Morgunblaðið - 18.07.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.07.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLl 1974 12.000 lítrar af mjólk, 3 lestir af kartöflum, 400 kg kjötbúðingur, 500 kg skyr, 500 flöskur tómat- sósa... Það eru engir smáskammt- ar, sem rætt er um í birgða- tjöldunum á landsmótinu, enda tvö þúsund munna að fæða og flestallir grfðarlega svangir. Hressilegir leikir og störf undir berum himni auka matarlyst skátanna til muna, enda eru matarintikaupin miðuð við 2.000 fullorðna. þótt flestir skátanna á mótinu séu nálægt fermingar- aldri. „Það eru bara fisk- skammtarnir, sem eru minni,“ segir brytinn, Sigurgeir Oskars- son, „þvf að maður veit, að krakkarnir eru alltaf linir við fiskinn." Sigurgeir er starfandi skáti f skátafélaginu Vffli f Garðahreppi, en er annars yfir- matsveinn á Hótel Esju. „Nei, ég hef aldrei reiknað út matar- skammta fyrir svona stóran hóp,“ segir hann. „Eg hafði hæst komizt upp f 4—500 manna hópa, þegar ég vann á Ilótel Loftleiðum." Undirbúningur brytans og að- stoðarmanna hans hefur staðið lengi. „MatseðiIIinn var útbúinn f aprfl og sfðan höfum við verið að kanna markaðinn, verð og úrval,“ segir Sigurgeir. „Það hefur geng- ið illa að útvega sumar tegundirn- — og kynntust raunar f skáta- starfinu. Síðan dvöldust þau er- lendis að mestu leyti í 10 ár, en tengslin við skátana rofnuðu þó aldrei alveg. Eftir heimkomuna notuðu þau tækifærið og fóru á Reykjavíkurmótið ’72 að Úlfjóts- vatni og dvöldust í fjölskyldu- búðunum með börnin. Var Sveinn Öli yngsti þátttakand- inn í mótinu, rúmlega eins árs gamall. „Við gerðum þetta í tilraunaskyni," segir Sigur- veig, „en þetta heppnaðist svo ljómandi vel, að okkur fannst tilvalið að endurtaka þetta núna.“ Og Pálmar bæt- ir við: „Þetta er skemmtilegt bæði fyrir okkur og börnin. Við rifjum upp gömul kynni, hittum gömlu félagana og endurnýjum kynni okkar af skátastarfinu, — sem hefur breytzt mikið á þessum 10 árum. Og börnin kynn- ast skátastarfinu og fá á þvf áhuga, læra skátasöngvana og sitthvað fleira." „Já, þetta er einhver albezta skemmt- un fyrir alla fjölskylduna, sem hægt er að finna,“ segir Sigur- veig, „og albezta sumarfríið fyrir krakkana.” — Og þau eru að lok- um spurð, hvort þeim finnist þau enn þá vera skátar: „Já, við erum svo sannarlega skátar enn þá,“ segir Sigurveig. „Maður hættir ekki að vera skáti.“ Og Pálmar brosir og segir: „Já, svo dregur maður auðvitað upp gamla skáta- búninginn, þegar svona nokkuð stendur til!“ * * ar, heildverzlanirnar hafa verið með tóma lagera vegna 25% inn- borgunargjaldsins. Við höfum vitað af vörunum á hafnar- bakkanum, en þær ekki náðst út. Þetta bjargaðist þó mest allt, nema hvað við urðum að fara f A litlu myndinni er Sigurgeir bryti, en hér eru fjórir skátar úr Heiðabúum f Keflavfk að sækja matarskammt mánudagsins: Guðmundur, Angela, Ingunn og Halldóra. I balanum eru m.a. kynstur af bjúgum, brauði, kakói o.fl., og svo eru þau einnig með 28 mjólkurfernur og 15 skyrdollur! Já, þeir láta sig ekki muna um það, Keflvfkingarnir, enda 56 talsins. Fjölskyldubúðir A landsmótinu eru sérstakar fjölskyldubúðir og var margt tjalda þar um helgina. Þar hitti blm. hjónin Sigurveigu Sveins- dóttur og Pálmar Ólason úr Hafnarfirði, ásamt börnum þeirra, Ragnheiði 5 ára og Sveini Öla 3 ára. Sigurveig og Pálmar störfuðu bæði mikið í skátahreyf- ingunni á uppvaxtarárum sínum Vörumarkaðinn á föstudags- kvöldið og kaupa fyrir 50 þús. kr„ af þvf að ein heildverzlunin brást okkur með þær vörur, sem hún hafði lofað.