Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974
17
Moskvuför Richards Nixons, for-
Haf a þeir gengið til góðs...
eða staðið
í stað?
sata Bandarikjanna, og árangur
hennar, sem mörgum hefur þótt í
rýrara lagi. hafa orðið fjölmiðlum
tilefni rökræðna um afstöðu stór-
veldanna til vlgbúnaðarkapphlaups
ins og þeirrar stefnu, sem bæði segj-
ast vilja fylgja, sem sé. að draga úr
spennu og auka samskipti sin i milli.
Menn velta þvi nú enn á ný fyrir sér,
hvort stefna þessi sé likleg til árang-
urs, hverjar séu forsendur hennar og
markmifl og hversu mikil einlægni
búi að baki hjá báSum aSilum.
Úr ýmsum áttum hefur orSiS vart
vonbrigSa yfir Moskvufundinum.
ASrir lita niSurstöSur hans bjartari
augum enda þótt þær hafi e.t.v. ekki
veriS stórfenglegar — og fer nokkuS
eftir þvi hve bjartsýnir menn hafa
veriS fyrirfram — og bráSlátir. Þeir
svartsýnni segja. aS úr þvi þeim
Nixon og Brezhnev tókst ekki aS
komast aS samkomulagi um tak-
mörkun á framleiSslu árásareld-
flauga og kjamorkusprengja, sé viS-
búiS aS vigbúnaSarkapphlaupiS
harSni verulega á næstunni og til-
gangslaust sé aS halda samningaþófi
áfram. Hinir bjartsýnni telja mikils-
vert I sjálfu sér. aS leiStogamir virS-
ast hafa fullan hug á aS halda áfram
samkomulagsumleitunum um aS
draga úr vopnakapphlaupinu svo og,
aS milli stórveldanna hafa tekizt
tengsl á öSrum sviSum, sem smám
saman kunna aS efla og bæta sam-
skipti þeirra enn frekar og þar meS
stuSla aS gagnkvæmum skilningi og
auknum samkomulagslikum á hem-
aSarsviSinu.
TIL HVERS
HERNAÐARLEGA
YFIRBURÐI?
Ljóst er, aS innan vébanda stór-
veldanna beggja, Sovétrikjanna og
Bandarikjanna. eru ákaflega skiptar
skoSanir um þaS, hversu langt skuli
ganga I samningum um vopnabúnaS
og hversu skjótt skuli til samstarfs
gengiS þeirra i milli á hinum ýmsu
sviSum. Annars vegar em „hauk-
arnir" svonefndu i báSum rtkjunum,
meS þá I fararbroddi, sem ábyrgir
eiga aS teljast fyrir vömum og hem-
aSarmætti sins lands, herforingjar og
aSrir, sem setja I fyrsta sæti vigstöS-
una i hugsanlegum átökum og beita
sér fyrir þvl aS geta a.m.k. haft i
fullu tré viS gagnaSilann og helzt
yfirburSaaSstöSu frá upphafi, sverfi
til stáls meS þeim á annaS borS.
Hins vegar eru „dúfurnar"
svonefndu, sem hugsa fyrst og
fremst um þær skelfingar, sem
styrjöld hlýtur að leiSa yfir þjóSirnar
og liklegast mannkyniS allt, eins og
vipnabúnaSi er nú háttaS — og
ganga i röksemdafærslu sinni út frá
þvi meginsjónarmiSi aS frekara vig-
búnaSarkapphlaup sé algerlega til-
gangslaus sóun fjármuna, — þvi
hvaS stoSi þaS þjóSirnar aS geta
sálgaS hver annarri svo og svo miklu
oftar en einu sinni.
