Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1974 21 Islenzkur markaður hf. hefur aflað 285.6 milljóna í gjaldeyri — og lagt 23.8 milljónir til starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins NYLEGA féll dómur í máli Ferðaskrifstofu rfkisins gegn Islenzkum markaði h.f. Þar sem í fréttum af þessum dómi og af málarekstrinum vegna hans undanfarin ár hefur gætt nokk- urs misskilnings og jafnvel mis- túlkunar þykir rétt að eftirfar- andi komi fram. Hæstiréttur dæmdi íslenzkan markað h.f. til að greiða Ferða- skrifstofu ríkisins 2.9 millj. króna en ekki 10 milljónir króna eins og fjölmiðlar hafa sagt, samkvæmt aðfengnum upplýsingum. Hér er ekki um greiðslu skaðabóta að ræða heldur sér- stakan skatt sem íslenzkum iðn- aði er gert að greiða til reksturs Ferðaskrifstofunnar eins og skýrt er frá hér að neðan. En hver eru tildrög þessa máls? Stofnendur fyrirtækisins og tilgangur þess. Islenzkur markaður h.f. var stofnaður árið 1970 af nokkrum stærstu iðnaðar framleiðslufyr- irtækjum landsins á sviði sam- vinnu og einkareksturs. Stærstu hluthafar eru t.d. Sam- band Isl. Samvinnufélaga, Ála- fo,ss h.f., Osta og Smjörsalan s.f., Glit h.f., Sláturfélag Suður- lands auk 14 annarra iðnfyrir- tækja. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að nýta betur þá möguleika sem fyrir hendi voru á Keflavíkurflugvelli til kynningar, markaðsrannsókna og sölu íslenzks iðnvarnings og afurða til þeirra hundruð þús- unda farþega sem fara um flug- völlinn árlega á ferð milli heimsálfanna. Gerður var samningur um verzlunaraðstöð- una, hvaða vörur mætti verzla með og annað, við Utanríkis- ráðuneytið hinn 9. júní 1970. Samkvæmt honum reisti is- lenzkur markaður h.f. algerlega á eigin kostnað 615 fermetra verzlunarviðbyggingu við flug- stöðina. Kostnaður við hana nam 8.5 milljónum króna og var byggingin afhent ríkinu strax til eignar en útlagður bygginga- kostnaður reiknaður sem fyrir- fram greidd húsaleiga. Árangur og vörusala. Árangur af starfsemi fyrir- tækisins frá 1. ágúst 1970 til 1. júnf 1974 hefur verið mjög góð- ur að mati allra sem nálægt sölumálum íslenzkrar iðnfram- leiðslu koma. Margar nýjar framleiðsluhugmyndir og endurbætur hafa þróast með og fyrir tilstilli fyrirtækisins, og fjölmörg ný viðskiptasambönd milli framleiðenda og erlendra heildsölu og smásölufyrirtækja hafa myndast. Söluvörur fyrir- tækisins eru samkvæmt fyrr- nefndum samningi eingöngu vörur framleiddar af innlend- um iðnfyrirtækjum, aðallega úr íslenzkum hráefnum, og nam t.d. sala á vörum úr fslenzkri ull 51.0% af heildarsölunni á síðastliðnu ári. Gærur og skinn eða vörur unnar úr þeim 13.5%, matvara 8.4%, skart- gripir 8.0% keramik 6.9%. Fyrirtækið hefur undanfarin 3 ár gefið út 48 síðna póst- pöntunarlista í 100.000 eintaka upplagi hvert ár og hefur hon- um verið dreift víða um heim. Verzlun með þessari póstsölu- aðferð hefur vaxið ár frá ári og hefur vörulistinn verið mikið notaður til kynninga á fram- leiðsluvörum okkar, landi og þjóð. Heildarvörusala fyrirtækis- ins frá upphafi er 303.9 milljón- ir króna þaraf 285.6 milljónir í erlendum gjaldeyri eða um 94%. Til samanburðar má geta þess að gjaldeyrisskil