Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1974
26
Aldarminning Lilju
Daníelsdóttur Sólnes
Mánudaginn 24. þ.m. eru 100 ár
liðin frá fæðingu Lilju Daniels-
dóttur Sólnes frá Tjarnargarðs-
horni í Svarfaðardal og mun þess
verða minnzt I Tjarnarkirkju
næstkomandi sunnudag, en á
Tjörn var hún jarðsett 8. des.
1939.
Lilja var fædd í Tjarnargarðs-
horni (nú Laugahlið) 24. júni
1874 og ólst þar upp nokkur
fyrstu ár ævinnar í stórum syst-
kinahópi. Voru foreldrarnir hjón-
in Guðrún Jónsdóttir og Daníel
Jónsson, hin mestu atorku- og
myndarhjón, svo sem þau áttu
kyn til. En húsbóndinn varð ekki
langlífur. Hann fórst með há-
karlaskipi vorið 1875, og stóð þá
ekkjan uppi meó 6 börn og hið 7.
ófætt, hið elzta 16 ára, soninn
Júlíus, er þá tók við búi með
móður sinni og fleytti öllu fram
án opinberrar aðstoðar. Þótti slíkt
bera gott vitni góðu mannsefni,
enda reyndist hann eftir þvf og
raunar börnin öll. Júlíus kvæntist
og gerðist bóndi í Syðra-Garðs-
horni fluttist móðir hans þangað
til háns með yngstu dæturnar
tvær, Lilju og Daníelínu, og þar
ólust þær upp til fullorðins ald-
urs.
Veturinn 1898 giftist Lilja
Daníelsdóttir bóndasyninum frá
Grund, Birni Zóphoníasi Sigfús-
syni. Og sama dag gifti sig einnig
Þuríður systir hans bóndasyni frá
Göngustöðum, Jóni Jónssyni, og
var sameiginleg veizla haldin í
Brekku, því að þar var fámennt
þá og húsrúmi gott. Var þar marg-
menni, gifti séra Kristján Eldjárn
Þórarinsson bæði hjónin, enda
f
Móðir mín
STEFANÍA EIRÍKSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni ! Hafnarfirði, laugardaginn 22. júni
kl. 10:30.
Herbert Gislason.
t
Konan mln,
MAGNÚSÍNA JÓHANNSDÓTTIR
frá Ólafsfirði,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. jún! kl 1 1 f.h.
Jón B. Thorarensen.
t
Eiginkona mín,
SIGURBJÖRG
GUÐLAUGSDÓTTIR,
Símonarhúsi, Stokkseyri,
andaðist I sjúkrahúsi Selfoss 1 9.
júni.
Guðni Guðnason.
var hann sóknarprestur þeirra, en
í veizlunni var lfka séra Tómas
Hallgrímsson á Völlum, sem hélt
þar skemmtilega ræðu, en eink-
um er mér, 14 ára snáða, minnis-
stæður söngur hans. Og báðir
voru prestarnir hrókar alls fagn-
aðar þá sem oftar. Þessi veizla
þótti mikil og stóð lengi dags og
nætur.
En ekki varð sambúð Lilju og
Björns löng, því að hann drukkn-
aði 3. nóv. þetta sama ár af fiski-
báti f brimlendingu við Böggvis-
staðasand, og varð mörgum harm-
dauði, þvf að hann þótti gott
mannsefni. Fluttist þá hin unga
ekkja hans að Grund til systur
sinnar, sem þangað var þá komin
og gift Sigurði skipstjóra Hall-
dórssyni. Þar fæddi Lilja f maí
um vorið dóttur þeirra Björns,
sem skírð var Valgerður Björg og
ólst upp með móður sinni til full-
orðins aldurs. Hún giftist Hannesi
lækni Guðmundssyni og reyndist
ágætiskona. Þau eignuðust 4
börn, sem mannazt hafa ágaétlega.
Þau Valgerður og Hannes eru nú
bæði látin.
Aldamótaárið mun Lilja
Daníelsdóttir hafa flutzt úr
Svarfaðardal, valdi m.a. um tfma
t
Jarðarför móður okkar og tengdamóður,
JÓNÍNU GUÐRÚNAR ÍSLEIFSDÓTTUR,
Laugavegi 137,
ferframfrá Fossvogskirkju, laugardaginn 22. þ.m.kl. 10.30
Þórarinn Grlmsson, Ása G. Jónsdóttir,
Þórey Doyle, Jerry Doyle.
t
Hugheilar þakkir og kveðjur. sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur
hluttekningu við andlát og útför
VALSTEINS JÓNSSONAR,
frá Þórsnesi
Ólöf Tryggvadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og bamabama-
börn.
meðal vina inni f Kaupangssveit.
