Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1974 Afengisneyzla fer ört vaxandi hjá norskum unglingum Oslo, 20. júní. NTB. NEYZLA áfengis hefur aukizt geysilega meðal ungs fólks f Noregi, að þvf er yfirmaður áfengisrannsókna f Noregi, Sverre Brun-Guibrandsen upplýs- ir. Er aukningin allt að 25% á tveimur árum, og er nú algengt að fimmtán ára unglingar neyti áfengra drykkja að staðaldri. Það vekur athygli, að bjórneyzl- an hefur ekki aukizt að sama skapi, og virðast þeir því einkum láta í sig sterka drykki. Gulbrand- sen segir, að ástandið f þessum efnum sé mjög alvarlegt. Ljóst er, að því er hann segir, að ungling- arnir semja sig að siðum fullorð- inna í þessum efnum, þeir telja áfengisnejfzluna eitt af táknum þess, að þeir séu teknir f fullorð- inna manna tölu. — Slysavaldar Framhald af bls. 2 tognað. Síðar kom þó í ljós að hann hafði brotnað um öklann. Bifreiðin sem hér um ræðir var grá Ford Taunus 17M með fjög- urra stafa R-númeri. Sfðara slysið var 14. júní. Þar var piltur að fara yfir Laugarnes- veg á móts við Laugarlæk, hafði augun á strætisvagni, sem þarna átti leið hjá og áttaði sig ekki fyrr en bifreið rakst utan í hann. Öku- maður spurði hann, hvort hann ætti að kalla á sjúkrabifreið eða aka honum sjálfur í slysadeild og tók drengurinn síðari kostinn. Ökumaður tók niður nafn og heimasíma drengsins og kvaðst sfðar mundu hafa samband við hann. Við það hefur hann ekki staðið, en drengnum láðist að spyrja ökumann nafns eða taka niður númer bifreiðarinnar, sem var Chevrolet Nova, rauð á lit. Eru ökumenn beggja þessara bif- reiða beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna. • • — Ondvegissúlur Framhald af bls. 36 að gæta, að vindar geta haft áhrif á rekið. í byrjun júní var 110 súlum varpað í sjóinn á 11 stöðum úti fyrir suðurströndinni, 10 á hverj- um stað. Þær voru allar merktar „Ingólfur 874—1974“, og var til- gangurinn tvenns konar: I minn- ingu þess að Ingólfur Arnarsson varpaði öndvegissúlum sínum í hafið, auk þess sem Hafrannsókn- arstofnunin mun nýta þær upp- lýsingar sem fram koma með til- liti til fundarstaða. Finnendur eru því beðnir að tilkynna fund öndvegissúlnanna til Þjóðhátíðar- nefndar Reykjavíkur í Hafnar- búðum, og hljóta þeir verðlauna- pening að launum. Framkvæmd þessara rannsókna af hálfu Haf- rannsóknarstofnunarinnar er í höndum Svend Aage Malmbergs haffræðings. — Bruni Framhald af bls. 36 um vik vegna vatnsleysis, svo að núna er húsið alveg að falla.“ íbúóarhús þetta var kjallari, hæð og rishæð, kjallarinn steypt- ur en hitt úr timbri. Húsið var að hluta byggt fyrir 70 árum, en að hluta er það nokkru yngra. Ölafur hafði nýlokið að taka húsið allt I gegn, klæða þaó alveg að innan, sett í þaó nýja glugga og endur- nýjað þakið, og kvað hann því þetta tjón enn sárara fyrir bragð- ið. Ólafur sagði húsið hafa verið vátryggt, en ekki ýkja hátt. — Ákvörðun Framhald af bls. 1 annað eftir sér og hefur hvort tveggja mætt harðri gagnrýni, bæði þingmanna beggja flokka og af hálfu Hvíta hússins sem hefur krafizt þess, að gögnin verði birt, því að þær upplýsingar sem kom- ið hafi í fjölmiðlum hafi verið ; teknar úr samhengi og skaðað álit forsetans mjög. Sjálfur átti Nixon fund í dag með 24 