Frí- hafnarverzlunar ríkisins námu t.d. árið 1972 brúttó um 41% af heildarsölu. „Transitgjaldið“ og grundvöllur þess. I fyrrgreindum samningi Í.M. og ráðuneytisins eru ákvæði um að fyrirtækið skyldi greiða 21 krónu af hverjum „transit- farþega" og skyldi það skoðast sem þóknun til Ferðaskrifstof- unnar fyrir aðstöðumissinn á flugvellinum. Þetta ákvæði var alger forsenda þess að aðstaðan fyrir iðnaðinn fengist í flug- stöðvarbyggingunni og var ekki til umræðu nein breyting á því. Ferðaskrifstofa ríkisins rak áður litla verzlun í flugstöðinni og taldi sig hafa haft 6.9 milljóna króna hagnað árið 1969 af 27.2 milljóna sölu. í samningaviðræðum um þóknun til Ferðaskrifstofunnar fyrir aðstöðumissinn óskuðu forráða- menn islenzks markaðar h.f. eftir nánari upplýsingum úr bókhaldi F.r. til að sannprófa þessar tölur en því var hafnað. Ekki fékk Seðlabanki islands heldur upplýsingar úr bókhald- inu, en hann stóð að gerð hlut- lausrar skýrslu um rekstur verzlunar Ferðaskrifstofunnar og rekstur islenzk markaðar h.f á vegum og fyrir tilmæli Utan- ríkisráðherra á síðastliðnu ári. islenzkur markaður h.f. hefur því alltaf tekið þessar upplýs- ingar um rekstrarhagnað Ferðaskrifstofunnar með nokkrum fyrirvara. Hverjir eru „transitfar- þegar“? Varðandi túlkun „transitfar- þega“-hugtaksins hafa forráða- menn Í.M. h.f. ávallt litið svo á, að „transitfarþegar" væru þeir einir, sem kæmu og hefðu stutta viðdvöl á „transitsvæði“ flugvallarins án þess að koma „inn f landið" þ.e. gegnum vegabréfaeftirlit og tollskoðun. Vegna þessara farþega hefur fyrirtækið ekki mótmælt greiðsluskyldu. Hinsvegar hef- ur greiðsluskyldu verið mót- mælt vegna farþega sem sitja kyrrir í flugvélum meðan á við- dvöl stendur þareð fyrirtækið hefur enga möguleika til að hafa viðskipti við þá. Megindeilan hefur staðið um brottfararfarþegana þ.e. út- lendinga sem hverfa úr landi eftir stutta eða langa viðdvöl og hafa því lokið sínum kaupum í Reykjavík, annars vegar, og svo hins vegar íslendinga á leið til útlanda f viðskiptaerindum eða á leið til Mallorca, Canarieyja eða annara sólarstaða. Þeir skipta tugþúsundum árlega. Þessa brottfararfarþega hefur Í.M ekki viljað telja sem „transitfarþega" þar sem það samræmist ekki alþjóðlegri túlkun „transithugtaksins“ og af þeim hafa forráðamenn fyr- irtækisins neitað að greiða „transitgjaldið", enda eru við- skipti við þá hverfandi lítil. Um þetta atriði hefur deilan og málaferlin raunverulega stað- ið. fslenzkur iðnaður og F erðaskr if stof an. islenzkur markaður h.f. hef- ur frá upphafi greitt til rekst-. urs Ferðaskrifstofu rikisins kr! 23.8 milljónir og eru það nær einu föstu tekjur hennar til starfsemi sinnar. Ferðaskrifstofan hefur á seinni árum oft verið umdeild stofnun, bæði tilvera hennar, starfsemi og annað, en til þess máls vill undirritaður enga af- stöðu taka. Hinsvegar er aug- ljóst, að ef þróa á og auka ferða- þjónustu í landinu þarf til þess gott skipulag og mikið fjár- magn. Það getur þó ekki með neinni skynsemi verið hægt að ætlast til þess að hinn ungi út- flutningsiðnaður sem á i mikl- um erfiðleikum, og berst fyrír tilveru sinni, geti staðið undir slfkri sérstakri skattheimtu til ferðamála. Til þeirra þarf fasta og örugga tekjustofna svo að þessi atvinnuvegur megi halda áfram að vaxa og eflast og gegna því mikilvæga hlutverki sem honum hlýtur að vera ætlað i framtíðinni. Jón Sigursson framkvæmdastjóri Omannúðleg með- ferð á hrossum FYRIRSÖGN í Morgunbi. 