En 1906 giftist hún norskum
manni, Edvard Solnes, sem hing-
að var þá nýkominn, góður dreng-
ur og gegn, og bjuggu þau um
tfma á ísafirði, þá á Siglufirði, en
sfðast á Akureyri. En einnig
þennan seinni mann sinn missti
frú Lilja í sjóinn 1936.
Ekki áttu þau börn saman, en
ungan dreng, Jón að nafni, tóku
þau í fóstur á ísafirði og ólu hann
upp sem eitt eigið barn og reynd-
ust honum sem beztu foreldrar.
Gerðist Jón Sólnes snemma
Kristján
Karlsson
Fæddur 25. aprfl 1955
Dáinn 10. júnf 1974.
„Mjög er oss tregt um tungu að
hræra“, kvað skáldið og víkingur-
inn Egill Skallagrímsson, er hann
orti sitt ódauðlega kvæði um son
sinn, er ungur að árum var
kvaddur brott. Vitur maður sagði
eitt sinn, er hann hugleiddi
samanburð þeirra kvæða, er Egill
Skallagrímsson og Matthías
Jochumsson ortú eftir börn sín
látin, að mennirnir — sjálft
manneðlið — breyttust lftið, þótt
aldir liðu. Þessir menn hefðu
fundið lfkt til við líkbörur barna
sinna.
Víst er það svo, að enn í dag er
oss tregt um tungu að hræra við
fráfall efnilegra ungmenna, sem
hafa aðeins náð þeim aldri, að
nokkurn veginn er hægt að ráða í,
hvað í þeim bjó, og við líf þeirra
því bundnar bjartar framtíðar-
vonir. Nú við fráfall Kristjáns
finnst okkur, sem náið þekktu
hann og fjölskyldu hans og
fylgdust með honum skamma
ævi, við vera orðvana og vart enn
þá búin að gera okkur grein fyrir
þvf, að hann sé ekki lengur á
meðal vor.
Skáldið Stephan G. Stephanson
orti einhver þau fegurstu eftir-
mæli, sem ég hef lesið um ung-
menni — um systurson sinn, sem
fluttur var látinn heim til átt-
haganna. Það er stórbrotið kvæði,
þrungið trega og lífspeki. Annað
skáld vitnar í þetta kvæði fyrir
mörgum áratugum, er hann mælti
'eftir ungmenni og sagði þá:
„Þégar manninn sjálfan þrýtur,
leitar hann sér meiri manna". Ég
fæ varla'staðist þá freistingu að
vitna í þetta. kvæði, minna á þá
túlkun, er þessi meistari orðsins
náði við þetta tækifæri.
Stefán býður þennan unga
mann velkominn heim „eins og
þú ert“. Því staðreyndunum varð
ekki breytt.
bankaritari og er nú bankastjóri
Landsbankans á Akureyri og for-
seti bæjarstjórnar þar, og minnist
nú þessara fósturforeldra sinna
með sonarlegri þökk og virðingu.
Frú Lilja Daníelsdóttir Sólnes
var kona mikillar gerðar. Hún var
fríðleikskona með þróttmikið yfir
bragð og þreklega vaxin, vel
greind, viljasterk og dugmikil við
allt, sem hún tókst á hendur,
skapstór nokkuð, en ekki skap-
hörð, því að mild og hlý skapgerð
og létt lund var henni eðlislæg, en
skapfestu og kjark brast hana
Brynjar
-Minning
„Já, velkominn heim! þó oss
virðist nú hljótt
á vonglaðra unglinga fundum,
og autt kringum ellina
stundum.
Vor söknuður ann þér að
sofa nú rótt
I samvöfðum átthagans
mundum,
hjá straumklið og lifandi
lundum,
við barnsminnin ljúfu
um brekku og völl.
Með bæinn
þinn kæra og sporin þin öll.“
Kvæðið er svo langt, að enginn
kostur er að birta neitt að ráði úr
því í stuttri grein — aðeins örfáar
ljóðlínur. Drengurinn hans er
honum ekki alveg glataður, þrátt
fyrir fráfall hans:
„Eg kveð þig með kærleikum,
góði.
þig.drenginn minn dána,
með ljóði —
en ekki í síðasta
sinni.
Þú lifir mér allt eins
og áður.
Svo lengi ég hugsun er
háður
þú gengur á götunni
minni,
þú situr svo oft hjá
mér inni.“
Stefán finnur nálægð drengsins
og allar minningarnar eru svo
hreinar og ljóslifandi.
