Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNÍ 1974 14 Torfæruaksturskeppni Flug- björgunarsveitarinnar á Hellu fór fram sfðastliðinn laugardag. Keppnin fór fram austan við Hellu. Þátttakendur voru 6. Fyrstur varð Pétur Hjálmarsson á Willys 1967, R 35818, og fékk hann 885 stig. Annar varð Jón Einarsson, L 238, Willys 1966 og fékk hann 820 stig. Þriðji varð Pétur Hallgrfmsson, L 317, Willys 1955 og fékk hann 815 stig. Fjöldi fólks kom til að horfa á keppnina, sem þótti hin bezta skemmtun. Myndin er frá keppn- inni. Leikrítið Jón Arason sýnt á Hóhim Hólum, Hjaltadal. Þjóðhátfðarskemmtun Skag- firðinga og Siglfirðinga verður haldin að Hólum 23. júnf n.k. Undirbúningur er f fullum gangi, og hefur mjög mikið starf verið unnið. Samkoman á að vera aðal- lega úti, sunnan við starfsmanna- bústaðinn. Hátíðin hefst klukkan 13 með lúðrablæstri Lúðrasveitar Sauðár- króks. Þá verður hátíðin sett af skólastjóranum, Haraldi Árna- syni. Tveir eða þrír kórar syngja á hátíðinni, og þar á meðal Skag- firzka söngsveitin úr Reykjavík. Klukkan 14.30 flytur Þjóðleik- húsið leikritið Jón Arason með aðstoð Skagfirzku söngsveitar- innar. Afhjúpuð verður mynd af Guðmundi góða, sem stendur úti við prestbústaðinn. Kórarnir syngja, og messa verður flutt klukkan 16. Broddi Jóhannesson skólastjóri flytur hátíðarræðu, og Siglfirðingar flytja samfellda þjóðhátíðardagskrá, þar á meðal vikivaka. Hátíðárdagskrá á að verða lokið um kl. 19, og dansað verður á palli kl. 20—22. Vitanlega verða veitingar seldar á staðnum. Klukkan 21 syngur Skagfirzka söngsveitin á Hofsósi, og heldur dansleik á eftir. Skagfirðingar biðja um gott veður, því búizt er við miklu fjölmenni. Dagskráin getur eitthvað raskazt ef veðrið verður ekki gott. _... —Bjorn. Þjóðhátíð Rangæinga 1974 ÞJÓÐHÁTtÐIN f Rángárvalla- sýslu verður haldin við Merkjá í landi Hlfðarendakots f Fljótshlfð sunnudaginn 23. júnf og hefst kl. 13.30. Dagskráin verður fjöl- breytt og reynt hefur verið að byggja sem mest á heimafengn- um atriðum f stað þess að sækja þau lengra að. Er hátfðin hugsuð sem samkoma sem allra flestra Rangæinga bæði heimamanna og þeirra, sem brott eru fluttir, og allra annarra, sem koma vilja. Meðal dagsskráratriða má nefna lúðrasveitarleik, kórsöng, hátíðarmessu, hátíðarræðu, hátíðarljóð flutt af fjallkonu, sögulega leikþætti, barnatími, fimleikasýning, bændaglfma, frjálsar íþróttir, þjóðdansa og sitt- hvað fleira. Aðgangur á hátíðina er ókeypis, en þar verða til sölu ýmsir góðir minjagripir, svo sem barmmerki með skjaldarmerki sýslunnar, veggskildir, fánar og veifur ýmiss konar. Einnig munu verða þar ýmsar veitingar á boðstólum. Unnið mun af kappi á næstunni við að setja upp pall og aðra aðstöðu á hátíðarsvæðingu, svo að allt megi vera tilbúið í tæka tíð. Hátíðin byrjar eins og fyrr sagði upp úr hádegi og mun væntanlega ljúka ekki mjög seint um kvöldið. I þjóðhátíðarnefnd Rangár- vallasýslu eru: Jón R. Hjálmars- son, Skógum, formaður, sr. Hannes Guðmundsson, Fellsmúla, Ólafur Guðmundsson, Hellnatúni, og Þórður Tómasson, Skógum. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Albert Jóhannsson, Skógum. ft_. , Utankjörstaða kosning Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er að Laufásvegi 47. Símar: 26627, 22489, 1 7807, 26404. Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstof- una vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram i Hafnarbúð- um alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. 