22. maí yfir viðtali við Ragnar Fefixson, bílstj. á Akranesi. Tilefni viðtalsins var flutning- ur hrossa „af höfuðborgarsvæð- inu', vestur á Snæfellsnes við vitaverðan aðbúnað, og slys. er af honum hlauzt. Hryggilegt slvs, sem þeir, er að flutningunum stóðu læra vafalaust af, og vildu áreiðanlega gefa talsvert til. að ekki hefði orðið. En það er ekki nóg, að þeir læri af því. Þetta slys þyrfti að verða viðvörun öllum, er gripaflutninga annast. í lögum og reglugerð eru skýr ákvæði um aðbúnað við gripa- flutninga. Og á því leikur enginn vafi, að þau ákvæði eru iðulega þverbrotin. Umrætt slys hefði því eins getað hent einhverja aðra. Ohætt mun að fullyrða, að eftir- lit og framfylgd laganna sé ekki á marga fiska, enda lítt framkvæm- anlegt, meðan þeir, er gripi flvtja, eru ekki skyldaðir til að bera að- búnað allan undir dýralækni, lög- reglu staðarins, eða fulltrúa dýra- verndarfélags. Þau ákvæði verður að setja og fylgja þeim fast eftir. Viðtal átti ég, undirritaður, við Viðar Einarsson lögregluþj,, er stöðvaði umræddan flutningabíl. Einnig Gísla Búason hreppstjóra, að Ferstiklu. En hann sendi sýslu- manni skýrslu um slysið. Hann kvað Ragnar ekki hafa kveðið of fast að orði i lýsingu sinni á slys- inu. Eigendur hrossanna eru tveir. Hef ég rætt við þá báða. Hvorug- ur reyndi að draga fjöður vfir alvarleg mistök sín en þeir leið- réttu þær tölur, er birtar höfðu verið um fjölda hrossanna. A bíln- um hefðu verið 19 trippi og 3 hestar fullorðnir. Ekki 28—30. Af bílnum voru svo tekin 9 hross. þar sem slvsið varð. áfram haldið með 12, sem talið hefur verið hæfileg- ur fjöldi í bilinn. Umræddir flutningar hafa vak- ið almenna athvgli og gremju i garð þeirra, er að flutningunum stóðu. En hvers vegna? Vegna slyssins. Ella hefðu flutningarnir enga athygli vakið, og kannski enginn gert sér grein fvrir hinum fráleita aðbúnaði. Það er þvi knýjandi nauðsyn, að engum leyf- ist gripaflutningar án eftirlits. Það verður að fyrirbyggja að slys vegna lélegs aðbúnaðar hendi. Biðum ekki fleiri slysa. Iðuiega heyrist deilt á dýra- verndaríélögin, eins og þau séu ábyrgur aðili um framfylgd lag- anna. En þvi fer fjarri. Dýra- verndarfélög eru frjáls samtök áhugafólks. Þau hafa enga eftir- litsskyldu. Stjórnendur eru yfir- leitt önnum kafnir á öðrum svið- um og vinna félagsstörfin í hjá- verkum ón launa. En féiögin taka móti kvörtunum og kærum, sem eðlilega kosta snúmnga og vinnu, og bein útgjöld, ef nota þarf bíl. Og hjá því verður oft ekki komizt. Einnig við eftirlitsferðir, sem ekki verður heldur komizt hjá. en þyrftu að vera miklu fleiri. Dýraverndunarfélög gera það, sem i þeirra valdi stendur. En þau eru ekki ábvrgur aðili um eftirlit eða framkvæmd laganna. Valdið og skyldan er hins opinbera. En ég hygg, að Dýraverndarsamtökin myndu ekkí skorast undan að hafa á hendi eftirlit. Og ég held. að ekki verði hjá því komizt ef dýraverndarlögin