„Hver vorgeisli vaxandi fagur
er venzlaður verunni þinni,
þinn hugur hver
hreinviðrisdagur,
því þaðan
kom sál þín og sinni.“
Skáldið reynir að sætta sig við
orðinn hlut, þó sólargeislinn sé
ekki lengur á meðal þeirra, sem
ólu hann og unnu honum:
aldrei, þótt stundum blési f móti á
lífsleið hennar. Um slíkt fékkst
hún ekki. En öðrum rétti hún
hjálpandi hönd, þegar hún gat, og
munu ýmsir, sem hana þekktu og
uppi standa, mega minnast þess
nú. Móðurlega umhyggju og ást-
ríki átti hún í rikum mæli, er
börn hennar einkadóttir og fóstur
sonur, fengu að njóta og bæði
hafa vitnað um og þakkað af ein-
lægu hjarta.
Slíkra mæðra er gott að minn-
ast.
Snorri Sigfússon.
„Sjálft skammlífið verður þó
vinningi að,
ef vinirnir hafa
við mikið að una.—
Og ellinnar
síðasti sigur er það,
að sitja
við leiðin og yrkja og muna.“
Kristján var sonur hjónanna
Kristínar Kristjánsdóttur og
Karls Brynjólfssonar. Hann
fæddist hér í Hafnarfirði og hér
átti hann heima stutta ævi. Fljót-
lega eftir að drengurinn fæddist
kom í ljós, að hann þjáðist af
meðfæddum hjarta- eða æðagalla.
Var að sjálfsögðu fylgzt með
honum af læknum, sem kostur
var, en er f ljós kom, að þessi galli
myndi ekki lagast með aldri og
þroska, sem stundum hafði verið
vonað, var hann sendur til
Chicagoborgar, þegar hann var 11
ára og var þar gerð á honum
skurðaðgerð. Aðgerðin virtist
heppnast vei, og næstu ár tók
hann miklum framförum. Hann
stundaði sitt nám vel og sóttist
það ágætlega, var duglegur og
samvizkusamur og stundaði
íþróttir og æfingar sem hver
annar hans jafnaldri. Mun engan
okkar nágrannanna hafa grunað
annað en að hann hafi fengið
fullan bata, eða eins og bezt var á
kosið.
Þó hafa hans nánustu sagt mér,
að hann muni ætíð hafa lifað í
skugga þess gruns, að gamli sjúk-
dómurinn hefði aldrei yfirgefið
sig, sem og raun varð á. Kristján
var einbeittur og viljasterkur og
mjög samvizkusamur. Hann gekk
að námi og störfum af miklum
dugnaði og vildi jafnframt allt
gjöra til að ná sem beztum þroska
og stæla lfkama sinn með
æfingum, og eins neyta þeirra
fæðu, er hann vissi sér holla, því í
engu vildi hann eftirbátur
annarra vera.
Hann innritaðist 17 ára í
menntadeild Flensborgarskóla og
hugði á nám f rafmagnsverkfræði.
Var ekki annað séð, en lífið
brosti við þessum unga, einbeitta
manni og hann myndi á eðlilegum
tíma ljúka sínu námi og hefja
störf samkvæmt fenginni
menntun.
En broddur dauðans leyndist í
brjósti þessa unga, reglusama
Framhald á bls. 20
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
HAUKS GUÐMUNDSSONAR, vélstjóra
Unufelii 29
Svanhildur Sigurðardóttir
Hjördis Hauksdóttir Ólafur Pétur Hauksson
Ingibjörg Ólafsdóttir og aðrir aSstandendur.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför
mannsins míns, föður, tengdaföður og afa,
ÓLAFS SIGURÐSSONAR skipstjóra,
ASalstræti 8, ísafirði.
GuSrún SumarliSadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, eiginmanns
míns, sonar okkar, tengdasonar, bróður og mágs,
PÉTURS SIGVALDASONAR.
Anna Ólafsdóttir.
Erla Gunnarsdóttir, Sigvaldi Búi Bessason,
tengdaforeldrar, systkini,
mágkonur og mégur.
t
Þökkum hjartanlega alla samúð
og vinarhug við fráfall og útför,
ÓLAFS TORFASONAR
vélstjóra,
HjarSarholti 7, Akranesi.
Hulda SigurSardóttir,
Ásdis Dóra Ólafsdóttir,
Teitur B. Þórðarson,
Ester Huld Teitsdóttir,
Helga Torfadóttir,
Matthias GuSmundsson.