Morgunblaðið - 18.07.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.07.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 Jakob Jónasson rithöfundur: „Wotergeit”-Víxill Ein- ars Braga samþykktur af tólf rithöfundum MÉR brá satt að segja í brún, er ég las eftirfarandi klausu í Þjóð- viljanum 14. þ.m. „Það er 12 manna nefnd Rithöf- undasambands Islands, sem send- ir frá sér þá álitsgerð, er hér fer á eftir, vegna kærumála forsvars- manna „Varins lands“ á hendur Einari Braga rithöfundi. Og hvað er það svo, sem þessi 12 manna nefnd á að álykta eða leggja dóm sinn á? Jú, hvort með stefnunni sé verið að gera árás á tjáningarfrelsi Einars Braga. Ljótt ef satt veri. En hver er að banna Einari Braga að tjá sig um varnarmálin eða hvað sem er, ef hann gerir það innan þess ramma, sem lög leyfa, eða með öðrum orðum, eins og siðuðum mönnum sæmir en ekki gagnstætt. Þetta virðist Einari Braga reyndar vera ljóst því í bréfinu til Rithöfunda- sambandsins stendur „Telja stefnendur, að í henni (það er grein Einars Braga) sé „farið ærumeiðandi ummælum um undirskriftasöfnun og aðstendur hennar“ Það var lóðið. Arásin á tjáningarfrelsið virðist, eftir skoðunum Einars, vera fólgið í því, að honum skuli ekki lfðast óátalið að nota ærumeiðandi orð um það fólk, sem er á öndverðri skoðun við hann um varnarmálin. Vitanlega er báðum aðilum frjálst að tjá skoðanir sínar um varnar- málin, bæði þeim, sem telja, að landinu sé betur borgið með því að hafa varnarliðið enn um sinn og hinum, sem telja því betur borgið með því að láta varnarliðið fara og hafa landið varnarlaust, jafnvel að segja okkur úr Nato. En Einar Bragi er á öðru máli. Hann kallar undirskriftalista VI. Wotergeit-vfxla. Allir skilja hvað hann meinar með því. Ég hygg, að það séu ekki margir Islendingar, sem sætta sig við það að vera stímplaðir með sama stimpli og sá afbortalýður, sem stóð að innbrot- inu í Watergeitbygginguna, fyrir það eitt, að það lét skriflega í ljós, að það væri á móti því að láta varnarliðið fara, taldi það ekki tímabært. Fyrir að tjá sig opin- berlega um þetta er það stimplað með Wotergeit-stimpli. Nú spyr ég, Hver er það, sem gerir árás á tjáningarfrelsið? I annan stað er þessi klausa orðrétt. „Upp er risinn hópur hug- prúðra dáta, sem grátbiðja (Leturbreyting mín) þjóðina að hefja minningarár ellefu aldar búsetu í landinu á því að undir- rita beiðni um erlenda hersetu í landinu." Nú spry ég enn. Hver hefur beðið, grátandi eða ógrátandi, um hersetu á Islandi? Vonandi veit Einar Bragi hver munurinn er á varnarliði og her- liði. Varnarlið er til að verja land fyrir árás, en herlið er í herstöð til að gera árás á andstæðinginn. Ég þori að fullyrða, að það fyr- ir-finnst ekki einn einasti Islend- ingur, sem æskir þess að hafa árásarher á Islandi. En hvað segja svo rithöfundarn- ir 12 um árásina á tjáningarfrelsi Einars Braga? Mennirnir, sem kosnir voru í dóminn af Rithöf- undasambandi Islands, sem ný- lega hefður samið og staðfest lög þar sem stendur meðal annars, að Sambandið blandi sér ekki f deilumál um stjórnmál eða trúmál, enda var það skilyrði fyr- ir sameiningu rithöfundafélag- anna. Kannski telja þessir menn varnarmálið ekki pólitískt mál eftir allar þær pólitísku deilur, sem um það hafa risið og í nýaf- stöðnum alþingiskosningum var það annað aðalmálið, sem deilt var um. Vel staðið við gefin heit eða hitt þó heldur. Þegar blaðamenn við Þjóðvilj- ann leituðu álits Blaðamannafél. tslands taldi það sig ekki umkom- ið, vegna samþykktar í lögum félagsins að dæma um hvað vfð- feðmt tjáningarfrelsi