðlagazt þjóðlífi hins nýja lands, og vandræði sköpuðust þegar þeir komust í kast við hin ströngu innflytjendalög. Samt sem áður fór það að sýna sig — stundum á áhrifa- mikinn hátt — að Flóttamanna- stofnunin var voldugt afl til góðs. Ungverski harmleikurinn og fjöldaflutningar Alsírmanna til Marokkó og Túnis 1956—1957 voru stór verkefni, sem sönnuðu að Flóttamanna- Eftir David Lees stofnunin gat unnið af algjöru hlutleysi, þegar erfið vandamál bar að höndum. Aðskilnaður kynþátta stærsta vandamálið Prins Sadruddin vakti at- hygli á vandamáli, sem var mjög stórt á fyrstu dögum Flóttamannastofnunarinnar, og er enn mjög erfitt við að eiga — aðskilnaði kynþátta. Hann lýsti því sem „hinn rækilegustu og markvissustu eyðileggingu menningarlegra verðmæta, sem við höfum kynnst. Asamt skyldu vanda- máli — úreltu nýlendu og minnihlutastjórnskipulagi í Afríku — virðist kynþáttamis- rétti vera endalaus uppspretta flóttafólks." Prins Sadruddin benti á að brottrekstur Asíumanna frá Uganda hefði verið „hörmulegt og sorglegt atvik" fyrir þúsund- ir manna. „Það er ekki fyrir yfirmann Flóttamannastofnun- arinnar að dæma það sem nú tilheyrir mannkynssögunni, en það er augljóst að atburðir eins og þessi, sem sundraði kynslóð- um Asíumanna frá Uganda, mega ekki endurtaka sig,“ sagði hann. Það væri hyggilegt fyrir Sam- veldislöndin, sem og önnur ríki, að áætla hvað framtíðin kann að bera í skauti sér, og beita til þess hugmyndaflugi og um- hyggju.“ Annað deilumál innan Sam- veldislandanna, sem Flótta- mannastofnunin þurfti að hafa mikil afskipti af, var deilan um Bangla Desh. Flutningi yfir 200.000 manna milli Pakistan og Bangla Desh er nú að Ijúka „öllum málsaðilum til ánægju," sagði Sadruddin. En eitt vandamál tekur við um leið og öðru lýkur. Stjórnar- skiptin í Chile á þessu ári urðu til þess að „Flóttamannastofn- unin þurfti að miðla málum á þann hátt, sem á sér varla hlið- stæðu I sögu hennar.“ „Öryggisgörðum" var komið á fót, og rekstur þeirra annaðist þjóðleg nefnd, og í þá var safn- að saman þúsundum flótta- manna. „Þeir höfðu áður fengið hæli í Chile,“ útskýrði prins Sadruddin, „en undir breyttum aðstæðum urðu þeir, eða vildu, fara.“ „Þaðan var hægt að flytja þá til margra annarra landa, sem vinsamlega höfðu orðið við hjálparbeiðnum, og veita þeim hæli í annað sinn. Þessu verk- efni er nærri lokið. Meginatriði friðhelgi eru auðvitað ekkert nýtt í sögunni, en stofnun „öryggisgarða" — sem einnig voru notaðir fyrir Asíumenn í Uganda, áður en þeim var vlsað úr landi, — er algjörlega nýtt fyrirbæri í sögu alþjóðlegrar verndunar. „Vonandi þarf ekki að endur- taka uppfinningu slíkra fyrir- bæra — þó vaxandi óréttlæti í garð minnihluta lofi ekki góðu um framtíðina." Prins Sadruddin er greini- lega hugsjónamaður — en þó raunsær. Hann sér um stofnun, sem setur markið hátt og lætur ekkert tækifæri ónotað til að ítreka að hún hefur „mannúð- legan og óstjórnmálalegan til- gang.“ En hann er fyrstur manna til að viðurkenna að starf hans er til orðið fyrir „heimsku manns- ins, eigingirni hans og grimmd." Hann getur haldið starfinu gangandi vegna upp- örvunar þeirra þjóða, sem vilja | hjálpa fórnarlömbum órétt- lætis — og sem verja hinar nýju reglur um hæli fyrir flóttafólk, sem prins Sadruddin vonar að verði grundvöllur að stofnskrá hans um „Réttindi flóttafólks i heiminum“. Til sölu Mercedes Benz 280 SE '71. Sjálf- skiptur, vökvastýri. Upplýsingar í síma 20652. Volvo Ouett árg. 1 962 til sölu. Upplýsingar í sima 86085. Frímerkjasafnarar Til sölu eru 1. dags umslög og gott safn af islenzkum frímerkjum. Þeir, sem hefðu áhuga vinsam- legast setjið nafn og simanúmer i lokað umslag á afgr. Mbl. fyrir 5. júli merkt: ,. 1437" Til sölu jeppi '73. JEepster. Uppfýsingar í síma 36944 eftir kl. 20. Ný ísvél til sölu. Upplýsingar i sima 52493 eftir kl 8 á kvöldin. Land-Rover árg. '72 diesel og Chevrolet árg. '65 Perkingsdieselvél. fjórhjóladrif. Upplýsingar 99-1 555. Kona óskar eftir atvinnu háifan daginn. Innheimtu- störf koma til greina. Hef bil til umráða. Tilboð merkt: „Vinna — 1438" sendis! afgr Mbl. Til sölu Volvo de luxe árg. '74. Skipti á eldri bil koma til greina. Uppl. i síma 35220. Spónsög Óskum eftir að kaupa spónskurðarsög strax. Upp- lýsingar i simum 50128 og 52623 eftirkl. 7. 4ra herb. ibúð til leigu í gamla bænum. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt „íbúð 1442" Hjólhýsi Til sölu milli stærð af hjólhýsi. er litið notað og vel með farið. Upp- lýsingar i sima 42787 og 42 1 02. Mercury Comet '72 Til sýnis og sölu að Miðtúni 64. R. frá kl. 8 til 11 í kvöld. Stað- greiðsluverð kr. 600 þús. Vinna, Húsnæði óska eftir bilskúr eða öðru hús- næði fyrir léttan iðnað, gæti út- vegað aukavinnu eða vinnu fyrir eldri mann. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudag merkt: 1119. Til sölu er mjög vel með farinn Fiat 127 árg. '73. Aðeins ekinn 13 þús. km. Uppl. í síma 25734. íbúð óskast til leigu Rikisstarfsmaður (3ja manna fjöl- skylda) óskar eftir 3ja til 4ra herb. ibúð til leigu sem fyrst. Upp- lýsingar í sima 22895 eftir kl. 1 5 e.h. Ung stúlka óskar eftir herbergi frá 1. sept. Reglusemi heitið. Upplýsingar i sima 51513. Margar gerðir kasettu segulbandstækja með og án útvarps, verð frá kr. 5.550.-. Ferðaviðtæki i úrvali. Póstsendum. F. Björnsson Radioverzlun Bergþórugötu 2. s. 23889. ^ÞEIR RIIKR UIÐSKIPTin SEm nuGivsni jl iflorgunblíiííittu Fyrsta sendingin af þessum vinsælu fólksbílakerrum komin 2 stærðir. Einnig léttir 14 feta bátavagnar og 50 mm dráttarkúlur, Ijósatengi o.fl. Látum útbúa dráttarbeisli á bíla ef óskað er. G. T. BÚÐIN HF., Ármúla 22. sími-37140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.