Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1974
Greinargerð „kommissara”:
Um
fjárfest-
ingasjóðina -
að gefnu tilefni
VEGNA skrifa Mbl. að undan-
förnu um fjárfestingasjóða-
kerfið og greiðsluþrot þess eða
gjaldþrot, verður ekki hjá því
komizt að leiðrétta a.m.k. þær
kórvillur í þessum frásögnum,
sem beinlínis gætu valdið þjóð-
félaginu í heild, og atvinnuveg-
unum sérstaklega, stórfelldu
tjóni, ef ritsmíðar þessa út-
breidda blaðs væru teknar al-
varlega, síðustu vikurnar fyrir
kosningar. Önnur forystugrein
Mbl. 14. þ.m. ber fyrirsögnina.
„Sjóðakerfið gjaldþrota" — og
hefst þannig:
„Margt bendir til þess að
sjóðakerfi landsmanna, það er
hinir ýmsu fjárfestingarsjóðir,
sé gersamlega gjaldþrota". í
sama blaði eru a.m.k. tvær risa-
fyrirsagnir um fjárvöntun sjóð-
anna. -»
Slík æsiskrif um fjármála-
stofnanir hafa til þessa ekki
þótt bera vott um ábyrgðartil-
finningu í fjármálum og efna-
hagsmálum, sízt af öllu, ef lítill
eða enginn fótur hefur verið
fyrir þeim.
Til þessa hafa flestir talið, að
Sjálfstæðisflokkurinn vildi láta
stjórna stofnfjársjóðunum, en
ekki að þeir væru einskonar
kjörbúðir, þar sem allir af-
greiddu sig sjálfir. Menn hafa
sem sé talið, að Sjálfstæðis-
flokkurinn skyldi það einfalda
lögmál efnahagslífsins, að við
höfum takmarkað fjármagn og
getum þvf ekki orðið við óskum
allra um lánsfjármagn samtím-
is. Það þarf því að koma fjár-
málastjórn til.
Þannig er t.d. fullvíst, að
stofnlánasjóðir gátu aldrei
sinnt öllum lánsumsóknum sem
bárust á valdatímabili „við-
reisnarstjórnarinnar", og tóku
það allir þá eins og sjálfsagðan
hlut, þó allt annað virðist mega
lesa út úr skifum Mbl. nú.
ERU STOFNLANASJÓÐIRN-
IR GJALDÞROTA?
Þessari spurningu verður
bezt svarað með því að birta
yfirlit yfir fasta óafturkræfa ár-
lega tekjustofna þessara sjóða,
sem þeim eru lagðir til í þvf
skyni að efla þá, og hvernig
þessir tekjustofnar hafa
breytzt. Hér á eftir fer yfirlit
um tekjustofna helztu stofn-
lánasjóða, (þeirra sem Mbl.
hefur aðallega skrifað um) á
FASTIR TEKJUSTOFNAR
STOFNLANASJÓÐA
1970—1974 í MILLJ. KR.
1970 1971 1972
1. Stofnlánad. landbúnaóarins* 61.2 79.9 94.2
2. Fiskveiðasjóður* 92.0 84.0 84.0
3. Iðnlánasjóður* 42.6 57.7 70.0
4. Lánasjóður sveitarfélaga 19.5 19.5 22.0
5. Ferðamálasjóður í.o 5.0 5.0
6. Byggðasj. (Atvinnujöfnsj.) 56.4 55.5 136.4
Aætlað
1973 1974
173.0
195.0
127.6
22.0
6.0
167.3
218.0
495.0
149.3
23.0
6.0
170.0
* Nýr tekjustofn innheimtur
hluta af árinu 1973r en kemur
að fullu inn árið 1974 f fyrsta
skipti.
ER GREIÐSLUÞROT HJA
STOFNLANASJÓÐUNUM?
Það er skylt að viðurkenna að
lánsfjárútvegun Framkvæmda-
stjóðs Islands hefur að þessu
sinni dregizt lengur en venja er
til. Áætlun um þessa lánsfjár-
mögnun var þó til í nóvember
s.l. en var frestað, vegna þess
að ætlunin var að fá verðtryggt
fjármagn frá Iffeyrissjóðakerf-
inu eins og fram kom í frum-
varpi ríkisstjórnarinnar um
„Viðnám gegn verðbólgu". Um
viðtökur þess frv. þarf ekki að
fjölyrða hér, en augljóst, að
afla varð fjármagns innanlands
f stofnlánasjóðakerfið til þess
að ofgera ekki í skuldasöfnun
erlendis.
Á hitt ber svo einnig að líta,
að auk framangreindra tekju-
stofna hafa allir sjóðirnir veru-
lega eiginfjármögnun, þannig
að hjá þeim getur naum-
ast verið um greiðsluþrot að
ræða á miðju ári, miðað við
starfsreglur, þó að dráttur hafi
orðið á lánsfé frá Fram-
kvæmdasjóði íslands, án þess
að með því sé verið að mæla
þeim drætti bót.
