Morgunblaðið - 10.07.1974, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JULl 1974
Ævintýri og sögur H. C. Andersen
Litla stúlkanmeð eldspýturnar
Það var nístings kuldi með fjúki og fannkomu, og
það var orðið dimmt um kvöldið; það var líka síðasta
kvöldið á árinu. Það var gamlárskvöld. t þessum
kulda og í þessu myrkri gekk á strætinu lítil stúlka,
bláfátæk, berhöfðuð og berfætt; að sönnu hafði hún
gengið á tréskóm, þegar hún fór að heiman, en hvað
hjálpaði það? Það voru stórir tréskór af móður
hennar; en af því að aumingja litla stúlkan mætti
tveimur vögp.um, sem óku svo ákaflega hart, varð
hún að hlaupa úr vegi fyrir þeim, til þess að verða
ekki undir þeim. Hún týndi báðum tréskónum, þvf að
þeir voru svo stórir, að þeir tolldu ekki á fótunum á
henni; annar tréskórinn fannst aldrei aftur, en
drengur, sem gekk fram hjá, fann hinn. Hann hljóp
burt með hann og sagðist ætla að hafa hann fyrir
vöggu, þegar hann sjálfur eignaðist börn.
Þannig gekk nú vesalings stúlkan á berum fótun-
um; þeir voru rauðir og bláir af kulda; svuntan
\A.«' tt-______
hennar var gömul og rifin og í henni bar hún mörg
eldspýtnabréf, og á einu þeirra hélt hún f hendinni.
Enginn hafði þann dag keypt neitt af henni; enginn
hafði gefið henni einn einasta eyri. Þarna gekk hún
sársvöng og nötrandi og var svo hnuggin, veslings
barnið. Fjúkið dreif þétt niður á hárið hennar síða
og glóbjarta, sem liðaðist svo fallega niður á hálsinn,
en hún var lítið að hugsa um prýði eða fegurð. Út úr
hverjum glugga skein ljósbirtan, og um allt strætið
ilmaði steikarlyktin; það var lfka gamlárskvöldið, og
það var hún að hugsa um.
Hún settist niður og hnipraði sig saman í skoti
milli tveggja húsa; annað þeirra stóð framar í göt-
unni en hitt. Hún kreppti undir sig fæturna, en
henni varð æ kaldara og kaldara og heim til sfn þorði
hún ekki að fara. Hún hafði ekkert selt af eldspýtun-
um og engan eyri fengið; hún vissi, að faðir sinn
mundi berja sig. Þar var líka litlu heitara, því að
ekki höfðu þau nema bláþakið yfir höfðinu og vind-
urinn blés þar í gegn eins og það væri hjallur, þó að
troðið væri hálmi og tuskum í stærstu rifurnar.
Hendurnar hennar litlu voru krókloppnar af kulda.
Æ, gott væri að kveikja á einni eldspýtu. Hún óskaði,
að hún mætti taka eina út úr bréfinu og kveikja á
henni til að verma á sér fingurna. Hún tók þá eina
eldspýtu og kveikti á henni. — Riss! riss! sagði
eldspýtan. En hvað hún logaði fallega! En hvað
loginn var heitur og skær! Alveg eins og dálítið ljós,
þegar hún hélt á eldspýtunni í lófa sínum; það var
undarlegt ljós. Henni virtist sem hún sæti fyrir fram
an heitan ofn, skínandi fagran og fágaðan; það logaði
svo vel í honum og hann hitaði svo vel. Nei, hvað var
það? Veslings stúlkan rétti fram fæturna og ætlaði
að fara að hita sér við ofninn — þá dó á eldspýtunni.
Ofninn hvarf. — Hún sat með útbrunna eldspýtu í
hendinni.
Nú skal grípa til litanna og
lita kastalann og umhverfi
hans, og þér gefst mjög gott
tækifæri til að nota fjölbreytt
litaúrval.
ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld
eftir Jón
Trausta.
En hann brast enn kjark til að taka undir sig stökkið.
Hann dró sig út fyrir og hélt niðri í sér andanum.
1 þriðja skiptið gerði hann atlögu, og nú var kjarkurinn
það mestur, að hann læddist undur hægt inn á mitt gólf,
inn undir rúmið.
Þá seildist hönd úr rúminu til hvílutjaldanna og dró þau
ofurlítið til hliðar, og húsmóðir hans talaði til hans með
venjulega þýðum rómi:
„Hvað er að þér, Hjalti minn?“
Hjalti hrökk í ofboði aftur á bak og áttaði sig ekki fyrr
en hann var kominn fram að stiga. Þá heyrði hann hús-
móðurina kalla á eftir sér.
„Hjalti!“ kallaði hún, og röddin var myndugri en áður.
Hann nam staðar, höggdofa af hræðslu.
„Hjalti, — komdu og talaðu við mig!“
Hjalti þorði ekki annað en hlýða og kom inn fyrir.