Dr. Henry Kissinger, utanrikisráS-
herra Bandarikjanna, orSaSi þessi
sjónarmiS svo á dögunum, þegar
hann ræddi á blaSamannafundi um
Moskvufundinn og hættuna á áfram-
haldandi samkeppni Bandarikjanna
og Sovétrikjanna um yfirburSi á sviSi
kjamorkuvopna: „Ein af þeim spurn-
ingum, sem viS verSum aS spyrja
okkur sem riki, er þessi: „HvaS eru
hernaSarlegir yfirburSir? Hverja þýS-
ingu hafa þeir. stjórnmálalege, hem-
aSarlega. framkvæmdalega, þegar
fjöldi kjarnorkuvopna er kominn á
þaS stig. sem raun ber vitni. HvaS á
aS gera viS þau?" Kissinger lét þá
einnig svo um mælt. aS hann hefSi ,
fengiS þá hugmynd i Moskvu, aS
báSir aSilar þyrftu aS sannfæra hem-
aðaröfl landa sinna um kosti þess aS
halda þessu kapphlaupi i skefjum.
„Og slik hugsun er ekki eSlileg
þeim, sem starfa aS hernaSarmál-
um," sagSi hann.
Þeir stjórnarleiðtogarnir, Nixon og
Brezhnev. eru þvi sennilega ekkert
öfundsverSir af verkefnum sinum.
Þeir þurfa aS taka tillit til beggja
ofangreindra sjónarmiða, vinna út
frá styrkleikasjónarmiðum aS samn-
ingaumleitunum, er dregið geti úr
hættunni á eySingarstyrjöld og gert
þjóSunum fært aS minnka þá blóS-
töku, sem vigbúnaðarkapphlaupið er
þjóðarbúum beggja.
TIL SKIPTIS KULDA-
OG HLÝVIÐRISSKEIÐ
Fréttaskýrendur, sem lengi hafa
fylgzt með samskiptum Austurs og
Vesturs. minna á, aS þau hafa frá
lokum heimsstyrjaldarinnar siSari
gengið i bylgjum — skipzt á kulda-
og hlýSviSrisskeið, aS visu ekki allt-
af ýkja glögg en þó svo, aS marka
hefur mátt hitastigsmun — en aldrei
hafa þau veriS betri en nú að þeirra
mati. þrátt fyrir allt.
Ef litiS er á máliS frá þeirri hliS.
sem að Bandarikjamönnum snýr,
minna hinir visu menn á, að eftir
samvinnuna i heimsstyrjöldinni und-
ir forystu Roosevelts, tók viS kalda
striSið meS Truman í forsæti. SiSan
kom Eisenhower, sem vildi bætta
sambúS, þá Kennedy, sem byrjaði
feril sinn i herskárra lagi og gagn-
rýndi þá Eisenhower, en bliSkaSist
mjög i garS Sovétrikjanna, er á leiS.
Þá kom Johnson, sem var harSur i
horn aS taka allan sinn tima og loks
Nixon, sem hefur unnið ötullega að
bættum samskiptum viS kommún-
istarikin, sannfærður um, aS þaS sé
eina leiðin til aS koma i veg fyrir
styrjöld.
Sé litiS á austurhliðina benda
menn á, aS eftir fall Stalíns hafi
fljótlega gætt tilhneiginga til að
draga úr kalda striSinu og þar hafi
Malenkov veriS helztur forvigis-
maSur. Hann hafi hinsvegar rekið sig
óþyrmilega á vegg hemaðarsinn-
anna sovézku og Krúsjeff notað sér
það til aS koma honum úr vaida-
forystunni og eySileggja þrieykið,
sem þá stjórnaSi Sovétrikjunum um
hrið. Siðar tók Krúsjeff sjálfur upp
stefnu friSsamlegrar sambúSar, taldi
hana liklegri til framgangs kommún-
ismanum en heimsbyltingu eða
styrjöld og þaS m.a. varS honum að
fótakefli, — viS tók Brezhnev og
byrjaSi með hörku en virSist nú mjög
umhugaS aS semja við Nixon,
ýmissa hluta vegna. Væntanlega
hefur hann komizt að sömu niSur-
stöðu og Krúsjeff — enda þótt hann
fari sýnilega að hlutunum með gát
og sovézk hemaðaröfl hafi á honum
gott taumhald.
