Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JÚLl 1974
Grímmsœvintúri
í tómt, er hann leitar gulls í vösum sínum. En hvar
hefur þú keypt þessa fallegu gæs?“
„Ég hef nu ekki kcypt hana beinlínis, heldur fékk
ég hana í skiptum fyrir svínið mitt.“
„En hvar fékkstu svínið?"
„Það fékk ég í skiptum fyrir kúna mína.“
„En hvernig eignaðist þú kúna?“
„Hana fékk ég fyrir hest.“
„En hestinn?"
„Hann keypti ég fyrir gullhnullung, sem var eins
stór og höfuðið á mér.“
„En gullið, hvernig eignaðist þú það?“
„Það var kaup mitt fyrir sjö ára vinnumennsku.“
„Þú hefur svei mér kunnað lagið á því að koma ár
þinni vel fyrir borð,“ mælti karl. „Og ekki virðist þér
nú vera annars vant en þess að hafa alla vasa fulla af
peningum — þá mætti segja, að hamingjusamari
gæri þú ekki orðið.“
„Hvernig á ég að fara að því?“ spurði Hans.
HÖGNI HREKKVÍSI
Högni tók með sér sitt nesti!
„Þú þarft ekki annað en taka upp þessa iðn, sem ég
fæst við. Og raunar nægir þér að eignast hverfistein,
því að hitt kemur allt sjálfkrafa. Og það vill nú svo
vel til, að ég hef hérna stein, sem að vísu er
lítilsháttar gallaður, þess vegna skal ég láta mér
nægja að taka gæsina þína f skiptum fyrir hann.
Viltu ganga að því?“
„Að þú skulir spyrja svona!“ svaraði Hans. „Ég
mundi verða hamingjusamastur allra manna, ef ég
kæmist að slíkum happakaupum. Hvers gæti ég
fremur óskað mér en þess að hafa jafnan fulla
vasana af peningum?“ Rétti hann síðan karli gæsina
og fékk hverfisteininn fyrir.
Karlinn tók nú upp steinhnullung af götunni og
rétti Hans: „Hérna er annar steinn, sem ég ætla að
gefa þér. Á honum er hægt að rétta gamla og bogna
nagla. En berðu hann nú varlega.“
Hans tók við steinunum og hélt nú leiðar sinnar
frá sér numinn af gleði. „Ég hlýt að vera fæddur f
einhverri happaskyrtu,“ sagði hann við sjálfan sig.
„Allt er mér veitt, sem ég óska mér, eins og ég væri
sólskinsbarn."
Hans var nú tekinn að lýjast af göngunni, því að
hann hafði verið á ferðinni frá því snemma um
morguninn. Hann var líka orðinn svangur, því að í
gleði sinni yfir því að eignast kúna, hafði hann
borðað allt nestið sitt í einu. Honum sóttist því seint
ferðin, því að hann gat varla dregizt áfram og varð
alltaf öðru hvoru að nema staðar og hvíla sig.
Steinarnir voru honum líka til tafar, því að þeir voru
þungir og ekki komst hann hjá því að hugsa til þess,
að gott hefði nú verið að þurfa ekki að burðast með
þá. Hann dróst nú áfram með veikum burðum og
kom að brunni, þar sem hann ætlaði að fá sér að
drekka. Lagði hann steinana gætilega frá sér á
brunnbarminn. Hann kaup niður og ætlaði að ná sér
í vatn úr brunninum, en kom þá um leið óvart við
steinanna, svo að þeir hrundu báðir ofan í brunninn.
Þegar Hans sá þá sökkva spratt hann á fætur alls
hugar feginn, þakkaði guði með tárvotum augum
fyrir þá gæzku, sem hann hefði auðsýnt sér með því
að losa sig við þessa þungu byrði, sem aðeins hefði
verið sér til ama ogfarartálma- losaðsig við hana, án
þess að hann gæti á nokkurn hátt ásakað sjálfan sig
fyrir það, að steinarnir ultu ofan í brunninn. „Ég er
hamingjusamastur og heppnastur allra manna,"
ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga fra sextándu öld
eftirJón
Trausta.
greitt að fullu, lét hann presta sína dæma fjórmennings-
meinbugi á síðara hjónabandi þessa aldavinar síns, mein-
bugi, sem enginn hafði nefnt á nafn meðan hann lifði.
ögmundur biskup hafði þá hirðstjóravald jafnframt biskups-
valdinu, og tjáði ekki móti honum að mæla. Á þennan hátt
sölsaði guðsmaðurinn irndir sig mestallt fé föður hennar, og
hefði líkléga hirt það allt, hefði ekki Hólmfríður föðursystir
hennar verið. Hún tók að sér fjárhald bama bróður síns og
lét það ekki fyrir standa, þó að þau hefðu barizt á meðan
þau lifðu bæði, og hún lét sér ekki fyrir brjósti brenna að
etja kappi við ögmund biskup. Það var ekki laust, sem hún
hélt um.
Nú var svo komið, að ögmundur biskup hafði ekki mikla
gleði haft af fénu. Hann var utan fluttur allslaus og dáinn
þar í fjarlægðinni, en allt það fé, sem hann hafði kallað sitt,
og mikið annað, var komið í konungs hendur.
Og ekki hafði Hólmfríður, föðursystir önnu, varið því
illa, sem hún hélt eftir af fénu. Fremur hafði það aukizt en
minnkað í höndum hennar. Páli, bróður önnu, hafði hún
komið til manns, og var hann nú orðinn „bóndi“ — það er
að segja: sýslumáSur — á Hlíðarenda, höfuðbóli föður síns,
og jafnframt að sjálfsögðu höfuð ættarinnar. Systur hennar
hafði hún gift burtu, og önnu hafði hún fengið Stóruborg
til eignar og ábúðar, þegar hún varð myndug. Og það var
ekki gömlu konunni að kenna, þótt Anna væri ógift enn þá.
Hún hafði séð henni fyrir nægum biðlum. Og jafnan hafði
hún haft mætur á önnu og litið til með henni, meðan hennar
naut við.
Síðan Anna fór að búa, hafði henni sjálfri græðzt allvel
fé, svo að nú átti hún miklu fleiri jarðir en Stóruborg.
En uppteknum hætti hafði hún haldið til þessa og hafnað
öllum biðlum.
Mikillæti hennar hafði farið mjög vaxandi síðan fóstra
hennar og föðursystir dó. Hún svaraði mikilsvirtum mönn-
'um, sem leituðu ráðahags við hana, með meiri kulda og
hæðni en áður. Það var sem væri henni ekki eins uppsigað
við neitt sem það, er talið var, að stæði henni jafnfætis og
væri henni samboðið.
Því var almennt trúað, að hún mundi aldrei giftast.
Anna Vigfúsdóttir var kona meðalhá vexti og fagurlega
vaxin. Fríð sýnum var hún eiginlega ekki, en bauð þó hinn
bezta þokka. Hún var helzt til lík feðrum sínum að andlits-
falli til þess að geta kallazt fríð, en þeir voru stórgerðir og
svipmiklir. Holdug var hún nokkuð, en þó björt yfirlitum,
munnfrið og nokkuð varaþykk, með hátt enni og miklar
augnabrýr. Augu hafði hún skarpleg og skýrleg. Svipur-
flkÍlmo(9unkQffÍAu
— Heppni, að ég var
með öryggisbeltið
spennt . . .
— Og ég vona, að þú
munir, að þú skuldar
mér 90 milljónir f pók-
er . . .
— Segðu manninum
mfnum það fjórum
sinnum, eitt og eitt f
einu.
— Sennilega er hann
búinn að borða . . .