Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNI 1974 Þjóðhátíð í Reykjavík 1974: Boðhlaup með blys frá Ingólfshöf ða A leið til sœldarlífs Ljósmyndari Morgunblaðsins r . mætti þessum borgurum I gær- dag: andamömmu með ungana sína þrjá á leiðinni f sældarlff- ið á Tjörnunni. Lögregiuþjónn lftur eftir þvf að ailt fari vel. Myndin er tekin á túngötunni: sendiráð Sovét- manna sést þarna efra og svo er Landakotsspftali f baksýn. —Ljósm.: Br. H. Heildarvörusala r Islenzks markað- ar orðin 304 millj. UNDIRBUNINGUR hátfðahalda f höfuðborginni f tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar er nú að fullu lokið, en aðalhátfðin verður dagana 3., 4., og 5., ágúst. Þá hef- ur Iþróttabandalag Reykjavfkur f samvinnu við þjóðhátfðarnefnd undirbúið fjögurra daga fþrótta- hátfð dagana 29. júnf til 3. júlf. Af öðrum liðum hátfðahaldanna má nefna mikla starfsemi leikhúsa borgarinnar á þessu sumri, starf f skólum og sýningar nemenda, þátttaka f sýningu f Laugardals- höll 25. júlf til 11. ágúst, sem hlotið hefur nafnið „Þróun 874 — 1974“ auk útgáfu minnispenings og veggskjaldar. Fyrir atbeina Þjóðhátfðar- nefndar Reykjavfkur vinnur frú Vigdfs Kristjánsdóttir að gerð veggteppis með mynd frá land- námi tslands, unnið eftir mynd Jóhanns Briem listmálara. Þann 3. ágúst klukkan hálf tíu hefjast barnaskemmtanir með því, að þrír stórir vagnar með skreytingum og skemmtikröftum fara á milli 9 skóla f borginni. Á Arnarhóli hefst aðalhátíðin kl. 14. Við setningarathöfnina kemur boðhlaupari með blys inn á hátíð- arsvæðið og kveikir langeld, að loknu boðhlaupi, sem hefst tveim sólarhringum áður við Ingólfs- höfða. Meðal dagskráratriða verð- ur hljómflutningur söngsveitar- innar Fflharmóníu og Sinfóníu- hljómsveitar og flutt verður sam- felld söguleg dagskrá, sem Berg- steinn Jónsson cand. mag. hefur tekið saman, en þar verða raktir helztu þættir úr sögu Reykjavfk- ur. Um kvöldið verður skemmtun við Arnarhól, en dans verður síð- an stiginn úti f hverfum borgar- innar, á fjórum stöðum, fram yfir miðnætti. Sunnudaginn 4. ágúst verða hátíðarmessur í öllum kirkjum borgarinnar kl. 11.00, en kl. 14.00 fer fram útiguðsþjónusta í Gras- garðinum í Laugardal. Þá fer fram íþróttamót á Laugardals- velli, en milli íþróttaatriðanna verður teflt á vellinum með lif- andi taflmönnum, sem stýrt verð- ur af Friðriki Ölafssyni og Sveini Jóhannessen Noregsmeistara. Um kvöldið verður háður knatt- spyrnuleikur milli úrvalsliðs Kaupmannahafnar og Reykjavík- ur. Þá verður helgiathöfn í dóm- kirkjunni kl. 20.30 þar sem minnzt verður 100 ára afmælis þjóðsöngsins. Síðasta dag aðalhátiðarinnar, BKYKJAVIK | fj Minnispeningur þjóðhátfðar- nefndar Reykjavfkur. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) mánudaginn 5. ágúst, verða barnaskemmtanir úti f borgar- hverfunum og samfelld dagskrá á Arnarhóli sfðdegis þann sama dag með ræðuhöldum, söng, þjóðdöns- um, þáttum úr gömlum revíum o.fl. Enn-fremur verðurkvöldvaka á Arnarhóli og dansað á þremur stöðum í miðbænum til kl. 1.00 eftir miðnætti. Hátíðinni verður síðan slitið með flugeldasýningu við Arnarhól. Jón Þórarinsson tónskáld hefur samið tónverk fyrir kór og hljóm- sveit til