Sé litið yfir þetta timabil i heild er
árangur yfirstándandi hlýviðris-
skeiðs hreint ekki svo litill. Sam-
skipti Sovétrikjanna og Bandarikj-
anna eru þó a.m.k. komin á það stig,
aS samvinna hefur tekizt á ýmsum
sviðum viðskipta, tækni og visinda. í
þá veru voru einnig helztu samn-
ingar siðasta fundar þeirra Brezh-
nevs og Nixons; þeir urðu m.a. ásátt-
ir um að stiga ný skref til aS auka
viðskipti, ákváðu samvinnu á sviSi
læknisfræSirannsókna og athugana i
húsagerð á jarSskjálftasvæðum og
þar sem rikja hitar miklir eSa kuldar.
Á AÐ SEMJA
ÁN SKILYRÐA?
Hvort samvinna i þessum greinum
getur smám saman skapaS þaS and-
rúmsloft, aS veigamiklir samningar
náist á sviði hemaðar, skal ósagt
látið en um þaS efast vissulega
margir og benda á i þvi sambandi. að
flestir samningar, sem gerSir hafa
verið milli Bandarikjanna og Sovét-
rikjanna hafa veriS hinum siSar-
nefndu i hag. Sovétrikin þurfi á
tæknikunnáttu Bandaríkjanna aS
halda, þvi aS rannsóknir þeirra
sjálfra séu á svo mörgum sviSum
langt að baki þvi. sem gerist á
Vesturlöndum. ÞaS sé lika fyrst og
fremst Sovétrikjunum i hag aS auka
viðskiptin viS Bandarikin, bæSi af
ofangreindum ástæSumog svo vegna
þess hve allur neyzluvamingur
Sovétmanna sjálfra sé á lágu stigi.
LæknisfræSi er yfirleitt talin standa
á hærra stigi i Bandarikjunum en
Sovétrikjunum, þó samskipti i þeim
efnum kunni aS vera báðum aSilum
hagkvæm, aS þvi er lýtur aS verka-
skiptingu og samanburði á niður-
stöSum rannsókna, svo eitthvaS sé
nefnt. Loks má benda á. að húsagerS
i Sovétrikjunum stenzt engan
Nixon og Brezhnev hefja samningaviðræður sínar í Moskvu i jún'í sl.
Nixon og Brezhnev á Yalta.
samanburS viS þaS. sem Bandarikja-
menn kunna fyrir sér i þeim efnum.
Inn i þetta fléttast sjónarmið
þeirra, bæSi i Bandarikjunum og
annars staSar á Vesturlöndum, sem
telja, aS ekki eigi að ganga lengra til
slfkra samninga viS Sovétmenn. án
þess aS knýja þá jafnframt til sveigj-
anleika innan vébanda eigin þjóSfé-
lags. Til dæmis er innan Bandarikj-
anna sterk andstaSa gegn auknum
viðskiptum viS Sovétrikin og
bættum viðskiptakjörum þeim til
handa, nema þvi aSeins, aS Sovét-
stjómin losi um þau átthagabönd,
sem sovézkir Gyðingar hafa veriS
hnepptir i og einnig. aS skoSana-
frelsi verSi aukið innan Sovétríkj-
anna. Einhver orðaði þetta svo:
„Sovétmenn vilja aS sjálfsögBu
gjaman láta þau þjóðfélög Vestur-
landa, sem þeir i fyrirlitningu tala
um sem kapitalisk arðráns þjóSfélög,
hjálpa sér viS að auka samkeppnis-
fæmi sina og bæta kjör landsmanna
sinna, án þess að þurfa i nokkru aS
hnika til hinu sósialistiska þjóðskipu-
lagi, sem er orsök þess, aS þeir eru
ekki samkeppnisfærir viS kapitalisku
þjóSfélögin. Siðan geta þeir I skjóli
slikrar samvinnu og með óbeinni að-
stoS Vesturveldanna eflt vopnabún-
að sinn á allar lundir og þar meS náS
algerum yfirburSum. bæði á heims-
höfunum og i gerð langdrægra eld-
flaugna og kjamorkuodda — með
þeim pólitisku áhrifum. sem slfkri
aðstöSu fylgir."
Gegn þessu standa svo sjónarmið
á borS viS þau. að aukin samskipti
Austurs og Vesturs á hinum ýmsu
sviðum muni smám saman draga
bitiS úr kommúnistum og hafa bæt-
andi áhrif á sósialisku þjóðfélögin —
þróunin muni verða sú, að sósialískt
hagkerfi og kapitaliskt nálgist hvort
annað æ meira og úr verSi að lokum
einskonar málamiðlun þeirra. Jafn-
framt vinnist auknar friSarlikur —
og öllu skipti að halda áfram aS tala
og reyna aS semja, öSru visi fái
mannkynið ekki lifað lengur.
