Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLl 1974 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. FYLGISTAP ALÞÝÐUFLOKKSINS Nýkjörið alþingi kem- ur saman til fund- ar í dag og er þinghald þetta við óvenjulegri að- stæður en oftast áður. Til- raunir til stjórnarmynd- unar standa yfir. en ber- sýnilegt er, að þær munu taka langan tíma og því allsendis óljóst, hvenær starfhæf ríkisstjórn tekur við völdum i landinu. Jafn- framt kemur þing þetta saman á miklum óvissutím- um í efnahags- og atvinnu- málum landsmanna og helzta verkefni þess að fjalla um þau vandamál. En jafnframt þessum dægurvandamálum og óvissuástandi er ljóst, að þjóðhátíðarhald á Þingvöll- um mun mjög marka svip- mót þessa þings, sem mun koma saman til þingfundar á Lögbergi hinn 28. júlí n.k. Sá sögulegi atburður mun auðvitað móta mjög störf þingsins í upphafi oe það andrúmsloft, sem þar mun ríkja. Hvað sem líður deilum um dægurmál er það þingsins að endur- spegla þá þjóðareiningu og þann samhug, sem smátt og smátt er að koma fram á þjóðhátíðarárinu og birtist svo ljóslega við opnun hringvegar á Skeiðarár- sandi á dögunum. Margir spyrja, hvernig háttað verði forsetakjöri á alþingi, þar sem enginn sérstakur þingmeirihluti hefur myndazt, nú er þing kemur saman. Or því verða þingflokkarnir að sjálf- sögðu að ráða, en eðlilegast sýnist, að við þessar að- stæður fari forsetakjör fram á þann veg, að þing- forsetar verði kjörnir í samræmi við styrkleika- hlutföll þingflokkanna. Það verður að koma í ljós, hvernig þetta þing tekur á efnahagsmálunum, en næsta augljóst virðist, að það geti fáar ákvarðanir tekið i þeim efnum fyrr en starfhæfur meirihluti hefur skapazt að baki nýrri ríkisstjórn og það kann að taka nokkurn tíma sem fyrr segir. Á hinn bóginn hlýtur það að verða til gagns, að nokkrar umræð- ur fari fram í þinginu um ástand og horfur I efna- hagsmálum, þannig að þau vandamál, sem við er að etja, skýrist og almenningi sé gerð ítarleg grein fyrir því, í hverju vandinn helzt er fólginn og hvernig hyggilegast er að bregðast við honum. En allir lands- menn hljóta að vona, að þetta þjóðhátíðarþing verði landi og þjóð til far- sældar. ví er mjög hald- ið á loft af vinstri flokkunum, að samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í Viðreisnarstjórninni hafi reynzt Alþýðuflokknum erfitt og valdið því fylgis- tapi, sem flokkurinn hefur beðið f tvennum síðustu þingkosningum. Þessar fullyrðingar fá ekki staðizt, þegar úrslit þingkosninga eru skoðuð nokkur ár aftur í tímann. í sumarkosningunum 1959 fékk Alþýðuflokkur- inn aðeins 12,5% atkvæða, en þá var hálft ár liðið frá því að vinstri stjórnin, sem hann hafði átt aðild að í 2XA ár, hrökklaðist frá völdum. í haustkosningunum 1959 jók Alþýðuflokkurinn verulega fylgi sitt, en þá var kominn í ljós sá árang- ur, sem minnihlutastjórn Emils Jónssonar hafði náð með stuðningi Sjálfstæðis- flokksins. I þeim kosn- ingum hlaut Alþýðu- flokkurinn 15,2% atkvæða. í þingkosningunum 1963 að loknu fyrsta kjörtíma- bili Viðreisnarstjórnar lækkaði hlutfall Alþýðu- flokksins lítillega eða í 14,2%, en í þingkosning- unum 1967, er Viðreisnar- stjórnin hafði setið að völdum í 2 kjörtímabil jók Alþýðuflokkurinn fylgi sitt verulega og hlaut 15,7% gildra atkvæða. Þetta var hæsta hlutfall, sem Al- þýðuflokkurinn hafði feng- ið í þingkosningum í nær tvo áratugi eða frá þing- kosningunum 1949, svo að ljóst er, að fyrstu