forystumönnum beggja deilda þingsins og Gerard Ford, varaforseta. Skýrði hann þeim frá ferðalagi sínu til Arabaríkjanna og Israels og helztu atriðum, sem um hefði samizt við einstök ríki. Hann kvaðst enga leyndarsamn- inga hafa gert og útlistaði í stór- um dráttum, hvernig fyrirhugað væri að haga frekari viðræðum um einstök atriði samninganna, sem hann gerði f ferðinni. Haft var eftir Huch Scott, leiðtoga republikana í öldungadeildinni, að forsetinn hefði varið þá ákvörðun að veita Egyptalandi og ísrael aðstoð við að koma upp kjarnorkurafstöðvum á þeirri for- sendu, að Sovétríkin og fleiri rfki hefðu verið reiðubúin að veita slíka aðstoð með minni trygging- um og fyrirvörnum en hann hefði sett. Hann kvaðst hinsvegar ekki mundu hvetja neitt rfki til kjarnorkuvopnaframleiðslu með neinum hætti. Á morgun fer forsetinn til Camp David að undirbúa Moskvuför sína og Briisselfund- inn. , , t ____ — Ráðstefnan Framhald af bls. 1 gilda við atkvæðagreiðslur, og er búizt við áköfum deilum um þær. Bandaríkjamenn og fleiri stór- þjóðir krefjast einróma samþykk- is til að setja hafréttarlög, Sovét- ríkin vilja 9/10 hluta atkvæða, en flest strandríki vilja, að tveir þriðju hlutar atkvæða verði látnir gilda f allsherjarnefnd, en ein- faldur meirihluti í höfuðnefnd- unum þremur, sem fjalla um meginmálin. Búizt er við, að tveir þriðju hlutar atkvæða verði ofan á, en náizt ekki samkomulag, kemur það í hlut Amerasinghes, að kveða upp úrskurð þar um. Hinn 28. júlf hefjast eiginleg nefndarstörf og munu sendi- nefndir hvers lands um sig þá gera grein fyrir afstöóu stjórna sinna. BANDARÍKIN STYÐJA 12 MÍLNA LANDHELGI Rétt áður en ráðstefnan hófst í dag, hélt formaður bandarísku sendinefndarinnar John Steven- son, blaðamannafund, og birti þar stefnuyfirlýsingu, þar sem sagði m.a., að Bandaríkin mundu styðja 12 mílna landhelgi að því til- skyldu, að frjálsar siglingar yrðu leyfðar hvarvetna um sund, er lentu innan slíkra marka. Þar fyrir utan mætti semja um víðari efnahagslögsögu eða sérstaklega tryggð efnahagssvæði strand- ríkja. Ekki var nánar tilgreint, hver afstaða Bandaríkjanna yrði í þeim efnum að öðru leyti en því, að Stevenson sagði, að þau mundu ekki samþykkja 200 mílna efna- hagslögsögu að svo stöddu. Þó sagði hann, að nefndin yrði sveigjanleg í samningum um þetta mál. „Við verðum að ná samkomulagi og setja reglur, til að koma í veg fyrir skeytingar- leysi og ofnýtingu auðlinda og eyðileggingu hafsvæða af meng- un og öðrum orsökum, sagði Stevenson. Varðandi fiskveiðar sagði hann, að strandrfki ættu að hafa sérstakan forgang til að veiða það aflamagn, sem þau gætu, innan þeirrar efaahagslög- sögu, sem um yrði samið. Því næst yrði að taka tillit til sögulegra réttinda og ætti að setja ákveðna veiðikvóta. Fréttaritari NTB I Caracas segir, að svo virðist sem afstaða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna fari mjög saman á þessu stigi málsins, og hefur hann þá borið saman upplýsingar Stevensons og það sem kvisazt hefur út um af- stöðu sovézku nefndarinnar. Hann bendir á, að Stevenson hafi ekki haft svör við því, hver ætti að ákveða veiðikvóta, en það vilja strandríkin sjálf yfirleitt hafa f sínum höndum. I samtalinu við Amerasinghe kom fram, að