„Láttu aftur hurðina og talaðu við mig. Hvað er að þér,
skinnið mitt? — Hvaða skelfing er að sjá útganginn á þér!
lefirðu verið að smala?“
„Já,“ sagði Hjalti svo lágt, að varla hejTðist.
„Er slæmt veður? — Ertu blautur og hrakinn?“
„Já.“ — Hjalti var farinn að gráta.
„Hvað er að þér, Hjalti minn? Hefir nokkur verið vondur
við þig? — Hvað vildirðu hingað inn?“
„Ekkert,“ kjökraði Hjalti.
Húsmóðirin dró rúmtjöldin alveg til hliðar og reis til hálfs
upp í rúminu. Hún varð myndugri en hún hafði verið. Hjalti
þorði ekki einu sinni að líta á hana.
„Þú hefir staðið um stund héma fyrir utan dyrnar, og
þrisvar ertu búinn að koma inn fyrir. Ég hefi verið vakandi
og séð og heyrt allt til þín gegnum rúmtjöldin. Þú skalt
segja mér, hvað þú vildir hingað inn.“
Hjalti stóð sem dauðadæmdur á gólfinu og skalf af gráti.
Hann gat engu orði upp komið.
„Komdu hingað að rúmstokknum til min og segðu mér allt
eins og er. — Það hefir einhver sent þig.“
Hjalti þagði.
„Það lá að. Og þú áttir að leggjast upp í hvíluna hjá mér.
Er ekki svo?“
Hjalti þagði og grét enn ákafar.
„Og hvað áttirðu að fá fyrir vikið?“
Hún gekk nú svo fast að Hjalta, að hann varð að segja
henni alla söguna.
Páll V. Daníels-
son skrifar frá
Hafnarfirði
Að refsa
þjóðinni
Urslit alþingiskosninganna
urðu stjórnarflokkunum nokkur
vonbrigði, vegna þess að fólkið f
landinu efldi mjög Sjálfstæðis-
flokkinn og sýndi þannig
ótvfrætt, að það vildi breytingu I
stjórn iandsins.
Undantekning frá þessu er þó
einn flokkur, Alþýðubandalagið.
Sá flokkur sættir sig ekki við orð-
inn hlut. Enda telur hann innst
inni, að fólkið eigi ekki að ráða,
heldur eigi það að lúta forsjá
kommúnista. Þegar fólkið lætur
skýlaust vilja sinn gegn þeim f
ljós, þá á bara að refsa þvf og
tuska það til.
Þessi mun vera hugsunarháttur
kommúnista, þegar þeir nú ganga
fram fyrir skjöldu til að koma á
nýrri vinstri stjórn. Þótt fólkið
vildi ekki vinstri stjórn skal
allt gert til að festa slfka
stjórn f sessi til þess að geta
innleitt æ betur kommún-
ismann inn f stjórnkerfið
og koma ár sinni svo fyrir
borð, að hægt sé að halda
völdum með stöðugt minna fylgi
að baki sér og jafnvel njóta að-
stoðar „sigrandi alþýðu Ráð-
stjórnarrfkjanna“ eins og
kommúnistar boðuðu, þegar þeir
hófu göngu sfna hérlendis um
1930. Kommúnistar stefna að þvf
að ná þeim tökum að þeir geti
haft völdin f landi okkar, burt séð
frá þvf hver vilji fólksins er.
Um það verður ekki deilt, að
eins og nú er ástatt, þá vill fólkið
ekki nýja vinstri stjórn. Stjórnar-
flokkarnir sjálfir hikuðu við að
boða nýja vinstri stjórn f
kosningabaráttunni að frjálslynd-
um undanskyldum, sem höfðu
það eitt sitt höfuðstefnumark að
stuðla að myndun slfkrar
stjórnar. Og það lá við að flokk-
urinn þurrkaðist út.
Það er von mikils meiri hluta
þjóðarinnar, að lýðræðisflokkarn-
ir þekki sinn vitjunartfma og
takist á við þau vandamál, sem
fram undan eru og leysa þarf.
Þótt sumir þeirra hafi f bili ekki
fengið það fylgi, sem þeir hefðu
talið viðunandi, þá verða þeir að
hefja sig yfir það að láta beizkju
sína verða þess valdandi, að þeir
gangi á mála hjá kommúnistum
og taki þátt f að refsa þjóðinni
fyrir að láta svo ótvfrætt vilja
sinn í Ijós og hún gerði f
kosningunum. Þar var talað skýrt
frá báðum hliðum, hrun þess
vinstri flokks, sem boðaði vinstri
stjórn og mikinn ávinning Sjálf-
stæðisflokksins, sem barðist gegn
vinstri stjórn.
MS MS MS m
2IN SV\I sn _
MS SVf MY Adals (Ía£\ augl TEIK IMDAM ræti 6 simi MS ÝSIIMGA- VIISTOFA ÓTA 25810 llllillllllllllíllW Illllllllllllllllllll