Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. JULl 1974 15 Mikilvægur fundur Husseins og Sadats Kairó, 17. júlf, NTB. HUSSEIN Jórdanfukonungur og Sadat forseti Egyptalands munu I dag hittast að máli f Alexandrfu og er búizt við, að þeir ræði um samskipti Jórdans við skæruliða Palestfnu-Araba. Sérfræðingar f Egyptalandi eru þeirrar skoðunar, að Sadat muni biðja Hussein að viðurkenna þjóð- frelsishreyfinguna PLO sem hinn eina rétta fuiltrúa Palestfnu- Áraba. Ef Hussein fellst á þá beiðni mun taiið, að menn séu feti nær samkomulagi milli jórdönsku stjórnarinnar og samtakanna en áður. Þá munu Sadat og Hussein einnig ræða undirbúning fyrir næstu umferð á Genfarráðstefn- Nýi forsætisráðherrann f Portúgal, Vasco Goncalves, ræðir við fréttamenn úti fyrir þinghúsinu f Lissabon um helgina og segir þeim, að góðar horfur séu á, að hann ljúki senn að skipa stjórn sfna. Sadat hindraði að „Queen Elizabeth H” væri sökkt 1973 Reynt að flytja Skandinava frá Kýpur Aþenu, 17. júlí NTB. EFTIR margar árangurslausar tilraunir tilaðkomal87 skandin aviskum ferðamönnum á brott frá Kýpur, sjóleiðina, hefur danska ferðaskrifstofan Tjære- borg nú ákveðið að reyna að fá leyfi til að þeir verði fluttir á brott með flugvéium. Fulltrúar Tjæreborg ferðaskrif- stofunnar í Aþenu, en það er á hennar vegum, sem þetta fólk er á Kýpur, fékk í kvöld þær upplýs- ingar, að flugvöllurinn í Nikosiu hefði verið opnaður og væri í lagi, enda þótt flugvallarbyggingar væru meira og minna I rústum. Verður því reynt að senda Cara- velleþotu til eyjarinnar að sækja fólkið, eftir að sú hin sama vél hefur farið með ferðamannahóp til Rhodos á morgun. Þessir Rhodosfarþegar ætluðu upphaf- lega til Kýpur, en nú hefur þeim verið beint til Rhodos, að minnsta kosti um sinn, unz fer að skýrast, hvernig ástandið er á Kýpur. Mjög erfiðlega hefur gengið að ná sambandi við fulltrúa Tjæreborg- ar á Kýpur, en þó hefur verið send út yfirlýsing um, að ekki sé annað vitað, en allir séu við góða líðan. Ostaðfestar fregnir um að Líbýuforseti hafi gefið árásarskipun EDLENT London, Beirut 17. júlf AP. ANWAR Sadat, forseti Egypta- lands, sagði I viðtali, sem sjón- varpað var I BBC I gærkvöldi, að hann hefði grípið f taumana á sfðustu stundu f aprfl 1973 til að koma f veg fyrir, að egypzkur kafbátur sprengdi f loft upp stór- skipið „Queen Elizabeth II“. Sagði Sadat, að „ónafngreindur Arabaleiðtogi** hefði gefið skip- stjóra kafbátsins fyrirmæli um að ráðast til atlögu. Sadat frétti hvað f vændum var örstuttu áður en kafbáturinn ætl- aði að hefjast handa. Náði hann þá sambandi við kafbátinn og skipaði skipstjóranum að hafa að engu þessi fyrirmæli en koma aft- ur til bækistöðva sinna f Alex- andrfu. Með skÍDÍnu voru 590 Gyðingar á leið til Israels til að halda hátfð- legt 25 ára afmæli Israelsríkis. Flestir farþeganna voru auðugir Bandarfkjamenn af gyðingaætt- um. Sadat sagði, að Palestínumenn | reyndu að fá heiminn til að skilja' hina ömurlegu aðstöðu, sem þeir byggju við, en hann væri ekki