hann óttaðist, að pólitískar deilur og þref ríkja yrðu starfinu í Caracas til trafala. „Ég óttast til dæmis", sagði hann, „að í hvert sinn, sem Rússar segi eitthvað, kveði Kínverjar sér hljóðs og mæli gegn því“. Hins- vegar kvaðst hann ekki svo mjög uggandi um átök milli stóru sigl- ingaþjóðanna og rfkja þriðja heimsins, sem hafa mikinn hug á að fá í sinn hlut ríflegan skerf auðlinda hafsins. „Sérhvert ríki hefur sfn vandamál við að strfða og jafnvel þróunarríkin greinir á innbyrðis. En það getur orðið stórveldunum dýrt spaug að ætla að reyna að kveða þau í kútinn", sagði Amerasinghe . KANNASTUÐNING VIÐ 200 MtLUR Af hálfu Breta voru einnig í dag gefnar vísbendingar um þá stefnu, sem þeir munu taka á ráð- stefnunni. Ráðuneytisstjóri í brezka utanríkisráðuneytinu, David Ennals, skýrði frá því, að Bretar væru reiðubúnir að styðja útfærslu landhelgi í 12 sjómílur að því tilskildu að siglingar um sund yrðu frjálsar. Hann sagði og, að Bretar gerðu sér ljóst, að kröf- um um 200 sjómílna auðlindalög- sögu yxi Stöðugt fylgi, og brezki fiskiðnaðurinn hallaðist æ meira að þeirri stefnu. Hann kvað brezku sendinefndina hafa það verkefni að kanna, hversu víð- tækt fylgi þessi krafa hefði og síðan yrði afstaða tekin á grund- velli þess starfs. „En við erum algerlega andvígir því að þjóðir færi einhliða út fiskveiðimörk sín“, sagði Ennals. — Lárós Framhald af bls. 36 starfsmenn veiðifélagsins tók upp net býliseigenda, sem hins vegar reyndu að verja net sín. Lögregl- an kom á á staðinn og var á verði í hraðbát úti á vatninu til að koma í veg fyrir frekari átök. I fyrrakvöld var svo, eins og fyrr greinir, hleypt af skoti út á vatnið og kom kúlan æði nærri bát býliseigenda, sem þó voru að fast við net sín út á vatninu. Kærðu þeir þetta athæfi til lög- reglunnar, sem kom enn á vett- vang og að þessu sinni tók hún f sína vörzlu tvær haglabyssur og riffil, sem reyndust vera í býl frá veiðimálastjórn þar við ósinn. Einn mannanna í býlnum viður- kenndi að hafa hleypt af skotinu, en þvertekur fyrir að hann hafi ætlað að ógna býliseigendum. Er nú verið að rannsaka málið frekar eins og áður kemur fram. Deilu- aðilar munu aftur á móti hafa reynt að leita réttar síns hjá dómsyfirvöldum þegar í hitteð- fyrra og aftur í fyrra en engin niðurstaða fengizt. — Vinstri stjórn Framhald af bls. 36 sem framsóknarmenn efndu til á Húsavík f fyrrakvöld sagði Ingvar Gíslason, orðrétt, sem sína skoðun og Stefáns Valgeirssonar: Við hyggjumst ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það stendur ekki til nú. Ingi Tryggva- son, frambjóðandi Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, lýsti þvf einnig yfir, að hann stefndi að vinstri stjórn og að Framsóknarflokkurinn mundi eftir kosningar leita samstarfs við Alþýðubandalagið. I viðtali við Tímann sl. miðviku- dag sagði Guðrún Benediktsdótt- ir, sem skipar 3. sæti Framsóknar í Norðurlandi vestra að hún vildi hafa vinstri stjórn og varnarliðið burt. Af þessum ummælum fram- bjóðenda Framsóknarflokksins á framboðsfundum er ljóst, að það er eindreginn ásetningur fram- sóknarmanna að koma á nýrri vinstri stjórn að kosningum lokn- um. _ — Kaupmáttur l'ram liald al' bls. 18 greiðsluþrot. Það er þrátt fyrir