Morgunblaðið - 10.07.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JtJLl 1974
19
Sofía Jóhannsdóttir
frá Holti — Kveðja
F. 22. júnf 1920
D. 28. júnf 1974
I dag verður jarðsungin frá
Auðkúlukirkju frú Sofía Jó-
hannsdóttir frá Holti í Svínadal,
er andaðist á sjúkrahúsinu á
Blönduósi þann 28. júní, eftir erf-
iða sjúkdómslegu. Sofía var fædd
og uppalin í Holti i Svfnadal, dótt-
ir hjónanna Fannýar Jónsdóttur
frá Þingeyrum og Jóhanns Guð-
mundssonar bónda í Holti.
Fyrstu kynni mín, er þessar lín-
ur rita, af Sofíu hófust fyrir rúm-
lega fjörutíu árum, þegar ég ný-
lega móðurlaus kom fyrst á heim-
ili foreldra hennar. Heimurinn
var í mínum augum ekki sérlega
bjartur um þær mundir, en sú
hlýja og umhyggja, sem ég mætti
á þvi heimili, bætti fljótt úr þvi.
Það kom fljótt i ljós, að Sofía
hafði gott lag á börnum, enda
hændust þau að henni. Það kom
því ekki sízt í hlut Sofíu, „að
koma vitinu fyrir strákinn", eins
og móðir hennar orðaði það, þeg-
ar ég var eitthvað baldinn á þeim
árum.
Að Holti kom ég fyrst tæplega
fjögurra ára gamall, og var þar
samfleytt í tfu sumur. Þar sem
Sofía átti tvær systur, þær Björgu
og Bryndísi, en engan bróður, þá
fannst mér alltaf litið á mig sem
litla bróður, og það var þægileg
tilfinning.
Soffa var mikið lesin og hafði
mikið dálæti á ljóðum, enda
kunnu hún ógrynni af þeim.
Söngelsk var hún með afbrigðum
og hafði fallega rödd, enda eftir-
sótt þar sem lagið var tekið.
Mér er minnisstætt samtal, sem
ég varð vitni að milli móður Sofíu,
Fannýjar, og Halldóru frá Geit-
hömrum.
Sofía hafði verið á Geithömrum
í nokkra daga að hjálpa til, vegna
veikinda, og kom Halldóra að
Holti nokkru sfðar til að þakka
hjálpina. Halldóra átti ekki nógu
sterk orð til að lýsa hrifningu
sinni á kostum Soffu, sem voru
margir.
Ekki held ég, að Halldóru hafi
grunað þá, frekar en okkur hin,
að Sofía yrði tengdadóttir hennar
nokkrum árum seinna. Já, margir
voru kostir hennar, enda löðuðust
allir að Sofiu, bæði menn og mál-
leysingjar, og báru slfkt traust til
hennar að enginn efi komst að,
þegar hún átti í hlut.
Sem dæmi get ég nefnt, að allt,
sem Sofia sagði, var í augum
barna minna sem óskrifuð lög.
Hversu oft hef ég ekki heyrt þau
segja: „hún Sofía sagði það,“ og
þar með var það óvéfengjanlegt í
þeirra augum.
Fjölskylda mfn á Sofíu og henn-
ar heimili mikið að þakka.
Börnunum mínum var hún svo
elskuleg að bjóða sumardvöl að
vild. Og fór með þau eins og mig,
þau hændust svo að heimilinu, að
hvert tækifæri sem gafst, var not-
að til að fara norður í Holt, eins
og það var orðað á mfnu heimili.
Arið 1945 giftist Soffa Guð-
mundi B. Þorsteinssyni frá Geit-
hömrum f Svfnadal og hafa þau
búið f Holti sfðan.
Þar hitti Sofía jafningja sinn,
og urðu nú snögg umskipti á jörð-
inni. Ibúðarhús sem peningshús
voru byggð upp að nýju, jörðinni
bylt, tún margfölduð að stærð,
vélar keyptar, búpeningur marg-
faldaður og Holt gert með stærri
búum á landinu. Oft var vinnu-
dagurinn langur, stundum nótt
lögð við dag, en aldrei heyrði ég
Sofíu kvarta þótt þreytt væri, og
undraðist ég þrek hennar og
kjark.