114 Kk 17*1” wMniii i VIMtTIU Kosninga skrifstofur LISTANS í REYKJAVÍK Á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík og hverfafélaga Sjálfstæðismanna eru starfandi eftirtaldar hverfisskrifstofur. Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 1 4.00 og fram eftir kvöldi. Að jafnaði verða einhverjir af frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins við Alþingiskosningarnar til viðtals á skrif- stofunum milli kl. 18.00 og 19.00 síðdegis. Jafnframt er hægt að ná sambandi við hvaða frambjóðanda sem er, ef þess er sérstaklega óskað með þvi að hafa samband við hverfisskrifstofurnar. Nes- og Melahverfi, Reynimel 22, sími 25635 Vestur- og Miðbæjarhverfi, Laufásvegi 46, (Galtafelli), sími 28191 Austur- og Norðurmýrarhverfi, Bergstaðastr. 48, sími 28365 Hlíða- og Holtahverfi, Suðurveri v/Stigahlíð sími 281 70 Laugarneshverfi, Klettagörðum 9, sími 85119 Langholts- Voga- og Heimahverfi, Lang- holtsvegi 124, sími 34814 Háaleitishverfi, Miðbæ v/Háaleitisbraut sími 85730 Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi, Langagerði 21 sími 32719 Árbæjarhverfi. Hraunbæ 102, sími 81277 Bakka- og Stekkjahverfi, Urðarbakka 2, simi 86153 Fella- og Hólahverfi, Vesturbergi 193, sími 72722 Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til hverfis- skrifstofanna og gefa upplýsingar, sem að gagni geta komið í kosningunum, svo sem upplýsingar um fólk sem er eða verður fjarverandi á kjördag o.s.frv. V|Ð E|GUM ÍHJ SAMLEIÐ Suðurnes — Suðurnes D-lista hátíð! i Stapa laugardag 22.6. kl. 9.00 s Húsið opnað kl. 8.30. DAGSKRÁ: Ávörp flytja: Geir Hallgrímsson, form. Sjálfstæðisfl. Matthías Á. Mathiesen, fyrrv. alþingism. Jörundur skemmtir. ..Fjarkar" leika fyrir dansi. Stórkostlegt happdrætti! Allar veitingar! Sjálfstæðisfélögin á Suðurnesjum. Austur-Skaftfellingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Sindrabæ föstudagínn 21. júní kl. 20:30. Frummælendur Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Egill Jónsson, ráðunautur. Fyrirspurnir — Umræður. Keflavík skrifstofa sjálfstæðisflokksins, í Sjálfstæðishúsinu er opin daglega frá kl. 14 — 1 8 og 20 — 22, síminn er 2021. Stuðningsfólk hafi samband við skrifstofuna símleiðis, eða komið í sjálfstæðishúsið. Reykjaneskjördæmi Skrifstofa kosningastjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi er að Strandgötu 2 5 Hafnarfirði. Skrifstofustjóri: Sigrún Reynisdóttir upplýsingarsími: 52576 Kosningastjórnin Kosningahátíð í Dalabúð, Búðardal, laugardaginn 22. júní kl. 9. Hljómsveitin Æsir leikur fyrir dansi. Jörundur skemmtir. Stutt ávörp flytja séra Ingiberg J. Hannesson og Jón Sigurðsson. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Dalasýslu. Sjálfstæðisfélögin á Eyrarbakka og Stokkseyri boða til stjörnmálafundar á Eyrarbakka föstudaginn 2 1. þ.m. kl. 8.30 s.d. Á fundinum mæta frambjóðendur sjálfstæðisflokksins i Suðurlands- kjördæmi og ræða stjórnmálaviðhorfið og svara fyrirspurnum. Allir velkomnir á fundinn. Sjálfstæðisfélögin. Sjálfstæðishús Sjálfboðaliðar Sjálfboðaliða vantar til ýmissa verkefna i nýja Sjálfstæðishúsinu kl. 13:00 til 18:00 laugardag. Vinsamlegast takið með ykkur hamra og kúbein. Sjálfstæðismenn athugið, að mjög áriðandi er að fjölmennt verði til sjálfboðavinnu næstu laugardaga. Sjálfstæðismenn: VIÐ BYGGJUM SJÁLFSTÆÐISHÚS. Byggingarnefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.