Morgunblaðið - 18.07.1974, Síða 22

Morgunblaðið - 18.07.1974, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 Hallgrímur Guðmundsson skipstjóri — Minning Hallgrímur Guðmundsson var fæddur að Hjarðardál ytra í önundarfirði 26. nóvember 1904, en lést í Reykjavík 30. júlí 1974, tæplega sjötugur að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Bjarnason og Guðný Arngnmsdóttir, er þá bjuggu í Hjarðardal, en fluttust nokkrum árum sfðar að Hesti í önundar- firði og bjuggu þar síðan. Guð- mundur var sonur Bjarna Jóns- sonar, er lengi bjó á Tanna- n.esi í önundarfirði, en var dýrfirskur að ætt. Bjami var tvíkvæntur, og var sonur hans af fyrra hjónabandi Daníel faðir Daníels læknis á Dalvík. en með seinni konu sinni átti hann mörg börn, meðal þeirra Ingimar útgerðarmann f Hnffsdal. En Guðmund á Hesti eignaðist Bjarni á milli kvenna, og hét móðir Guðmundar Ástríð- ur Jónsdóttur, Sigmundssonar, af Kvíanesætt í Súgandafirði. Var Ástríður greind kona og fróð um margt. Guðný á Hesti, móðir Hall- grims, var dóttir Arngríms bónda og skipherra í Hjarðardal innri, en hann var sonur Jóns Vfdalíns Sveinssonar garðyrkjumanns á Horni í Mosdal í Arnarfirði. Jón sá var ættaður frá Húnaflóa, en kona hans og móðir Arngrims var Guðrún dóttir Tómasar Eiríksson- ar í Hrauni á Ingjaldssandi og Þuríður Pálsdóttur á Alfadal, Hákonarsonar prests á Alftamýri, Mála-Snæbjarnarsonar. Kona Arngríms og móðir Guðnýjar var Lára Thomsen, en forfeður henn- ar voru kaupmenn á Patreksfirði og á Eyjunni Als við Suður-Jót- land. Var Lára ekkja eftir Brynjólf Guðmundsson frá Mýr- um í Dýrafirði, er Arngrímur kvæntist henni. Guðmundur Bjarnason á Hesti var harðgreindur maður og hug- leiddi marga hluti, er mönnum máttu horfa til framfara. Sá hann suma hluti betur en margir sam- tíðarmenn hans, og þótti honum gott að rökræða slík efni á fund- um með unglingunum, sem þá voru að vaxa upp f nágrenni hans, þótt aldarþriðjungur skildi aldur þeirra og hans. Þeim, sem þessar línur ritar, er hann minnisstæður sem lifandi hugsjónamaður. Framkvæmdamaður var hann ekki að sama skapi, enda heimilið þungt. Börnin voru ellefu, elst Lára kennari í Reykjavík, en yngst Vésteinn verkfræðingur, en Hallgrimur var fimmti í röðinni. Guðný kona Guðmundar lést árið 1920, tæplega fimmtug að aldri. Hún var prúð húsmóðir og mun hafa verið mikil skapfestukona og prýðilega greind. Bæði voru þau hjón bókhneigðari en almennt mátti teljast. Ég man eftir Hallgrimi frá unglingsárum hans. Hann var tal- inn efnilegur piltur, vasklegur f framgöngu og þótti líklegur til að skipa með sóma sitt rúm í þjóð- félaginu, ef heilsa og kraftar ent- ust. Hitt þurfti ekki að efa, að greind og skilningur var í góðu lagi eins og hjá fleirum af systkin- unum á Hesti. Síðan hafa vegir okkar Hall- grims ekki legið saman, þótt ég hafi haft af honum spurnir. Hann gerðist ungur sjómaður og þótti standa þar öðrum fyllilega á sporði. Hann réðst til náms í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi vorið 1931. — t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma ELÍSABET KARÓLÍNA BERNDSEN, lézt aðfararnótt 1 7. þm. í Borgarspítalanum. Birna og Fredric Mann. Steinunn og Ingvar N. Pálsson, Björg og Benedikt Ólafsson. Ásta og Fritz Hendrik Bemdsen. Utför t JÓNASAR ANDRÉSSONAR frá Múla Þorskafirði ferfram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 9. júli kl. 1 3.30 Ingibjörg Guðmundsdóttir Kristján Jónasson Sóley Jóhannsdóttir Ingi B. Jónasson Kristrún Gestsdóttir og barnabörn. t Maðurinn minn TÓMAS I. TÓMASSON. rafvirki, Hæðargarði 8, andaðist að kveldi hins 15 júlí. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Þorbjörg Óttósdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim fjær og nær fyrir sýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls og útfarar, EYJÓLFS GEORGS GUÐBRANDSSONAR Glaðheimum 8. Reykjavlk F.h. aðstandenda Guðbrandur Jónasson. t Þökkum innilega öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐBJARGAR VÍDALÍN ÞORLÁKSDÖTTUR ÞormarV. Kristjánsson, Vilhelmlna Guðmundsdóttir, Eggert V Kristjánsson, Ásdis V. Kristjánsdóttir, Jón Halldórsson, Dýrfinna V. Kristjánsdóttir. Bragi V. Kristjánsson, barnabörn og barnabamabörn. En annar maður, sem kunnugri er og mér færari til, mun greina hér á eftir frá lífsstarfi Hallgrfms og hvílíkur maður hann hefur reynst í því. Tilgangur minn með þessum fáu orðum var að sýna að nokkru, úr hvaða jarðvegi Hallgrímur var sprottinn. Hallgrimur kvæntist 10. okt. 1934 Margrétu dóttur Ingimars Bjarnasonar og Halldóru Hall- dórsdóttur í Hnífsdal. Kunnugir ljúka upp einum munni um það, að Margrét sé hin mesta gerðar- kona í sjón og raun, og á hún reyndar ekki langt að sækja þá atgervi. Þau eignuðust fjögur börn, og þarf ekki að lýsa fyrir þeim, er til þekkja, að þar hefur eplið ekki fallið langt frá eikinni. Þau eru: Halldór Ingi skipstjóri, Ásmundur kennari við Stýri- mannaskólann, Gunnar stýrimað- ur og Margrét barnakennari, öll í Reykjavík. Ólafur Þ. Kristjánsson. Þeim fækkar sífellt mönnun- um, sem gerðu garðinn frægan á gömlu togurunum, mönnunum, sem þekktu tvenna tímana á þeim skipum, er unnu hörðum höndum á nóttu sem degi í vonskuveðrum sem öðrum og þekktu ekki lög um hvfldartíma né hvaða verk þeir mættu vinna um borð, hvað þá heldur laugardags- eða sunnu- dagsfrí, sem nú þykir sjálfur lífs- kjarninn — í landi. Óveðrin voru þeirra hvildartfmi, ef stutt var í var, eða þá sjaldan að halda varð sjó. Þrekið og skylduræknin var þeirra veganesti að heiman. Flest allir komu þessir menn úr sjávar- t Móðir okkar, amma og lang- amma, SIGURLÍN EINARSDÓTTIR, Ásvallagötu 55, verður jarðsungin föstudaginn 19. þ.m. frá Fríkirkjunni kl. 1.30 Börn, ba rnaborn og barna- barnabörn. t KRISTJÁN FINNBOGASON. verkstjóri, Reynivöllum 6, Selfossi lést I Landspítalanum 1 7. júlí. Sigriður Kristjánsdóttir. t Þökkum innilega samúð og vináttuhug við andlát og jarðar- för, ÁSGEIRS S. HÓLM. Systkinin. plássum og úr sveitum landsins og færðu með sér sína byggðar- menningu. Hér blönduðu þeir geði og lífi með fólkinu en fluttu verðmæti heim til sín, peninga og svo trosið, sem fyllti margan svangan maga. Oftast fór það svo, að þeir tóku sér bólfestu á hinum nýja stað sem venjulegast var í Reykjavík, í Hafnarfirði eða á Suðurnesjunum. Þannig soguðu þessir staðir til sfn utan af lands- byggðinni oft og tíðum úrvalslið- ið, fyrst á skúturnar en síðar á togarana, skip hins nýja tíma þar sem þessir menn fundu mátt sinn og megin f störfum. Það voru þessir menn, sem sfðar komu skipulagi á vinnutímann, þeir voru boðherar hins nýja tíma um nánara samband milli hinna vinn andi manna, er hlut áttu að máli, hvort heldur var til sjávar eða sveita. Við þessar aðstæður skap- aðist það kjarnafólk, sem við togarútgerðina tengdist föstum böndum og myndaði þann kjarna, sem gerði það að verkum, að Is- lendingar urðu mestu togara- menn þessa heims, nokkurs konar yfirstétt þeirra f öllum þeim lönd- um, sem sjómennska hefur verið stunduð. Svo mjög báru þeir af erlendum stéttarbræðrum sínum í allri atorku. Þessir menn gerðu gömlu togarana fræga og það voru þeir, sem lögðu grundvöllinn að því, að hér hófst öld nýsköpunartogaranna, sem svo síðar fæddi af sér mikla verklega menningu og hina marglofuðu skuttogara. Einn þessara manna var Hallgrím ur Guðmundsson, fyrrum skip- stjóri og síðar framkvæmdastjóri Togaraafgreiðslunnar hér f Reykjavík, sem nú er látinn á sjötugasta aldursári. Innilegar samúðarkveðjur eiga þessar línur að flytja ekkju hans, Margréti Ingimarsdóttur, börnum þeirra og venzlafólki öllu. Hlutur sjó- mannskonunnar hefur alltar ver- ið mikill í lffí íslenzkra heimila og verður svo þegar í hlut eiga ósér- hlífnir sjósóknarar, sem oftast hugsa meira um skyldurnar en eigin hag. Ég minnist með ánægju þegar Hallgrfmur Guðmundsson kom fyrst til starfa hjá bæjarút- gerð Reykjavíkur eftir margra ára volk á sjónum. Hann kom eins og hann væri kallaður, mikll að