Hjónaband þeirra Sofíu og Guð-
mundar var með eindæmum gott,
og báru þau gagnkvæma virðingu
hvort fyrir öðru, gestrisin og
skemmtilega heim að sækja.
Þar sem Guðmundur hefir ver-
ið oddviti Svínavatnshrepps f ára-
raðir og átt sæti í ótal nefndum,
hefur margur átt erindi að Holti,
auk fjölda vina og kunningja
þeirra hjóna. Oft hefur verið gest-
kvæmt í Holti, en aldrei lét Sofía
vinnuna aftra því, að hún hefði
tfma til að sinna gestum sínum,
slík var gestrisni hennar.
Sofía og Guðmundur eignuðust
fimm börn og áttu einstöku
barnaláni að fagna. Þau eru: Jó-
hann bóndi í Holti, kvæntur
Björgu Helgadóttur og eiga þau
þrjú börn, Halldór bóndi í Holti,
Þorsteinn er hafði lokið burtfar-
arprófi frá háskóla í Skotlandi,
nokkrum dögum fyrir andlát móð-
ur sinnar, Bragi og Bryndís
Fanný, sem bæði stunduðu nám
við Menntaskólann á Akureyri s.l.
vetur.
Það er mikill harmur að missa
slfka mannkostakonu sem Sofíu
fyrir aldur fram, en hún hafði svo
mikið að gefa, að við, sem vorum
svo lánsöm að fá að vera samferða
henni á lífsleiðinni, eigum henni
mikið að þakka.
Haf þökk fyrir samveruna Sofía
mín.
Að lokum vil ég votta eigin-
manni, börnum, tengdadóttur,
ömmu-börnum, systrum og öðrum
ættingjum, dýpstu samúð mfna.
Við hittumst öll að lokum.
„Hún Sofía sagði það.“
Geir.
Sigurður Þorsteins-
son Húfhól - Minning
Fæddur 18. nóvember 1885.
Dáinn 30. janúar 1974.
Ég hef hvergi orðið þess var, að
rníns góða tengdaföður Sigurðar f
Hiífból hafi verið minnst í rituðu
máll, vil ég þess vegna ekki láta
slfkan ágætis mann liggja óbætt-
an hjá garði og minnast hans því
með nokkrum fátæklegum orðum.
Sigurður Þorsteinsson var
fæddur 18. nóvelnber 1885 og var
því á 89. aldursári er hann lést
hinn 30. janúar sfðastl.
Fæddur var hann að Ártúnum á
Rangárvöllum. Foreldrar; Þor-
steinn Isleiksson bóndi þar og sfð-
ar á Bergþórshvoli í VesturLand-
eyjum og kona hans Sesselja
Halldórsdóttir. Sigurður ólst upp
hjá foreldrum sfnum f Ártúnum
en fluttist með þeim að Bergþórs-
hvoli árið 1904. Þar var hann til
heimilis til ársins 1820 er hann
hóf búskap í Húfhól í Austur-
Landeyjum, en sama ár brugðu
foreldrar hans búi, er séra Sigurð-
ur Norðland settist að á Bergþórs-
hvoli sem sóknarprestur.
Sigurður kvæntist eftirlifandi
konu sinni Guðríði Ólafsdóttur
frá Kirkjulandi f Austur-Landeyj-
um þ. 12. júlf árið 1920, mestu
myndar- og ágætiskonu, sem alla
tíð stóð við hlið manns síns og
ekki hvað síst í erfiðum veikind-
um hans hin sfðari ár, þótt hún
sjálf gengi ekki alltaf heil til
skógar.
Sigurður fór ungur til sjóróðra
eða um 17 ára aldur, fyrst til
Þorlákshafnar, þar sem hann reri
14 eða 15 vertíðir og síðar 4
vertíðir í Grindavík.
Eftir að hann hóf búskap í Húf-
hól stundaði hann sjóróðra frá
Landeyjarsandi, þar til þeir lögð-
ust niður kringum 1940. Reri
hann með Sæmundi oddvita
Ólafssyni á Lágafelli, sem lengi
var þar happasæll formaður.