kommúnistanna, sem fólkið hefur getað bjargað sér. Það hefur fyrst og fremst gert það með mikilli vinnu, og einnig fyrir stuðning verkalýðsfélag- anna, sem núverandi vinstri- stjórnarráðherrar þekkja að- eins af afspurn. Bezta sönnun þess, er neitun þeirra að leysa hina erfiðu kjaradeilu s.l. vetur með þvf að mæta kröfum verka- lýðsins um stórlækkaða skatta. Hefði þeirri kröfu verið sinnt, stæðu bæði launþegar og at- vinnureksturinn mun betur að vígi nú, auk þess sem það hefði stórlega slegið á verðbólguna. I sveitarstjórnarkosningun- um voru kjósendur farnir að gera sér grein fyrir, hvert stefndi um framtfð og afkomu þjóðarinnar. Þess vegna kusu þeir Sjálfstæðisflokkinn í enn ríkari mæli en áður og veittu honum meirihluta stuðning, þegar á heildina er litið. Þessi meirihluti veit, að ókvæðisorð kommúnista f garð forustumanna Sjálfstæðis- flokksins eru hrópyrði ómerk- inga, sem vita ekki i hverju hin raunverulega lífsbarátta fólks- ins í landinu er fólgin. Þess vegna munu orð þeirra falla niður dauð og ómerk. Þjóðin hefur haft góða reynslu af Sjálfstæðisflokknum og veit, að honum er treystandi til að leysa úr þeim mikla vanda, sem framundan er í at- vinnu- og efnahagslffinu. Meirihluti kjósenda hefur veitt Sjálfstæðisflokknum verð- ugan stuðning. Fólkið mun halda áfram að styðja Sjálfstæðisflokkin í trausti þess, að hann fram- kvæmi skyldu sína að kosning- um loknum, fái hann vald til þess. Skylda Sjálfstæðisflokksins við íslenzku þjóðina í atvinnu- og efnahagsmálum er fólgin í því að: stöðva verðbólguna tryggja reksturgrundvöll atvinnuveganna og fulla atvinnu. — 3. deild Framhald af bls. 34 AFTURELDING — HRÖNN 3:2 Mörk Aftureldingar: Guðmundur Davíðsson, Lárus Jónsson, Sveinn Sigvaldason. Mörk Hrannar: Helgi Hálfdánarson og Einar Einarsson. LEIKNIR — VALUR 3:1 Mark Vals: Rúnar Sigurjónsson. Mörk Leiknis: Eiríkur Stefánsson, Björn Birgisson og Stefán Garðarsson. SINDRI — ÞRÓTTUR 5:1 Mark Sindra: Viðir Karlsson. Mörk Þróttar: Guðmundur Sól- heim 2, Jón Hermannsson 1, Jón Ingi 1 og Benedikt Sigurjónsson 1. EINHERJI — HÖTTUR 1:2 Mark Einherja: Eyjólfur Sigurðsson. Mörk Hattar: Kristján Sigurðsson 2. HUGINN — AUSTRI 1:2 Mark Hugins: Ölafur Már Sigurðsson. Mörk Austra: Jón Steingrímur Baldursson og Guðmundur Gfslason. ÍR — GRINDAVÍK 5:0 Mörk IR: Ölafur Sveinsson, Jóhann Ingi Gunnarsson, Magnús Magnússon, Þorbjörn Guðmundsson og Bergþór Kristinsson. STEFNIR — HVl 3:3 Mörk Stefnis: Elvar Jón Frið- bertsson 1 og Þorsteinn Guðbjörnsson 2 Mörk HVl. Stefán Stefánsson 3. — Afnám Framhald af bls. 36 fram kom innan rfkis- stjórnarinnar um, að engir kjarasamningar væru gildir nema þeir hefðu hlotið sam- þykki ríkisstjórnarinnar, en sifkt jafngilti f raun afnámi hins frjálsa samningsréttar. Þetta eru þær hugmyndir, sem ráðherrar Alþýðubanda- lagsins settu m.a. fram f um- ræðum innan stjórnarflokk- anna sl. vor um aðgerðir í efna- hagsmálum, en sfðan hafa þeir staðið að eftirtöldum ráðstöfun- Um, sem með sama hætti hafa skert kjarasamninga verkalýðs- félaganna og kjör launþega: □ Vfsitalan hefur tvfvegis ver- ið skert, fyrst með þvf að taka áfengi og tóbak út úr henni, sfðan með þvf að taka kostnað við einkabifreið út úr henni. □ Nokkur vfsitölustig voru