Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1974 Sjö sögur af Villa eftir Rudolf 0. Wiemer Villi muldrar eitthvað ánægður á svip. Drengurinn er ekki sem verstur þar sem hann situr þarna kófsveittur yfir lexíunum svo ískrar í grifflinum á töflunni. Vondur ræningi. Það hljómar vel í eyrum Villa. En skömmu síðar fer griffillinn að renna hægar yfir töfluna. Höfuðið á Hans hnígur niður á borðið. Griffillinn rennur úr hendi hans. Hann er sofnaður. Jæja, hugsar Villi. Sofðu bara. Hann horfir á drenginn með augljósri meinfýsi: Augun lokuð, munnurinn hálfopinn, hendurnar á borðinu við hlið- ina á grifflinum. En þar sem hann stendur þarna og hlær, fer hann allt í einu að kenna í brjósti um Hans. SARAH Allt í bendu Flugdrekar hafa alltaf verið vinsæl leikföng. Á þessari teikningu eru þrír krakkar með band f hendi og nú á að finna, hver krakkanna heldur f bandið f drekanum. Við verðum að þræða okkur eftir hverjum spotta til þess að finna það út. Eiginlega var þetta lúabragð, hugsar hann. Hans vildi vera vinur þinn. Villi ýtir við Hans, en hann vaknar ekki. Hann er svo þreyttur. Ræninginn hugsar sig um. Það væri auðvitað hægt að láta drenginn sofa áfram. Hann hefði bara gott af smáráðningu hjá kennaranum. En þá man Villi eftir því, að líklega fengi Hans aukaverkefni líka, svo hann yrði að sitja inni allan daginn. Nei, hugsar hann. Það er afleitt. Auk þess yrði Hans kvefaður af að sitja þarna á náttskyrtunni einni. Villi lyftir drengnum varlega af stólnum og leggur hann í rúmið. Svona. En aðalvandinn er enn óleystur: Hvað um verkefn- ið? Það kemst ekki á töfluna sjálfkrafa. Það er klárt mál. Villi stynur þungan. A tarna er þokkaleg klípa, hugsar hann. Hann tekur ofan hattinn og setur hann svo upp aftur. Loks dregur hann töfluna til sín. Hann tekur griffilinn í vinstri hönd. Það sakar ekki að reyna, hugsar hann. En þetta er nú engin hægðar- leikur. Villi hefur ekki skrifað staf sfðan hann gerðist ræningi. Og ekki dugar að ruglast á bókstöf- unum. Allt verður líka að vera í beinni línu. Ennþá verr gengur með tölustafina. Villi kann bara helminginn af litlu margföldunartöflunni. Meira hefur ekki rúmast í höfði hans, enda hefur hann ekki þurft á meiru að halda sfðan hann gerðist ræningi. Alerfiðust er þó teikningin. Það er sko enginn hægðarleikur að teikna sjálfan sig. Villi veit ekki einu sinni, hvað nefið á honum sjálfum er langt. Eða hvort hann á að lita það rautt eða blátt. Villi svitnar undan erfiðinu. Hann er feginn að þurfa ekki að ganga í skóla. Skyndilega lyftir Hans höfðinu frá koddanum. Hann nuddar augun og stekkur fram úr rúminu. Villi flýtir sér að sleppa litakrítinni. Drengurinn átti alls ekki að komast að því, hvað hann var að gera. „Þú ert góður ræningi þrátt fyrir allt“, segir Hans undrandi. „Og það skal ég segja kennaranum mín- um“. „Þú dirfist ekki að gera það“, segir Villi reiður og steitir hnefana. „Ef þú gerir það, þá erum við ekki vinir lengur“. Hans lofar að þegja. „Jæja“, segir Villi. „Þá skal ég vera um kyrrt í myndabókinni þinni“. £)Sfonni ogcTVIanni Nú gekk Haraldur lengra inn í hellinn. Þar hékk sauðarkrof á veggnum. Hann tók upp hníf og skar af því annað lærið. „Þetta er dáindis laglegur ketbiti“, sagði Manni. „Mér lízt ekki á það, að við getum torgað þessu öllu“. „Heldurðu ekki það?“ sagði Haraldur. „Mundu eftir hvolpinum ykkar. Ætli hann þiggi ekki skerfinn sinn ?“ „Jú, Tryggur þarf að fá mikið“, sagði Manni. „Hann hefur ekki fengið annað í allan dag en tvo brauðbíta. En hvar er potturinn, sem þú ætlar að sjóða þetta í?“ „Við sjóðum nú lítið hérna“, sagði Haraldur. „Við steikjum á teini“ „Þá ferð þú alveg eins að og útilegumennirnir“, sagði Manni. „Já. Því ekki það, karl minn“, sagði Haraldur og brosti við. Því næst tók hann járntein, sem stóð í veggnum, og eftir Jón Sveinsson Freys.teinn Gunnarsson þýddi stakk honum í gegnum kjötlærið. Síðan brá hann því yfir eldinn og sneri því þar á ýmsa vegu. Og brátt angaði þægilegur steikarilmur um allan hellinn. Manni sá nú, að maturinn var bráðum tilbúinn. Hann sneri sér að Haraldi og spurði: „En hvar eru diskarnir, og hvar eru hnífarnir og gafflarnir?“ Haraldur svaraði: „Við höfum nú okkar eigin siði hérna uppi á fjöll- unum. Bíddu hægur, þá sérðu, hvernig við höfum það“. Þegar kjötið var orÖið steikt, stakk Haraldur tein- inum með öllu saman í holu í klettaveggnum. Því næst hreinsaði hann ruslið af stórum, flötum steini, sem lá á gólfinu. „Héma er nú borðið og diskarnir, allt í einu lagi“, sagði hann. „Svo borðum við með sjálfskeiðingunum okkar og höfum fingurna fyrir gaffla. Ég vona, að þú borðir með góðri lyst fyrir því, Manni minn“. ffto&lnorgunkaffinu — Grrrr... viltu ekki að ég gef i þér til baka... — Er bitið á hjá þér, gaman... — Þetta er þér Ifkt. Þegar aðr- ir skemmta sér, ferð þú f bað... — Nei, herra forstjðri, Júlfus skrapp aðeins frá...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.