Sigurður var lengi í hrepps-
nefnd Austur-Landeyjahrepps, og
var sæti hans þar vel skipað eins
og hvarvetna, þar sem hann lagði
hug eða hönd að verki.
Þó að hann hafi aldrei getað
talizt auðmaður á veraldlega vísu,
bjó hann jafnan góðu búi og tókst
með mikilli elju og dugnaði að
koma stórum barnahópi til manns
á kreppu- og erfiðleikatfmum í
fslenzkum landbúnaði.
Enda kom hvort tveggja til, að
hann var afburða verkmaður að
hverju sem hann gekk, fljótvirk-
ur, lagvirkur og góður smiður, og
svo hitt, að hann hafði sér við hlið
sfna ágætu konu, er gaf honum
ekkert eftir, hvað dugnað, kjark
og fyrirhyggju snerti.
Sigurður var yngstur af 6
bræðrum og voru hinir bræðurnir
látnir á undan honum f hárri elli,
allir yfir 85 ára gamlir. Börn
Sigurðar og Guðríðar eru:
1. Iðunn Ingibjörg, gift undir-
rituðum. Eiga þau einn son Hall-
dór Gunnar, en áður átti Iðunn
son að nafni Sigurður Jónsson,
sem nú er þekktur glímumaður.
2. Þorsteinn, bifreiðarstjóri og
sjómaður, á eitt barn. Býr f
Reykjavík.
3. Ólafur brunavörður, kvæntur
Jóhönnu Stefánsdóttur. Eiga þau
þrjú börn. Búa í Reykjavík.
4. Bergþór, gullsmiður, á eitt
barn. Býr í Reykjavík.
5. Ingunn Sesselja, á eitt barn.
Býr í Reykjavík.
6. Sofffa, á tvö börn. Býr í
Reykjavík.
7. Auður, gift Óskari Halldórs-
syni bónda á Syðri-tJlfsstöðum
Austur-Landeyjum, áttu tvö börn,
annað lést s.l. haust.
8. Guðrún Lára, gift Stefáni
Jónssyni, skólastóra og bönda í
Húfhól í Austurur-Landeyjum,
eiga þau eitt barn.
9. Hjördís, gift Jóhannesi
ögmundssyni múrarameistara í
Kópavogi, eiga þau fimm börn,
Hjördís er fósturdóttir séra Þor-
steins Jónssonar sóknarprests í
Vestmannaeyjum og konu hans
Júlíu Matthfasdóttur, en séra Þor-
steinn er bróðursonur Sigurðar.
Sigurður var kominn á áttræðis
aldur, þegar fundum okkar bar
saman. Tók hann strax mér vel og
var alla tíð mér mjög góður
tengdafaðir.
Málaði ég oft þarna fyrir austan
meðan Sigurður og Guðríður
bjuggu þar, og eftir að dóttir hans
og tengdasonur tóku við búi í
Húfhól hefi ég komið þangað til
dvalar og málað.
Við Sigurður áttum nokkrar ró-
legar stundir saman, sem gjarnan
hefðu mátt vera fleiri en þar á ég
m.a. við það, þegar hann sat fyrir
hjá mér, því stundum datt í mig
að rnála af honum mynd eða
teikna, hann hafði formsterkt
andlit, sem gaman var að reyna að
festa á léreft eða pappír.
Sigurður var jarðsettur frá
Krosskirkju í Austur-Landeyjum
þann 13. febrúar s.l. að viðstöddu
fjölmenni, bróðursonur hans séra
Þorsteinn L. Jónsson jarðsöng.
Blessuð sé minning Sigurðar .í
Húfhól.
Þorlákur R. Haldorsen
Hveragerði
Nýr umboðsmaður hefur tekið við umboði
Morgunblaðsins í Hveragerði Margrét Aðal-
steinsdóttir, Grænumörk 7.
VOLKSWAGEN
kemur yður ætíð á leiðarenda.
Hvert, sem þér farið, þá er
VOLKSWAGEN
traustasti og eftirsóttasti bíllinn.
Ferðist f Volkswagen
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240.