Eftiríarandi yfirlit um útlán
helztu stotnlánasjóðanna á ár-
unum 1970—1973 og áætlun
fyrir árið 1974, sem þessa dag-
ana er að komast til fram-
kvæmda að %, skýrir betur en
mörg orð, hver raunveruleg
ástæða er til að skrifa eins og
himinn og jörð væru að farast
út af gjald- og greiðsluþroti
stofnlánasjóðanna.
ÚTLAN STOFNLANASJÓÐA
1970—1974 I MILLJ. KR.
Aætlun 1)
1970 1971 1972 1973 1974
1. Stofnlánad. landbúnaðarins 141.2 254.7 369.6 508.6 677.3
2. Veðdeild Búnaðarbankans 14.5 15.3 50.9 47.9 45.0
3. Fiskveiðasjóður íslands 528.8 866.0 1255.3 1433.5 2226.0
4. Iðnlánasjóður 161.4 130.9 176.3 238.4 518.4
5. Lánasj. sveitarfélaga 60.0 73.0 141.3 161.4 208.6
6. Ferðamálasj. og hótellán 34.8 48.1 39.0 31.0 31.0
7. Stofnlánasjóður verslunar 32.9 39.9 43.8 50.6 65.0
8. Stofnlánasjóður samvinnufél. 32.9 39.9 8.0 15.7 23.4
9. Byggðasj. (Atvinnujöfnsj.) 268.6 233.6 393.0 500.0 567.4
1) Þegar hefur verið sam 1- kvæm, er þess hér með farið á
árunum 1970—1973 og áætlun
fyrir árið 1974.
Þetta yfirlit sýnir að tekju-
stofnar sjóða eins og Stofnlána
deildar landbúnaðarins, Fisk-
veiðasjóðs íslands, Iðnlána-
sjóðs og Byggðasjóðs hafa
margfaldast á þessum árum, og
sem dæmi má nefna að beinir
tekjustofnaí Stofnlánadeildar
landbúnaðarins voru hærri árið
1973 en heildarútlán deildar-
innar árið 1970.
Tekið skal fram, að löggjöf
um nýja tekjustofna sjóðanna
var samþykkt á Alþ. 1973 að
frumkvæði núverandi ríkis-
stjórnar.
Að öðru leyti svarar yfirlitið
fullkomlega þeirri spurningu,
hvort ástæða er til að ætla að
umræddir sjóðir séu gjald-
þrota. Þeim væri þá vægast sagt
mjög illa stjórnað af embættis-
mönnum og er vafasamt, að
Mbl. vilji drótta því að embætt-
ismönnum að svo sé.
þykkt, að auk eigin fjármögn-
unar og stofnfjárframlaga skuli
sjóðirnir fá 75% af því lánsfé,
sem áætlað er að Framkvsj.
íslands útvegi þeim á árinu
1974.
Með því að ætla verður, að
Sjálfstæðisflokkurinn vilji, að
skrif Mbl. um fjármál séu
ábyrg og sannleikanum sam-
leit, að upplýsingar þessar séu
birtar í blaðinu á næstum því
eins áberandi hátt og skrif
blaðsins um greiðsluþrot þess-
ara sjóða að undanförnu.
Með þökk fyrir birtinguna,
FRAMKVÆMDASTOFNUN
RÍKISINS
Bergur Sigurbjörnsson
Guðmundur Sigfússon.
Aths. ritstj.
1) Morgunblaðið hefur ekki
ástundað „æsiskrif" um fjár-
málastofnanir. Mbl. hefur leit-
azt við að upplýsa almenning
um raunverulega stöðu fjár-
festingarsjóðanna. Hér er um
að ræða opinbera sjóði og al-
menningur á heimtingu á upp-
lýsingum um stöðu þeirra.
Ekkert atriði í fréttum Mbl. um
fjárfestinga- og framkvæmda-
sjóðina hefur verið hrakið með
rökum, hvorki f þessari grein-
argerð „kommissaranna" eða
viðtölum, sem Tfminn hefur að
undanförnu birt við fjármála-
ráðherra.
2) Það er ekki skoðun Mbl.,
að stofnfjársjóðir eigi að vera
„kjörbúðir, þar sem allir af-
greiði sig sjálfir“. Upplýsingar
Mbl. um fjárþörf sjóðanna eru
byggðar á áætlunum, sem
starfsmenn þeirra eða stjórn-
endur hafa sjálfir gert um fjár-
þörf til lánveitinga.