sáttur við þau hryðjuverk, sem þeir fremdu, og héldu vera máli sínu til framdráttar. Hann sagðist hafa álitið, að það hefði verið voðalegur glæpur að myrða hundruð saklausra um borð í þessu skipi til þess eins að vekja athygli á málstað þeirra. Blað f Beirut sagði f dag, að „Arabaleiðtoginn", sem hefði fyr- irskipað árás á „Queen Elizabeth II“, hefði verið Khadafy forseti Lfbýu. Hefur blaðið þetta eftir áreiðanlegum heimildum og seg- ir, að Khadafy hafi með þvf viljað hefna þess, að Israelar skutu nið- ur líbýska farþegavél í Sinai 1972, en þar fórust rösklega 100 manns, flestir Arabar. Hvatti Khadafy þá Egypta eindregið til að koma fram hefndum. Blaðið, sem birti þessa frétt, „The Arab World", greinir ekki frá þvf, með hvaða móti Lfbýuforseti á að hafa komið þessum ofangreindum fyrirmæl- um á framfæri við skipstjóra kaf- bátsins. Bólusóttarfar- aldmálndlandi Nýju Deli, 17. júlf AP. INDVERSKA stjórnin tilkynnti I dag, að bólusóttarfaraidur herjaði f Austur-Bihar og væri hætta á, að veikin bærist vfðar um landið þrátt fyrir miklar ráð- stafanir heiibrigðisyfirvalda. Vinsældir EBE dvína í Danmörku 200 þús. holds- veikitilfelli á áriíBengladesh Dacca, 17. júlí, AP Heilbrigðismálaráð- herra Bangladesh sagði f dag, að árlega veiktust um 200 þúsund manns af holdsveiki í Bangladesh. Sagði hann, að stjórnin reyndi að hafa upp á öll- um holdsveikum og koma þeim til með- höndlunar, en f Bangla- desh eru nú sjö sjúkra- hús og nfu minni heilsu- gæzlustöðvar, sem hafa meðferð holdsveikra með höndum. unni um Miðausturlönd. Jórdanir hafa fram að þessu verið' and- snúnir því, að PLO ætti þar full- trúa, en verði þeim ágreiningi rutt úr vegi mun áð líkindum verða haldinn fundur æðstu manna Jórdans, Sýrlands, Egyptalands og Palestfnu-Araba einhvern tíma í næsta mánuði. Brussel 17. júlf Ntb. VINSÆLDIR Efnahagsbandalags Evrópu fara minnkandi f Dan- mörku og rösklega helmingur Dana myndi kæra sig kollótta eða vera feginn ef bandalagið yrði leyst upp. Eru þetta niðurstöður skoðana- könnunar, sem EBE-ráðið birti opinberlega í Brílssel í dag. I maí voru 35% Dana þeirrar skoðunar, að EBE væri gott og gilt bandalag en 31% var á öðru máli. I niðurstöðunum kemur fram, að f EBE-löndunum er sæmileg ánægja með bandalagið og heildartölur eru, að 70% töldu bandalagið þarft og 56% kváðust mundu harma, ef það yrði leyst upp. I Danmörku sögðust 27% vera á móti því, að bandalagið hætti störfum, 27% sögðu, að þeim væri nákvæmlega sama um hver yrðu afdrif þess og 31% sagði, að léttir yrði að þvf ef EBE hætti. Varað við pillunni Hull, 17. júlf NTB. ÞEKKTUR brezkur læknir, Ian Burn að nafni, hefur varað ungar stúlkur við þvf að nota pilluna að staðaldri, þar sem hætta geti verið á, að hún valdi krabbameini í brjósti. Læknirinn segir skýrslu, sem brezka læknafélagið hafi gefið út, um að pillan sé hættu- laus með öllu, mjög fljótfærnis- lega og tuttugu ár muni lfða unz greinilega verður hægt að segja til um raunverulegar hliðaverkanir pillunar. Manntjón í