eiga að hafa fullt gildi, að hið opinbera taki upp og skipuleggi raunhæft eftir- lit, eða semji við og feli Dýra- verndarsamtökunum að hafa það á hendi, að meira eða minna leyti. og leggi þeim nauðsvnlegt fé, að minnsta kosti til að hafa fastan erindreka til að vinna alhliða að þessum málum. Og það rnyndi vafalitið verða hinu opinbera ódýrará en eftirlit á eigin hendi. Og skvldi nokkur sá maður vera til í landinu, er deildi á nokkra ríkisstjórn fyrir að veita Dýra- verndarsaintökunum, segjum. 2—3 milljónir á ári? Eða er þáttur húsdýranna í íslenzku efnahags- og menningarlffi í 1100 ár svo smár, að það sé of mikið? Hafa Samtökin þá engan fjrhagslegan stuðning frá hinu opinbera? Jú. 50 þúsund á ári. Segi og skrifa 50 þúsund. þetta framlag bendir til, að Samtökun- um sé alls ekki ætlað að hafast mikið að i þessum málum. Æski- legast væri, að þeirra væri engin þörf. En þeirra er þörf, því miður. Og þeirra verður þörf, þar til al- menningsálitið er orðið að vak- andi eftirliti með góðum aðbúnaði og meðferð dýra. og þau ekki ein- ungis metin sem þáttur í atvinnu og hagkerfi þjóðarinnar. Þessi þarf að verða afstaða almennings. Enn skortir þó mjög á að svo sé. En hverfum nú aftur augnablik að hestinum. Hann er ekki lengur „þarfasti þjónninn" sem ilutn- inga og samgöngutæki. þótt hann sé enn ungum og öndnum vndis- auki í tilbreytingalitlu lifi. I dag er hann fvrst og fremst til vndis- auka, og jafnframt vaxandi út- flutningsvara. Telja má víst. að eigendum hesta fari stöðugt fjölgandi. Reið- skólanna var þvi þörf þeim, sem alast ekki upp með hestinum. En þótt umhirða sé góð, er það ekki nóg. Hesturinn þarfnast líka vin- áttu. Annars líður honum ekki vel. Og sá, sem ekki er fær um að knýta vináttubönd við hestinn sinn, er ekki fær um að fara með hest. og því síður að eiga hest. Hörmulegt slvs varð tii að vekja ath.vgli á slæmum aðbúnaði i fíutningum. Væri það eina dæm- ið, væri engin þörf neinna um- ræðna, þvf að þeir. er þar áttu hlut að máli. munu vafalitið gæta sín framvegis. En dæmin um ónógan aðbúnað eru mörg. Og enginn veit fvrirfram, bvenær hann leiðir tii slysa. Það verður þvf að krefjast þess af réttum aðilum, hinu opinbera, að það taki þessi mál til rækilegrar athugun- ar. Það verður að skapa aðhald, eftirlit og skilning á skvldum okk- ar við dýrin. að aldrei endurtaki sig atburður slíkur. sem orðið hef- ur orsök þessara skrifa. M. Skaftfells Talsvert kal er í túnum — Sláttur óvíða hafinn NOKKUÐ margir bændur verða fyrir áfalli vegna kals f túnum, þótt ekki sé unnt að segja, að kal sé f það miklum mæli, að það kallist plága — sagði dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálast jóri, er Mbl. spurði hann frétta af sprettu. Þótt vorið hafi verið hlýtt, hefur tfðin undanfarnar vikur verið of votviðrasöm til þess að gras sprytti verulega vel. Sláttur er mjög óvfða hafinn og slægjur eru ekki miklar. Þegar jörð kom undan snjó í vor virtist hún vera græn, en sfðar hefur komið f ljós að rotkal er vfða f túnum. Dregur þetta talsvert úr sprettu, einkum sunnanlands. Undanfarna daga hefur verið kalt á Norðurlandi. AUGLÝSINGATEIKIMiSTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.