átta árin hefur samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn leitt til verulegrar eflingar Al- þýðuflokksins. Hins vegar beið Alþýðu- flokkurinn verulegt afhroð f kosningunum 1971 og hlaut þá 10,5% atkvæða. En augljóst er, að þar var ekki að verki samstarf hans við Sjálfstæðisflokk- inn í ríkisstjórn heldur sú staðreynd, að stofnaður hafði verið nýr flokkur, sem kallaði sig jafnaðar- mannaflokk og var undir forystu Hannibals Valdi- marssonar fyrrverandi for- manns Alþýðuflokksins. Augljóst er, að það var framboð þessa flokks, sem fyrst og fremst olli fylgis- tapi Alþýðuflokksins 1971, enda viðurkenndu forystu- menn Alþýðuflokksins það í raun með því að leita eftir sameiningu við þennan nýja flokk jafnaðarmanna. Sú saga öll er kunn, en af þessum tölum er ljóst, að Alþýðuflokkurinn efldist verulega í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, en fylgishrun hans stafaði af tilkomu nýs jafnaðar- mannaflokks við hlið hans. ÞJÓÐHÁTlÐARÞING LENlN hafði gaman af píanó- músik Beethovens, sérstaklega Appasionata sónötunni. Hann sagði Við Maxim Gorky, að hún kæmi sér til að hugsa um, „hvað mannveran getur gert stórkostlega hluti“. En síðan bætti hann við: „Ég get ekki hlustað á tónlist of oft. Hún hefur áhrif á taugarnar, vekur löngun til að segja fallega en heimskulega hluti og til að strjúka því fólki um höfuðið, sem fært er um að búa til slfka fegurð á meðan það lifir í þessu helvíti. Og á þessum tímum má ekki strjúka neinum um höfuð- ið, án þess að eiga það á hættu, að höndin verði bitin af. Það verður að lemja fólk í höfuðið, minnskunarlaust...“ Þessi orð eru endurvakin í athyglisverðu leikriti eftir Tom Stoppard, sem heitir „Skopstælingar“ og er nýlega farið að sýna í London. Þetta er leikrit, sem fjallar meðal ann- ars um viðhorf til lista. I persónugervi Leníns og með því að nota hans eigin orð, rek- ur Stoppard, hvernig hugmynd- in um frjálsræði í listum og menningu spillist í eins flokks stjórnarfyrirkomulagi, þar sem litið er á listina sem þjón ríkis- ins — og á listamenn sem „hræsnara" og „mótmæla- seggi“, sem vel má fórna. Viðhorf Sovétríkjanna til list- ar og frjálsræðis eru mikið íhuguð f London um þessar mundir. Bolshoiballettinn hóf gestaleiki sína hér á lfflausri sýningu á „Svanavatninu", grófri sýningu og vélrænni, sem endaði á hinn óhjákvæmi- lega sovézka hátt, með Odettu, sem aðeins var gervisvanur, en ekki stúlka f álögum, sem þjáð- ist af mannlegum tilfinningum. Það var áminning um, hvaða áhrif fimmtíu ára Lenínismi hefur haft á listsköpun Rússa. Heimsókn Bolshoilballettsins LISTIR OG STJÓRNMÁL gefur tækifæri til umræðna um, hvað við Vesturlandabúar getum gert til hjálpar fórnar- dýrum hinnar sovézku undir- okunarstefnu. Utifyrir leik- húsinu safnast fólk saman og mótmælir meðferð á sovézkum Gyðingum. Margir úr hópi lista- manna og opinberra starfs- manna eru fylgjandi þessum mótmælum. Aðrir álíta það ekki rétt að angra Bolshoiballettinn og segja, að mótmæli einstaklinga hafi meiri áhrif en fjöldamótmæli. I þessu tilviki eru sannanir fyrir því að fyrri hópurinn hafi rétt fyrir sér, þ.e. þeir, sem fylgjandi eru f jöldamótmælum. Því það hefði verið erfitt fyrir Bolshoiballettinn að koma í þessa heimsókn, ef sovézk yfir- völd hefðu ekki látið undan í máli Valery og Galinu Panov og leyft þessum tveim dönsurum að fara til ísrael, rétt áður en heimsóknin átti að hefjast. Það er alltaf erfitt