flutnings á þjóðhátíðinni f Reykjavfk. Söngsveitin Fflharm ónía og Sinfóníuhljómsveit Is- lands frumflytja það við aðal- hátíðahöldin á Arnarhóli undir stjórn höfundar. Þá mun flokkur úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna þjóðdansa, sem samdir eru af Sigrfði Valgeirsdóttur, en Jón Ásgeirsson, tónskáld, hefur samið tónlist við dansana. I tilefni þjóðhátfðar verður mikil starfsemi hjá leikhúsum höfuðborgarinnar á þessu sumri. Leikfélag Reykjavíkur sýnir m.a. tvö ný íslenzk verk, revíuna Is- lendingaspjall og leikritið Sel- urinn hefur mannsaugu. Auk þess er gamanleikurinn Fló á skinni einnig á dagskrá. Þá sýnir Þjóðleikhúsið þrjú fslenzk verk, Jón Arason, Ég vil auðga mitt land og á kjallarasviðinu verður kabarettsýning með tónlist Sig- fúsar Halldórssonar. Þjóðhátfðarnefnd Reykjavfkur gefur út minnispening um 1100 ára byggð í Reykjavík. Halldór Pétursson listmálari hannaði pen- inginn en á annarri hlið hans er mynd Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni, en á hinni merki þjóð- hátíðar í Reykjavfk, sem Kristín Þorkelsdóttir, auglýsingateiknari, hefur gert. Peningurinn er fram- leiddur af Ís-Spor h.f. og verða gerðir 1000 silfurpeningar og 4000 bronspeningar. Minnispen- ingurinn verður til sölu hjá þjóð- hátíðarnefnd í Hafnarbúðum og vfðar, og er verð hans kr. 3000 í bronsi og kr. 10.000 f silfri. Auk peningsins gefur nefndin út vegg- skjöld til minningar um þjóð- hátíðina, en hann er einnig hann- aður af Halldóri Péturssyni. Á honum eru myndir frá Tjörninni og Reykjavíkurhöfn með Esju f baksýn. Skjöldurinn er gerður úr postulíni af Bing & Gröndahl í Kaupmannahöfn og verður upp- lag þeirra 4000 eintök. I þjóðhátíðarnefnd Reykjavík- ur eiga sæti Gfsli Halldórsson for- maður, Markús örn Antonsson varaform., Signý Sen, Alfreð Gíslason, Björn Vilmundarson, Ragnar Kjartansson, Sigurður Gizurarson, Stefán Karlsson og Sveinn Björnsson. Framkvæmda- stjóri nefndarinnar er Stefán Kristjánsson og dagskrárstjóri Klemenz Jónsson. Skrifstofa nefndarinnar er í Hafnarbúðum og veitir Árni Njálsson henni for- stöðu. HEILDARVÖRUSALA Islenzks markaðar á Keflavfkurflugvelli hefur numið um 304 milljónum króna frá upphafi, þar af um 285 milljónum króna f erlendum gjaldeyri. Frá upphafi hefur fyr- irtækið greitt um 23,8 milljónir króna til Ferðaskrifstofu rfkisins. Þessar upplýsingar koma fram f grein, sem Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóri IM ritar í blaðið f dag. Hann segir þar, að ofan- greind þóknun til ferðaskrifstof- unnar skoðist sem uppbót fyrir aðstöðumissi hennar á flugvellin- um. Hafi í samningi ÍM og utan- ríkisráðuneytisins verið ákvæði um, að fyrirtækið skyldi greiða til ferðaskrifstofunnar 21 krónu af hverjum „transitfarþega”. Jón segir siðan, að málaferlin milli Islenzks markaðar og ferðaskrifstofunnar hafi raun- verulega staðið um, hvernig túlka skuli hugtakið „transitfarþegi". Lyktaði málinu svo fyrir Hæsta- rétti, að Islenzkur markaður var dæmdur til að greiða ferðaskrif- stofunni 2,9 milljónir króna, en ekki 10 milljónir, eins og komið hefur fram í fréttum. Vinstri samvinna í verki o Einar Ágústsson: Ég skit ekki hvemig menn geta túlkað