Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 Byggingar- félag ungs fólks í Kópavogi Stofnfundur Byggingarfélags ungs fólks í Kópavogi verður haldinn I kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 f Sjálfstæðishúsinu við Borgarholtsbraut 6. Það er Týr, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, sem gengst fyrir stofnun þessa byggingarfélags. Markmið Byggingarfélags ungs fólks er að reisa fbúðarhúsnæði fyrir félagsmenn sína á sem hag- kvæmastan og ódýrastan hátt. Enn fremur er það tilgangur félagsins að stuðla að nýjungum í byggingarmálum. Loks er félag- inu ætlað að veita upplýsingar og ráðgjafaþjónustu um húsnæðis- og lánamál. Skúli Sigurðsson, skrifstofu- stjóri húsnæðismálastjórnar, mun mæta á stofnfundi Byggingar- félags ungs fólks í Kópavogi í kvöld. —,------------- Fjögur skip seldu í Hirtshals FJÖGUR síldveiðiskip seldu í Hirtshals í gær og fengu ágætt verð fyrir aflann. Skipin, sem seldu, voru: Vörður ÞH 1016 kassa fyrir 765 þús. kr., örn KE 817 kassa fyrir 649 þús. kr., Loft- ur Baldvinsson EA 1708 kassa fyr- ir 2 millj. kr. og Pétur Jónsson ÞH 892 kassa fyrir 976 þús. kr. Sjálfstæðis- flokkur: Þingflokkur og miðst jóm áfundiígær Vegamótaútibú á sinn gamla stað? Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. Br. Helgason á sameiginlegum fundi miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins f gær. Lyfjaverksmiðja reist á íslandi? Um alllangt skeið hefur danska lyf javerksmiðjan Dumex haft áhuga á að koma á fót lyfjaverk- smiðju á tslandi. Ekki hefur enn orðið neitt af þessu áformi verk- smiðjunnar, þvf forráðamenn hennar eru hræddir við þá miklu verðbólgu, sem geisar á tslandi. og sömuleiðis hin tfðu verkföll sem hér eru. Kjartan Gunnarsson lyfsali í Borgarnesi, sem er umboðsmaður Dumex á Islandi, sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að Dumex væri dótturfyrirtæki Austur-Asíu félagsins, en við það Útsvörin 236 millj. í Norðurlandi eystra SKATTSKRAlN f Norðurlands- kjördæmi eystra verður lögð fram eftir helgi, en þá á að vera búið að dreifa henni f aila hreppa kjör- dæmisins. Páll Sigurbjörnsson skattstjóri sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að einu áreiðanlegu tölurn- ar, sem hann gæti gefið blaðinu að sinni, væru að heildarupphæð álagðra útsvara í kjördæminu væri 236.222.000.00 kr. Útkoma skattskrárinnar hefði gengið dá- Iftið stirt eins og ævinlega, vegna tafa hjá Skýrsluvélum rfkisins. Skráin kæmi þó norður í dag og Friðrik Ólafs- son á sjúkrahúsi FRIÐRIK Olafsson stórmeistari var lagður inn á sjúkrahús f sfðustu viku. Ekki munu veikindi Friðriks vera alvarleg, og mun hann væntanlega útskrifast af Borgarspftalanum um helgina. Framhald á bls. 18 helgin yrði notuð til að dreifa henni um kjördæmið. Því ætti að vera lokið fyrir. mánudag, og þá ætti að leggja skrána fram. fyrirtæki kannast flestir íslend- ingar. Fyrirtækið, sem einkum framleiðir fúkkalyf, hefur nýlega sameinazt stóru kanadísku lyfja- framleiðslufyrirtæki, sem fram- leiðir flestar tegundir lyfja. Að sögn Kjartans eru nú meiri lfkur á, að lyfjaverksmiðja verði stofnuð hér á landi, eftir samruna þessara verksmiðja. Dumex fól Kjartani fyrir um það bil 6 árum að gera áætlun um lyfjaverk- smiðju á Islandi og var það einkum áhugi á ódýrri raforku hér á landi, sem því olli, en mjög mikla raforku þarf til að fram- leiða fúkkalyf. Þegar forráða- menn Dumex höfðu séð áætlun- ina og hvað verðbólgan var mikil og verkföll tfð á Islandi leizt þeim Ríkið hefur greitt skuldir olíusjóðs Eins og Morgunblaðið hefur áður skýrt frá, höfðu olfufélögin ákveðið að hætta að afgreiða olfu til fiskiskipa, nema rfkið greiddi skuldir olfusjóðs fyrir mafmánuð til olfu- félaganna. Skuldin, sem var um 85 millj. kr., var greidd í gær af Seðlabanka tslands. Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að nú væri búið að greiða gjaldfallna skuld olfusjóðs og því væri ekkert því til fyrirstöðu að halda af- greiðslu til fiskiskipa áfram. Þá hefði verið lofað, að greiðsla úr olíusjóði til olfufélaganna fyrir júnímánuð kæmi á eðlilegum tfma. Búizt er við að sú greiðsla nemi um 100 millj. kr., en olíu- notkun fiskiskipa er yfirleitt með minna móti í mafmánuði. ekki á blikuna. En nú eftir að olfa hefur stórhækkað f verði á heims- markaði, er ekki ólíklegt, að þeir fari að hafa áhuga á Islandi á ný. Einn af forstjórum verksmiðj- unnar er væntanlegur til landsins á næstunni og sagði Kjartan, að þá yrði málið sennilega kannað á ný. Gengur á ýmsu á svifflugmótinu SVIFFLUGMÓTIÐ á Hellu hélt áfram f gær og í dag, og töldust báðir dagarnir gildir keppnisdagar. I gær var flugleiðin Hella- Breiðabólstaður- Hagi-Hella. Þrír keppendanna komust alla leið. Beztum árangri náði Sig- mundur Andrésson og hlaut hann 1000 stig fyrir daginn, 2. varð Leifur Magnússon, sem hlaut 698 stig, 3. varð Sverrir Þorláksson, sem hlaut 690 stig EINS OG kunnugt er, þá skemmd- ist Vegamótaútibú Landsbanka Islands mikið í eldi, þegar elds- voði varð að Laugavegi 15 fyrir nokkru. Síðan hefur útibúið verið starfandi í aðalbankanum við Hafnarstræti og verður það enn um skeið. Nýtt húsnæði Vega- mótaútibús er I byggingu að Laugavegi 7 og þangað á það að flytja f nánustu framtíð. Til greina getur komið að flýta þeirri byggingu, en að sögn Jóhanns Birgissonar fulltrúa í Vegamóta- útibúi, þá er enn ekki ljóst hvern- ig málum verður háttað. Alveg eins getur komið til greina, að ganga þannig frá hinu gamla hús- næði bankans, að það verði starf- hæft á ný, fram til þess tíma, að lokið verður við nýju bygginguna. og 4. varð Bragi Snædal með 197 stig, en hann varð að hætta keppni fljótlega. I dag var veður til flugs ekki mjög hagstætt, en flugleiðin var ákveðin HellaHagiKeldur- Hella. Fór flugið svo, að þeir Sverrir og Sigmundur komust alla leiðina, en hinir lentu við Haga. Ekki var búið að reikna út stigafjöldann eftir daginn. Mótinu lýkur væntanlega á sunnudagskvöld. Fréttaritari. Bragi Snædal, keppandi frá Akureyri, ásamt aðstoðarliði sfnu. Ljósm. P. Gröndal. ÞINGFLOKKUR og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins komu saman til sameiginlegs fundar er hófst kl. 15.30 I gær og lauk honum laust fyrir kl. 18.00. A fundi þessum skýrði Geir Hall- grfmsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, frá tilraunum sfnum til stjórnarmyndunar, gerði grein fyrir ástandi og horfum f efnahagsmálum og fjallaði um stjórnmálaviðhorf- ið almennt. Itarlegar umræður fóru fram á fundinum um þessi mál. Frá fundi þingflokks og miðstjðrnar. Frá v.: Jóhann Hafstein, Geir Hallgrfmsson, Sigurður Hafstein, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Gunnar Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.