þeirra ætti að vera. Það hafði vaðið fyrir neð- an sig og fóru að lögum, en rithöf- undarnir, sem valdir voru f „kvið- dóminn“, bitu á agnið eins og göngulax flugu, þeir voru ekki að fást um hvað stæðí í samþykkt eða lögum Rithöfundasambands- ins, eða hvaða dilk þetta brot þeirra á samþykkt Sambandsins gæti dregið á eftir sér fyrir sam- einingu félaganna. En hvað átti að gera? Einar Bragi var reiður og kallaði 12 menningana, sem gefið höfðu út stefnuna, „varðhunda“. (Ekki minna.) Eitt af verkefnum Rithöfunda- sambandsins er m.a. það, að standa vörð um skoðana- og tján- ingarfrelsi, að sjálfsögðu innan þeirra marka, sem lög mæla fyrir um. Nú skulum við heyra niður- stöður rithöfundanna tólf. „Kærumál og fjárheimtur af þessu tagi eru árás á tjáningar- frelsi manna og stefna að þess- konar tálmunum fyrir prent- frelsi, sem stjórnarskráin kveður svo skýrt á um, að aldrei megi í lög leiða.“ En hvað segja lögin og stjórnar- skráin um þess konar tjáningar- frelsi, sem Einar Bragi og rithöf- undarnir tólf vilja standa vörð um? „Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun f orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slfkt út, skal sæta sektum eða varð- haldi altt að 1 ár“ (Lög nr. 19/1940, 234. gr.) „ef maður dróttar að öðrum manni einhverju þvf, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slfka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða varðhaldi allt að einu ári (235. gr. sömu laga) „Hver maður á rétt á að láta f ljós hugsanir sfnar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyr- ir dómi. Ritskoðun og aðrar tálm- anir fyrir prentfrelsi má aldrei f lög leiða“ (72.gr.). Ekki get ég nú séð, að þessar lagagreinar skjóti hlffiskildi fyrir Einar Braga, eða aðra þá, sem hafa notað ærumeiðandi orð og aðdróttanir um það fólk, sem er á öndverðri skoðun við þá um varnarmál landsins og skrifaði undir lista VI á sínum tíma. Að síðustu vil ég spyrja Einar Braga og rithöfundana tólf. Hverjir eru það, sem vilja skerða tjáningarfrelsi fólks? Ég læt fólk, sem ann lýðræði, um að svara. Um fjárkröfur á hendur Einari Braga læt ég lönd og leið. Tel, að mannorðsmeiðingar (ef svo reyn- ist) verði ekki bættar með verð- lausum krónum. Þæð ætti að vera nægileg refsins sæmilegum rit- höfundi að láta dæma orð sín dauð og ómerk af dómstólum landsins. Hitt tekur mig sárt, og er reynd- ar tilefni þessarar greinar, að Þjóðviljinn skuli hafa fengið tækifæri til að nota Rithöfunda- félag tslands eins og hvern annan þvottapoka f tilraun sinni til að þvo skítinn og skömmina af orð- hákum sínum, sem skrifað hafa um undirskriftasöfnina VI og um varnarmálin yfirleitt í blaðið. Seinheppinn er Sig. A. Magnús- son, form. Eða hvort hefur hann gleymt lagagreininni f lögum Rit- höfundasambandsins, þar sem skýrt og skorinort er tekið fram, að Sambandið blandi sér ekki í pólitfskar deilur. Varla heimskar SAM sig á því að telja þetta ópóli- tfskt mál. Kveðja frá einum, sem gerðist svo djarfur að tjá skoðanir sfnar með því að skrifa nafn sitt á lista VI. KARNABÆR SEM SAGT MJÖG MIKIÐ ÚRVAL AF SUMARVÖRUM TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS feKARNABÆR 'mmJ* LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66 SUN TOPS ERMA LAUSIR BOLIR HERRA RONDÓTTIR BOLIR NEWS PAPERS BOLIR BLUSSUR LEOUR JAKKAR HERRA OG DOMU HVÍTIR SKYRTUJAKKAR msiiPí P RÖNDÓTTAR JERSEY SKYRTUR p CHEESE CHLOTH BLÚSSU JAKK AR [ ’ FROTTEBOLIR LJOSIR HERRAJAKK AR j RONDÓTTIR SOKKAR OG NÆRFOT FYRIR DOMUR f TERE LYNE BUXUR LJÓSIB_LIT-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.