að vita nákvæmlega hvað veldur því að Sovétríkin breyta um stefnu. Margir létu í ljós skoðun sína á máli Panov-hjónanna — Henry Kissinger ræddi það mál við Sovétstjórnina á sfðastliðnu ári. En það er ástæða til að ætla, að hin opinbera barátta fyrir máli þeirra hafi valdið Sovétstjórn- inni verulegum vandræðum — sérstaklega hér I landi, þar sem hótað var óeirðum vegna komu Bolshoiballettsins, sem er stolt Sovétríkjanna. Sumir af þekktustu lista- mönnum Breta, á sviði leiklist- ar, tónlistar og danslistar, skrif- uðu „The Times" um Panov- hjónin, rétt áður en Bolshoiballettinn átti að hefja sýningar hér, þeirra á meðal Olivier lávarður, Sir Fredrick Ashton, Raymond Leppard, Dame Marie Rambert, Dame Peggy Aschcroft, Sir John Giel gud, Harold Pinter og fleiri. Harewood lávarður, yfirmaður þjóðaróperunnar og frændi drottningarinnar, ræddi við sovézka sendiherrann og Wil- son forsætisráðherra skrifaði sovézka forsætisráðherranum, Kosygin, bréf, sem fyrst var einkabréf, en var sfðan birt. Er það fáránlega ótímabær hugmynd, að það að láta í Ijós skoðanir sínar á hugsjónum frelsis, geti hjálpað fórnar- lömbum harðstjórnar? Fyrir einstaklinga virðist mér þetta mjög einfalt mál. Við, hin hlut- fallslega fáu, sem búum við frjálsræði, og við erum fá, höf- um engra kosta völ nema að reyna að hjálpa — hvert á sinn hátt, hversu máttvana sem við Eftir Anthony Lewis JíeUiJlorkSiineð virðumst. Það getur vel verið, að skoðanir okkar skipti máli. Bréflega, munnlega eða með stjórnmálalegri afstöðu. Fyrir ríkisstjórnir er málið flóknara: Þær verða að eiga við- skipti við stjórnir, sem þeim falla ekki í geð. Nixon forseti hafði rétt fyrir sér, þegar hann sagði f Annapolis á dögunum, að fvílnanir hefðu sitt gildi, ef þær minnkuðu hættuna á strfði milli þjóða, án þess að hafa áhrif á hugsjónir þteirra. Hættan Iiggur í því, að þegar leitað er stjórnmálalegra samn- inga við einræðisöfl, þá mun líta svo út, að ríkisstjórnir lýð- ræðisríkja fyrirgefi grimmd þeirra. Þetta er ekkert öðruvísi, þegar Sovétríkin eiga í hlut. Þeir, innan Sovétríkjanna, sem þjást fyrir trú sfna eða trúar- brögð, eru mjög uggandi um að Nixon-Brezhnev tegund af fvflnunum muni auka lögmæti við harðstjórnina. Staðreyndin er sú, að Moskva hefur til dæmis aukið hömlur á brottflutning Gyðinga — á síð- asta ári var meðaltalið 3,000 á mánuði en er nú um það bil 1.225 á mánuði — og hefur ver- ið að auka armæðu þeirra, sem voga sér að sækja um brott- flutningsleyfi. Ef sú stefna heldur áfram eftir heimsókn Nixons, þá hafa Bandaríkin óbeint lagt blessun sína yfir hana. Prófessor Zbigniew Brezezinski við Columbia há- skólann, hefur sagt, að við hefð- um álitið fvílnanir færa okkur „aukna tilfinningu fyrir sam- eiginlegum hugsjónum og að margir í kommúnistalöndunum hefðu leitað til okkar eftir inn- blæstri. Ivílnanir eru aftur á móti nú á dögum aðeins íhaldsamir samningar um valdajafnvægi, án nokkurs sið- ferðilegs gildis“. Hugsjónir: Já, en við getum því aðeins troðið þeim upp á aðra, að við lifum eftir þeim sjálf. Við getum varla ætlazt til þess af Brezhnev, að hann hlusti af alvöru á tal banda- rískra stjórnvalda um fram- kvæmd laga, þegar þau leyfa sjálf innbrot og hleranir á sam- tölum sinna eigin embættis- manna. Svarið, sem við gefum Lenín, er: í listum jafnt og lífi fylgjum við mannsandanum en ekki ríkisvaldinu. (Þýð. J.Þ.Þ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.