jarðskjálftum Bogota, Colombia, 17. júlí AP. AÐ MINNSTA KOSTI ellefu manns munu hafa látið lffið f hinum geysiharða jarðskjáifta f Chocohéraðinu f Colombiu um helgina. Þar kom einn mjög harður kippur aðfararnótt sunnu- dags og sfðan voru stöðugar hræringar allan sunnudaginn. Fyrstu fréttir hermdu, að mesti kippurinn hefði mælzt sjö stig á Richterkvarða, en það er sagt rangt, hann hafi verið um 5 stig. Mikið tjón varð í Chocohéraði, fjöldi manns varð heimilislaus og nokkurra er saknað. Rauði kross- inn hefur nú sent hjálparsveitir á vettvang, en erfitt er að komast á staðinn nema f þyrlum. Sagði aðstoðarheilbrigðisráð- herra landsins, að 18 þúsund hefðu látizt í Bihar á þessu ári úr bólusótt og þar var tilkynnt um 91,436 tilfelli fyrstu sex mánuði ársins. Þá hafa 1700 látizt í Vestur-Bengal og 500 í Assam- héraði, sem er þar í grennd. I ljós kom f viðtalinu, að á Ind- landi er vitað um samtals 140,308 bólusóttartilfelli það sem af er árinu og er það um 85% allra bólusóttartilfella í heiminum. Geimfarar undirbúa heimferð Moskvu, 17. júlí, AP TASS-fréttastofan sagði frá þvf f dag, að geimfararnir Popovich og Atryuhin tækju senn að undirbúa heimferð sfna. Hefðu störf þeirra f Saljut gengið að óskum og þeír innt af hendi allar þær rannsókn- ir, sem þeim var ætlað. Ekki var tilgreint, hvenær þeir myndu fara aftur inn í geimskip sitt og halda af stað til jarðar. Tass-fréttastofan sagði, að geimfararnir væru prýðilega á sig komnir andlega og Hkamlega og virtust una sér ágætlega í geim- stöðinni. Meiðsli þau, sem Artyu- hin varð fyrir, hafa ekki tafið störf þeirra. Sinatra hótað Sidney 17. júl^AP. NTB SKÖMMU áður en söngvarinn Frank Sinatra átti að halda frá Astralfu f dag, eftir storma- sama hljómleikaferð um land- ið, var hringt til flugvallarins og sagt, að vél Sinatra yrði sprengd f loft upp, nema þvf aðeins, að Sinatra reiddi fram fé að upphæð 50 milljónir doll- ara. Lögreglan taldi þetta vera gabb en engu að sfður fékk Sinatra lögregiufylgd til flug- vailarins og leit var gerð f vél hans, áður en hún lagði af stað. Engin sprengja fannst I vél- inni og héit söngvarinn með föruneyti sfnu til London eftir nokkra töf. Wiliiam Westmoreland Westmoreland tapaði Colombia, Suður-Karolínu 17. júlí AP. WILLIAM WESTMORELAND, hershöfðingi og fyrrverandi for- seti herráðs Bandarfkjanna, tapaði f dag I prófkosningum til rfkisstjórakjörs f fylkinu fyrir James B. Edwards, öldunga- deildarþtngmanni rfkisins. Westmoreland hefur ekki áður tekið þátt í stjórnmálum. Fékk Edwards um 62% atkvæða og varð fljótlega ljóst, er talning hófst, að Westmoreland hafði enga möguleika á að sigra. West- moreland var dapur að úrslitum loknum og sagði: „Ég býst við, að þetta sýni, að menn hafa ekki trú á mér sem stjórnmálamanni. Ég hélt mig hafa eitthvað að gefa mínu heimaríki, en flokksbræður mfnir hafa hafnað mér. Ég er að sjálfsögðu hryggur yfir þvf, en mun styðja Edwards heils hugar í kosningunum í nóvember."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.