tekin af launþegum um sfð- ustu mánaðamót og þar með þúsund milljónir teknar af launþegum. □ Söluskattshækkunin f vor kom ekki fram f vfsitölu. □ Ekkert samráð var haft við verkalýðshreyfinguna um þessar aðgerðir eins og Iofað var f málefnasamningi stjórnarflokkanna. Þessi afstaða Alþýðu- bandalagsins til kjarasamn- inga verkalýðsfélaganna er sérstaklega eftirtektarverð vegna þess að Alþýðubanda- lagið hefur haldið því fram, að það væri eini verkalýðs- flokkurinn f landinu, en það hugarfar í garð verkalýðs- hreyfingarinnar, sem fram kemur f þessari tillögugerð og aðgerðum bendir til ann- — Minning Kristján Framhald af bls. 26 manns. Hans gamli sjúkdómur gróf hægt um sig, án þess aðrir en hann og e.t.v. hans allra nánustu yrðu nokkurs varir, að neitt væri athugavert við heilsufar hans, því hann var mjög dulur og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Allt frá því hann var barn, vildi hann helzt aldrei tala um heilsufar sitt. I marz s.l. veiktist hann alvarlega og var sendur á sjúkrahús. Sjúkrahúsdvölin var honum mjög erfið og þjáningarfull, þótt allt væri gert, sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga lífi hans og lina þjáningarnar. Hver stór- aðgerðin rak aðra. Var hann síðan sendur á Brompton sjúkrahúsið í London, þar sem aðstaða til slfkra aðgerða var betri en hér. Fylgdi móðir hans og systir hennar honum þangað, og dvöldu þær systur þar lengst af þann tíma, sem hann átti ólifað. Hafði hún einnig fylgt honum til Chicago, er aðgerðin var gerð á honum þar. Má nærri geta, hversu nærri það hefur gengið móðurinni, sem þá var sjálf heilsuveil orðin, að fylgjast með þjáningum drengsins síns og vonlítilli bar- áttu fyrir lffi hans. Má e.t.v. segja, að aldrei hafi þrautseigja og æðruleysi hins unga manns komið eins skýrt i ljós og í veikindum hans. Avallt var hann reiðubúinn að ganga undir þessar erfiðu og hættulegu aðgerðir. Enda lífsþrá ungmenna yfirleitt sterk á þessum aldri, þó hann muni hafa grunað, að hverju fór. Nú hefir hann fengið hvíldina frá margra mánaða þjáningum, horfinn yfir móðuna miklu, sem við stefnum öll á. En óþarfi er að fjölyrða um, hvílíkur harmur er kveðinn að foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum við fráfall þessa efnilega ungmennis. Hann var einstaklega hjálp- samur og mildur öllum, sem bágt áttu. Hafði mikla ánægju af að umgangast dýrin og sýndi þeim mikla nærgætni. Einnig mikið yndi af blómum, sem sýnir næma tilfinningu fyrir fögru umhverfi. Eldri bróðir hans, sem stundar nám i Háskólanum, mun hafa verið einn af þeim fáu persónum, sem gjörla þekktu hans dulu og viðkvæmu skapgerð. Strax að prófi loknu fór hann til bróður síns í London og var þar hjá honum, unz yfir lauk. Við, sem viljum trúa á framhald lífsins eftir dauðann, trúum því, að andi hans haldi áfram á þroskabraut sinni þar á landi lifenda. Megi faðir ljóss og lifs veita þeim styrk sinn, sem um sárast eiga að binda við fráfall Kristjáns og að þau fái varðveitt í huga sinum um ókomin æviár bjartar minningar um drenginn sinn, og þá megi hann verða þeim í minningunni „allt eins og áður“ I þeim skilningi, sem hið mikla skáld lagði I þau orð. Ólafur Brandsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.