3) Tölur um fasta tekju-
stofna sjóðanna skipta engu
máli frammi fyrir þeirri stað-
reynd, að þeir tekjustofnar
nægja engan veginn til þess að
standa undir þeim lánveit-
ingum, sem sjóðirnir sjálfir
telja óhjákvæmilegar. Þegar
sýnt er, að stofnfjársjóði og
framkvæmdasjóði skortir um
6000 millj. kr. til þess að standa
undir lánveitingum, sem að
þeirra mati eru nauðsynlegar f
ár, og bankakerfið ekki aflögu-
fært, þar sem það er komið með
á fimmta þúsund. milljónir f
yfirdráttarskuldir f Seðla-
banka, er ekki ofmælt að tala
um gjaldþrot þessara sjóða.
4) „Kommissarar" birta tölur
um útlánaáætlun stofnlána-
sjóða fyrir árið 1974, „sem
þessa dagana er að koma til
framkvæmda að 3/4“. Það eru
ekki „áætlanir“ um útlán sem
skipta máli, heldur útborguð
lán, og til þeirra skortir fjár-
magn, sem ekki hefur verið út-
vegað.
Kristján Tómasson
Eskifirði áttrœður
KÆRI vinur. A þessum merku
tfmamótum farsællar æfi sendi
ég þér frá mér og mfnum inni-
legar hamingjuóskir. Minnugur
þess, hvernig þú hefir reynzt mér
frá upphafi, alltaf sami gleðigjaf-
inn, alltaf tilbúinn að gera það,
sem þú gazt fyrir mig og mfna.
Þau verða aldrei talin sporin mfn
upp á Sigurhæð, aldrei tfundaðar
allar þær góðgerðir og sú hlýja,
sem þið Guðrún frænka mfn hafið
sýnt mér fyrr og sfðar, en þakk-
lætið er mér f dag ofar öllu. Það
hefir verið gæfa ykkar að vera f
þjóðbraut þarna heima, getað
hlynnt að mörgum, sem hafa átt
erfitt. Þið hafið Ifka þurft að
heyja baráttu, þvf baráttulaust
fær enginn heilbrigða hamingju.
Það hafið þið gert hjónin, svika-
laust. Þið hafið líka kynnzt von-
brigðum lffsins, orðið að bergja
stundum beiskan kaleik. Ekki
hefir það samt breytt ykkar innra
manni, sfður en svo, og hver
skyldi geta sér til, sem sér
Kristján Tómasson á götu á Eski-
firði f dag, að þar fari áttræður
maður? Það er ekki meira en svo,
að ég trúi því, að staðreynd sé. En
árin segja til sfn.
Ég veit líka, kæri vinur, að þú
setur gleðina ofar öllu á þessum
tíma. Þú hefir verið heppinn með
vini og félaga, heppinn með sam-
starfsmenn, heppinn með fjöl-
skyldu. Og hvers er hægt að óska
sér fremur í hverfulum heimi,
þar sem alls staðar liggja snörur
og stigir, sem benda f allar áttir.
Og oft er örðugt að velja, og val til
réttrar áttar getur stundum verið
tilviljunakennt.
Ég er fljótur að þekkja bréfin
þín í pósti. Fögur rithönd og
fallegur stíll segir til sín. Maður
veit strax um innihaldið. Þótt
orðin séu ekki mörg, þá er efnið
þeim mun meira, og hlýjan í
hverjum staf. Ég gleymi aldrei
árunum heima. Mamma og systk-
ini hennar voru þarna í hring, I
þremur húsum, og í öllum þeim
áttum við heima. Og meira að
segja, það var sama hvar við borð-
uðum í þessum húsum, alltaf
vorum við heima. Þetta var mikil
gæfa og gleði. Og má ég minna á
hugkvæmni þina að velja gleði-
auka til okkar krakkanna fyrir
jól. Þú vissir alveg hvað gleðin
myndi verða varanlegust.
Ég ætla ekki að fara lengra, því
þá er hætt við að erfitt verði að
stoppa, og hvar á að setja punkt-
inn? En einu verð ég að bæta við
og það er, hversu þú hefir verið
stundvís í starfi, öruggur og
aldrei verið að hugsa um mínútur.
Ánægja þfn fólst í því að geta gert
húsbændur þína ánægða með
vinnu þfna. Það var enginn vandi,
því þannig var þín gerð, að þú
gazt ekki hugsað þér annað en að
vinna af trúmennsku. Og það er
gaman að tala við húsbændur
þína og finna, hve þeir meta ár-
vekni þína og störf.
Ég verð með þér í dag, og fjöl-
skylda mín sendir þér hjartans
kveðju og þú skilur hvað er á bak
við hana.
Auðvitað er þessi kveðja til
allrar fjölskyldunnar, enda er
hún svo samofin þessum degi, að
ég þarf ekki að taka þetta fram.
Ykkur hjónum óskum við far-
sældar, sannrar farsældar.
Arni Ilelgason.