þetta á annan veg en herinn verði látinn fara. Stefna Framsóknarflokksins I varnarmálum hefur verið heldur brokkgeng síðan flokkurinn hóf rlkisstjórnarsamstarf við „óþjóð- holla kommúnista" eins og Tlm- inn nefnir forystumenn Alþýðu- bandalagsins. i hugum Einars Ágústssonar og Ólafs Jóhannes- sonar hefur varnarliðið ýmist verið að fara eða ekki. Herinn fer Tveimur dögum eftir að ríkis- stjórnin tók við 1971. sagði Einar Ágústsson: „Það er yfirlýst stefna rlkisstjórnarinnar, að varnarliðs- samningurinn skuli tekinn til endurskoðunar og uppsagnar og brottflutningi hersins verði lokið á fjórum árum. ÉG SKIL EKKI HVERNIG MENN GETA TÚLKAÐ ÞETTA ÖÐRU VfSI EN HERINN VERÐI LÁTINN FARA." Fer ef til vill í október 1971 sagði Þórarinn Þórarinsson: ,, Ég spái því, að niðurstaðan verði sú, að það náist samstaða milli lýðræðisflokkanna, sem stóðu að NATO, um það hvemig þeirri skipan verði fyrir komið." Engin ákvörðun tekin Á Varðbergsfundi í nóvember 1971 sagði Einar Ágústsson: „Það má vera, að það sé misjöfn túlkun á málefnasamningnum og mismunandi langanir. Mln skoðun er sú, að ákvörðunin verði ekki tekin fyrr en að aflokinni könn- un." Herinn fer ekki Ólafur Jóhannesson talaði á fundi ungra framsóknarmanna I nóvember 1971 og sagði: „Við höfum aldrei lofað þvt að varnar liðið hverfi úr landi, hvemig sem á stendur. Það mál þarf rækilegrar könnunar við." Herinn fer Síðar I sömu ræðu á sama fundi sagði forsætisráðherra: „Ég hef þá dregið mjög rangar ályktanir, ef yfirgnæfandi meirihluti Fram- sóknarflokksins vildi ekki að her- inn færi, væri þess nokkur kost- ur." Gæti farið strax Nú líður fram I mars 1972. Þá segir utanrlkisráðherra: „Fyrst við allir viljum að herinn fari, eigum við þá ekki að sameinast I þvl að gera þessa könnun, að gera þessa endurskoðun og stefna að þvl að losna við' herinn, t.d. á kjörtlma- bilinu? Ef einhverjir vilja fyrr, þá er sjálfsagt samkomulag um það." Engin ákvörðun um brottför Mánuði slðar heldur Olafur Jóhannesson ræðu og segir: „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um brottför varnarliðsins." Má fara næsta ár Þegar kemur fram á mitt sumar 1973 segir Einar Ágústsson: „Per- sónulega hefði ég ekkert á móti þvl að af brottför varnarliðsins yrði fyrir mitt næsta ár." Herinn fer ekki i desember 1973 segir Tlminn: „Forsætisráðherra og utanrlkis- ráðherra hafa báðir lýst þvl yfir, að þeir telji þá túlkun málefna- samnings rlkisstjórnarinnar um varnarmál ranga, að herinn eigi skilyrðislaust og hvernig sem á stendur að hverfa af landi brott á kjörtlmabilinu." Herinn fer í lok desember segir Steingrlm- ur Hermannsson: „Ég vii leysa þetta mál á þann hátt, að herinn fari, en núverandi ríkisstjórn sitji." Einar Ágústsson: Það er röng túlk- un, að herinn eigi skilyrðislaust að fara á kjörtlmabilinu. 1974: Fer en verður samt Allar þessar yfirlýsingar eru að sjálfsögðu í fullu samræmi við rétta túlkun á málefnasamningn- um. Nýjustu tillögurnar eru svo þær, að vamarliðið eigi að sjálf- sögðu að fara, en eigi að sfður verði það um kyrrt að óbreyttum aðstæðum. Þetta mun vera ná- kvæmasta skilgreiningin á mál- efnasamningnum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.