vexti og vallarsýn, kom til að vera stýrimaður á Þorkeli mána, til öndvegismannsins Hannesar Pálssonar, skipstjóra, sem var skipstjóri á fyrsta nýsköpunartog- ara Islendinga, Ingólfi Arnarsyni. Þeir Hannes og Hallgrímur höfðu verið saman á gamla Gylli og lán- aðist samstarf þeirra svo vel þar sem verða mátti. Nú endurnýjað- ist þetta samstarf þeirra og bar Hannes ætíð mikið lof á Hallgrím. Síðar tók Hallgrimur við skip- stjórn á þvf skipi við góðan orðs tír. Þurfti þá oft óvenjulegt þrek og langlundargeð við þær veiðar, en þá tíðum sótt allt á Vestur- Grænlandsmið, oft í skammdeg- inu, með 40—50 manna áhöfn um borð. Veiðisvæðið var víðáttumik- ið allt frá Hvarfi og norður að Holsteinsborg. Kjarkur Hallgrfms var óbilandi, skipshöfn hans sam- hent og dugmikil og lánaðist þetta vel og heim var komið með mik- inn afla. Togaraafgreiðsluna, þjónustu- fyrirtæki togaranna, vantaði nú dugmikinn og forsjálan mann til þess að taka að sér framkvæmda- stjórn og var Hallgrímur valinn til starfsins eftir að til hans hafði verið persónulega leitað. Fór Hallgrfmur þá í land og lét af skipstjórn og tók við því fyrir- tæki. Tókst ágæt samvinna með Hallgrími og Hafsteini Bergþórs- syni sem var formaður Togaraaf- greiðslunnar. Ástæðulaust er að orðlengja hér um en fyrirtækið óx og dafnaði undir stjórn Hall- gríms og verkmenning öll bættist stórlega, enda bar Hallgrímur ætíð fyrir brjósti hag verkamanna sinna enda var Hallgrímur maður með óvenjulega sterka réttlætis- kennd. I höndum Hallgrfms urðu verkefni Togaraafgreiðslunnar æ fleiri og nauðsynlegt reyndist að auka og bæta vélakostinn enda var starf Togaraafgreiðslunnar er fram liðu stundir ekki eingöngu bundið við togarana heldur og við þjónustu við vöruflutningaskip. Hallgrfmur heitinn var gæfu- maður. Það, sem hann tók sér fyrir hendur, sá hann vaxa og dafna hvort heldur það voru störf til sjós eða lands. Ekki axlaði Hallgrímur þó byrðarnar einn en kona hans Margrét Ingimarsdótt- ir frá Hnífsdal reyndist honum stoð og stytta og lét sitt hvergi eftir liggja. Þegar heilsu Hall- grims tók að hraka var honum vissulega ljóst að hverju stefndi. En forsjónin var honum vissulega Ifknsöm og við, sem með honum unnum, þökkum honum samstarf- ið, góðvildina, samvizkusemina og drengskapinn. Og að lokum ósk- um við honum góðrar ferðar. Jón Axel Pétursson. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Foreldrar mfnir halda, að ég sé of ungur til þess að ganga f söfnuð, en mér finnst, að ég ætti að komast f samband við trúarbrögðin. Ég er á átjánda árinu og finnst sannarlega tfmi til þess kominn að gera eitthvað f þessu máli. Hvað sýnist yður? Ég held að þú takir ekki rétt á þessu máli. Vandi þinn er ekki fyrst og fremst sá, að þú sért of ungur til þess að ganga í kirkjuna, heldur hitt hvort þú sért andlega undir það búinn. Sjáðu til: Við göngum ekki í kirkju til þess að komast í samband við einhver trúarbrögð, heldur til þess að eiga samfélag við þá, sem elska Krist, og til þess að taka þátt í verkefni kirkjunnar. Þú þarfnast að finna Krist sem frelsara og Drottin, áður en þú getur átt slíkt samfélag. Biblían segir, að „Drottinn bætti daglega við I hóp- inn (kirkjuna), þeim er frelsast Iétu.“ Ef þú gengir í söfnuðinn, án þess að eiga persónulega trú, mundir þú skaða bæði söfnuðinn og sjálfan þig. Veittu Kristi viðtöku sem frelsara þínurn, og þá ertu andlega undir það búinn að ganga í kristinn söfnuð. t Öllum þeim, sem tóku þátt í leitinni að Reyni Dagbjartssyni, sem fórst af slysförum 2. júní þökkum við af alhug. Viljum við þar nefna Slysavarnafélag (slands, slysavarnadeildirnar á Akranesi og i Borgar- fjarðar og Mýrasýslum. Einnig vini og venslafólk og alla aðra sem þar lögðu fram liðsinni sitt. Ykkur öllum biðjum við guðs blessunar og farsældar I starfi. Sigrfður Kristjánsdóttir, Dagbjartur Majasson, Björk Dagbjartsdóttir, Sólveig Hauksdóttir. Sólveig Kjartansdóttir, Haukur Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.