HARÐNANDI
VÍGBÚNAÐARKAPP-
HLAUP FRAMUNDAN?
Að þvi er varðar sfðustu samninga
Nixons og Brezhnevs á sviSi vopna-
búnaðar er á það bent af kunnugra
hálfu, að þeir hafi ekki sett vopna-
framleiðslu stórveldanna neinar
skorður. Helztu samningar þeirra
voru að takmarka gagnflaugakerfi
rikjanna viS eitt I hvoru og taka fyrir
neðanjarðartilraunir meS kjarnorku-
sprengjur stærri en 150 kllótonn.
eftir 31. marz 1976. SérfræSingar
segja, aS sýnt hafi veriS, að gagn-
flaugakerfin væru svo óhemju kostn-
aSarsöm og gagnsemi þeirra svo tak-
mörkuS, að ekki svaraSi kostnaSi aS
koma upp fleiri slfkum — en bæði
eiga stórveldin eitt gagnflaugakerfi.
Hinsvegar sé Ijóst, að áður en banniS
viS kjamorkutilraununum komist til
framkvæmda verSi bæSi rfkin búin
að gera þær tilraunir með stór-
sprengjur, sem þau þurfi.
Á leiStogafundinum 1972 höfSu
þeir Nixon og Brezhnev gert bráða-
birgðasamkomulag til fimm ára um
aS takmarka fjölda langdrægra eld-
flauga. — samkomulag. sem sumir
andstæSingar Nixons segja að hafi
veriS öSru visi f orði en á borSi — en
á fundinum nú tókst hvorki aS lengja
samningstimabiliS. svo sem vonir
stóðu til. né takmarka fjölda kjam-
orkusprengja, sem árásareldflaugar
þeirra geti flutt. Þeir náðu ekki
lengra en að sættast á að halda
áfram samningatilraunum. Hætt er
við, aS þaS dugi skammt til að draga
úr kapphlaupinu, nema einhver
óvænt tiSindi gerist I næstu lotu
SALT viðræSnanna, sem væntanlega
hefst I ágúst nk. I Genf.
ÞaS, sem menn nú óttast. er, að
næstu mánuSi verSi allt kapp lagt á
það i Sovétrikjunum að flýta smíSi
kjamorkusprengja og fullkomna
langdrægar eldflaugar, sem Rússar
hafa lagt mikið fé I siðustu árin og
eiga nú fleiri og fullkomnari en
Bandarfkjamenn (Rússar: 2358 —
Bandarikin: 1710, skv. upplýsingum
vikuritsins U.S. News & World
Report) — Enn eiga hinir siðar-
nefndu fleiri kjamorkusprengjur
(Bandarikin 6282 — Rússar 2358
að sögn U.S. News) en ekki er búizt
viS, aS það verSi lengi úr þessu.
Innan Bandarikjanna eru einnig uppi
áætlanir um eflingu vopnabúnaðar
og ýmiss konar breytingar I þeim
efnum. Er m.a. stefnt að þvi að koma
upp nýrri gerð auðflytjanlegra eld-
flauga, sem ekki yrðu auðveld skot-
mörk i skyndiárás og kæmu e.t.v. I
stað Minuteman-flauganna, þegar
fram liða stundir. Þá mun ætlunin að
búa fleiri langdrægar eldflaugar
kjarnorkusprengjum (1000 Minute-
man-flaugar i stað 500 eins og fyrir-
hugað var skv. upplýs. U.S. News).
Ennfremur eru uppi ráSagerSir um
endurnýjun kjamorkukafbáta flotans
og sprengjuflugvéla flotans.
Komist þessar fyrirætlanir stór-
þjóðanna til framkvæmda er meiri
hætta á þvi en nokkru sinni að vig-
búnaðarkapphlaupið verði með öllu
stjórnlaust og tilgangslaust að reyna
samningsleiðina frekar. — mbj.