“ Alls eru framreiddar um 30 þúsund heitar máltfðir á mótinu og matarkostnaðurinn nemur um þremur milljónum króna. Skátarnir elda allir matinn' sjálf- ir, nema hvað sérstakt mötuneyti er fyrir starfsfólkið. „Við höfum reynt að miða matseðilinn við, að einfalt og fljótlegt væri að elda matinn og að maturinn fengist f pakkningum, sem auðvelt væri að eiga við. Og ég held, að þetta eigi ekki að verða skátunum of erfitt." Gengu á landsmótið Fjórir skátar frá Akranesi gengu að heiman frá sér til lands- mótsins að Olfljótsvatni. Voru þeir rúman sólarhring á leiðinni, lögðu upp um kl. 6 á föstudag og komu í áfangastað á nfunda tímanum á laugardagskvöldið. Þeir heita Vignir Jóhannsson, Jón Leifsson, Jakob Einarsson og Halldór Sigurðsson. Vignir sagði í samtali við blaðamann Mbl.: „Okkur Nonna hafði lengi langað til að fara í langa gönguferð og fannst tilvalið að nota nú tæki- færið. Við ætluðum upphaflega að labba úr Botnsdal yfir á Þing- völ). en fannst svo réttara að labba bara alla leið. Og Þeir Jakob og Halldór slógust síðan í hópinn. Það var ffnt veður allan tímann nema hvað hvasst var á leiðinni yfir fjallið, á Leggja- brjóti. Við vorum komnir á Þing- völl um níuleytið um morguninn og vorum þá alveg að drepast úr þreytu. Við gengum einhvern veginn milli svefns og vöku og munum sumir ekkert eftir vissum köflum leiðarinnar! Við sváfum síðan rúma fjóra tíma á Þingvöll- um áður en við fórum lokakafl- ann.“ Því má svo bæta við, að vegna vinnu sinnar urðu allir fjórir að fara aftur til Akraness á sunnudagskvöldið — en fóru þá akandi! Myndin er af tveimur félaganna — Viðari og Jóni. Tjaldsmiðir Þótt margt fallegt tjaldið sé f tjaldbúðum skátanna á landsmót- inu, beinist þó vafalaust einna mest athyglin að tveimur forljót- um tjöldum f rcit Reykjavfkur- félagsins Dalbúa. Enda eru þetta engin venjuleg tjöld, heldur smfðuð á staðnum úr trönuspfr- um og strengdur gegnsær plast- dúkur yfir. Annað tjaldið er f gamalkunnum fslenzkum bygg ingarstfl, þ.e. með bustalaginu, tvær hæðir og kjallari, en hitt er stflfærð útgáfa af indfánatjaldi, þ.e. ferhyrnt indfánatjald. Er það ein hæð og kjallari. t fyrrnefnda tjaldinu sofa fimm strákar, skáta- flokkurinn Elgir, og til gamans má geta þess, að á landsmóti á Hreðavatni kom sami flokkur sér einnig upp tjaldi sem þessu, en þá voru aðrir strákar f flokknum. Núverandi flokksforingi er bróð- ir foringjans, sem þá var. I minna tjaldinu sofa þrfr foringjar. — Ibúar beggja tjaldanna létu vel af nætursvefninum f tjöldunum, en sögðu þó hafa orðið vel heitt þar inni, þegar sólin kom upp!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.